Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 3
t/l/
Dagflug vikulega
2 eða 3 vikur
Austurstræti 17, II. hæ^
símar 26611 og 20100.
Feróaskrifstofan
OTSÝN
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
Lokafundur hafréttarráðstefnu á næsta ári:
Útlit fyrir að íslenzkum hags-
munum verði vel borgið
ÁTTUNDA íundi hafréttarráðstefnunnar lauk í gær í New York.
Ákveðið var að halda einungis einn fund til viðbótar. Verður hanri á
næsta ári og er skipt í tvo áfanga. Verður sá fyrri í New York og sá
síðari í Genf.
Hans G. Andersen formaður
íslenzku sendinefndarinnar, sagði
í gær, að allt útlit væri fyrir að
þau mál, sem Island varðar mestu
yrðu endanlega afgreidd þannig,
að okkar hagsmunum yrði vel
borgið.
„Á þessum fundi hefur talsverð-
ur árangur náðst,“ sagði Hans G.
Andersen. „Alþjóðahafsbotns-
svæðið hefur valdið miklum erfið-
leikum og gerir enn, ekki sízt
varðandi skipan raðs alþjóðahafs-
botnsstofnunarinnar og atkvæða-
magn þar og ýmis atriði varðandi
fjármálaskuldbindingar. Verið er
að reyna að brúa bilið og hefur
talsverður árangur náðst. Sama er
að segja um önnur óleyst atriði
sem önnur og þriðja aðalnefnd
ráðstefnunnar hafa fjallað um,
svo og lokaákvæði uppkastsins að
hafréttarsáttmála.
Nú er svo komið að næsti
fundur, hinn níundi í röðinni,
hefur verið ákveðinn og skal það
verða lokafundur áður en undir-
skrift fer fram. Eru það mikil
tíðindi því að áður hafa menn ekki
treyst sér til að taka slíka ákvörð-
un. Sá fundur verður í tveimur
áföngum, hinn fyrri verður í New
York í vetur eða frá 3. marz til 3.
apríl, en hinn síðari næsta sumar í
Genf frá 28. júlí til 29. ágúst.
Hans sagði að á New York
fundinum yrði gengið frá síðasta
uppkasti að hafréttarsáttmálan-
um og lagðar fram breytingatil-
lögur við það. Genfarfundurinn
mun síðan ganga endanlega frá
textanum og getur þá komið til
atkvæðagreiðslna.
Mbl. spurði Hans G. Andersen,
hvernig mál stæðu að öðru leyti
við lok þessa fundar. Hann sagði:
„Ég vil fyrst taka fram að í
sambandi við viðtal sem við áttum
nýlega ræddum við um neðansjáv-
arhryggi, þar á meðal tillögu
Sovétríkjanna um 350 milna mörk
varðandi þá. Yfirskrift blaðsins
hefur valdið misskilningi. Þar var
sagt að meirihluti ráðstefnunnar
fylgdi 350 mílum. Eins og fram
kemur í viðtalinu sjálfu, var það
miðað við neðansjávarhryggi, en
ekki almenn mörk landgrunns,
sem rætt er um í 76. grein
uppkastsins, en þar er um að ræða
mjög flóknar reglur og miðað við
að strandríkið geti valið á milli
tvenns. Annars vegar er ákveðin
þykkt setlaga og hins vegar 60
mílna mörk frá brekkufæti. Síðan
segir að ytri mörk geti ekki náð
lengra en 100 mílur frá 250 metra
dýptarlínu, eða 350 sjómílur frá
ströndum. En til þess að þeirri
fjarlægð verði náð verður að
uppfylla þau skilyrði sem tilgreind
eru og því ekki hægt að segja að
þau eigi alltaf við. Þetta verður að
hafa í huga.
Auk þess koma reglurnar um
skiptingu svæða milli landa, sem
leiða til ýmissa takmarkana eftir
aðstæðum.
Þegar á allt er litið,“ sagði Hans
að lokum, „eru aðalatriðin fyrir
Island þau, að þessum störfum
verður lokið á næsta ári og allt
útlit er fyrir, að þau mál sem
Islendinga varðar mestu verði
endanlega afgreidd þannig, að
okkar hagsmunum verði vel borg-
ið.“
VIÐRÆÐURNAR við Norðmenn
vegna Jan Mayen-deilunnar fara
fram í Reykjavfk á miðvikudag. í
viðræðunefnd Norðmanna verða
m.a. Knut Frydenlund, utanríkis-
ráðherra, Eivind Bolle, sjávar-
útvegsáðherra og Jens Evensen,
hafréttarfræðingur.
íslenzka viðræðunefndin er nú
fullskipuð og sitja í henni ráðherr-
arnir Benedikt Gröndal, Kjartan
Jónasson, þingmennirnir Matth-
íaas Bjarnason, Einar Águstsson
og Ólafur R. Grímsson. Frá utan-
ríkisráðuneytinu eru í nefndinni
Hans G. Andersen, sendiherra
Ólafur Egilsson, deildarstjóri,
Guðmundur Eiríksson, aðsðar-
þjóðréttarráðunautur, og Berglind
Asgeirsdóttir, fulltrúi. Frá sjávar-
útvegsráðuneytinu eru í nefndinni
Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri,
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri, Már Elísson, fiskimála-
stjóri, Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍU, og Filip Höskuldsson
skipstjóri.
Viðræðunefndin kemur saman
til fundar á mánudag kl. 2 til
undirbúnings.
Um 4000 manns
komu í Höllina
MILLI 3800 og 4000 manns heim-
sóttu Alþjóðlegu vörusýninguna á
fyrsta degi hennar á föstudag og
er það svipaður fjöldi og heimsótti
sams konar sýningu árið 1977 á
fyrsta degi. Sýningin verður í dag,
sunnuddag, opin frá kl. 13 til 22 en
sýningarsvæðinu verður lokað kl.
23. Þrjár tískusýningar verða í
Laugardalshöllinni í dag eða kl.
16, 18 og 21.30. Þá heimsækir
hljómsveitin Brunaliðið sýning-
una kl. 14 og Þjóðleikhúsið sýnir
Flugleik kl. 20.30 og kl. 22. Á
mánudag verður sýningin opin frá
kl. 15 til 22 en sýningarsvæðinu
verður lokað kl. 23. Tískusýningar
verða á mánudag kl. 18 og 21.30.
Að sögn Bjarna ðlafssonar, fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar,
hafa ýmsar tækninýjungar, svo
sem tölvur af margvíslegum gerð-
um, vakið sérstaka athygli á
þessari sýningu.
Lesbók
Þau mistök urðu, að Lesbók,
sem fylgir blaðinu núna um
helgina. er dagsett 1. sept. í stað
25. ágúst. Einnig er þetta 30.
tölublað en ekki 31. eins og
stendur á blaðinu.
Islenzka
viðræðu-
nefndin
fullskipuð
Sér-
tilboð
Frítt fyrir einn
í 5 manna hópi.
' Sérstakur
barnaafsláttur.
Útborgun 40 pús.
Eftirstöövar
á 5 mán.
Gildir aöeins
í eftirtaldar feröir:
COSTA DEL SOL
14. og 22. september
LIGNANO
2. og 9. september
PORTOROZ
2. og 9. september
f IsU 0(As 11 (sWj!
T^Sskjf-''• * A,:-
I’ %-mrn \
..
í - i/ $
I * f
* I /t |
' : f
m* * 1H
: / '.s
^ V&: \ * *
V£■ ' i
—^TlÍ
’mmrn
FeröaÞjónusta
í sérflokkí
Látiö sérhæft starfáfólk
Útsýfjat-eöSfóöa ykkur
aö velja réttu feröina
meö
hagstæöustu kjörum
og greiöslu-
skilmálum.
WÉCiéKÍ,
'dCriNI