Morgunblaðið - 26.08.1979, Page 31
Varaaflsstöð Orkubús Vestfjarða á ísafirði og sést kyndbúnaðurinn
fyrir fjarvarmaveituna á myndinni.
Heitt vatn á kerfi
fjarvarmaveitu á
Isafirði næstu daga
Nýting innlendra orkugjafa til
upphitunar húsnæðis. er ekki ný
hugmynd hér á ísafirði. Á árinu
1948 kom Jón Gauti Jónsson raf-
veitustjóri með hugmyndir um
lagningu fjarvarmaveitu á ísafirði
sem kynnt yrði með rafmagni.
Réttum 30 árum síðar ákvað svo
Okrubú Vestfjarða að leggja fjar-
varmaveitu í öll hús á eyrinni á
ísafirði og í hlíðinni upp af.
Meðal annars ýtti það undir fram-
kvæmdir að nýlega var sett upp 2
Unnið er við tengingar í Fjarðar-
stræti, en það var allt sundur-
grafið þegar þessi mynd var
tekin. Ljósm. Úlfar?.
MW dísilrafstöð hér, sem dælir 2
MW hitaorku út í andrúmsloftið.
Verður hitaorkan nýtt í fjarvarma-
veitunni, þegar dísilvélin er keyrð,
en annars átti að nota raforku frá
vesturlínu. En þar sem fram-
kvæmdir við lagningu vesturlínu
hafa tafist óeðlilega mikið varð að
grípa til þess ráðs að koma fyrir 2
svartolíukötlum í kyndistöð varma-
veitunnar, sem samtals hafa 6 MW
orku.
Framkvæmdir við verkið hófust
síðla sumars 1978. Vegna
upphleypingasamrar tíðar sóttist
verkið seint og tókst ekki að leggja
vatnslagnirnar í götur nema frá
aflstöðinni við Sundahöfn að skólun-
um við Austurveg. S.l. vor var
afgangur verksins boðinn út í einu
lagi þ.e. frá Austurvegi að Hjalla-
vegi. Samið var við Kofra h.f. á
ísafirði og á verkinu að vera lokið 1.
desember n.k. Nú er verið að ljúka
frágangi við 1. áfanga og er kyndi-
stöðin tilbúin.
Er reiknað með að hleypa heitu
vatni á kerfið næstu daga og að
orkusala hefjist í næstu viku. Að
sögn Jakobs Ólafssonar, deildar-
stjóra hjá Orkubúi Vestfjarða, er
hér um brautryðjendastarf að ræða,
því þetta er fyrsta fjarvarmaveitan
á íslandi sem ekki notar jarðvarma.
Gjaldskrá fyrir varmaveituna hefur
verið samin og send iðnaðarráðu-
neytinu til staðfestingar. Er gert ráð
fyrir að verðið verði í upphafi
nokkru lægra en ef kynt væri með
olíu eða rafmagni.
Úlfar.
TOPPURINN
frá Finnlandi
Mér finnst
þessi mynd
bjartari
50 ara
3ara
ábyrgð
á myndlampa
Serstakt
kynningarverö
Verd kr. 629.980.
Staögr. kr. 598.000 * '4^3
Greiðslukjör frá n
MíWbk • 26 tommur
.60% bjartari mynd
e Ekta vidur
# Palesander, hnota
e 100% einingakerfi
e Gert fyrir fjarlaegftina
200.000 kr. út
e 2—6 metrar
og rest á 6 má
■ L"Í • Fullkomin Þjónusta
Versliðisérverslun meó
LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI
Í 29800
BUÐIN Skipholti19
HEFURÞU
HEPPNIMA
MEÐÞER?
Hverveit - allirsýningargestirfáhappdrættismiðameð
aðgöngumiðanum, og eru þar með orðnir þátttakendur í hinu
glæsilega gestahappdrætti okkar, þar sem 500 þúsund króna
ferðavinningur er dreginn út á hverjum degi meðan sýningin
stendur.
Þú gætir orðið einn þeirra 17 sem eiga þess kost að velja sér ferð |!
fyrir tvo í einhverri af sólarlandaferðum Útsýnar.
ALÞJOÐLEG
VÖRUSÝNING
PI11979
ÁNÆGJULEG TILHUGSUN
EKKISATT ?