Morgunblaðið - 26.08.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
IHttgmiÞlfifrUt
Útgefandi
Framkvaamdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstrnti 6, sími 10100.
Aöaistrnti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 180 kr. eintakiö.
tanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu kemur
í opinbera heimsókn hingað
til lands í septembermán-
uði. Upplýst var um þessa
heimsókn hinn 21. ágúst sl.
þegar þess var minnzt, að
ellefu ár voru liðin frá
inprás Sovétríkjanna og
leppríkja þeirra í Varsjár-
bandalaginu í Tékkó-
slóvakíu. Á sama tíma og
ráðherrann á að njóta
gistivináttu okkar íslend-
inga, sitja veizlur forsvars-
manna þjóðarinnar og
skála við þá, stendur ríkis-
stjórn þessa manns fyrir
einhverjum stórfelldustu
réttarhöldum, sem um get-
ur sl. 30 ár í A-Evrópu. Það
er auðvitað reginhneyksli
að bjóða ráðherra frá of-
beldisstjórn Husaks í opin-
bera heimsókn til íslands.
Eins og Morgunblaðið
hefur skýrt frá standa nú
fyrir dyrum í Tékkó-
slóvakíu réttarhöld yfir 10
andófsmönnum þar í landi.
Sumt af þessu fólki er
þekkt á Vesturlöndum —
annað ekki. Þessum réttar-
höldum hefur verið lýst
sem einhverjum mestu
sýndarréttarhöldum, sem
fram hafa farið í A-Evrópu
frá alræmdum réttarhöld-
um í Tékkóslóvakíu upp úr
1950. Sakborningar hafa
ekkert til saka unnið annað
en það, að hafa aðrar skoð-
anir en ráðamenn Tékkó-
slóvakíu. Sumir þeirra hafa
meira að segja ekki einu
sinni látið uppi aðrar skoð-
anir en Husak hefur, þeir
hafa gert það eitt að dreifa
upplýsingum, sem teknar
eru orðréttar upp úr dóms-
málabókum víðsvegar um
Tékkóslóvakíu um dóma
yfir andófsmönnum í land-
inu! Þeir hafa ekki lagt út
af þessum upplýsingum,
þeir hafa ekki látið í ljós
skoðun á þeim, þeir hafa
unnið það eitt til saka að
dreifa orðréttum texta upp
úr dómsmálabókum komm-
únista í Tékkóslóvakíu!
Aðfarir tékkóslóvakískra
yfirvalda gegn andófs-
mönnum þar í landi eru
svívirðilegar. Lögreglan
reisti sér kofa í námunda
við sumarbústað þekkts rit-
höfundar. Þaðan fylgdist
hún með hverri hreyfingu
hans. Ef hann fór út að
ganga með hundinn sinn,
fylgdi lögreglan fast á eftir.
Ef hann fór í búð var
lögreglan á hælum hans.
Talið er, að þessi maður
eigi yfir höfði sér 10 ára
fangelsisvist.
Jafnvel börnum andófs-
manna er ekki hlíft. Þau
eru yfirheyrð ekki síður en
hinir fullorðnu og lögreglu-
yfirvöldin ganga svo langt,
að leitað var á 9 ára gam-
alli stúlku, dóttur eins and-
ófsmanna í landinu, eftir
„sönnunargögnum". Fólk er
ákært og dæmt fyrir ótrú-
legustu hluti í Tékkó-
slóvakíu um þessar mundir.
Tveir prestar fluttu messu
á esperanto. Þeir voru
ákærðir fyrir að meina
yfirvöldum yfirumsjón með
guðsþjónustum! Móðir
kvartaði undan meðferð á
syni sínum í fangelsi. Hún
var sjálf dæmd, sökuð um
aðsúg að opinberri stofnun!
Rithöfundur var sendur í
fangelsi fyrir bók sem var
ekki komin út! — og hefði
sjálfsagt aldrei komið út.
Ungt fólk var dæmt fyrir
að hlusta á tónlist, sem
ekki var viðurkennd af op-
inberum aðilum. Þannig
mætti lengi telja.
Þessi upptalning sýnir,
að yfirvöld í Tékkóslóvakíu
eiga ekkert eftir annað en
það að dæma fólk fyrir
hugrenningar þess —
hvenær skyldi koma að
því? Utanríkisráðherrann,
sem kemur hingað í
september, er fulltrúi þess-
arar stjórnar. Hann ber
sjálfur ábyrgð á þessum
stjórnarháttum. Hann er
fulltrúi einhverrar svívirði-
legustu harðstjórnar, sem
um getur í okkar heims-
hluta. Hann kemur hingað
í opinbera heimsókn. ís-
lenzkir ráðherrar taka á
móti honum og brosa. Þeir
bjóða honum til veizlu og
skála við hann á sama tíma
og lögreglumenn eru að
hundelta fólk í heimalandi
hans fyrir það eitt að hafa
aðrar skoðanir en hann.
Þessi maður hefur ekkert
hingað að gera. Benedikt
Gröndal kveðst þurfa að
sinna mörgum kurteisis-
skyldum. Morgunblaðinu
kemur ekki til hugar, að
hann sinni þessari skyldu
með glöðu geði. En hann
þarf ekki að sinna henni.
Við ráðum því sjálfir hverj-
um við bjóðum hingað og
hvenær. Þessi maður er
óvelkominn hingað og
ríkisstjórnin á að sjá sóma
sinn í að afþakka komu
hans.
Óvelkominn
gestur
| Reykjavíkurbréf
*►♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦-Laugardagur 25. ágúst
Sex stór
mál
Sex stór mál eru nú á döfinni í
íslenzkum þjóðmálum og munu
móta stjórnmálaumræður hér á
næstu misserum. Fyrst ber að
nefna óðaverðbólguna. Núverandi
ríkisstjórn var mynduð um það
eitt að ná tökum á verðbólgunni.
Svo mikilsvert var þetta markmið
talið, að Alþýðubandalagið var
tilbúið til að falla frá mesta
baráttumáli þess flokks og forvera
hans í þrjá áratugi, brottför
bandaríska varnarliðsins, til þess
að taka þátt í ríkisstjórn, sem var
mynduð um þetta verkefni í sam-
vinnu við verkalýðshreyfinguna.
Fyrirfram mátti ætla, að þess-
ari ríkisstjórn mundi takast að ná
þessu marki. Verkalýðshreyfingin
bauð upp á samstarf, sem var í því
fólgið, að verkalýðsforingjarnir
skyldu sjá um að halda grunn-
kaupi óbreyttu meðan ríkisstjórn-
in réði niðurlögum verðbólgunnar.
Verkalýðsforingjarnir hafa að
vísu ekki alveg getað staðið við
þetta loforð vegna þess, að hópur
opinberra starfsmanna neitaði að
láta foringja sína stjórna sér með
þeim hætti. En niðurstaðan er sú,
að á 16 mánaða tímabili a.m.k.
verða aðeins 3% grunnkaups-
hækkanir. Þetta er auðvitað ein-
stakt tækifæri og hefði mátt ætla,
að árangur yrði verulegur.
Það hefur farið á annan veg.
Ríkisstjórninni hefur mistekist
eina ætlunarverk sitt. Verðbólgan
er nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Á síðustu þremur mánuðum er
hún svo mikil, að hún nemur 66%
á ári. Gert er ráð fyrir, að frá
byrjun til loka þessa árs verði hún
50—55% og hefur aldrei verið
meiri frá upphafi til loka árs.
Ólafur Jóhannesson er kominn vel
á veg með að slá sitt fyrra verð-
bólgumet. í stjómmálasögu þessa
tímabils verður Ólafs Jóhannes-
sonar minnzt sem stjórnmálafor-
ingjans, sem leiddi yfir þjóðina
óðaverðbólguna í tvígang á einum
áratug. Hann er orðinn sannkall-
aður verðbólgukóngur.
Eftir fyrra verðbólgumet Ólafs
Jóhannessonar haustið 1974 tók
Geir Hallgrímsson við stjórnar-
taumunum. Hann hefur náð meiri
árangri í baráttu við verðbólguna
á þessum áratug en aðrir íslenzkir
stjórnmálamenn. Honum tókst að
ná verðbólgunni úr 54%, þegar
hann tók við, í 26% vorið 1977.
Þegar sá árangur lá fyrir tóku
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag,
verkalyðshreyfingin og að nokkru
leyti Ólafur Jóhannesson sjálfur
höndum saman um að eyðileggja
þennan árangur. Enginn þessara
aðila gat sætt sig við það, að Geir
Hallgrímsson og Sjálfstæðisflokk-
urinn næðu þeim ’árangri að ná
tökum á verðbólgunni. Því fór sem
fór.
Nú hlýtur það aðeins að vera
spurning um vikur eða mánuði
hvenær ólafur Jóhannesson legg-
ur frá sér stjórnartaumana. Hon-
um hefur tvisvar sinnum mis-
tekizt svo hrapallega að stjórna
málum íslenzku þjóðarinnar, að
tæplega verður lengra komizt í
þeim efnum. Hann gerir sér
auðvitað grein fyrir því sjálfur og
hefur áreiðanlega ekki skapsmuni
til þess að sitja í forsætisráðu-
neytinu og láta reka stjórnlaust
mánuðum saman.
Geir Hallgrímsson sýndi það á
fyrstu þremur árum forsaétisráð-
herraferils síns, að óðaverðbólgan
er ekki óviðráðanleg. Það er hægt
að ná tökum á henni. En til þess
að svo megi verða þarf ábyrgð og
festa að ríkja við stjórnvölinn.
Þegar núverandi ráðherrar hafa
að lokum sætt sig við það, sem
óhjákvæmilega blasir við þeim, að
yfirgefa ráðuneytin innan tíðar,
hlýtur þjóðin að snúa sér til Geirs
Hallgrímssonar og Sjálfstæðis-
flokksins á ný og fela honum og
flokki hans að halda áfram því
verki, sem var komið svo vel á veg
vorið 1977. Ljóst er af stefnuyfir-
lýsingu þeirri, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn birti í vetur í efnahags-
málum, að við það verk mun
Sjálfstæðisflokkurinn í senn
byggja á auknu frelsi í efnahags-
og atvinnumálum og því aðhaldi,
sem nauðsynlegt er á öllum
sviðum fjármála. Óðaverðbólguna
er hægt að ráða við. Það hefur
verið sýnt í verki. Þjóðin þarf að
veita Sjálfstæðisflokknum
afdráttarlaust umboð til þess að
halda áfram því verki, sem komið
var vel á veg, þegar afbrýði og
öfund náði tökum á þremur
stjórnmálaflokkum og nokkrum
verkalýðsforingj um.
Kjördæma-
málið
Annað stórt mál, sem nú er á
döfinni, er kjördæmamálið. Ný-
Iega var gerð sérstök samþykkt í
bæjarstjórn Kópavogs að frum-
kvæði bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um skiptingu Reykja-
neskjördæmis til þess að leiðrétta
það ranglæti, sem farið hefur
vaxandi á undanförnum tveimur
áratugum í atkvæðarétti fólks.
Þar sem vægi atkvæða er mest
hefur kjósandi rúmlega 6 atkvæði
á móti hverju einu atkvæði kjós-
anda í Reykjaneskjördæmi. Þess
vegna er skiljanlegt og eðlilegt, að
einmitt sveitarstjórn í Reykja-
neskjördæmi hafi frumkvæði um
að vekja athygli á nauðsyn breyt-