Morgunblaðið - 26.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
15
Innnesingar komu á netavertíð-
ina. Þeir áttu verbúð en flest
heimili hýstu vermenn. Þá var oft
þröng á þingi. Hjá okkur voru að
jafnaði tvær skipshafnir á vertíð-
inni. Önnur hafðist við úti í hlöðu,
hinir lágu á gólfunum milli rúm-
anna. Skemmtanir voru öðru
hverju. Það var dansað og leikið
undir á einfalda harmoníku.
Stundum voru leiksýningar, unga
fólkið hafði gaman af að taka þátt
í þeim. Ég man eftir einni þeirra,
„Fólkið í húsinu“ hét hún. Svo var
starfandi bindindisfélag og barna-
stúka. Það var alltaf eitthvað um
að vera. En nú þætti mönnum
þetta kannski snautlegt líf. Fólk
veitti sér ekkert. Allir voru eins,
höfðu til hnífs og skeiðar og þeir
gáfu sem gátu. Móðir mín var
rausnarkona og sendi oft mjólk og
rjóma til vinkvenna sinna. Allir
sem voru aflögufærir gáfu og var
ekkert sérstaklega um það talað.
Svo fór fólkið úr Leirunni —
þegar dekkbátarnir tóku við af
árabátunum og hvergi var skjól
fyrir þá. Menn fluttu sig þá
margir yfir í Sandgerði. Um og
fyrir aldamótin fóru nokkrar fjöl-
skyldur vestur um haf, það var
ekki ævintýraþrá sem rak fólkið.
Það var þessi sára fátækt sem ýtti
eftir því að fara, vonir um að ná
betri afkomu annars staðar. Það
svalt kannski enginn beinlínis en
það var ekkert meira en það.
Systur mínar tvær fóru vestur,
Elísabet og Sveinólína. Elísabet
kom aldrei aftur. Hún vann árum
saman fyrir sér með saumum
vestra, svo giftist hún manni af
skozkum ættum og þau bjuggu í
Winnipeg. Sveinólína kom tvívegis
heim og hún dó hér. Ég skal segja
þér frá því á eftir. Guðjón bróðir
minn drukknaði við þriðja mann
árið 1912 vestur í Garðssjó. Þeir
voru á litlum bát og búnir að fiska
vel og það hvessti á þá.
Isleifur bróðir minn fór í Flens-
borg og svo kom hann heim og
kenndi í Leirunni í tvo vetur.
Bindindisfélagið átti nokkuð
myndarlegt hús og þar var skól-
inn. Við vorum milli 15 og 20
nemendur. ísleifur var ágætur
kennari. Hann var mikill spaugari
og hagyrðingur og hvarvetna vel
látinn. Hann kenndi ár á
Fáskrúðsfirði, en staðfestist í
Skagafirði og bjó á Sauðárkróki í
sextíu ár. Hann varð 87 ára
gamall, hress og hvikur fram á
síðasta dag. Margir þekkja vísur
hans sem urðu fleygar. Þessi er
ein af þeim:
Detta úr lofti dropar stórir
dignar um í sveitinni,
tvisvar sinnum tveir eru fjórir
taktu í hornið á geitinni.
Hann var léttur maður hann
ísleifur og sá alltaf spaugilegu
hliðina á hlutunum.
Önnur þekkt vísa er:
Ég virði hans skalla að vonum
en vorkenni þvílíka nekt
að standa upp í hárinu á honum
það held ég sé ómögulegt.
Hann orti bílavísur og margar
svokallaðar Gudduvísur. Hann
hafði litla verzlun á Króknum.
Fólk sótti í að koma til hans til að
fá vísur og skrafa. Auglýsingar
hans voru t.d. alltaf í bundnu
máli.
— Já, ég hef alltaf haft gaman
af vísum, og var fljót að læra þær.
Að ég hafi sett saman vísu. Það
hefur þá verið lítið eitthvað við
vinnu til að stytta mér tímann. En
ég hef kunnað margar vísur og hef
þær oft yfir mér til skemmtunar.
Hefurðu heyrt þessa:
Fæðast, gráta, reiðast, ruggast,
ræktast, bera, standa gá
tala, leika, hirtast, huggast,
harðna, vaxa, þanka fá
elska, biðla, giftast greitt
girnast þetta, hata eitt,
mæðast, eldast, andast, jarðast
ævi mannleg svo ákvarðast.
Þetta mælti við okkur kona á
reitunum þegar við vorum að
vaska fisk í Garðinum, nokkrar
ungar stúlkur.
Mamma mín Elsa Dóróthea var
hagmælt og mælti vísur af munni
fram. ísleifur hafði hagmælskuna
frá henni. Nú man ég aðeins tvær
af vísunum hennar. önnur var
gerð þegar hún var komin á
áttræðisaldur. Þá var hún stödd á
Búðum á Snæfellsnesi. Ungur
maður, hagleiksmaður góður, var
að gera við bát undir húsi.
Mamma gekk þar hjá. Hann bað
hana gera vísu með nafni sínu.
Hún svaraði:
Manndómsríkur menntafús
maður vanur starfi
bætir skip og byggir hús
Bjarni Kjartansarfi.
Ég man eftir annarri:
Fiður þétt á fugl er sett
fjaðrir spretta niður
hoppar nettur klett af klett
korna rétt um biður.
ísleifur leitaði oft með sínar
vísur til mömmu þegar hann var
að byrja að setja þær saman,
unglingur. Hún lagaði þær oft til.
Ég held að ísleifur hafi verið vel
að skapi mömmu, hann var svo
líkur henni í lundinni, léttur og
jafnlyndur.
— Ég fór fyrst að heiman um
þrettán ára aldur. Var um tíma í
Höfnunum. Mér sárleiddist, eins
og ég hafði hlakkað til verunnar.
Pabbi hafði selt Katli í Kotvogi
kvígu og leyft mér að koma með
sér út í Hafnir. Mér þótti allt svo
fallegt og vel hirt. Hjónin sem ég
var hjá í Höfnunum leigðu stofu
hjá maddömmu Steinunni í
Kirkjuvogi. Þetta var allt myndar-
legt, það vantaði ekki, en ég sá þar
aldrei glaðan dag.
— Fjórtán ára fór ég út í Garð
til Finnboga kaupmanns Lárus-
sonar og Bjargar konu hans. Ég
átti að gæta yngsta barns þeirra.
Þarna kynntist ég manninum
mínum, sem síðar varð, Þorleifi
Þorsteinssyni. Hann var þá 18 ára.
Hann var á heimilinu vegna skyld-
leika við þau hjónin. Þorleifur var
með bát og þegar hann fór á sjó
hafði hann fyrir sið að kveðja
frænkur sínar á heimilinu, Björgu,
Sigurbjörgu og Guðbjörgu, með
kossi. Einn af fyrstu dögunum,
sem ég var þarna er hann að fara
og gerir þetta að venju og þá segir
Björg: „Ætlar þú ekki að kveðja
hana Theu líka“ Það var engin
undankoma. En svo sneyddum við
hvort hjá öðru lengi á eftir — en
við áttum hvort annað eftir þetta.
Árið 1906 flutti Finnbogi að Búð-
um á Snæfellsnesi og við fórum
með. Giftum okkur hér í Reykja-
vík, á heimili sr. Haraldar Níels-
sonar 1909 og bjuggum á Búðum
fyrstu árin. Fluttum í Hólkot 1914
þegar Finnbogi hélt suður aftur.
Við höfðum ekki stórt bú og
Þorleifur fór alltaf suður á vertíð,
alveg frá í janúar fram í maí. Ég
hafði verið því fylgjandi að við
flyttum í sveit, því að ég var alltaf
hrædd um hann á sjónum. En
hann vildi þetta. Það var ekkert
um annað að ræða. Tengdafaðir
minn kom til okkar, hann sá að
mestu um búskapinn þegar
Þorleifur var svona langdvölum í
burtu. Ég hef aldrei búkona verið
— ekki þekkt hund frá kind,
blessuð vertu.
En okkur lánaðist sambúðin og
eignuðumst tvö börn og nú bý ég í
Hólkoti með syni mínum. Þorleif
missti ég 1938, það var mér erfitt.
Ári síðar lagðist Sveinólína systir
mín svo banaleguna. Hún hafði átt
við veikindi að stríða og það var
tekið úr henni nýrað og hún náði
sér nokkuð og gat unnið létta
vinnu. Hún var meðal annars
stúlka um tíma hjá Jónasi
Þorbergssyni og sumartíð hjá
Einari skáldi Benediktssyni. Hún
minntist þessara fjölskyldna allt-
af að öllu góðu. Ég spurði Svein-
óiínu hvort hún kviði dauðanum.
„Ég er búin að fara svo víða“ sagði
hún „og sjá fegurð sköpunarverks-
ins í svo mörgu. Nú hlakka ég til
að sjá hvernig það lítur út hinum
megin.“ Ég spurði hana hvort hún
vildi skila kveðju frá mér ef henni
yrði leyft það. Hún dó að kvöldi og
ég var svo ein og yfirgefin og
fannst ég hafa misst svo mikið á
stuttum tíma.
En nokkrum kvöldum síðar er
ég í herberginu mínu, ég geri mér
ekki grein fyrir hvort ég er sof-
andi eða vakandi. Þá opnast hurð-
in og þau koma inn og leiðast arm
í arm, Sveinólína og Þorleifur
minn og hún segir „Sjáðu hvort ég
^er ekki búin að finna manninn
þinn.“
Þú getur ekki trúað því hvað
þetta varð mér mikil huggun. Mér
fannst það hrein eigingirni í mér
að vera að syrgja þegar ég vissi
þetta. Nú átti ég bara að standa
mig. Um annað var ekki að ræða,
og ég var aldrei of góð til þess,
eftir þetta.
— Það er langlífi í ættinni
minni og góð heilsa, einkum í
föðurætt. A yngri árum fékk ég
ýmsa kvilla, var nærri dáin úr
barnaveiki, var þá gefið blásteins-
vatn og hjarnaði við. Mislingar
gengu nærri mér eins og algengt
var á þeim tíma. Einu sinni kom
taugaveiki upp í Ráðagerði, allir
veiktust nema pabbi minn og
annar formaðurinn hans dó.
— Ef einhver hefði nú sagt það
við mig á miðjum aldri að ég ætti
eftir að komast á tíræðisaldur er
ég hrædd um mér hefði þótt nóg
um. Dótturdóttir mín segir að hún
gæti alveg hugsað sér að verða
gömul ef hún héldi minni heilsu. Á
miðjum aldri var ég stundum
hrædd við að deyja, þá voru
börnin að vaxa og ég gat ekki
hugsað mér að fara. Eftir því sem
árin líða breytist þetta viðhorf. En
ég er enn svo hress, að ég get
hugsað um matseld og þetta
heimilishald hjá okkur. Ég hef
fjarska gaman af því að fást við
myndirnar mínar, ég sit við það
löngum. Ég hef líka gaman af því
að skrifa vinum og kunningjum,
einn daginn skrifaði ég sjö bréf.
Ég er fegin að geta þetta og geta
enn notið margs. Ég hef kannski
ekki farið eins víða og hún Svein-
ólína systir mín, en ég hugsa
öðruvísi um lokastundina en á
yngri árum. Nú hlakka ég til að
fara. Það hefur verið gert svo vel
við mig.
h.k.
Klippmynd
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Myndir: Ólafur K. Magnússon
Málverkauppboð
2. sept. 1979 aö Hótel Sögu kl. 3.
Bókauppboð
8. sept. 1979 aö Klausturhólum, Laugavegi 71.
Myntuppboð
9. sept. 1979 aö Klausturhólum, Laugavegi 71.
BJORNINN
Skúlatúni 4 Simi 25 1 50. Reykjavík
Kantlímdar — smíðaplötur
(Hobby-plötur)
fyrir fagmenn og leikmenn.
! ^Pónlagdar
neöKOTO-
Mahogny. e’íkar
29 furusPæni.
Ulva/iö til skápa.
Hvítar
plast-
hillur
30 cm
50 cm
og 60 cm
breiöar
lagðar
Plasthillur
Rteð teak