Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 Ljósmynd Stefán Petersen. Úr hófinu til heiðurs Maríu Magnúsdóttur, ljósmóður. F.v. Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri, Þorbjörn Árnason, forseti bæjarstjórnar, og heiðursgesturinn María „ljósa“ Magnúsdóttir Sauðárkrókur: Heiðruð fyrir 43ára farsælt ljósmóðurstarf Sauðárkróki, 15. okt. 79. S.L. föstudagskvöld var haldið á Sauðárkróki veglegt samsæti til heiðurs Maríu Magnúsdóttur ljósmóður, sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir eftir 43 ára farsæl ljósmóðurstörf hér. Það var bæjarstjórn Sauð- árkróks og stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga sem stóðu fyrir þessu hófi, sem var mjög fjöl- sótt. Komu þar glögglega fram þær einstöku vinsældir, sem María hefur alla tíð notið meðal Sauðárkróksbúa. Jóhann Sal- berg Guðmundsson, sýslumaður, stjórnaði hófinu. Hann rakti helstu æviþætti Maríu og gat þess meðal annars, að hún hefði tekið á móti á milli 2 og 3 þúsund börnum á starfsferli sínum. Þorbjörn Árnason forseti bæj- María Magnús- dóttir lœtur nú afstörfum fyrir aldurssakir arstjórnar Sauðárkróks færði Maríu þakkir bæjarstjórnar og bæjarbúa fyrir mikil og afburða vel unnin störf í þeirra þágu og árnaði henni heilla í nýjum heimkynnum, en hún flyst héðan innan tíðar. Þá töluðu einnig Ólafur Sveinsson, yfirlæknir, og Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir, og fóru miklum viðurkenningarorð- um um störf Maríu. Hólmfríður Jónasdóttir flutti kveðjur og þakkir Kvenfélags Sauðárkróks. Stutt ávörp fluttu Fjóla Þor- leifsdóttir, ljósmóðir, Jóhanna Jónsdóttir, húsmóðir, og Stefán Pedersen, Ijósmyndari Jón Þór Sverrisson læknir stjórnaði fjöldasöng. Að lokum þakkaði heiðurs- gesturinn fyrir sig og mæltist vel og skörulega, eins og hennar var von og vísa. I hófinu voru Maríu færðar gjafir frá bæjarstjórn og stjórn Sjúkrahússins, Kvenfélagi Sauð- árkróks og starfsmannafélagi Sjúkrahú3sins. Sem fyrr segir er María á förum héðan. Fullvíst er, að henni fylgja góðar óskir þorra bæjarbúa, sem þakka henni frábær störf, trúmennsku og dugnað. Kári. Undirbúa prófkjör í flestum kjördæmum Á dagskrá stjórnmála- flokkanna um þessar mundir eru umræður um prófkjör og skoðanakann- Sautján árekstrar ALLMARGIR árekstrar urðu í Reykjavík í gær og í einu tilviki varð um slys að ræða. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar urðu árekstrar 17 og eftir árekstur á mótum Gufu- nesvegar og Vesturlands- vegar varð að flytja mann á slysadeild. anir vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga nú fyrir áramótin. Mbl. leitaði eftir stöðu þeirra mála á skrifstofum flokkanna í gær. Sjálfstæðiflokkurinn hefur þeg- ar ákveðið prófkjör í Reykjavík svo sem Mbl. hefur skýrt frá og verður það 27. og 28. október n.k. Einnig hefur verið ákveðið próf- kjör í Vestfjarðakjördæmi og það auglýst, en kjördæmisráðsfundur n.k. laugardag mun hins vegar ákveða endanlega um prófkjörið. Á fundi í Reykjaneskjördæmi í gærkvöldi var samþykkt með 65 atkvæðum gegn 41 að hafa próf- kjör og voru 5 seðlar auðir. Dagurinn hefur ekki verið ákveð- inn. Ekki hefur verið ákveðið frekar með prófkjör, en fundir fyrirhug- aðir nú í vikunni í flestum kjör- dæmum. Á skrifstofu Framsóknarflokks- ins fengust þær upplýsingar að áður en vitað var um þingkosn- ingar svo skjótt, hefði verið ákveð- ið prófkjör í Reykjaneskjördæmi eða skoðanakönnun og hugmynd hefði einnig verið um prófkjör á Vestfjörðum, en ekki var vitað hvort það stæði enn þar sem frestur væri skammur. Ekki lá fyrir hvort hugmyndir væru um prófkjör eða skoðanakannanir í öðrum kjördæmum, en talið að það gæti orðið um eða strax eftir næstu helgi. Hjá Álþýðubandalaginu var upplýst að til skoðunar væri hvort farið yrði út í prófkjör í öllum kjördæmum, en ekki vitað neitt með vissu fyrr en um helgina. Alþýðuflokkurinn gerir ráð fyrir að prófkjör fari fram í öllum kjördæmum og er nú að undirbúa þau, en þó er ekki enn hægt að segja til um hvort tekst að koma því við í Austfjarðakjördæmi vegna framboðsfrests, en mögu- iegt er að hann verði styttur. S jálfstæðisflokkurinn: Akveðið prófkjör í Reykjaneskjördæmi Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi í gærkvöldi var samþykkt að fram skuli fara prófkjör í kjördæminu. Fylgjandi því voru 65 fundarmenn og 41 á móti, en 5 seðlar voru auðir. Fer prófkjörið fram dagana 27. og 28. október og er framboðsfrestur til sunnu- dags 21. október kl. 12. Skal skila framboðum til formanns kjör- dæmisráðs Ellerts Eiríkssonar Langholti 5 i Keflavik. Prófk jör í V est- fjarðakjördæmi KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi hefur samþykkt að prófkjör skuli fara fram í kjördæminu, að því er skrifstofa Sjálfstæðisflokksins tjáði Mbl. í gær. Kjördæmisráðs- fundur er ráðgerður á laugardag- inn og mun hann skera endanlega úr um prófkjörið, en talið er víst að það muni samþykkt og hefur þegar verið hafinn undirbúningur þess. Fyrsta síldin til Reyðarfjarðar í gær Reyðarfirði, 16. október. KLUKKAN átta í morgun sigldi Gunnar SU 139 inn með fyrstu síldina sem hingað kemur. Báturinn var með 43 tonn af síld og úr því komu 320 uppsalt- aðar tunnur. Síldin var mjög góð. Nú er verið að skipa út 500 tonnum af mjöli í Múlafoss og er það fyrsti mjölfarmurinn sem héðan fer á þessari loðnuvertíð og fer það til Finnlands. Búið er að taka á móti 10.700 tonnum af loðnu. Seley frá Eskifirði landaði hér rúmum 400 tonnum í dag og er allt fullt hér nú sem stendur en rými losnar um miðnættið og er von á báti í nótt með loðnu. Hér á Reyðarfirði er mikil atvinna. Slátrun hjá KHB gengur mjög vel, 62 starfa við sláturhúsið og meðalþungi dilka er í ár 1—1,4 kg minni en í fyrra. Gréta Sýningin íslensk 1944—79 opnuð í Bandaríkjunum SÝNINGIN íslensk list 1944- 1979 var opnuð 12. september s.l. i Minnesota Museum of Art i St. Paul. Sendiherra Bandaríkjanna, Richard A. Ericson jr„ opnaði sýninguna með ræðu og rakti tildrög hennar. f sambandi við sýninguna var gerður sérstakur sjónvarpsþáttur og viðtölum við forstöðumann Listasafns íslands var útvarpað um öll Bandarikin. Af opinberri hálfu hefur ekki verið efnt til yfirlitssýningar á íslenskri myndlist í Bandaríkjun- um síðan 1965 er haldin var slík sýning í Colby College í Maine. Frá opnun sýningarinnar i Minnesota Museum of Art. Ámi Gunnarsson: Ákveðinn í að taka þátt í prófkjöri „JÁ, ÉG er harðákveðinn i að gefa kost á mér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra,“ sagði Árni Gunnarsson alþingismaður i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins i gær er hann var spurður hvort hann hygði á framboð í prófkjöri. Árni kvað hins vegar ekki enn ákveðið hvort hann byði sig fram í fyrsta eða annað sætið, eða bæði í fyrsta og annað, það ákvæði hann eftir því hvernig hann mæti stöð- una er þar að kæmi. I Morgunblaðinu í gær var greint frá því, að Bragi Sigur- jónsson myndi gefa kost á sér til 1. sætis í prófkjörinu í kjördæminu og Jón Ármann Héðinsson til 1. og 2. sætis. Háskólafyrírlestur um hljóðfræði í dag HENDRIK Kylstra, prófessor í hljóðfræði við háskólann í Bris- bane í Ástralíu, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands fimmtudaginn 18. október 1979 kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Voice sandhi in Dutch — its implicat- ions for phonological theory" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.