Morgunblaðið - 26.08.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
27
Björn G. Ólafsson:
Athuga-
semd vegna
hvalveiða
Á sviði náttúruverndar og auð-
lindastjórnunar er naösynlegt aö
íslendingar móti markvissa og ein-
arðlega stefnu, jafn út á við sem inn
á við. Að öðrum kosti verða mögu-
leikar litlir til áhrifa í þessum
mikilvægu málum. Aðalreglan sem
ég tel að fara beri eftir við náttúru-
vernd er sú að forðast beri að gera
nokkrar óafturkallanlegar breyting-
ar á lífrfki náttúrunnar.
Reglur um verndun eða nýtingu
fiski- og dýrastofna geta annarsveg-
ar náð til einstakra svæða (landhelgi
t.d.) hins vegar einstakra stofna eða
teguna óháð staðsetningu. Svæðis-
verndun stofna nær aðeins tilgangi
sínum ef stofninn er staðbundinn allt
æviskeið sitt. Vandamál varðandi
sameiginlega nýtingu (eða verndun)
óstaðbundinna stofna virðast að
mestu óleyst á alþjóðavettvangi. Slík
mál hafa þó mikla þýðingu fyrir
íslendinga, samanber loðnu- og síld-
veiðar.
í þessu efni verða menn að vera
sjálfum sér samkvæmir, ekki dugir
að beita hentistefnu. Þannig er t.d.
óskynsamlegt að áfellast Norðmenn
fyrir að veiða loðnu sem telst uppalin
innan íslenskrar landhelgi, en leyfa
jafnframt veiðar á búrhval sem getur
eins verið upprunninn frá friðuðu
svæði í suðurhöfum.
Stuðningsmenn hvalveiða halda
því fram að hvalir séu ekki ofveiddir
hér við land. Því sé réttlætanlegt að
halda áfram hvalveiðum héðan. Jafn-
framt þurfi íslendingar ekki að
styðja Álþjóðlegt bann við hvalveið-
um.
Spurningunni um hvort hvala-
stofnar séu ofveiddir hér við land
verður ekki svarað hér. Fullyrða má
þó að þekking á stofnum í
Norður-Atlantshafi er mjög ábóta-
vant.
Aðalatriðið í málinu er hvort
íslendingar eigi að styðja alþjóðlegt
bann á hvalveiðum. Þá er gengið út
frá því að ýmsar hvalategundir séu í
útrýmingarhættu víðsvegar um
heim, jafnvel þótt sýna megi fram á
að stunda megi veiðar héðan um
langt skeið.
Ákvarðanir um þetta atriði ber
stjórnmálamönnum að taka sem og
ákvarðanir um hámarksveiði á fiski-
stofnum innan eigin landhelgi. Slík
ákvörðun er ekki í verkahring t.d.
vísindamanna, eigenda vinnslustöðva
eða embættismanna. Upplýsingar frá
slíkum aöilum um stærð og stofna
hagkvæmni veiða eru þó að sjálf-
sögðu mikilvægar fyrir stjórnvöld ef
taka á skynsamlega ákvörðun. í því
tilfelli að óvissa ríki um ástand
stofna ber að taka afstöðu friðunar-
sjónarmiðum í vil.
Ábyrgð Islendinga gagnvart kom-
andi kynslóðum á afdrifum hvalateg-
unda er ótvíræð. Vitað er að hvalir
voru mun fleiri í norðurhöfum áður
fyrr. Þar sem umhverfisskilyrði eru
enn hagstæð myndi hvölum því
fjölga verulega ef veiðar hættu hér
við land. Þá lifa sömu hvalategundir
og hér halda sig einnig í öðrum
höfum. Veiðar okkar hafa því varan-
leg áhrif á heildartölu hvala í heims-
höfunum.
íslendingar eiga eftir að semja við
aðrar þjóðir um nýtingu ýmissa
fiskistofna utan landhelginnar. Auk
þess höfum við mikilla markaðshags-
muna að gæta. Varast ber því að
stefna almenningsáliti gegn okkur í
náttúruverndarmálum. Undanfarin
ár hafa margar virtar erlendar
stofnanir látið í ljós áhyggjur vegna
afstöðu íslendinga í hvalveiðimálum.
Einnig eru sniðgengnar hugmyndir
um „mannúðlega" aflífun spendýra
við hvalveiðar að margra áliti. Er
auðvitað ótækt að reglur um slíkt nái
ekki yfir spendýr í sjó.
Ég tel að það sé í samræmi við
skynsamlega alþjóðlega náttúru-
verndarstefnu og hagsmuni íslend-
inga varðandi nýtingu auðæfa hafs-
ins að styðja algert bann við hval-
veiðum um tíma, eða þar til tryggt er
að stofnar sjaldgæfra hvala rétti við
og traustar upplýsingar um veiðiþol
tegunda liggja fyrir.
Reykjavík í ágúst 1979,
Björn G. ólafsson.
flfofgmiklftfcifc
óskar eftir
blaðburðarfólki
Austurbær:
Lindargata
Hverfisgata 4—62
Sóleyjargata
Skipholt 35—55
Kjartansgata
Stigahlíö 26—97
Vesturbær:
Garöarstræti
Miöbær
Uppl. í síma 35408
JÖFUR hf
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI
- SÍMI 42600
árgerö Skoda Amigo
á gamla veröinu.
Aöeins 50 bílar til ráöstöfunar. Tilboö
sem aðeins stendur skamma stund og
veröur ekki endurtekiö. Grípið tœkifœrið og
trgggið gkkur nýjan Skoda Amigo strax
Verö frá kr. 2.195.000.