Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
15
Ný bylgja
bátafólks?
Kuala Lumpur — 26. september — AP
EMBÆTTISMENN og
diplómatar í Malaysíu
halda því fram að búast
megi við nýrri bylgju báta-
fólks frá Víetnam áður en
árið er á enda.
Á alþjóðlegri ráðstefnu í
Genf í sumar féllust Víet-
namar á að hindra flótta
Blaðamað-
ur enn rek-
innfrá
Iran
London, 27. sept. AP.
INDVERSKUM blaða-
manni í íran, sem starf-
aði fyrir The Wall Street
Journal, hefur verið
skipað að hverfa um-
svifalaust úr landi. Sagði
í fréttum að blaðamað-
urinn Mohan Chandra
hefði fengið þessi fyrir-
mæli frá ráðuneyti því
sem fer með „þjóðar-
hagsmál" í íran. Sagt
var að hann hefði ekki
haldið í heiðri þær regl-
ur sem settar hafa verið
erlendum blaðamönnum.
Hann hefði haft ólögleg
sambönd við fréttastofur
sem stjórnvöld í íran
hefðu ákveðið að loka.
bátafólksins. Hefur dregið
úr flóttanum, og þeir fáu
sem komizt hafa undan
segjast hafa flúið án vit-
undar stjórnvalda í Hanoi
og ekki greitt neinar mút-
ur til þess að fá að flýja.
Diplómatarnir segja að eftir séu
í Víetnam um 800.000 manns af
kínversku bergi, og þar sem efna-
hagsástand sé svo bágborið í
landinu og skortur á matvælum,
megi búast við að stjórnvöld í
Víetnam hreki menn á ný á haf út.
Víetnamar hafi á sínum tíma
aðeins lofað að koma í veg fyrir
ólöglegan flótta, en þeir telji sig
eftir sem áður hafa fullan rétt til
að reka fólk á brott.
Aðra hugsanlega ástæðu fyrir
nýrri bylgju bátafólks segja dipló-
matar og embættismenn vera þá,
að Víetnömum hafi illa líkað að
takast ekki til að tryggja sess
núverandi valdhafa í Kambódíu á
ráðstefnu hlutlausra ríkja á Kúbu
fyrir skömmu. Einnig séu Víet-
namar óhressir með að Allsherj-
arþing Sþ samþykkti sendinefnd
Pol Pots fyrrum leiðtoga Kambód-
íu sem fulltrúa Kambódíu hjá Sþ.
Símamynd — AP.
Frank Sinatra á miklum hljómleikapalli er reistur hafði verið við
pýramidana i Egyptalandi, en þar hélt hann í gærkvöldi
hljómleika til styrktar byggingu heimila fyrir fjölfötluð börn.
Simamynd-AP.
Forsetafrú Egyptalands (tv.), frú Jihan Sadat, ásamt eiginkonu
Frank Sinatra. Myndin var tekin á mikilli tízkusýningu i Kairó i
fyrrakvöld, en þá var einkum sýndur fatnaður hannaður af
franska tízkufrömuðinum Pierre Balmain. Tízkusýningin var
hluti skemmtana er efnt var til í ágóðaskyni fyrir byggingu
heimila fyrir fjölfötluð börn.
Lítill
árangur
Alexandriu, 27. september, Reuter.
LÍTILL árangur varð af tveggja
daga fundi fulltrúa Egypta. Isra-
ela og Bandarikjamanna um
sjálfsforræði Palestinumanna á
herteknu svæðunum, en fundin-
um lauk i dag.
Fulltrúarnir ákváðu þó að
halda áfram tilraunum til að fá
fulltrúa Palestinumanna til þátt-
töku i viðræðunum.
Singh stofnar nýj-
an flokk álndlandi
Nýju Delhl, 27. sept. Reuter.
CHARAN Singh, sem gegnir for-
sætisráðherraembætti i Indlandi
til kosninga þar, gekk í dag
formlega frá stofnum nýs stjórn-
málaflokks í landinu. Nýi flokk-
47 brennd-
ust í Istanbul
Istanbul, 27. sept. AP.
FJÖRUTÍU og sjö manns brennd-
ust, þar af tvennt alvarlega
þegar ægilegur eldsvoði varð
eftir butangassprengingu i húsi í
miðborg Istanbul þar sem ýmis
eldfim rannsóknarefni voru
geymd. Rúður brotnuðu í hundr-
uðum næriiggjandi húsa og
skemmdir urðu aðrar á sumum
þeirra.
Singh
urinn heitir Lok-flokkur sem
mun útleggjast þjóðarflokkur.
Hann efndi til fundar i Nýju
Delhi þar sem síðan var gengið
frá stofnuninni fyrir forgöngu
þeirra Singh og George Fernand-
es fyrrverandi
iðnaðarmálaráðherra.
Singh og stuðningsmenn hans í
Janataflokknum (S) rufu tengsl
við aðal Janataflokkinn í júlí, eins
og alkunna er, og með þeim afleið-
ingum að Desai þáverandi forsæt-
isráðherra varð að segja af sér.
Á stofnþingi Lok-flokksins
hafði verið búizt við því að armur
undir forystu Hemwati Bahuguna,
fyrrverandi fjármálaráðherra,
myndi ganga til liðs við flokkinn
en svo varð ekki. Aftur á móti gaf
talsmaður Bahuguna í skyn að
ekki væri fráleitt að Lok-flokkur-
inn fengi stuðning úr þeirri átt.
Formaður flokksins var kjörinn
Raj Narain. Hann sagði að flokk-
urinn myndi leggja áherzlu á
lýðræði, sósíalisma, beita sér fyrir
að hætt yrði ofsóknum á hendur
minnihlutahópum og uppræta
innanlandserjur af öllu tagi.
Sprengjur
á N-írlandi
Lisburn, N.-írlandi, 25. sept. — AP.
ÁTTA manns, þeirra á
meðal tvær lögreglukonur,
slösuðust þegar þrjár
sprengjur sprungu í borg-
inni Lisburn, suð-vestur af
Belfast á Norður-írlandi í
dag. Annar armur írska
lýðveldishersins, I.R.A.,
stóð fyrir sprengjuárás-
inni, að eigin sögn.
Lögreglukonurnar meiddust í
einni sprengingunni þegar þær
voru að aðstoða viðskiptavini út úr
verzlun í miðborginni. Meðal ann-
arra, sem slösuðust, var 83 ára
kona, ung stúlka sem stökk út um
glugga á annarri hæð verzlunar,
og tveir slökkviliðsmenn. Enginn
slasaðist þó alvarlega, að sögn
lögreglunnar.
Meðal sjónarvotta var Janet
nokkur North, og segir hún svo
frá: „Það er kraftaverk að enginn
skuli hafa slasazt alvarlega. Ég
var á göngu með barnið mitt þegar
verzlunarstúlka kom þjótandi út á
götu og sagði að borizt hefði
sprengjuaðvörun. Eftir andartak
var lögreglan komin á vettvang til
að koma fólki undan. Þá allt í einu
splundraðist forhliðin á þessari
kvenfataverzlun. Fjöldi manns
kastaðist í götuna, þar á meðal
lögreglukona."
Vænghluti féll af DC-8
Tókýó, 27. september. AP.
HLUTI vængflapsa japanskrar farþegaþotu af gerðinni DC-8 féll
til jarðar í þann mund er vélin lenti á flugvellinum í Osaka í dag.
Vélin lenti heilu og höldnu og áhöfn og farþega, alls 106 manns,
sakaði ekki. Flugvellinum var lokað í 10 mínútur meðan
vænghlutans var leitað. Sérfræðingar sögðu að átta samsvarandi
flapsar væru á þotum af þessari gerð og að óhapp af þessu tagi
stofnaði öryggi vélanna ekki í hættu.
Millisvæðamótin:
Þetta gerðist
1972 — Japanir og Kínverjar
taka upp stjórnmálasamband.
1971 — Mindzenty kardináli fer
til Vínar eftir 15 ára dvöl í
bandaríska sendiráðinu í Búda-
pest.
1958 — Þjóðaratkvæðagreiðsla
um stjórnarskrá Fimmta
franska lýðveldisins.
1953 *— Indónesía fær aðild að
SÞ.
1944 — Kanadískt herlið sækir
inn í Calais.
1941 — Ógnarstjórn Þjóðverja
hefst í Tékkóslóvakíu.
1939 — Þjóðverjar og Rússar
spmþykkja áætlun um skiptingu
Póllands.
1924 — Tvær bandarískar her-
flugvélar lenda í Seattle eftir
fyrsta hnattflugið (175 dagar).
1923 — Abyssinía fær aðild að
Þjóðabandalaginu.
1915 — Bretar sigra Tyrki við
Kut-El-Amara, Mesópótámíu.
1905 — Frakkar og Þjóðverjar
ákveða að kalla saman ráðstefnu
um Marokkó.
1900 — „Khaki“-kosningarnar
hefjast í Bretlandi.
1864 — Fyrsta Aiþjóðasamband
jafnaðarmanna stofnað.
1862 — Bismarck heldur ræðu
sína um „blóð og járn“.
1850 — Hýðingar aflagðar í
bandaríska sjóhernum.
1826 — Rússar segja Persum
stríð á hendur vegna yfirgangs.
1781 — Umsátrið um Breta i
Yorktown, Virginíu, hefst.
1716 — Hannover-sáttmáli
Englendinga og Frakka leiðir til
stofnunar Þríveldisbandalags
þeirra og Hollendinga.
1687 — Tyrkir láta Aþenu af
hendi við Feneyinga.
622 — Flótti Múhameðs frá
Mekka.
Afmæli. Sir William Jones,
enskur Austurlandafræðingur
(1746—1794) — Prosper Méri-
mée, franskur rithöfundur
(1803—1870) — Georges Clem-
enceau, franskur stjórnmálaleið-
togi (1841-1929) - Brigitte
Bardot, frönsk leikkona (1934—).
Torre og Tal í forystu
Andlát. Emile Gaboriau, rithöf-
undur, 1873 — Louis Pasteaur,
efnafræðingur 1895 — Gamal
Abdel Nasser, stjórnmálaleið-
togi, 1970.
Innlent. Kosningalögin 1849 —
d. Þorsteinn Erlingsson 1914 —
Þorvaldur Thoroddsen 1921 —
Jón Vigfússon klausturhaldari
1752 - Skáld-Rósa 1855 -
Elliheimilið Grund vígt 1930 —
f. Finnur Jónsson ráðherra 1894
— d. Karl ísfeld 1960 — Kristín
Sigfúsdóttir rith. 1953 — Loft-
leiðir hafna kostum SAS 1967 —
Bannað að reykja í leigubílum
1978 — f. Geir G. Zoéga vega-
málastjóri 1885 — Kristinn
Ármannsson rektor 1895 —
Ragnar H. Ragnar 1898 — dr.
Símon Jóhannes Ágústsson 1904.
Orð dagsins. Veittu mér heldur
aðstoð í verki en í orði —
Giuseppe Garibaldi, italskur
ættjarðarvinur (1807—1882).
Rio, Moskvu, 27. sept. Reuter.
FILIPPINSKI stórmeistarinn
Eugene Torre heldur enn hálfs
stigs forystu í svæðamótinu í Rio
de Janeiro eftir þrjár umferðir
og hefur Torre fengið. 2% vinn-
ing. Petrosjan og Vanian, báðir
frá Sovétrikjunum, og Hubner
frá Vestur Þýzkalandi, eru með 2
vinninga. Niðurstöður þriðju um-
ferðar voru að Smejkal vann
Hebert frá Kanada, Vaganian
vann Harandi frá íran og Bron-
stein vann Shamkovich frá
Bandaríkjunum. Skákir Velimi-
rovic og Hubners, Balashovs og
Timmans, Kagans og Sham-
kovich fóru í bið, en aðrar voru
jafntefli.
Á mótinu í Riga hefur Tal frá
Sovétríkjunum tryggt sér að verða
meðal þriggja efstu að minnsta
kosti. Enn eru tvær umferðir eftir
og er staðan nú að Tal hefur 12
stig, Ribli 10%, Polugayevsky 10,
Gheorghiu 9%, Adorjan og Miles
9, Larsen, Romanishin og Kuzmin
með átta vinninga hver.
Sprengja sprakk á
Karmelmarkaðnum
Tel Avlv, 27. sept. AP.
SPRENGJA sprakk í námunda
við miðborg Tel Aviv í morgun,
nánar tiltekið skammt frá
Karmelútimarkaðnum. Talsmað-
ur lögreglu sagði að sprengjunni
hefði verið komið fyrir á almenn-
ingssalerni rétt hjá markaðnum,
en ekki hefði neinn slasast í
sprengingunni og skemmdir orð-
ið óverulegar. Mikil mannaferð
var á þessum slóðum þegar þetta
gerðist en ísraelar búa sig nú
undir Yom Kippur-helgina.
Hinn 10. apríl sl. létust tveir í
sprengingu á Karmelmarkaðnum
og tugir slösuðust.