Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
17
Hlekktist
á í Krossá
J SUMAR hafa idulega orðið óhöpp af þessu tagi hér við érnar inn
í Wrsmörk,“ sagði Valgeir Guðmundsson, Itígregiumaður á
Hvolsvelli. Meðfylgjandi myndir eru af jeppabifreið sem hlekktist
á í Krossá um sfðustu helgi. Voru þarna á ferð Þjóðverjar á leið inn
í Húsadal og sést gltíggt á myndunum hvernig vatnsflaumurinn
hefur skyndilega grafið undan bflnum tíðrum megin.
Valgeir sagði að þetta óhapp og önnur sýndu hversu fólk sinnti
lítið aðvörunarskiltum, sem ætlað væri að vara fólk við þessari
hættu. í 100 til 200 metra fjarlægð frá þessum stað væru
aðvörunarskilti með áletrunum bæði á íslensku og ensku en þrátt
fyrir þessar aðvaranir virtist fólk ana nær hugsunarlaust út í ána.
Annað óhapp hefði orðið þarna á þessum slóðum skömmu síðar
þennan sama dag en þá hefði Bronkó-jeppi verið á leið úr Húsadal og
komist að árbakkanum hinum meginn. Þar drap bíllinn á sér og
skipti engum togum að hann valt en fólkið náði að komast að landi.
„Enn eitt dæmið um hversu lítið fólk skeytir aðvörunarskiltum jr,
að við afleggjarann inn í Þórsmörk hjá Markarfljótsbrúnni er skilti,
sem á stendur: „Vegfarendur, Þórsmerkurvegur %r aðeins fyrir
torfærubifreiðar. Sýnið aðgát við vatnsföllin. Forðist slysin.
LögreglanEngu að síður fara menn á fólksbílum s.s. Skoda allt inn
í Bása,“ sagði Valgeir.
HBOSSR ER
HÍETTUIEG '• VFIREERDRR
CROSSING THIS RIVER
BE DRNGEROUS
LOGRÍGlfiN • POUCÍ
inga. Eins og áður hefur verið
vikið að hér í Morgunblaðinu er
óhjákvæmilegt, að þessi breyting
verði gerð fyrir næstu kosningar.
Kjósendur í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi munu ekki
sætta sig við það að búa endalaust
við minni atkvæðisrétt en íbúar
annarra kjördæma. Þess vegna
má ekki láta leiðréttingu í þessum
efnum bíða alhliða endurskoðunar
stjórnarskrár, sem áreiðanlega
tekur mun lengri tíma. Ýmsar
hugmyndir hafa komið fram um
það, hvernig leiðrétta eigi þetta
ranglæti. Ljóst er, að mest fylgi er
við þá hugmynd að fjölga þing-
mönnum Reykjavíkur t.d. um þrjá
og skipta Reykjaneskjördæmi t.d.
í tvö fimm manna kjördæmi. Er
þetta mjög í samræmi við þær
tillögur, sem Oddur Ólafsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi, lagði fram á
þingi vorið 1978. Aðrar betri
hugmyndir hafa ekki komið fram.
Full ástæða er því til, að þing-
flokkarnir kanni sín á milli hvort
samstaða getur tekizt um þessa
breytingu, sem líklega mundi hafa
í för með sér fjölgun þingmanna
og vinni þá að því að hún nái fram
að ganga á þingi í vetur.
Landbúnaðar
málin
Þriðja stóra máiið, sem nú er á
döfinni eru landbúnaðarmálin.
Bæði bændum og skattgreiðend-
um í þéttbýli er löngu orðið ljóst,
að núverandi skipan landbúnaðar-
mála okkar dugir ekki. Kostnaður-
inn við að haida uppi mikilli
umframframleiðslu á búvörum og
flytja hana út fyrir brot af fram-
leiðsluverði er orðinn svo mikill,
að hvorki framleiðendur sjálfir né
skattgreiðendur geta sætt sig við
hann. Hér er ekki einvörðungu um
fjárhagslegt málefni að ræða
heldur er Ijóst, að óbreytt skipan
eitrar sambúð fólks í þéttbýli og
strjálbýli og stuðlar að sundrungu
meðal þjóðarinnar. Óprúttnir
stjórnmálamenn eru fljótir að
finna lyktina af slíkri sundrungu
og hika ekki við að notfæra sér
hana sjálfum sér og flokki sínum
til framdráttar. Þann leik hefur
Alþýðuflokkurinn leikið áður og
ætlar áreiðanlega að bjarga sér í
kosningum, þegar að því kemur
með þvi að kynda undir óánægju
skattgreiðenda í þéttbýli vegna
hins mikla kostnaðar við landbún-
aðinn. Þess sjást merki nú þegar,
að Alþýðuflokkurinn ætli að leika
þennan ljóta leik. Enginn ábyrgur
flokkur eða stjórnmálamaður get-
ur hins vegar verið þekktur fyrir
það að leita eftir ávinningi í
kosningum með því að kynda
undir úlfuð og sundrungu meðal
þjóðarinnar. Þess vegna er mikils-
vert, að aðrir flokkar taki ekki
þátt í þessum ljóta leik Alþýðu-
flokksins heldur taki höndum
saman um að leysa vandamál
landbúnaðarins á þann veg, að
báðir geti unað við sinn hlut,
bændur og skattgreiðendur. Um-
framframleiðsla í landbúnaði er
ekki einstakt vandamál hér heldur
alls staðar í nálægum löndum.
Aðildarríki Efnahagsbandalags-
ins eiga við mikinn vanda að
stríða í þessum efnum. Þau leita
margvíslegra leiða til þess að
draga úr búvöruframleiðslu. Þau
greiða bændum stórfé til þess að
draga úr framleiðslu einfaldlega
vegna þess, að það borgar sig
betur að leggja fram fé með þeim
hætti heldur en til þess að halda
umframframleiðslunni uppi.
Við verðum að leita allra ráða
til þess að draga úr offramleiðslu
landbúnaðarvara. Sjálfsagt er, að
við kynnum okkur betur en gert
hefur verið hvaða aðferðum er
beitt i nálægum löndum. Núver-
andi ástand er óþolandi fyrir
skattgreiðendur á þéttbýlissvæð-
um og þjóðarbúið í heild en því má
ekki gleyma, að bændur eiga líka
sinn rétt.
Fiskvemdar-
málin
Fjórða stóra málið. sem til
meðferðar er og verður á næstu
mánuðum og misserum eru fisk-
verndarmálin. Hvernig á að
standa að uppbyggingu og vernd-
un fiskstofnanna? Líklega er
meiri ágreiningur um þetta mál
en nokkurt annað, sem nú er til
umræðu. Sá ágreiningur fer ekki
eftir því í hvaða flokki menn eru
heldur eftir því hvar menn búa.
Þess vegna er hann hættulegur.
Af honum getur sprottið stríð
milli landshluta — eins konar
borgarastyrjöld um þorskinn.
Þetta er erfiðasta og hættulegasta
mál, sem við þurfum að kljást við
um þessar mundir. Menn greinir á
um margt.
í fyrsta lagi er ágreiningur um
það, hvort fiskifræðingar hafi rétt
fyrir sér um ástand fiskstofna eða
ekki. Margir þeir, sem stunda
sjóinn eða þekkja til fiskveiða af
eigin reynslu telja að fiskifræð-
ingar hafi rangt fyrir sér, ástand
fiskstofna sé mun betra en fiski-
fræðingar telji.
í öðru lagi er ágreiningur milli
landshluta um það hvernig standa
skuli að fiskvernd. íbúar Suður-
nesja hafa ekki sömu skoðun á þvi
og Vestfirðingar og Norðlendingar
svo dæmi sé tekið.
í þriðja lagi skjóta upp koilinum
hugmyndir um gjörbyltingu fisk-
veiða okkar með sölu veiðileyfa
eða auðlindaskatti. Þeir, sem
vinna að sjávarútvegi og fisk-
vinnslu mega ekki heyra slíkar
hugmyndir nefndar á nafn. Aðrir
telja að þær séu forsenda þess, að
við getum rekið fiskveiðar á
árangursríkan hátt og um leið
haldið uppi skynsamlegri
fiskverndarstefnu.
Enginn stjórnmálaflokkanna
hefur mótaða samræmda stefnu í
þessum efnum. Allir eru þeir
klofnir ofan í kjöl, þegar til
þessara vandamála kemur. Af-
staða einstakra þingmannk fer
eftir því hvaða kjördæmi þeir eru
fulltrúar fyrir — ekki í hvaða
flokki þeir eru. Stjórnmálaflokk-
arnir komast hins vegar ekki hjá
því að taka þessi vandamál til svo
rækilegrar yfirvegunar, að merkj-
anleg verði stefna hjá þeim hverj-
um um sig. Það er forsenda þess,
að þeir geti síðan gert tilraun til
að ná saman um sameiginlega
stefnu, sem sæmileg samstaða
getur tekizt um. í þessum efnum
þýðir ekki alfarið að beita ein-
hverju meirihlutavaldi, sem kann
að vera til staöar vegna þess, að
það getur kallað á slíka þjóðar-
sundrungu, að við sjáum ekki fyrir
endann á því. En auðvitað verður
að taka af skarið.
Stóridjan
Fimmta stóra málið, sem nú er
að komast á dagskrá á ný er
stóriðjan. Frá því að álverið var
byggt höfum við sem þjóð ekki
tekið afdráttarlausa afstöðu til
þess hversu langt við viljum halda
á þeirri braut að byggja hér upp
orkufrekan iðnað. Til grundvallar
byggingu álversins lá mikil hug-
sjónabarátta. Hins vegar má segja
að járnblendiverksmiðjan hafi
verið byggð með hangandi hendi
og lítill áhugi hafi verið á bygg-
ingu hennar hjá almenningi í
landinu. Nú stöndum við hins
vegar frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að því eru takmörk sett
hvað við getum ausið miklum auði
upp úr hafinu. Þess vegna verðum
við að leita að nýjum vaxtarbrodd-
um í atvinnulífi okkar. Sumir
segja, að sá vaxtarbroddur sé
verksmiðjuiðnaðurinn, sem bæði
framleiðir fyrir heimamarkað og
útflutningsmarkað. Aðrir segja,
að hann sé góður með, en úrslitum
hljóti að ráða um lífskjör okkar á
næstu áratugum hvernig við hag-
nýtum aðra megin auðlind þjóðar-
innar — orku fallvatnanna.
Sú hætta er augljóslega fyrir
hendi, að við missum fólk til
annarra landa ef okkur tekst ekki
að halda til jafns við aðrar þjóðir í
lífskjörum. Þess sjást nú þegar
merki, að við höfum dregizt aftur
úr. „Við Islendingar erum eins og
aumingjar í útlöndum," sagði
merkur listamaður við höfund
þessa Reykjavíkurbréfs fyrir
nokkrum dögum og átti þá við það,
að íslendingur á ferð í Mið- og
Norður-Evrópu hefði einfaldlega
ekki efni á því að lifa og búa með
skikkanlegum hætti — svo langt
hefðum við dregizt aftur úr ná-
grannaþjóðum okkar í lífskjörum.
Við eigum tvær auðlindir fyrst
og fremst. Við höfum gengið svo
nærri annarri, að við hljótum að
setja okkur viss mörk í þeim
efnum. Þá er að snúa sér að
hagnýtingu hinnar — orku fall-
vatnanna. Hvernig við eigum að
gera það hlýtur að vera eitt helzta
umræðuefni okkar á næstu mán-
uðum og misserum.
Auðæfi
hafsbotns
Þegar horft er til framtíðar-
innar er ljóst, að til þess mun
koma að þjóðir heims hefji hag-
nýtingu auðlinda á hafsbotni í
ríkara mæli en nú er. Hér getur
verið um gífurleg verðmæti að
ræða. Það kann að ráða miklu um
líf þeirra, sem búa í þessu landi á
næstu öld, hvernig við höldum á
rétti okkar til hafsbotnsins í
umræðum milli þjóða nú. Þess
vegna ekki sízt er Jan Mayen-mál-
ið mikilvægara en margir gera sér
grein fyrir. Við eigum rétt til
nýtingar auðlinda hafsbotns á Jan
Mayen-svæðinu og við eigum líka
rétt til auðlinda hafsbotns suð- og
suðaustur af landinu — langt
suður í Atlantshaf. Þótt það sé
ekki fundið fé nú skulum við ekki
gera lítið úr baráttu fraifisýnna
manna til þess að tryggja þjóð
okkar þann rétt, sem hún á í
þessum efnum.