Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn oa skrifstofu. 10100 JH*r0unblat>it> y/Síminn á afgreiöslunm er 83033 JH»r0tinbInfcib FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 Daggjöld á leikskól- um hækka um 15,6% DAGGJÖLD á leikskólum og öðrum dagvistunarstofnunum munu hækka frá og með 1. október. Gjöldin fyrir hálfan dag á leikskóla hækka um 15,6%, en gjöid fyrir allan daginn á dagheimilum hækka um 14,3% á sögn Svandisar Skúladóttur fulltrúa í menntamálaráðuneytinu. Hækkun þessi var samþykkt í ríkisstjórninni um síðustu mán- aðamót. Nokkur sveitarfélög nýttu sér hækkunina þegar, en flestir munu hækka 1. október. Gjaldið fyrir barn á leikskóla í fjórar eða fjórar og hálfa stund fimm daga vikunnar verður eftir hækkun 18500 krónur en var áður 16 þúsund krónur, hækkar um Sjúkrahúsin: 10,8% hækkun DAGGJÖLD sjúkrahúsa hafa verið hækkuð um 10,8% og gildir hækkunin frá 1. sept- ember í þrjá mánuði. Var hækkun þessi ákveðin á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og farið þar að tillögum dag- gjaldanefndar. Grunngjald daggjaldanna hækkar um 10,8% og tekur hækkunin til ailra daggjalda og er alls staðar hin sama. 15,6%. Sé barnið aftur á móti fimm tíma á dag verður gjaldið eftir hækkun 23 þúsund krónur í stað 20 þúsund króna áður, hækk- ar um 15,6%. Ef um heilsdagsvist er að ræða á dagheimili verður gjaldið 32 þúsund krónur í stað 28 þúsund króna áður, hækkar um 14,2%. Þá er ákveðið hámarksverð fyrir þá, sem ekki teljast til hinna svoköll- uðu forgangshópa, eftir hækkun 41600 krónur. Það verð kemur aðeins inn í myndina á stöðum úti á landi þar sem forgangshóparnir fylla ekki töluna. Skólanefnd Grunnskólans í Grindavik ásamt nýsettum skólastjóra, Hjálmari Árnasyni (sá brosandi á myndinni), fjallar um ráðningu nýs yfirkennara. Við borðendann fjær situr námsstjórinn á Reykjanesi, Helgi Jónasson, sem boðaði til fundarins. Ljósm. Mbl. Kristján. Eftirmáli skólast jóraveitingarinnar í Grindavík: Yf irkennarinn sagði af sér í mótmælaskyni YFIRKENNARI Grunnskólans í Grindavik, Halldór Ingvason, sagði i gær stöðu sinni lausri i mótmæla- skyni við þá ráðstöfun Ragnars Hækkandi fasteigna- verð að undanförnu FASTEIGNASALA á Reykja- vikursvæðinu hefur verið allmikil það sem af er árinu og sögðu fasteignasalar, er Mbl. ræddi við i gær, að hún hefði verið jafnari en oft áður, þótt segja mætti að nokkcar sveiflur kæmu öðru hverju. Þá voru þeir sammála um að fasteignaverð hefði hækkað mjög að undanförnu, en nokkuð hefði hægt á þvi síðustu vikur og stæði það jafnvel kyrrt i bili. Voru nefnd dæmi um, að þriggja her- bergja fbúð i Breiðholtshverfi hefði hækkað um 85% á 11 mánaða timabili og einn fasteignasalanna taldi íbúðaverð á þessu ári hafa hækkað um 1% á viku að meðaltali. — Þetta hefur verið gott ár í meginatriðum það sem af er og þótt við getum ekki búist við neinni síldarvertíð allt árið þá höfum við ekki yfir neinu að kvarta, sagði einn fasteignasalanna. — Ég geri ráð fyrir, að verðbreytingar verði ekki ýkja miklar til áramóta nema menn sjái fyrir einhverjar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, en fasteigna- kaupendur eru á stöðugum flótta undan verðbólgunni, eins og allir þekkja reyndar frá hverju kaupæði sem grípur um sig þegar gengis- lækkun er talin í aðsigi. Fasteignasalarnir voru sammála um, að verðtryggingarákvæði myndu ekki taka gildi hvað varðaði eftir- stöðvar á fasteignaverði, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Menn væru hlynntir því kerfi sem ríkt hefði að undan- förnu og væri venjan nú að lána eftirstöðvar til 4—6 ára með 16— 18% vöxtum. Sögðu þeir, að vextirn- ir hefðu farið nokkuð hækkandi, en töldu ólíklegt að menn myndu semja um greiðslu eftirstöðva með verð- tryggingarákvæðum. Arnalds, menntamálaráðherra, að ráða réttindalausan skólastjóra, Hjálmar Árnason, við skólann og ganga framhjá umsækjanda með full réttindi, Boga Hallgrimssyni, sem gegnt hafði stöðunni undanfar- in ár. Á fundi skólanefndar Grunnskólans í Grindavik i gær var samþykkt að mæla með öðrum kennara við skólann, Gunnlaugi Dan ólafssyni, i yfirkennarastöð- una. Skólanefndarfundurinn var boðaður að frumkvæði námsstjór- ans í Reykjanesi, Helga Jónasson- ar, svo að skólastarf gæti þegar i stað hafizt með eðlilegum hætti. Veiting skólastjórastöðunnar hef- ur vakið mikla gremju meðal Grindvíkinga þar sem yfir 80% atkvæðisbærra íbúa kaupstaðarins höfðu ritað nafn sitt undir áskorun til ráðherra um að veita settum skólastjóra stöðuna áfram. í áskor- uninni var farið lofsamlegum orðum um frammistöðu setts skólastjóra sem unnið hefði starf sitt af kost- gæfni. Þess má geta, að yfirkennar- inn, sem hafði verið settur ásamt fyrrverandi skólastjóra, fékk veit- ingu fyrir embættinu. Eins og fram kemur á miðopnu blaðsins í dag, en einnig er fjallað um málið á blaðsíðu 10, þá þykir Grindvíkingum stjórnmálin hafa ráðið malinu, þar sem menntamála- ráðherra hafi ráðið flokksbróður sinn til starfans án tillits til rétt- inda, en gengið framhjá manni sem gegnt hafði stöðunni um nokkurra ára bil. Þá má geta þess, að á bls. 10 segir Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, að hann hafi mælt með þeim umsækjanda, sem réttindi hafi haft. Þá segir og Valgeir Gestsson, formaður Sam- bands grunnskólakennara, að hann sé undrandi á þessari veitingu, aðeins annar umsækjandinn hafi haft embættisgengi, auk þess sem gengið hafi verið í berhögg við vilja skólanefndar og yfirlýstan vilja kennara skólans. Reykj avíkurborg: Um 12% færri vinnustundir með minnkandi framkvæmdum MEÐ minnkandi framkvæmdum á vegum borgarinnar hefur dag- vinna og yfirvinna á hennar vegum minnkað verulega miðað við s.l. þrjú ár á tímabilinu 1. jan. til 20. sept. og er minnkunin á dagvinnu milli ára 1977 og 1978 Viðræðuniim í Moskvu lýkur væntanlega í dag SAMNINGAVIÐRÆÐURNAR við Sovétmenn, sem nú standa yfir í Moskvu, voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem Svavar Gestsson viðskiptaráðherra gerði samráðherrum sinum grein fyrir gangi mála. Svavar sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að heldur horfði dauflega með undirtektir Rússa um lækkað olíuverð. Hins vegar kvað hann málinu ekki lokið. bá lá ekkert fyrir um fisksölur okkar til Sovétríkjanna í gær. en Svavar kvað fund hafa verið boðaðan um það i nótt. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, hefur viðræðunefnd íslendinga í Moskvu fyrirmæli um það frá stjórnvöldum hér, að náist ekki viðunandi oliuverðslækkun, verði viðræðunum slegið á frest á meðan kannaðir eru allir aðrir möguleikar á olíukaupum. í sambandi við fisksölur okkar til Sovétríkjanna hafa þegar á þessu ári verið fluttar og seldar til Sovétríkjanna 5.900 lestir af flök- um og 4.000 lestir af heilfrystum fiski eða samtals 9.900 lestir. í byrjun maí gerðu fiskseljendur Prodintorg í Moskvu tilboð um 7.000 lesta viðbótarsölu, 5.000 lest- ir af flökum og 2.000 lestir af heilfrystum fiski. Þessu tilboði svöruðu Rússar aldrei og hefur ekki verið unnt að fá þá til þess að kaupa neitt viðbótarmagn. Af þessum sökum tilkynntu sölu- samtökin í júnílok, að allur sá fiskur, sem verkaður yrði fyrir Rússlandsmarkað, yrði á ábyrgð verkendanna sjálfra. Þó mun tölu- vert hafa verið framleitt umfram samninga. Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, sagði í gær að hann byggist við því að unnt yrði að gera opinberlega grein fyrir viðræðun- um í Moskvu þegar í dag. um 12% og milli ára 1978 og 1979 um 11,5% í viðbót, en á þessu tímabili hefur tala starfsmanna borgarinnar verið um 9000. „Þetta er allveruleg lækkun á dagvinnu og yfirvinnu,“ sagði Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri, en hann hefur á þessu ári sent forstöðumönnum borgar- stofnana bréf til þess að hvetja til hagræðingar. Slík bréf sendi Birgir ísleifur Gunnarsson fyrr- verandi borgarstjóri reglulega oft á ári og hélt fundi í sama tilgangi með forstöðumönnum. Egill Skúli sagði, að nú væru borgarstarfsmenn um 4% færri en fyrir þremur árum og kvaðst hann ekki reikna með að unnt yrði að spara fleiri vinnustundir en nú væri um að ræða, því mikill hluti af vinnu hjá borginni, t.d. á sumrin, kallaði á yfirvinnu. „Ég tel hins vegar gott ef við getum haldið í horfinu með fjölgun starfsmanna og vinnustunda og starfsmenn virðast almennt hafa virt þessa ósk,“ sagði Egill Skúli. Dagvinnustundir 1977 voru 2,1 milljón stunda, 1787 þúsund stundir 1978 og 1694 þúsund stundir 1979. Yfirvinnustundir ’77 voru 617 þús. st., 616,7 þús. st. árið 1978 og 553 þús. stundir 1979 og er munurinn mest 11,5%. Starfs- menn borgarinnar 1977 voru 9340, árið 1978 voru þeir 9380 á fyrr- greindu tímabili og 8970 árið 1979. Sautján bátarmeð loðnu Loðnubátarnir hófu aftur að geta athafnað sig i gær- morgun eftir að lægði á miðunum. í gærkvöldi höfðu 17 bátar tilkynnt um afla það sem af var sólarhringn- um og var afli þeirra alls 10.590 tonn. Þessir til- kynntu afla: Albert 600, Seley 410, Gísli Árni 630, Magnús 520, Fífill 600, Jón Finnsson 580, Súlan 780, Keflvíkingur 520, ísleif- ur 430, Arnarnes 600, Guð- mundur 900, Hilmir 540, Sæ- björg 520, Gullberg 600, Bjarni ólafsson 1.130, örn 580, Hrafn 650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.