Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 Norræn ráðstefna um lyfj aupplýsingar NORRÆNA lyfjaneíndin (NLN) gengst fyrir ráðstefnu dagana 4.-5. október n.k. í Oslo, um fræðslu- og upplýsingastarfsemi um lyf óháða lyfjaframleiðend- um. Ráðstefnuna sækja fulltrúar flestra greina heilbrigðisstétta og heilbrigðisyfirvalda, s.s. lyfja- búða, lyfjaiðnaðarins, lækna og ráðuneyta. Fræðslustarfsemi um lyf á Norðurlöndum mun kynnt. Þörf slíkrar starfsemi í hinu daglega lífi mun rædd, svo og þörf mis- munandi heilbrigðishópa á hlut- lausum upplýsingum. Fulltrúar landanna munu kynna þá fræðslustarfsemi, sem áformuð er í hverju landi með hliðsjón af samræmingu og auk- inni norrænni samvinnu. Ráð- stefnunni mun svo ljúka með umræðum á breiðum grundvelli um þetta atriði. Eins og áður sagði, er það norræna lyfjanefndin sem gengst fyrir þessari ráðstefnu, en hún er ráðgefandi nefnd fyrir heilbrigðis- yfirvöld Norðurlanda. Aðaltil- gangur norrænu lyfjanefndarinn- ar er að vinna að auknu norrænu samstarfi á sviði lyfjamála. Þjóðleikhúsið: Stundarfriður á nýjan leik STUNDARFRIÐUR, leikrit Guð- mundar Steinssonar, sem sýnt var yfir 30 sinnum á liðnu vori i Þjóðleikhúsinu, verður nú tekið til sýninga að nýju eftir sumar- leyfin. Leikurinn gerist á heimili „nútíma“-fjölskyldunnar sem er að yfirkeyra sig á lífsgæðakapp- hlaupinu og einkennist öll tilvera heimilisfólksins af rafknúnum hjálpartækjum. Þannig leika t.d. sími, dyrabjallan, hljómflutn- ingstækin og sjónvarpið stór hlut- verk í leiknum. Leikstjóri er Stefán Baldursson og leiktjöld eru eftir Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur en með stærstu hlutverk fara Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Sig- urður Sigurjónsson, Lilja Þor- valdsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Tryggvason. Tekur Árni nú við hlutverki afans um stundar- sakir í veikindaforföllum Þor- steins ö. Stephensens. Fyrsta sýning á þessu hausti á leiknum verður sunnudaginn 30. september n.k. Norrænir skólafulltrú- ar ræða umferðarmál DAGANA 12.—14. september var haldinn á Hótel Loftleiðum fund- ur norrænna forskóla- og skóla- fulltrúa i umferðarfræðslu. Fundinn sóttu fulltrúar frá Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð auk íslensku fulltrúanna. Af óviðráðanlegum orsökum gat fulltrúi Danmerkur ekki sótt fundinn að þessu sinni. Norrænu umferðarráðin hafa haft náið samstarf á undanförn- um árum einkum hvað varðar gerð námsefnis fyrir börn á forskóla- og skólaaldri. Fulltrúar frá þess- Tónleikar íNjarðvík Á morgun heldur Jónas Ingi- mundarson píanóleikari einleiks- tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju. Undanfarnar vikur hefur hann haldið tónleika m.a. með Ágústu Ágústsdóttur á Vesturlandi. Þess- ir tónleikar eru þeir fyrstu af fjölmörgum, sem verða í Ytri Njarðvíkurkirkju á þessum vetri. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á morg- un, sunnudag. um löndum hittast einu sinni á ári til þess að bera saman bækur sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn á íslandi. Auk forskóla- og skólafulltrúa sátu fundinn Leif Agnar Ellevset framkvæmdastjóri Trygg Trafikk (norska umferðarráðsins) og Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Á fundinum voru tekin fyrir mörg mál er varða umferðar- fræðslu í skólum og forskólum. Sýndar voru ýmsar fræðslumynd- ir bæði fyrir sjónvarp og til notkunar í skólum þ. á m. um vandamál ungra ökumanna. Slysaskýrslur frá hinum ýmsu löndum Evrópu sýna að slysatíðni er alls staðar mest hjá yngri ökumönnum. Af málum sem tekin voru til umræðu má einnig nefna sam- vinnu umferðarráðanna við fjöl- miðla, akstur unglinga á vélhjól- um og samvinnu við frjáls félaga- samtök. Fundarstjóri var Margrét Sæ- mundsdóttir forskólafulltrúi Um- ferðarráðs. Aðrir þátttakendur frá íslandi voru Guðmundur Þor- steinsson námstjóri í umfprðar- fræðslu og Sigurður Agústsson fulltrúi Umferðarráðs. i Veiting skólastjórastöðunnar við Grunnskóla Grindavíkur: Aðeins annar umsækjenda hefur embœttísgengi samkvœmt lögum segir formaður Sambands gnmnskólakennara „ÉG ER undrandi á þessari veitingu. Fulltrúar þriggja stéttarfélaga kennara voru kallaðir á fund deildarstjóra menntamálaráðuneytisins gagngert vegna þessa máls, og þar bentu þeir á að aðeins annar umsækjenda hefði emb- ættisgengi samkvæmt lögum um embættisgengi skólastjóra og kennara, auk þess sem þarna er gengið í berhögg við vilja meirihluta skólanefndar og yf- irlýstan vilja kennara við skól- ann,“ sagði Valgeir Gestsson formaður Sambands grunn- skólakennara i samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur álits á setningu Hjálmars Árnasonar i stöðu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Valgeir sagði að ljós væri að menntamálaráðherra hefði ekki framið lögbrot með því að ganga framhjá Boga Hallgrímssyni og setja réttindalausan mann, Hjálmar Árnason í starfið. Hjálmar væri settur í stöðuna en ekki skipaður, og því stæðist það lagalega. Sagði Valgeir það vera sitt hvað, að hafa lagalegan rétt í þessu máli, eða að hafa „móralskan" rétt. Valgeir sagði að á stjórnarfundi sem halda átti klukkan 17 í gær yrði málið rætt, og afstaða tekin til þess hvernig við skyldi bregðast. Mál af þessu tagi kvað Valgeir ekki hafa komið til kasta stjórnar- innar áður. Valgeir sagði að vandamál væri hjá kennurum, að þeir hefðu ekki lögverndað starfsheiti, eins og til dæmis iðnaðarmenn, og þar stæði hníf- urinn í kúnni. Valgeir sagði það vera alrangt, sem haldið var fram í einu dagblaðanna í gær, að mennta- málaráðherra hefði tryggt sér stuðning forystumanna kenn- arasamtakanna áður en hann setti Hjálmar í starfið. Þvert á móti hefðu fulltrúar þessara aðila verið boðaðir á fund í ráðuneytinu þar sem þeir bentu á að aðeins annar umsækjandinn hefði réttindi, og þvi bæri að veita honum starfið. „Þetta er afleitt mál, alveg afleitt mál,“ sagði Valgeir Gestsson, formað- ur Sambands grunnskólakenn- ara að lokum. Aðeins annar umsœkjandinn hefur tilskilda menntun tilstarfsins segir deildarstjóri grunnskóladeildar menntamálaráðuneytisins „ÞAÐ er alveg ljóst, að aðeins annar umsækjandinn, Bogi Hallgrimsson, hefur tilskilda menntun,“ sagði Sigurður Helgason deildarstjóri grunnskóladeildar mennta- málaráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður um menntun umsækj- enda um stöðu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Sagði Sigurður að Bogi hefði íþróttakennarapróf og handa- vinnukennarapróf, og þar með réttindi til kennslu og skipunar við grunnskóla. Sigurður sagði hinn umsækjandann, Hjálmar Árnason, hafa lokið sem svarar fimm sjöttu af B.A.-prófi, og veitti sú menntun ekki réttindi til kennslu á grunnskólastigi. Sagði Sigurður að jafnvel þótt Hjálmar lyki B.A.-prófi ætti hann enn eftir að taka uppeldis- og kennslufræði sem veitti rétt- indi. „Því er ljóst að aðeins annar umsækjandinn hefur til- skilda menntun," sagði Sigurður, „en hitt er svo að samkvæmt nýju lögunum er ekki bannað að setja menn án réttinda, enda er það ekki hægt þar sem ekki fást nægilega margir kennarar með réttindi til starfa. En í þessu tilviki er það alveg ljóst að annar umsækjandinn hefur rétt- indin en hinn ekki eins og ég sagði fyrr.“ Ég mœlti með réttindamannin- um, sem var Bogi Hallgrímsson segir fræðslustjóri Reykjanesumdæmis „ÉG MÆLTI með réttinda- manninum i stöðu skólastjóra grunnskóla Grindavíkur, það er Boga Hailgrimssyni,“ sagði Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanesumdæmis í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður með hvorum umsækjenda hann hefði mælt. „Ástæðan fyrir þeim meðmæl- um er fyrst og fremst sú, að annar hefur réttindi en hinn ekki,“ sagði Helgi ennfremur, „en ég tók eingöngu afstöðu til þeirra réttinda sem mennirnir hafa.“ Helgi sagði að umsóknarfrest- ur um stöðuna hefði verið níu eða tíu dagar, en hann kvaðst ekki muna hvað væri lögbundinn umsóknarfrestur. Venja væri hins vegar að fresturinn væri fjórar vikur. Umsögn sína kvaðst Helgi hafa gefið á fundi skólanefndar, og síðan hefði hann sent hana í bréfi til ráðuneytisins. Síðan kvaðst Helgi ekkert hafa heyrt frá menntamálaráðuneytinu um þetta mál fyrr en tilkynning barst um að Hjálmar Árnason hefði verið settur skólastjóri. Samband grunnskólakennara: Mótmælir að réttindalaus maður sé settur í stöðuna STJÓRN Sambands grunnskóla- kennara kom saman til fundar í gær og ræddi stöðuveitinguna í Grindavík og var á fundinum samþykkt eftirfarandi ályktun: Stjórn Sambands grunnskóla- kennara mótmælir harðlega þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að setja réttindalausan mann í stöðu skólastjóra í Grindavík, enda þótt um stöðuna hafi einnig sótt maður með full kennsluréttindi. í 8. grein laga um embættis- gengi kennara og skólastjóra sem öðluðust gildi þann 12. maí 1978 eru skýr ákvæði þess efnis, að einungis megi setja mann án fullra réttinda í stöðu ef hlutað- eigandi skólanefnd telur hann hæfan. Hins vegar sækir um áðurnefn((p stöðu maður með öll tilskilin réttindi og meirihluti skólanefndar mælir með honum. Á hann því samkvæmt lögum óskoraðan rétt til starfsins. Kennarasamtökin hafa sætt sig við að fólk án kennslúréttinda sé sett í stöður, sæki engin réttinda- maður um. Eftir setningu áður- nefndra laga hafa þau vinnubrögð verið viðurkennd af hálfu mennta- málaráðuneytisins og kennara- samtakanna að fólk með kennslu- réttindi gangi fyrir um stöður kennara og skólastjóra við grunnskóla. Þessi regla hefur nú verið þverbrotin og réttindi og lög látin víkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.