Morgunblaðið - 28.09.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
31
• Lárus Guðmundsson sækir að finnska markverðinum, sem virðist hafa misst knöttinn frá sér. Hann
var þó fijótur að góma hann á ný. Ljósm. Emilia B.B.
„Þetta var reióarslag"
„ÞETTA eru gífurleg vonbrigði, ekki heil brú í leik iiðsins, miðju-
sannkallað reiðarslag, það var leikmennirnir brugðust, ég var
Landsleikir í
körfu við íra
ÍSLENDINGAR leika sína fyrstu
landsleiki i körfuknattleik 26.
október næstkomandi og verða
írar mótherjarnir. Munu liðin
ctja kappi saman þrívegis.
Fyrsti leikurinn fer fram í
Njarðvík 26. október og hefst hann
klukkan 20.00. Síðan verður leikið
daginn eftir í Laugardalshöll og
hefst sá leikur klukkan 14.00.
Þriðji leikurinn fer síðan fram í
Borgarnesi sunnudaginn 28. októ-
ber og hefst hann klukkan 14.00.
Er þetta fyrsti landsleikur af
nokkurri tegund sem fram fer í
Borgarnesi og verður vafalaust vel
sóttur.
Irska liðið verður örugglega
sterkt, en með því koma a.m.k.
tveir atvinnumenn, sem leika með
enskum liðum. Landsliðsþjálfari
íslands Einar Bollason, hefur lýst
yfir að allir leikmenn innan lands-
liðshópsins fái að spreyta sig í
leikjunum.
- gg.
Einherjar keppa
á Nesinu
Einherjar keppa á Nesinu
ÞEIR SEM farið hafa holu í
höggi, komast i félag, sem heitir
Einherjar. Má segja, að það séu
einhver erfiðustu inntökuskil-
yrði, sem nokkurt félag hefur,
þvi sumum tekst aldfet að fara
holu í höggi, þótt þeir leiki golf
áratugum saman. Einherjar
koma saman einu sinni á ári og
keppa og venjulega hefur sú
keppni verið rétt á undan lands-
móti. Þar sem Islandsmótið í ár
fór fram á þremur stöðum norð-
anlands, þótti ekki fært að halda
Einherjamót þar og þess i stað
verður það haldið núna um helg-
ina, nánar tiltekið á Nesvellinum
á laugardag og hefst mótið kl. 12.
Leiknar verða 18 holur með
forgjöf. Þeir sem farið hafa holu i
höggi nú í sumar, eru beðnir um
að koma með staðfestingu og
geta þeir þá verið með.
ailtaf smeykur um það. Ég kann
engar skýringar á þessu, ég hef
aldrei séð strákana leika jafn
illa,“ sagði Lárus Loftsson, þjálf-
ari islenska unglingalandsliðsins
i knattspyrnu, eftir að Finnar
höfðu lagt lið hans að velli, 3—1,
i undankeppni Evrópukeppni
unglingalandsliða. Staðan í hálf-
leik var 1—0 fyrir ísland.
Finnska liðið er greinilega það
gott, að það er líklega aðeins
formsatriði að ljúka síðari leikn-
um, Island þarf að vinna 4—0 og
það verður að segjast eins og er,
að það er ólíklegt að það lánist.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill
og þó að ísland hafi þá skorað eina
markið, voru Finnarnir meira með
boltann og líklegri til afreka.
Markið var laglegt, en það kom á
9. mínútu. Sigurður Grétarsson óð
þá upp allan völl, sendi síðan á
Ragnar Margeirsson, sem skoraði
eftir að hafa leikið á markvörð
Finnanna. Ragnar og Sigurður
voru raunar einu leikmenn ís-
lenska liðsins sem eitthvað kvað
að, en þeir sköpuðu sér og öðrum
nokkur færi með einstaklings-
framtaki sínu.
íslendingarnir voru frískir
fyrstu 5 mínútur síðarf hálfleiks
og fengu þá 3 ágæt færi sem ekki
nýttust, sannast sagna var það
vörnin sem var veikari hluti
finnska liðsins. Á 15. mínútu kom
vendipunkturinn í leiknum. Ragn-
ar fékk þá góða stungu frá Sig-
urði, komst einn inn að markinu
og lyfti yfir markvörðinn. En í
þverslá, því miður.
Fimm mínútum síðar jafnaði
Jari Parikka eftir mistök Stefáns
Jóhannssonar markvarðar. Fimm
mínútum síðar náði Vesa Nironea
forystunni með föstu skoti sem
breytti um stefnu af íslenskum
varnarmanni og loks skoraði Risto
Salomaa með skalla í tómt mark-
ið, eftir að Stefán markvörður
hafði lagt út í glannalegt úthlaup,
þar sem hann komst hvergi nærri
knettinum. íslenskum varnar-
manni tókst að stöðva knöttinn, en
þó að dómarinn dæmdi ekkert, sá
línuvörðurinn með haukfránum
augum sínum, að knötturinn var
kominn inn fyrir. Það sáu allir
nema dómarinn, sem fór að ráði
Iínuvarðar og dæmdi mark, 3—1.
Gífurlegur fjöldi áhorfenda tróð
sér á völlinn og studdi við bakið á
strákunum, heilir 482!
Liðum vísað
úr 1. deild
í körfunni?
SVO GÆTI farið, að nokkrum af
liðum þeim sem leika i 1. deild-
inni i körfubolta verði meinuð
þátttaka i íslandsmótinu i vetur.
Ástæðan er sú, að félög þessi
skulda KKÍ svo og svo miklar
fjárupphæðir, heildarkrónutalan
nálgast hálfa aðra milljón. Stjórn
KKI hefur ákveðið að taka harða
stefnu í máli þessu, þvi að skuldir
þessar standa sambandinu fyrir
þrifum. Hefur verið ákveðið, að
þau lið sem enn eru skuldug
þegar íslandsmótið hefst, verði
útilokuð frá keppni í Islandsmót-
inu. Hvort KKI muni sýna sveigj-
anleika og umburðarlyndi verður'
tíminn einn að leiða í ljós, en
forráðamenn sambandsins vildu í
gær ekkert um það mál segja, en
undirstrikuðu að tekið yrði íast á
málinu. — gg.
Körluknattielkur
V- ...................
• Á meðíylgjandi myndum má sjá liðin sem urðu
sigurvegarar í firmakeppni KR í knattspyrnu fyrir
skömmu. Efst er lið Flugleiða sem sigraði, þá lið BYKO
í Kópavogi sem varð í 2. sæti og loks lið Seltjarnarnes
bæjar sem var í 3. sæti.
Það má geta þess, að á iaugardaginn klukkan 1G.00
leikur hið sigursæla lið Flugleiða gegn liði Flugfélags
Austurríkis og er leikurinn liður í Evrópukeppni
flugfélaga, en Flugleiðir keppa nú í fyrsta skipti í því
móti. Fer leikurinn fram á Melavellinum.