Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 18

Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 Hvað veldur sársaukanum? 1. Hinar örsmáu disklaga blóÖflögur (Platelets) valda þvi að slagæöar dragast saman á ákveðnu svæði. 2. Blóðflögurnar koma „seretóníni“ i heilanum af stað, en það er efni sem flytur taugaboð. Slagæðarnar þenjast nú skyndilega út. 3. Þandar æðarnar þrýsta á nærliggjandi taugar og höfuðverkur- inn byrjar. Lækning fundin við mígreni? Minning: Þengill Jónsson frá Skeggjabrekku NIÐURSTÖÐUR nýlegra til- rauna bandarískra lækna með lyfið „Propranolol“ virð- sat benda til þess að loksins sé fundin lækning við míg- reni. Propranolol, sem marg- ir þekkja undir sérnafninu „Inderel“ er annars þekktast sem lyf gegn ýmsum hjarta- sjúkdómum, en þá sérstak- lega gegn of háum blóðþrýst- ingi. Mígreni er mjög algengur kvilli, talið er að ekki færri en 25 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af völdum hans. Orsök- in er enn ráðgáta þótt ein- kennin séu þekkt. Venjulega er verkurinn aðeins í öðrum hluta höfuðsins hverju sinni, enda er orðið „mígreni" dregið af gríska orðinu “hemicranía" sem þýðir „hálf höfuðkúpan". Höfuðverkurinn lýsir sér með miklum æðaslætti sem byrjar til að mynda á öðru gagnauganu eða kringum aug- un. Æðaslátturinn færist síð- an aftur í hnakka, þar sem hann einnig getur átt upptök sín og færst síðan fram á enni. Á meðan kvalirnar vara er erfitt að þola skært ljós eða hávaða. Fyrirboði höfuðverkj- arins er hjá mörgum óþægindi í augum, suð í eyrum og jafnvel titringur í fingrum. Verkirnir vara oft í nokkra daga. Mígreni virðist ættgengt Læknar eru ekki á eitt sátt- ir með það hvort telja beri mígreni til taugasjúkdóma eða ekki. Mígreni virðist vera ætt- gengt sem bent gæti til arf- gengra litningagalla. Meðal fullorðinna er mígreni algeng- ara í konum en körlum og gæti það átt rætur sínar að rekja til hormónastarfseminnar; tíðni mígrenikasta er í lág- marki á meðgöngutímanum en í hámarki á meðan á tíðum stendur. Meðal barna er mígreni al- gengara hjá drengjum en stúlkum. Sérfræðingar eru sammála vélaverksmiðjurnar í Amster- dam. Að sögn Leifs Magnússonar var tilgangur ferðarinnar að ræða hugsanlega endurnýjun innan- landsflugvélanna með nýrri og fullkomnari gerð Fokker Friend- ship-véla í huga, F-27 500. Gæti hún flutt allt að 60 farþega, en núverandi Fokkervélar Flugleiða hafa 48 sæti. Leifur sagði að hugmyndin væri sú að losa félagið við 3 Fokker-vélanna sem eru af svonefndri 100 gerð, en hinar tvær væru af 200 gerð sem væri nokkru burðarmeiri og með aflmeiri hreyfla. Afgreiðsla nýrrar vélar frá Fokker-verksmiðjunum yrði hugsanlega í nóvember á næsta ári í fyrsta lagi. um að mígreni feli meðal annars í sér breytingu á slag- æðum í höfðinu. Þeir halda því fram að þeir sem þjást af mígreni hafi meðfæddan erfðagalla í slagæðakerfi í hálsinum sem flytur blóð til heilans. Af einhverri ástæðu valda hinar örsmáu disklaga blóð- flögur (Platelets) því, að slag- æðar dragast saman á ákveðn- um stað í höfðinu. Innan klukkustundar koma þessar sömu disklaga blóðflögur „seretóníni" í heilanum af stað, en það er efni sem vana- lega flytur taugaboð. Seretón- ínið veldur því síðan að slag- æðarnar þenjast skyndilega út sem aftur veldur þrýstingi á nærliggjandi skyntaugar og sársaukinn hefst. Lyfið fundið? Lyf þau sem hingað til hafa verið notuð gegn mígreni hafa verið ákaflega ófullkomin. Eitt þeirra sem nefnist „Ergo- tamine tartrate" má aðeins taka inn með nokkurra daga millibili svo sjúklingurinn verði ekki háður því. Annað lyf, sem nefnist „Methylser- gide“, verður að fara mjög gætilega með þar sem það getur valdið skemmdum á hjarta og nýrum. Propranolol er mun áhrifa- meira en þessi lyf og hefur auk þess þann kost að vera nær laust við hliðarverkanir. Sérfræðingar uppgötvuðu lækningamátt Propranolols gegn mígreni nánast fyrir tilviljun. Hjartasjúklingar sem einnig þjáðust af mígreni, skýrðu frá því að höfuðverkur- inn hyrfi þegar lyfið væri tekið inn. Ekki er vitað fyrir víst hver vegna svo er, en vitað er að Propranolol slævir hina svonefndu „Beta-móttakara“ á taugaendum, sem valda því að æðar þenjast út. Með því að einangra þessa móttakara gerir Propranololið það senni- lega að verkum að æðarnar dragast saman í stað þess að þenjast út. Helsti kostur Propranolols er sá að unnt er að taka það inn daglega í nokkuð stórum skömmtum, allt eftir þörfum hvers notanda. Tíðni verkj- anna lækkar til mikilla muna og dæmi er um það að sjúkl- ingur sem vanur var að fá átta mígreniköst í mánuði fær nú aðeins eitt með tilkomu Pro- pranolols. Þá dregur notkun lyfsins úr lengd verkjanna og sumir sérfræðingar halda því fram að með samhliða notkun annarra lyfja fáist enn betri niðurstöður. (Heimild: Newsweek) Fæddur 15. janúar 1902. Dáinn 19. september 1979. Þengill Jónsson föðurbróðir minn lést fimmtudagskvöldið þ. 19. september s.l. á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, skömmu eftir hjartaáfall er hann hafði fengið á heimili sínu. — Hann var fæddur þ. 15. janúar 1902, sonur hjónanna Jóns Gunnlaugssonar bónda og organista og konu hans, Sigurbjargar Marteinsdóttur, er lengst af bjuggu í Skeggjabrekku í ólafsfirði. Þengill var næst elstur 6 systkina, en þau eru auk hans Gunnlaugur, sem lengst af hefur búið í Ólafsfirði, kvæntur Döllu Jónsdóttur frá Blönduósi; Oddný, gift Steini bónda Jónassyni á Bakka í Ólafsfirði, en þau brugðu búi fyrir allnokkrum árum og fluttu til Akureyrar. Steinn lést fyrir fáum árum; Tryggvi lengst af bóndi í Skeggjabrekku ásamt Þengli bróður sínum, ókvæntur; Rósa, gift Óskari Karlssyni frá Garði í Ólafsfirði, nú búsett á Hrísum í Svarfaðardal. Yngstur var Bergvin en hann fórst í sjó- slysi nálægt tvítugsaldri. Fyrstu minningar mínar um Þengil frænda minn eru tengdar uppvaxtarárum mínum heima í ólafsfirði. Ég fæddist í Skeggja- brekku og var þar meira og minna sem strákur, einkum á sumrin á meðan amma mín lifði. Eftir Jóni afa mínum man ég lítið, enda dó hann þegar ég var lítill drengur. Ég á ógleymanlegar minningar frá þessum árum og þessu mann- marga myndarheimili, þegar amma bjó þar með þremur börn- um sínum, Þengli, Tryggva og Rósu og fjölskyldum þeirra. Þeng- ill kvæntist árið 1934 Ólöfu Jóhannesdóttur frá Hrúthól, sem lifir mann sinn, og átti með honum 3 börn, Sigurbjörgu hús- freyju á Þóroddsstöðum í Ólafs- firði, gift Stefáni Ásberg bónda, Jóhannes byggingameistara á Akureyri, kvæntan Sesselíu Gunn- arsdóttur frá Dagverðareyri, Jón verslunarmann á Akureyri, kvæntan Erlu Vilhjálmsdóttur frá Akureyri. Áður en Þengill kvænt- ist eignaðist hann son, Guðmund, sem að mestu leyti ólst upp í Það voru sorgarfréttir, sem okkur systkinum bárust til eyrna sunnudag 16. september, er okkur var tilkynnt, að Þorvaldur bróðir væri dáinn, hefði farist í bílslysi austur á Fjarðarheiði. Þetta voru fréttir, sem okkur fannst erfitt að trúa, en vegir lífsins eru órann- sakanlegir, og enginn veit hvar eða hvenær maðurinn með ljáinn bregður brandi, kannski er það líka bezt. Þorvaldur Waagfjörð var fædd- ur í Vestmannaeyjum 3. júní 1952 sonur hjónanna Jóns Waagfjörð bakarameistara og Berthu Gríms- dóttur, sem bjuggu í Garðhúsum í Vestmannaeyjum, en búið hafa í Garðabæ síðan í gosinu 1973. Þorvaldur var einn úr hópi sjö systkina og ólst upp eins og aðrir drengir í sjávarplássum þessa lands. Hann var fjörmikill og kjarkaður drengur, og sumum þótti stundum nóg um, en við, sem best þekkjum til, vitum að undir tápmiklu og kannski stríðnisfullu fasi hans sló hreint og göfugt hjarta, sem gerði mál lítilmagn- ans að sínu og átti í staðinn óvild margra, sem oft og tíðum skildu ekki hvað fyrir honum vakti, en sem betur fer voru þeir fleiri, sem guldu honum vináttu hans með gagnkvæmri vináttu og tryggð. Skeggjabrekku og er nú starfandi múrarameistari og verktaki í Reykjavík, kvæntur Hugljúfu Dagbjartsdóttur frá Siglufirði. Með þessum fáu kveðjuorðum langar mig að þakka frænda mín- um samfylgdina, alla rausn og höfðingsskap sem ég og fjölskylda mín nutum í Skeggjabrekku bæði fyrr og síðar. Svo lengi sem ég man eftir mér og fram til ung- lingsára fóru foreldrar okkar bræðranna með okkur fram í Skeggjabrekku og héldum við þar jólin á aðfangadagskvöld ár hvert og er ekki laust við að okkur fyndust aðfangadagskvöldin „til- komuminni" eftir að þessi siður lagðist niður við fráfall ömmu. Eftir að okkar börn fóru að vaxa úr grasi voru þau meira og minna hjá afa sínum og ömmu í Ólafs- firði á sumrin og nutu þá ætíð sömu góðvildar í Skeggjabrekku og þar var ætíð að finna og hygg ég að Óla mín blessuð hafi átt fáa sína líka, þegar gesti bar að garði, hvort heldur voru litlir eða stórir, svo ríkjandi var gestrisni og allur myndarskapur þessarar góðu konu. Fyrir allt þetta og miklu meira vil ég nú þakka þegar frændi minn er kvaddur hinstu kveðju í dag og heldur til nýrra heimkynna þar sem bíða hans vinir í varpa. Hjartanlegar sam- úðarkveðjur sendum við ástvinun- um öllum norður yfir fjöllin. Jón B. Gunnlaugsson. En nú er hans vegur á enda og líkaminn deyr, en við sem eftir lifum eigum minningu um hug- prúðan dreng sem ljúft er að minnast. Við systkinin þökkum Þorvaldi bróður okkar stutta samfylgd og vonum að hann hafi farið sáttur við Guð og menn. Við biðjum Guð að blessa börnin hans og vera þeim huggun í lífinu. Systkinin. Flugleiðamenn skoðanýjar Fokker-vélar NOKKRIR forráðamenn Flug- leiða, Sigurður Helgason for- stjóri, Einar Helgason fram- kvæmdastjóri innanlandsflugs og Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, heimsóttu nýlega Fokker-flug- t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaðir ÞÓRIR JÓNSSON Eskihlíö 16, Reykjavík andaöist í Landspítalanum 27. september. Helga L. Júníusdóttir börn og tengdabörn. Faöir okkar, afi og bróöir ÓLI RAGNAR GEORGSSON Álftamýri 46 lést á heimili sínu þ. 19. sept. Jaröaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrlr hönd ættingja og vina Vilhelmina R. Hansson Bentt Hansson Georg Ragnarsson Stella Gunnarsdóttir. Tómas H. Ragnarsson Auöur Snorradóttir, Guömundur Bjarnason Helga Engilbertsdóttir Fjóla Ragnarsdóttir Ásgeir Einarsson Sigrún Ragnarsdóttir GIsli Árnason Bára Ragnarsdóttir og barnabörn. IIMIEtMIIItlittlMttltllilllltlllltllllitliltllllÍtlllltllllltllllMIIIIIIillillllllllliMlltlll Þorvaldur Waagfjörð —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.