Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 14

Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 14
! 14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979 Rætt viÖ Dórótheu Grísladóttvir — Nú er lítið íLeirunni — kannski tveir búendur. Stærsta túnið sem var um- hverfis Stórhól hefur verið lagt undir fótboltavöll! En um aldamótin og fyrr þeg- ar ég man fyrst eftir mér voru þarna meira en tutt- ugu og fimm býii. Mannlíf- ið var fagurt — þótt það væri fábreyttara en nú. Það hefur mér alltaf fund- izt og þótt ég hafi nú átt mitt lögheimili á Snæfells- nesi í sextíu og fimm ár, hef ég aldrei fest þar ræt- ur — ég hef verið í Leir- unni íhuganum. Hún er 93ja ára gömul, létt og kvik í hreyfingum, snögg upp á lagið, með fallegt andlit og ung augu og hún segir að eini elli- gallinn sé, að hún sé ögn farin að missa heyrn, en svo sem ekki að ráði til baga. Dóróthea býr á Hólkoti í Staðarsveit. En öðru hverju legg- ur hún land undir fót að heimsækja ættingja sína víðs veg- ar. Nýkomin úr dvöl í Sandgerði hjá dótturdóttur sinni og stödd hjá sonardóttur sinni, þegar ég heimsótti hana á dögunum. Hún býr með syni sínum í Hún sýslar við að gera blóma- og klippimyndir á tíunda tutjnum og fór að semja lög um attrætt Hólkoti og síðustu árin hefur hún fengizt við að gera myndir sér til dægrastyttingar, hún gerir klippi- myndir og hún safnar blómum, þurrkar og límir þau upp. Hún er nýbýin að gera nokkrar blóma körfumyndir, af því að hún fann svo ljómandi gott randagras til að nota í körfurnar og flestar þessara mynda hefur hún gefið vinum og ættingjum. Og Dórótheu er fleira til lista lagt; hún hefur samið nokkur lög og kann þó ekki nótur. Dóttir hennar skrifaði lögin upp og tvc þeirra bárust til Carls Billich og hann raddsetti þau, en að öðru leyti hefur þessi iðja Dórótheu ekki farið hátt. Við sum laganna gerði Dóróthea texta sjálf. Dóróthea var komin á efri ár þegar hún sneri sér að þessari sköpunariðju. — Eg fæddist í Ráðagerði í Leiru þann 15. júní 1886 og var tíunda barn foreldra minna, segir Dórothea. — Við vorum fimm sem komumst upp — Isleifur, Elísabet, Guðjón, Sveinólína og ég. Faðir minn stundaði sjóinn eins og aðrir, var lánsamur formaður og hann gerði út tvö sexmannaför þegar bezt lét. Þau fluttu að úr Njarðvíkum, foreldrar mínir, komu í Ráðagerði 1873, þá gekk móðir mín með fjórða barnið, ísleif. Hin þrjú voru dáin. Þau voru allslaus foreldrar mínir, en dugnaðarfólk og á heimili mínu voru góð efni eftir því sem gekk og gerðist. Faðir minn byggði mynd- arlegt timburhús ekki löngu eftir þau settust að, á tveimur hæðum. Uppi voru tvö herbergi, annað 3 rúmlengdir og hitt tvær. Niðri var kokkhúsið — eldhúsið var kallað það meðan hlóðareldhúsin voru enn við lýði. Þar var stofa, stærð- ar búr og hol. Það var hrjóstur og gras umhverfis, en faðir minn reyndi að rækta í kringum sig. Það var búbót flestum í Leirunni að hafa matjurtargarða, menn ræktuðu rófur og kartöflur og flestir höfðu eina hvönn sér til ánægju og skrauts og það er líka svo góð af henni lyktin. En allir höfðu atvinnu af sjón- um, og allt var nýtt úr fiskinum, meira að segja slosskúfurinn, hann var settur í þró og síðan notað til áburðar á túnin, enda höfðu sumir eina kú og fáeinar kindur. Félagslíf í Leirunni var ágætt á þessum árum. Sérstaklega á vet- urna. Þá var oft líf og fjör. Sýnishorn af myndum Dórótheu. Blómakörfumynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.