Morgunblaðið - 26.08.1979, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
ólafur Jóhannesson svaraöi að bragði...
Fyrir viku varpði ég fram
fyrrihluta í vísnaleik og varð
þess brátt vísari, að enn hafa
menn gaman af því að spreyta
sig á því að botna. Ég vil þakka
þau bréf, sem mér hafa borizt.
Öll voru þau ánægjuleg, og þótt
hér birtist aðeins tveir botnar,
er ekki endilega víst, að þeir hafi
verið beztir.
Á hinn bóginn er því ekki að
leyna, að stundum var misfarið
með stuðlana, þótt höfuðstafur-
inn væri réttur. í þeim efnum
get ég gefið þá þumalfingurs-
reglu, að rétt er stuðlað, ef annar
þeirra er í þriðja áherzluat-
kvæði, en annars ekki:
Dæmi:
Stökur ortu stuðla-rétt....
Eða:
Ortu stökur stuðla-rétt....
Eða:
Vísnamálið lipurt, létt....
Vísan gæti þá orðið svona:
Sökur ortu stuðla-rétt,
stundum rímur sungu.
Vísnamálið lipurt, létt
leikur þeim á tungu.
Mér þótti það með ólíkindum,
að í einu bréfanna voru hvorki
meira né minna en 103 botnar.
Bréfritari í Hafnarfirði, sagði,
að hann væri „nýlega farinn að
stunda þá göfugu íþrótt íslenzku
að hnoða saman vísu“ og þykir
mér rétt að tilfæra hér einn af
hans botnum:
Ymsir bundu vonir við
vinstra samstarf fyrir ári.
Eflaust hefur íhaldið
úthelt krókódílatári.
Að norðan barst þetta:
Allir vita að íhaldið
eitt má létta þessu fári.
Bjarni Jónson úrsmiður á
Akureyri er löngu landskunnur
fyrir stökur sínar, enda einn af
okkar skemmtilegustu hagyrð-
ingum. Á s.l. ári sendi hann frá
sér ljóðabók, Vísur Bjarna fra
Gröf. Þar er margt hnyttilega
sagt, sem varpað hefur verið
fram á förnum vegi, eins og
(úrkast):
Hér er bölvuð ótíð oft
og aldrei friður.
Það ætti að rigna upp í loft
en ekki niður.
Eða:
Lífið er eins og ljótur poki,
sem lafir á snúru í norðanroki,
fyllist af vindi svo fýkur tuskan
og fer einhvern djöfulinn út í
buskann.
Eða:
Vanalega vísan hálf
verður illa kveðin,
ef hún kemur ekki sjálf
eins og hjartagleðin.
Eins og menn vita er sá háttur
hafður á í þingveizlum, að eng-
inn má tala í óbundnu máli
nema forsetinn. Á hverju ári eru
þeir, sem þær sitja, jafnhissa á
því, hversu margir þingmenn
leggja það fyrir sig að búa til
vísu eða langar til þess. Að vísu
er afraksturinn misjafn eins og
jurtirnar í lystigarðinum á
Akureyri, þar sem öllu ægir
saman, illgresi og bláfjólu. í
síðustu þingveizlu orti Halldór
Blöndal (limra):
Ólafur fór burt úr Fljótum.
í flýti hér syðra skaut rótum.
I verðbólgudans
með sinn sjöunda sans
hann svífur á afturfótum.
ólafur Jóhannesson svaraði að
bragði (gagaraljóð):
Halldór skal fá hrós og þökk.
Hann oft rímar fljótt og vel.
En hugsunin er heldur skökk.
í hjartanu þó norðlenzkt þel.
Nokkra athygli hefur það vak-
ið, að Árni Gunnarsson alþingis-
maður, sem skaut eins og spútn-
ik upp á hinn pólitíska stjörnu-
himin fyrir síðustu kosningar og
hefur verið talinn ákafur fylgis-
maður vestrænnar samvinnu,
hefur nú skrifað grein, þar sem
hann mælir sterklega með sam-
einingu Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags. Móri kvað (skamm-
henda);
Inn á þing hans endurkoma
er sem borin von.
Yfir kommum er að voma
Árni Gunnarsson.
Hér er svo að lokum fyrrihluti,
sem gaman gæti verið að spreyta
sig á, og ætli það sé ekki bezt að
hafa hann nýhendu eins og
síðast:
Torfan vígð er tíma og stað,
táknrænt dæmi um gamla
bæinn.
Ekki verður meira kveðið að
sinni. H.BI.
Bjarni írá Gröf er einn af skemmtilegustu
hagyrðingum landsins.
Chevrolet Malibu
Malibu Classic 2 dr.
El Camino.
Véladeild
Sambandsins
Ármula 3 fíeyk/avik Simi 38900
Malibu Classic 4 dr.
Malibu Classic Estate
Það má lengi gera góðan bíl betri
og nú hefur Qievrolet leikiðþað
einusinnienn
í sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l.
mældist Malibu eyða 12.16 lítrum af
bensini á 100 kilómetrum. Þetta erathygl-
isverð útkoma nú á tímum síhækkandi
bensínverðs.
12.16 lítrar á hundraðið
En það er fleira sem gerir Chevrolet
Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur
búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri
glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum
viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem
íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi
mæli ráða vali sínu.
Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir
ánægðra Malibueigenda hafa gert á
undan þér. Til afgreiðslu strax.
Sýningarbílar.
AUQLVSINQASTOFA SAMBANOSINS