Morgunblaðið - 26.08.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
7
Umsjónarmaður Gísli Jónssön 15. Þáttur
Fyrr í þessum þáttum hef-
ur verið stungið upp á nýyrð-
inu vímill um þann sem
tíðum væri undir áhrifum
svonefndra vímugjafa. í
beinu framhaldi af því leyfi
ég mér að birta hér bréf frá
Herði Jónassyni á Höfn í
Hornafirði. Þó að bréfið sé
stílað til mín persónulega,
þykir mér sem það eigi erindi
í þennan þátt og vona að
Hörður virði mér til vork-
unnar, þótt ég birti það, en
meginefni bréfsins er svo:
„Tilefni þessa bréfs er að
undirritaðan langaði til að
leita álits yðar á smá hug-
mynd sem varð til hjá „mér“
fyrir nokkru síðan.
Þetta kom til af því að mér
fannst orðið „dópisti" ljótt og
sjálfsagt ekki íslenskt og
einnig að orðið eiturlyfja-
neytandi er ekki nógu mikið
notað og fannst mér því að
fíkill gæti átt við í þessu
tilefni.
Þetta er í ætt við að vera
fíkinn í eitthvað. Því miður
fjölgar fíklum hér á landi en
betur væri hið gagnstæða.
Gaman væri að þér gætuð
svarað mér fljótlega og sagt
mér hvað vður finnst um
þetta orð og hvar ég gæti
komið því á framfæri. Er
ekki til einhver nýyrða-
nefnd?"
Nýyrðanefnd mun vera til,
en svar mitt við spurningum
Harðar Jónassonar felst í
birtingu bréfsins. Eins og
hann segir réttilega væri
fíkill myndað í samræmi við
lýsingarorðið fíkinn, og
nafnorðið fíkn, en fyrir
skömmu var þess einnig
minnst í þessum þáttum að
til væri eða hefði að minnsta
kosti verið sögnin að fíkjast
(á) eitthvað = girnast. Þetta
er svo aftur í svokölluðum
hljóðskiptum við orð eins og
feikn og feikilegur, sem
ýmsum hættir til að skrifa
með y af því að þeir hugsa
sér þau af öðrum uppruna.
Þá var hér fyrir skemmstu
fjallað um hortitti, svo í
bundnu máli sem óbundnu,
og tekin sem dæmi vísa eftir
þekkt skáld, þar sem það
leikur sér að því að færa
„hefðbundinn" hortitt ann-
arrar braglínu yfir í hina
fjórðu og síðustu. Vísnasmið-
ir hafa gaman af að bekkjast
til hvor við annan og hafa í
frammi glettingar, og einn
þeirra hringdi til mín og
stakk upp á því að best væri
að rýma hortittinum alveg í
burtu og hafa hringhenduna
þannig:
Fáum þekkur, fíflar víf,
finnur ekki strikið.
t>að er brekka þetta líf,
þó menn drekki mikið.
Nokkrir hafa komið að
máli við mig út af orðinu
örverpi og hafa ekki allir
haft á því nákvæmlega sama
skilning. Merkingarmismun-
ur kemur fram í málvitund
manna. Hyggjum þá fyrst að
því hvernig orðið er skil-
greint í bók Menningarsjóðs:
l)lítið egg, sem fugl verpir
síðast; síðasta egg í hreiðri,
hreiðurböggull; síðasta barn
í fjölskyldu; mjög smávaxið
afkvæmi. 2) dugleysi, þrótt-
leysi.
Ágreiningur viðmælenda
minna hefur einkum verið
fólginn í því, hvort langur
tími þurfi að líða milli burð-
ar örverpis og fyrra afkvæm-
is og einnig í því hvort móðir
örverpis þurfi að vera orðin
mokkuð fullorðin. Sumir
skilja örverpi svo þröngt að
það sé barn sem fæðist löngu
eftir að eldri systkin komu í
heiminn og fætt af móður
sem menn héldu helst að
væri komin úr barneign. Lík-
ur eru svo taldar á því að það
verði lítið og vanmáttugt.
Þetta er ekki minn eigin
skilningur, en fróðlegt væri
að heyra frá lesendum hvaða
skilning, nákvæmlega, þeir
leggja í þetta orð.
Því má bæta við að ég held
að forskeytið ör- í þessari
samsetningu hafi neikvæða
merkingu, sbr. örbirgð,
bjargarleysi og örvænting —
vonleysi, svo að einhver al-
kunn og augljós dæmi séu
tekin.
En forskeytið ör- er af
ýmsum öðrum uppruna ög
hefur þá annars konar merk-
ingu. í nokkrum orðum
merkir þar frum-, eitthvað
upphaflegt eða ævagamalt,
svo sem í orðunum örnefni,
örkuml og örlög.
Víkjum aðeins að örverp-
inu aftur og þeirri orðabók-
arskilgreiningu að það sé
síðasta barn í fjölskyldu.
Þær fjölskyldur eru til að
þar er sama barnið bæði hið
fyrsta og síðasta, og gæti þá
vandast málið. Hlymrekur
handan kvað:
Þótt eggjar á grindinni gjörskerpi.
í gremju ég tungu að vör herpi;
það er vandamál vort
að menn vita ekki hvort
að kalla má einbirni örverpi.
Að lokum er frá því að
segja, að Baldvin Ringsted á
Akureyri kenndi mér enn
eitt dæmi um títtnefndan
samruna (contamination).
Þjóðkunnur ágætismaður
sagði eftir hættuleg veikindi
og sára kröm að hann hefði
lengi legið milli heims og
sleggju.
14 kt, gull hálsfestar veré frá kr. ÍÚM
Kjartan Asmundsson, gullsmíðaverkstæöi, Aðalstræti 8
JANE
HELLEN
kynnir nýja hárnæringu
JANE’S RINSE
mýkir hárið án þess að fita það.
Jane’s Shampoo + Jane’s Rinse = Öruggur árangur.
UHLM.rÁ . .
CMftterióteCl" Tunguhálsi11,R. Síml 82700
Hitinn er dýr
- lokið
kuldagjóstinn úti
-5- VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP
Fallegar útihurðir af mörgum gerðum — öflugar og
viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar-
bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum
— Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með
gúmmíhéttilista — 2 ára ábyrgð. —
Scadania-hurðir.
BÚSTOFN
Adalstræti 9, Reykjavík,
símar 29977 — 29979
Bás
nr. 20
ALÞJÓÐLEG
VÖRUSÝNING
INTERNATIONAL
FAIR^1979
REYKJAVÍK 24. ÁGÚST-9.SEPTEA4BER