Morgunblaðið - 26.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979 Til sölu borö og stólar Gömul borö og stólar fyrir um 200 manns eru til sölu í Verslunarskóla íslands. Hentar til nota á vinnustööum, sumarbústööum og í barnaher- bergjum. Skólastjóri veitir allar frekari uppi. Verslunarskóli íslands. Utsalan hefst á morgun Veloursloppar, vatteraöir sloppar, sólsloppar, frottesloppar, sólkjólar, herrasloppar ofl. Sloppabúðin Laugavegi 26, Verzlanahöllinni. Leysir , stcersta vandann í minnsta baðherberginu Flest baöherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og þrengsli koma tíöum í veg fyrir uppsetningu sturtuklefa. En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda. , Þeir opnast á riprni meö tveimur stórum rennihurðum, sem hafa ! vatnsþétta segullokun, niöur og upp úr. | Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Eínnig * eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrífið — komið og við j veitum allar nánari upplýsingar um stærð, gerð og verð fljótt og í örugglega. Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 • Simar82033 82180 Borglj&t Ingólfsdóttir sýningar á fatnaði nemenda. Sýn- ingar nú, sem haldnar voru í Gallerie Heland, urðu alls þrettán talsins og komust þó ekki allir að, sem vildu. Allur undirbúningur hvílir á herðum nemenda og er það mikil vinna, eins og gefur að skilja, þeir þurfa sjálfir að útvega allt það, sem nota á með flíkunum, svo sem skó og smáhluti, ásamt því að útvega tónlist til flutnings á sýn- ingunni. Valdi sér það lokaverk- efni að vinna úr ísl. ull Aðspurð um þetta val, sagði vel og í Svenska Dagbladet segir frá því undir fyrirsögninni: „Leik- ur með liti og hugarflug." Um þátt Malínar segir svo: „Hún vinnur eingöngu úr ísl. ull og í fatnaðinum má sjá öll tilbrigði hennar, frá grófum ullarpeysum yfir í ftnlega kjóla og jakka, úr sannkölluðum undravef, eingirn- inu. Hún hannar sígildan fatnað og vill með því, mynda mótvægi við hina tíðu og breytilegu strauma í tízkunni. Eftir þessa sýningu á prófverkefninu, sem Malín fékk mjög góðan vitnisburð fyrir, fékk hún tilboð um vinnu hjá sænska Vill leggja sitt af mörkum til að kynna ullina okkar sjónvarpinu og er nú ráðin þar um óákveðinn tíma. Um heimkomu veit Malín ekki ákveðið, en segir þau hjón vera að verða þreytt á útivistinni, enda orðin löng. Malín kvaðst ákaflega ánægð með þessa sýningu í Skálafelli og þakklát þeim, sem hlut áttu að máli. Þeir, sem nutu, eru þakklátir líka og sjálfsagt sammála um, að óskandi væri að ungt og efnilegt fólk, sem búið er að mennta sig erlendis í sinni grein, komi sem fyrst heim til starfa. Ótrúlegt er annað en næg verkefni bíði við hönnun fatnaðar úr ísl. ull, ekki veitir af að vinna hráefni okkar til hlítar og gera úr dýrmætan varn- ing. Að lokum má geta þess, að Malín sá um búninga í mynd Lárusar Óskarssonar, „Fuglinum í búrinu", sem tekin var í Svíþjóð og verður sýnd hér í sjónvarpinu í haust. Það var fimmtudaginn 16. ágúst si., að sýnd voru föt í Skálafeili á Hótel Esju, nýstárleg föt, hönnuð og unnin að öllu leyti, af ungum fatahönnuði, Malfnu örlygsdóttur. Fötin vöktu athygli fyrir margra hluta sakir, ekki sízt vegna þess, að þau eru öil unnin úr fsl. ull með óvenjulegri áferð og eru prjónuð, og er því hver flfk „módel“, eins og kailað er. Nám í Frakklandi og Svíþjóð Við eftirgrennslan kom í ljós, að Malín lauk prófi í vor frá Ánders Beckmans-listaskólanum í Stokk- hólmi, eftir þriggja ára nám. Eftir stúdentspróf frá M.R. 1970 fór hún til Frakklands og lagði þar stund á nám í frönsku og teikningu. Hún innritaðist í skólann í Stokkhólmi 1976 og lauk nú prófi, eins og áður segir, ásamt átta öðrum fatahönn- uðum. Við skólaslit er árlega efnt til Malín, að sér þætti ákaflega skemmtilegt viðfangsefni að vinna úr ullinni, og þá sérstaklega að prjóna. Ennfremur, að misjafnlega samansettur grófleiki á garninu gæfi svo marga möguleika á áferð. Hún sagðist einnig vilja leggja sitt af mörkum til að kynna ullina okkar og þá ekki sízt á heimaslóð- um, svo sjá mætti, að fleira væri hægt að gera við fatnað úr henni en að selja hann útlendingum. Malin hefur selt fatnað í Svíþjóð og eftir sýninguna bárust henni fleiri fyrirspurnir og pantanir en hún gat sinnt. Bæði var það, að hana skorti garntegundir svo og, að vinnupláss er takmarkað, þar sem fjölskyldan býr í lítilli stúdentaíbúð. Eiginmaður Malínar er Jakob Smári sálfræðingur, sem vinnur nú að doktorsritgerð sinni, og eiga þau tvo syni 8 og 5 ára gamla. Sýningin í Gallerie Heland Sýningin þótti takast ákaflega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.