Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
Vetrarstarfið að hef jast
Hvöt gefur út
félagstíðindi
VETRARSTARFIÐ er að hefjast hjá Sjálfstæðiskvenna-
félaginu Hvöt. Liggur fyrir starfsáætlun til áramóta,
sem kynnt er í nýútkomnum Félagstíðindum, sem hefur
verið hleypt af stokkunum. Mbl. fregnaði hjá Björgu
Einarsdóttur formanni Hvatar hvað helst væri þar á
döfinni.
Hún sagði að eftir fundahlé í sumar hefði fyrsta
verkefni félagsins verið að efna til markaðshalds á
útimarkaðinum á Lækjartorgi, eins og félagið raunar
einnig gerði í vor. Það hefði verið bæði skemmtileg og
félagsleg aðgerð og til nokkurrar fjáröflunar.
— í Hvöt eru á annað þúsund sérstakt efni kynnt og síðan eru
konur, sagði Björg, — og þrátt
fyrir blómlegt félagsstarf og
mikla fundasókn, næst þannig
ekki tii nema takmarkaðs hluta
félagsmanna, eins og segir í inn-
gangsorðum Félagstíðindanna:
„Stjórn félagsins er ljóst að miklu
skiptir að ná til allra félagsmanna
samtímis með fréttir af starfinu,
komá hugmyndum áleiðis og veita
Björg Einarsdóttir
formaður Hvatar.
félagsmönnum færi á að koma
skoðunum á framfæri. Útgáfa
Félagstíðinda er tilraun í þá átt.“
Sérstaklega ber að leggja áherzlu
á að blaðið er vettvangur fyrir
félagsmenn og raunar aðra sjálf-
stæðismenn, er þess kunna að
óska, auk þess sem það er farvegur
fyrir stjórn og trúnaðarráð til að
hafa samband við félagana.
— Rabbfundir um hádegið á
laugardögum voru vinsælir sl.
vetur og verða 3 slíkir fundir, með
eins konar klúbbsniði, til áramóta.
Á hverjum fundi er eitthvert
frjálsar óformlegar umræður,
léttar veitingar, en fundartími er
um 2 klst.
— Á hádegisfundinum á laug-
ardag 29. þ.m. er öllum konum,
sem sæti eiga í stjórnum sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík boðið
og mun jafnréttis- og jafnstöðu-
nefnd félagsins sérstaklega leiða
inn umræðuefni. Á hádegisfundin-
um-27. október verða kynnt heild-
arsamtök kvenna í Reykjavík og á
hádegisverðarfundi 24. nóv. verð-
ur sagt frá ferð til Austurlands og
aðstöðu kvenna þar.
Almennur aðalfundur verður
fimmtudaginn 18. október og verð-
ur þá tekið fyrir og fjallað um
foreldraleyfi vegna barnsburðar
eða fæðingarorlof, eins og það er
stundum nefnt. Sá fundur verður
með ráðstefnuformi líkt og fundur
sem félagið efndi til fyrr á þessu
ári um „fjölskylduna, barnið og
vinnumarkaðinn", en báðir þessir
fundir taka mið af ári barnsins.
Jólafagnaður Hvatar mun að
þessu sinni að nokkru sniðinn eftir
því að nú er ár barnsins og efnt til
fjölskyldufundar. Með tilliti til
þessa verður fundurinn um miðj-
an dag sunnudaginn 2. desmeber.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á ráðstefnu um neytenda-
mál sunnudaginn 18. nóv., sem
Landssamband sjálfstæðiskvenna
og Hvöt standa fyrir.
— Stjórn Hvatar fagnar sam-
starfi við önnur sjálfstæðisfélög,
sem fer vaxandi á mörgum svið-
um, sagði Björg að lokum. Valhöll,
hús Sjálfstæðisflokksins, er mikil
starfsmiðstöð allra félagsmanna
og þar er gott fólk að starfa með.
Skemmtilegast er þó að finna
þann mikla starfs- og stjórnmála-
anda, sem einkennir sjálfstæðis-
menn um þessar mundir.
Lloydsman í ásiglingarham
Lloydsman seldur
til Singapore
DRÁTTARBÁTURINN Lloydsman, sem við Islendingar könnumst við úr tveimur þorskastríðum,
hefur nú verið seldur frá Hull til Singaporc, að því er brezka blaðið The Daily Mail segir. Brezka
blaðið getur „frægðarverka“ Lloydsman í þorskastríðum við íslendinga.
Lloydsman var „flaggskip" brezkra dráttarbáta, en að sögn talsmanna fyrirtækisins United Towing fer
salan fram vegna samdráttar hjá fyrirtækinu og neitunar brezkra stjórnvalda við að hlaupa undir bagga
við rekstur Lloydsman.
Lloydsman sigldi m.a. á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar 11. desember 1975 og neyddist Helgi
Hallvarðsson skipherra til að gefa skipun um að skjóta á Lloydsman. Skotið var þremur skotum frá
varðskipinu og hæfði eitt þeirra dráttarbátinn. Atburður þessi leiddi m.a. til kæru íslands fyrir
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Þriðja starfsár Fjölbrauta-
skólans á Akranesi hafið
Fjölbrautaskólinn á Akranesi var
settur laugardaginn 1. september.
Skólinn hefur nú þriðja starfsár
sitt og eru nemendur um 400 á sex
sviðum skólans. Þá annast skólinn
einnig kennslu í 8. og 9. bekk
grunnskóla og eru nemendur því
alls um 600 í skólanum í vetur.
Nemendur utan Akraness eru
nær 100 og varð að vísa nemendum
frá skólanum þar sem ekki er unnt
flninnmnníliim mirton íriA
húsakost skólans. Utanbæjarnem-
endur búa í heimavist og á einka-
heimilum. í haust verður tekið í
notkun viðbótarhúsnæði tvær
kennslustofur en þær duga ekki til
að mæta nemendaaukningunni svo
leigja þarf viðbótarhúsnæði. Er
mjög brýnt að sinnt verði hið fyrsta
byggingu heimavistar við skólann
auk þess sem byggja þarf yfir
verknámsdeildir skólans, en þær
eru allar í leiguhúsnæði.
Nú í haust hófst 100. skólaár
reglulegs skólahalds á Akranesi og
fer vel á því að fyrstu stúdentar
munu brautskrást frá skólanum á
þessu skólaári.
Skólinn starfar eftir áfangakerfi,
og hefur haft samvinnu við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og Flens-
borgarskólann í Hafnarfirði um
skipulagningu námsbrauta og út-
gáfu námsvísis.
Skólameistari er Ólafur Ásgeirs-
son.
Áral Sigurðs8on sveiflar kylf-
unni til sigurs á fyrsta golfmót-
inu á ísafirði.
Fyrsta golfmót-
ið á ísafirði
NÝLEGA var haldið á ísafirði fyrsta golfmótið sem hér
hefur verið haldið. Golfklúbbur hefur verið starfandi hér
um tveggja ára skeið, en vegna aðstöðuleysis hefur ekki
verið hægt að halda mót. En síðastiiðið vor fékk
golfklúbburinn land undir golfvöll í landi Fremri
Hnifsdals. Hafa kylfingar komið sér þar upp ágætum sex
holu goifvelli, jafnframt því að kaupa gamlan bílskúr sem
fluttur var á staðinn, og er nú verið að innrétta sem
golfskála. Aðalhvatamaðurinn að stofnun klúbbsins er
Margrét Árnadóttir, systir fjármálaráðherra, en þau
systkinin eru bæði miklir áhugamenn um golf.
í fyrra sumar kom Þorvaldur Ásgeirsson tvisvar vestur
og kenndi golf, en í Golfklúbbi ísafjarðar eru nú um 50
félagar, flestir óvanir, en mikill áhugi er meðal félags-
manna. Á þessu fyrsta golfmóti ísfirðinga varð Akurnes-
ingur hlutskarpastur, hann heitir Árni Sigurðsson, og hefur
verið starfsmaður Flugleiða hér undanfarið.
í öðru sæti varð Ásbjörn Björgvinsson frá F’lateyri, svo að
ísfirðingar urðu að láta sér nægja þriðja sætið á mótinu en
það hreppti Reynir Adolfsson deildarstjóri Flugleiða. Keppt
var í yngri flokki og varð Guðmundur Kristjánsson í fyrsta
sæti, en Arnar Árnason í öðru.
Formaður mótsnefndar var Reynir Adolfsson en stjórn
golfklúbbsins skipa Margrét Árnadóttir, Pétur Svavarsson
og Birna Einarsdóttir.
Stjórn Golfklúbbs ísafjarðar: Margrét Árnadóttir, Birna Einars-
dóttir og Pétur Svavarsson. Ljóm. Mbl. Úlfar.