Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
VERKSMIDJU-
SALA
SAMBANDSVERKSMIÐJANNA
SÝNINGAHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA
27. SEPT,-6.0KT.
FRÁ GEFJUN
Ullarteppi
Teppabútar
Áklæöi
Gluggatjöld
Buxnaefni
Kjólaefni
Ullarefni
Sængurveraefni
Garn
Loöband
Lopi
o.m.fl.
Wimimá
.
FRA FATAV.SM
HEKLU
Dömu-, herra-
og barnafatnaður
FRA SKOVERK.SM
IÐUNNI
Karlm. skór
Kvenskór
Kventöfflur
Unglingaskór
FRA INN-
FLUTNINGSDEILD
Vefnaöarvörur
Búsáhöld
Leikföng
FRA HETTI OG
SKINNU
Mokka jakkar
Mokka húfur
Mokka lúffur
" :
: ; v .
Str æt isvag na f eröir
frá Hlemmi með
k leið 10
FRA LAGER
Tískuvörur úr ull
Peysur
Fóöraöir jakkar
Prjónakápur
Pils
Vesti
Ofnar slár
Kaffidagur
Eyfirðinga-
félagsins á
sunnudaginn
Það er þegar orðin árleg hefð á
hverju hausti, að Eyfirðingafélag-
ið í Reykjavík efnir til kaffidags
að hótel Sögu þar sem öllum
Eyfirðingum 67 ára og eldri er
boðið til kaffiveizlu, auk þess sem
sitthvað annað er á dagskrá.
Að þessu sinni er kaffidagur
Eyfirðingafélagsins nk. sunnudag,
30. september, að vanda á Hótel
Sögu og verður húsið opnað kl. 2
(Súlnasalur).
Mörg undanfarin ár hefur mikið
fjölmenni komið á Sögu þennan
dag og er það von félagsins, að
sem allra flestir fjölmenni, bæði
hinir sérstöku boðsgestir sem og
allra flestir norðanmenn, bæði til
að styrkja gott málefni og hitta
vini og kunningja.
Eins og á fyrri kaffidögum
verður basar með miklu úrvali
muna og eins og fyrr mun allur
ágóði renna til menningar- og
góðgerðarmálefna í Eyjafirði.
Margt verður á dagskrá hjá félag-
inu á næsta ári, en þá heldur það
hátíðlegt 40 ára afmæli sitt, sem
síðar verður skýrt frá.
(Fréttatilk.)
Bústaðasókn:
Félagsstarf
aldraðra hef st
í næstu viku
TVO síðustu vetur hefur öldruðum
verið boðið í Safnaðarheimili Bú-
staðakirkju miðvikudagseftirmið-
daga. Er þessi starfsemi áformuð
einnig nú í vetur, enda hefur hún
verið einstaklega vel þegin. Verður
byrjað núna á miðvikudaginn kem-
ur, þann 3. október.
Þetta félagsstarf byggist annars
vegar á því, að þátttakendur sinna
ýmsu því, sem helzt vekur áhuga
hvers og eins, má þar nefna sauma-
skap, alls kyns föndur og hnýting-
ar, eða þá að sezt er að spilum og
leitazt við að sigra í slemmu eða
grandi í whist og safna saman
punktum í bridge. En auk bessa eru
venjulega einhver gestur, sem bæði
fræðir, og skemmtir heimafólki.
Hafa ýmsir komið á liðnum starfs-
tíma og rómað móttökur, en fram-
lag þeirra sjálfra verið vel þegið.
Þá leggur heimafólkið einnig sitt
fram. Kvenfélagskonur hafa staðið
fyrir kaffiveitingum, og organisti
Bústaðakirkju, Guðni Þ. Guð-
mundsson hefur verið óþreytandi í
að spila sjálfur og koma með ýmsa
aðra listamenn með sér. Forstöðu-
kona verður áfram sem hingað til
frú Áslaug Gísladóttir, en hún er
formaður Safnaðarráðs Bústaða-
sóknar, sem skipuleggur starfið, en
að því standa öll félög safnaðarins,
sóknarnefnd og sóknarprestur.
Sem fyrr segir hefst starfið að
nýju núna á miðvikudaginn eftir
sumarleyfi og eru allir hjartanlega
velkomnir. En í sumar var farið í
ferðalag upp í Borgarfjörð og var
sú ferð einstaklega ánægjuleg eins
og þær, sem efnt hefur verið til
fyrir aldraða á vegum safnaðarins
á liðnum árum. Er þeim prestum
séra Leó Júlíussyni, prófasti á Borg
og séra Jóni Einarssyni í Saurbæ
sérstaklega þakkað fyrir frábærar
móttökur, er ferðalangar komu á
þá sögufrægu staði, sem þeir veita
nú forystu, og með þekkingu sinni
og ljúflyndi opna prestarnir liðna
tíma fyrir gestum og tengja þá um
leið samtímanum. Má í þessu sam-
bandi einnig geta þess, hversu
hótelstjórinn í Hótel Borgarnesi
lagði sig fram við móttökur gest-
anna og opnaði sali hótels síns, svo
að þar mætti öllum líða sem bezt.
Hafi þeir allir þökk.
(Frá Bústaðasöfnuði)