Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 1
32 SÍÐUR 228. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óeirðir í bæ við Kaspíahaf Baldvin Belgiukonungur og Fabíóla drottning taka á móti forseta íslands. herra Kristjáni Eldjárn. og frú Halldóru Eldjárn konu hans á Brussel-flugvelli í gærmorgun. Sjá frásögn og myndir á bls. 3. Stj órnmálaflokkar bannaðir í Pakistan Teheran, 16. október. Reuter. VINSTRISINNAÐIR skærulið- ar skutu sprengikúlum á bæki- stöðvar lögreglu í hafnarbæn- um Bandar Anzali við Kaspía- haf í dag og blóðugar óeirðir geisuðu í bænum annan daginn i röð, að sögn íranska ríkis- útvarpsins. Útvarpið sagði, að árásar- mennirnir hefðu lagt eld að byggingunni, þar sem byltingar- verðir úr bænum höfðu leitað hælis vegna óeirðanna, og ekki er vitað um afdrif þeirra. Aður hafði verið tilkynnt að allt að 10 manns hefðu beðið bana og 50 særzt í átökum bæjarmanna og varðliða í Bandar Anzali og nágrannabænum Rasht. Sjónvarpið sagði, að sjö manns hefðu beðið bana og 13 særzt í óeirðum í allan dag í Bandar Anzali. Útvarpið sagði, að síðustu átökin hefðu hafizt þegar fiski- menn sem höfðu efnt til mót- mæla gegn takmörkunum á styrjuveiði í Kaspíahafi hefðu ráðizt á fulltrúa friðarnefndar ríkisstjórnarinnar. Nefndin Flugrán Valetta, 16. október. Reuter. ÞRÍR ungir Arabar rændu líbýskri flugvél með 40 farþegum i innanlandsflugi i dag og neyddu flugstjórann til að fijúga til Möltu þar sem þeir gáfust upp eftir lendingu. Flugvélarræningjarnir sam- þykktu að gefast upp eftir samn- ingaviðræður við Dom Mintoff forsætisráðherra sem kom út á flugvöll. Flugvélin var af gerðinni Fokk- er Friendship og fékk að lenda þar sem hún var að verða benzínlaus. Fyrst í stað var ekki vitað um ástæður flugvélarránsins eða hverjir voru að verki. Farþegarnir voru fluttir í flug- vallarhótelið. I komst undan, en mannfjöldi réðst með stuðningi skæruliða á aðalstöðvar byltingarvarðliðsins I í Bandar Anzali. Hua rœoir við Giscard París, 16. október. Reuter. HUA Kuo-feng formaður ræddi í dag heimsmálin við Valery Giscard d’Estaing forseta og fullvissaði hann um, að Kinverj- ar mundu auka viðskipti sín og samvinnu við Frakka. Giscard d’Estaing forseti sagði í veizlu í gærkvöldi, að Frakkar væru reiðubúnir að bjóða Kínverjum fullkomna tækni til áætlana þeirra um nútímabreyt- ingar í efnahags- og atvinnumál- um. Hua, sem er á þriggja vikna ferð í Vestur-Evrópu til að afla Kína vina og auka viðskipti, sagði í boði í dag, að hann væri því sammála að víðsýni borgaði sig í eflingu samskipta Frakka og Kínverja. Formaðurinn sagði Raymond Barre forsætisráðherra í hófinu að samskiptin við Frakka væru framarlega í forgangsröð utan- ríkisstefnu Kínverja. Barre tók þátt í samningum um drög að samkomulagi um samvinnu land- anna í efnahagsmálum, vísindum og tækni þegar hann heimsótti Peking í fyrra. Islamabad, 16. október. Reuter. ZIA-UL-HAQ forseti bannaði í dag alla stjórnmálaflokka í Pak- istan og frestaði kosningum, sem áttu að fara fram 17. nóvember, um óákveðinn tíma. Hann skýrði einnig frá þvi i útvarpsávarpi, að hann hefði bannað verkföll og vinnustöðvan- ir og komið á ritskoðun blaða og tilkynnti að herlögum yrði harð- ar framfylgt en áður. Herlið var flutt inn á nokkur svæði í Kar- achi, þar á meðal iþróttaleik- vanginn. Ráðstafanir Zia forseta fylgja í kjölfar mótmæla stjórnmála- flokka gegn reglum hans um fyrstu almennu þingkosningarnar síðan herinn tók völdin. Hann sagði að herlögum yrði nú fram- fylgt sem „raunverulegum herlög- um“ og að islamskar meginreglur yrðu meira í heiðri hafðar en áður Aðeins einum mikilvægum stjórnmálaflokki, Pakistanska þjóðarbandalaginu (PNA), var leyft að taka þátt í kosningunum sem var frestað í dag og hann neitaði að tilnefna frambjóðendur. Sú regla um kosningarnar sem hefur vakið mest uppnám í stjórn- málaflokkunum skyldar þá til að skrá sig hjá yfirkjörstjórn. Zia hershöfðingi felldi niður þessa reglu fyrir einni viku til þess að PNA tæki þátt í kosning- unum, en flokkurinn neitaði samt að tilnefna frambjóðendur. Peking. 16. október. AP. KUNNASTI andófsmaður Kína af yngri kynslóðinni, Wej Jingsheng, ritstjóri timaritsins „Rannsóknir“, var i dag dæmdur i 15 ára fangelsi íyrir að bjóða útlendingi leyndar- mál um strið Kinverja og Víet- nama. Réttarhöldin gegn ritstjóranum eru hin fyrstu sem fara fram opinberlega gegn ungu andófsfólki, sem var handtekið í vor þegar skorin var upp herör gegn gagnrýni á ríkisstjórnina og kommúnistaflokk- inn. Um 700 áhorfendur fylgdust með réttarhöldunum sem stóðu í allan dag. Dómurinn úrskurðaði að þegar Wei hefði afplánað dóm sinn skyldi hann sviptur stjórnmálaréttindum í þrjú ár. Wei var handtekinn 19. marz og hefur verið i haldi síðan án þess að réttarhöld hafi farið fram og án þess að ákærurnar gegn honum hafi verið birtar. * Kínverska fréttastofan sagði að á tímabilinu desember 1978 til marz 1979 hefði Wei samið margar aftur- haldsgreinar þar sem hann hefði hvatt til þess að alræði öreiganna og sósíalistakerfinu yrði steypt. Nokkrum flokkum hefur verið meinað að taka þátt í kosningun- um, þar á meðal PPP, flokki Zulfikar Ali Bhuttos fyrrverandi forsætisráðherra sem Zia hers- höfðingi steypti af stóli í júlí 1977 og var tekinn af lífi fyrr á þessu ári. Að undanförnu hafa verið uppi bollaleggingar um að Zia stæði ekki við loforð sitt um kosningar þar sem hann óttist að dóttir Bhuttos mundi sigra í þeim vegna samúðar með föður hennar. Útlendingurinn sem Wei var sak- aður um að útvega upplýsingar var ekki nafngreindur. Brezhnev veikur? Moskvu. 16. október. AP. LEONID Brezhnev forseti sleppti tveimur fundum og veizlu með sýrlenzka forsetanum Haíez Assad í gær og í dag og sýrlenzkir heimildarmenn sögðu i dag, að þeim hefði verið tjáð að Brezhnev væri veikur. Vestrænir stjórnarfulltrúar velta einnig fyrir sér hvort Brezhnev hafi verið með „diplómatískt kvef“ svo að hann þyrfti ekki að svara þegar í stað kröfu sem sagt er að Assad hafi sett fram um fleiri sovézk hergögn. Jafnframt er haft eftir heimildum í Briissel að leiðtogum NATO-land- anna berist nú bréf frá Brezhnev þar sem hann veki athygli á ræðu sinni í Austur-Berlín þegar hann boðaði brottflutning 20.000 hermanna og 1.000 skriðdreka frá Austur-Þýzka- landi. Uppreisn bæld niður í afghanska hernum Kabul, 16. október. Reuter. AFGHANSKT herlið hefur bælt niður uppreisn i hernum gegn mánaðargamalli ríkisstjórn Hafizullah Amins og tekið sex uppreisn- arleiðtoga til fanga að sögn útvarpsins i Kabul i dag. Tilkynningin var lesin eftir rúmlega sólarhrings bardaga umhverf- is herskála sjöunda vélvædda herfylkisins í Rishkoor, suðvestur af höfuðborginni. Þar hófust harðir bardagar á sunnudag og beitt var vopnuðum þyrlum og sprengjuflugvélum. Skriðdrekar voru sendir frá Kabul til að brjóta uppreisnina á bak aftur. Bardagarnir héldu áfram í allan gærdag og sprengjuflugvélum og stórskotaliði var óspart beitt gegn herskálunum. Þetta er fjórða og alvarlegasta hermannauppreisnin á þessu ári gegn Kabul-stjórninni sem Rússar styðja. Þegar stjórnarhermenn höfðu bælt niður uppreisnina virðast þeir hafa orðið fyrir skothríð frá múhameðskum skæruliðum sem eru andvígir kommúnisma og ráða yfir vígjum í hæðunum umhverfis Rishkoor. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um hefur Watanjar ofursti, náinn aðstoðarmaður Noor Mohammed Tarakis fyrrverandi forseta sem Amin steypti af stóli 14, septem- ber, gengið í lið með uppreisnar- mönnum í hernum. Útvarpið sagði, að stjórnar- hermenn hefðu fundið skjöl, sem sýndu að uppreisnarmenn stæðu í sambandi við „erlend afturhalds- og árásaröfl", og kvað uppreisn- arleiðtogana vera aðallega úr hægriöfgaflokknum Sitam-E-Mili. Andófsmaður í Kína dæmdur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.