Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 26

Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979 Upplýsingamiðstöð tengd sjónvarpi og síma á markað i V-Þgzkalandi Ný tegund tölvutækni, svokallað „teletext“-tæki, verður sett á markaðinn í V-Þýzkalandi í byrjun næsta árs. Tækninýjung þessi er byggð á brezkri hugmynd en í Bretlandi hafa verið gerðar tilraunir með alls konar tölvustarfsemi af svipuðu tagi en hefur verið nánar útfært í Þýzkalandi s.l. tvö ár. Tækið verður í notkun þrjú þúsund aðila í Berlín og Diisseldorf til reynslu áður en það verður sett á almennan markað. Notendur tækisins eru eigendur síma og sjónvarps, en um níutíu af hundraði v-þýzkra heimila hafa sjónvörp og álíka fjöldi kemur til með að hafa síma um 1985. „Teletext“-tækið er tölva uppbyggð eins og sjónvarps- skermur að frátöldu móttöku- tæki. Notendur tengja síma við skerminn og hver hefur sitt eigið númer og lykilorð, sem hringt er í, annað hvort til að afla upplýsinga frá upplýsinga- bankanum eða til að senda upplýsingar eftir símalínunni. Möguleikarnir til að senda upplýsingar eða afla þeirra birtast á skerminum frá upp- lýsingabankanum og á hann að geta þjónað helztu upplýsinga- þörfum hins almenna neytenda. Notendur tækisins hringja lykilnúmer sitt og fá þá sent efnisyfirlit frá upplýsinga- bankanum sem berst símleiðis og birtist á skerminum. Efnisyfirlitið er tölusett frá dagskrá 1 til dagskrár 9, frá fréttum, tómstundum, íþrótt- um, útvarpi og sjónvarpi á neytendamarkaði og auglýsing- um. Notandi styðst við þetta efn- isyfirlit en hann verður að fara í gegnum ákveðinn upplýsinga- feril áður en hann fær ná- kvæmar upplýsingar um það sem hann er að leita að. Sé dæmi tekið ýtir maður ef til vill á takka 1 og fær yfirlit yfir þá dagskrá, það gæti til dæmis verið sundurliðað í; íþróttir, skemmtanalíf, tóm- stundir, ferðalög og samgöng- ur. Viðkomandi hefur áhuga á að fara út að borða þetta kvöldið, því ýtir hann á takka og biður um nánari upplýsingar um skemmtanalíf. Þá birtast á skerminum spurningar um hvar viðkomandi sé staddur eða í hvaða borg hann kjósi að skemmta sér. Svarar hann þá til dæmis; Berlín. Næstu spurn- ingar á skerminum eru þá um hvernig viðkomandi kjósi að skemmta sér; fara í leikhús, í bíó, á tónleika, í næturklúbb eða á matsölustað. Hann svarar því síðastnefnda. Þá koma fleiri spurningar á skerminum: Hvernig matsölustað? Grískan, kínverskan, ítalskan, franskan eða þýzkan o.s.frv. Næstu spurningar beinast að því í hvaða bæjarhluta hann kjósi að snæða? Hafi notandi tækisins ekki gefist upp á þessu stigi málsins og löngu kominn út á einhvern matsölustað, birtast loks á skerminum allar upplýsingar um þessa ákveðnu tegund matsölustaðar í þessum ákveðna bæjarhluta o.s.frv. Vilji svo óheppilega til að þessi t.d. ákveðni kínverski matsölu- staður sé einmitt lokaður þetta kvöldið verður viðkomandi að byrja á upplýsingaferlinu að nýju. Af þessu má ráða að óþolin- mótt fólk er ef til vill ekkert ýkja spennt fyrir upplýsinga- þjónustu af þessu tagi. Póstur og sími og hugsanlega önnur fyrirtæki sem auglýsa í gegn- um „teletext“-tækið gætu þess vegna gefið út bækling með sundurliðuðu efnisyfirliti og númeruðu, þannig að í þessu tilfelli gæti óþolinmóður maður ýtt beint á takka og fengið upplýsingar um matsölustaði í Berlín, í stað þess að þurfa að ganga í gegnum allan upplýs- ingaferilinn. Þá geta notendur „teletext"- tækisins fengið upplýsingar um flest milli „himins og jarðar" frá upplýsingabönkunum, sem eru aðeins tveir um þessar mundir, annar í Berlín, hinn í Dramstadt en þeir verða end- anlega um 150 talsins. Upplýs- ingar varðandi ótal efni, t.d. húsnæðismál, verzlun og við- skipti, bifreiðakaup og sölur, lestarferðir, leikhúsdagskrár o.fl. Upplýsingar um hagstæð kaup og kjör, upplýsingar frá ferðaskrifstofum um sumar- leyfisferðir, upplýsingar frá verðbréfamarkaðinum, um úr- slit íþróttakeppna, matar- uppskriftir eða uppskriftir af megrunarkúrum, fræðsluþætti, veðurfregnir og ýmsa atburði í vændum og fleira. Þá má beita upplýsingabank- anum sem mótleikara með því að „rnata" hann af ýmsum upplýsingum og fá hann til að vinna úr verkefnum fyrir sig. Upplýsingabankanum eru næstum engin takmörk sett, hvorki tæknileg né möguleg nema að því leyti til að „data“ eða upplýsingar verða að rúm- ast á 140 þúsund blaðsíðum í upplýsingabankanum í Berlín og fjögur þúsund blaðsíðum í Darmstadt. Þeir sem nota „teletext"- tækið til reynslu þurfa engan kostnað að greiða, en þegar tækið hefur verið fullreynt og það sett á almennan markað þarf neytandi að greiða álíka fyrir hringingu og venjulegt innanbæjarsímtal í átta mínút- ur. Spurningunni um hvort „tel- etext“-tæki nær hlutverki sjón- varps eða dagblaðs er í Þýzka- landi svarað með því að tækið sé upplýsingamiðill og hefur ekki verið tengt einhverju ákveðnu fjölmiðlakerfi enn sem komið er. Forráðamenn póst- þjónustunnar líta ekki á tækið sem sjónvarp og segja dagblöð hafa jafnar líkur á að nýta sér það. Blaðaútgefendur sem óttast að „teletext“-tækið ræni dag- blöð upplýsingahlutverki sínu hyggjast sumir ná samvinnu við „teletext“-kerfið og þá helzt til að forðast missi auglýs- inganna sem eru mikilvægur liður í rekstri dagblaðanna. Einspora sviílest er helzta tækninýjung V-Þjóð- verja á sviði samgangna. Vagn lestarinnar er 36 tonn að þyngd og svífur á ógnarstórum segulpúða í tíu millimetra hæð yfir sporinu. Þessi járnbraut án hjóla vakti gífurlega athygli á alþjóðlegri samgöngutækjasýningu í Hamborg í sumar. Sviflestin fór í reynsluferðir frá sýningar- svæðinu á 908 kílómetra löngu spori til St. Pauli og til baka með 75 kílómetra hraða á klukkustund. Hún tekur 68 manns í sæti og er knúin áfram af segulafli en í vélinni eru engir hreyfanlegir vélar- hlutar. Segulvafningar eru tengdir sporinu. Talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir sviflestina, Messer- schmitt-Bökow-Blohm segir að Þjóðverjar séu langt á undan öðrum þjóðum í framleiðslu sviflesta en það hefur sýnt sig, að sögn talsmanns fyrirtækis- ins, að Þjóðverjar hafa ekki aðeins uppgötvað nýja tækni heldur einnig fullgert hana. Tilraunir með einspora svif- lest af þessu tagi hafa staðið yfir í áratug. Frakkar, Banda- ríkjamenn og Rússar hafa gert tilraunir með sviflestir, en Japanir virðast komnir lengst á þessu sviði að Þjóðverjum frátöldum og eru keppinautar þeirra. Japanskir sérfræðingar hafa undanfarin ár komið í rann- sóknarleiðangra til Þýzkalands til að kynna sér þýzku tilraun- irnar í framleiðslu sviflesta. Segir einn talsmanna fram- leiðenda þýzku sviflestarinnar að Japanir hafi tekið ljósmynd- ir af hverjum einasta smáhlut tækis og síðan smíðað eftirlík- ingar heima fyrir. En Japanir hyggjast koma upp sviflest á milli flugvallar- ins í Tókýó og miðborgarinnar. Þúsundir Japana fóru í ferð með sviflestinni á sýninguna í Hamborg á dögunum og þykir engum tíðindum sæta. Mörg fyrirtæki hafa sýnt sviflestinni í Hamborg mikinn áhuga en það tafði fram- kvæmdir á þessari nýjung að hópur manns setti fram kæru vegna hávaða sem kæmi til með að berast frá sviflestinni þannig að hún verður ekki tekin í notkun í Hamborg, því að „umhverfisverndarfólkið“ bar sigur úr býtum fyrir rétti. Framleiðendur hyggjast þó ekki gefast upp og ætla að koma lestarsporinu fyrir ein- hvers staðar annars staðar til að byrja með, líkast til í ná- grenni Kassel, þar sem verk- smiðjur framleiðenda eru stað- settar. Úrskurður dómstóls í Ham- borg var sá að sviflestin mætti aðeins „svífa" þriðju hverja klukkustund á virkum dögum og alls ekki um helgar. Hraði hennar getur orðið miklu meiri en hér getur, en það setti honum skorður var lengd sporsins, sem var tæpur kílómetri. Sviflest á sýningu Œamborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.