Morgunblaðið - 17.10.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
13
íslendingurinn Breki
dæmdur bezti hundurinn
-áfjölsóttri
hundasýn-
ingu í Mos-
fellssveit
Guðrún Guðjohnsen, sem sœti á í sýningarnefnd, afhenti verðlaun fyrir bezta árangur í ræktun, en
þau hlaut Golden-Retrivertikin Heba, lengst til vinstri, og flokkur afkvæma hennar. Ljósm. Mbi. f.p.
„ÍSLENDINGURINN“ Breki
var dæmdur bezti hundur sýn-
ingarinnar á hundasýningu
Ilundaræktarfélags íslands að
Varmá í Mosfellssveit á sunnu-
daginn. Næstbeztur var Labra-
dortíkin Perla. Golden Retri-
ver-tíkin Heba og afkvæmi
hennar fengu verðlaun fyrir
bezta árangur í ræktun og
bezta tík með afkvæmi var valin
islenzka tíkin Perla. Fimm
hundar fengu islenzkan meist-
aratitil og fjórir varatitil sem
meistarar.
Sýningin fór þannig fram, að
dæmt var sérstaklega í flokkum
hvolpa, tíka, hunda og öldunga í
hverri tegund. Síðan var dæmt
um bezta hund tegundarinnar og
í lok sýningarinnar komu fram
sigurvegarar allra tegundanna
og kepptu innbyrðis um titilinn
„bezti hundur sýningarinnar."
Islenzkan meistaratitil hlutu:
íslenzka tíkin Perla, eigandi
Elín Þorsteinsdóttir, íslenzki
hundurinn Breki, eigandi Kári
Sigurbergsson, Labradortíkin
Perla, eigandi Hallgrímur Jón-
asson, Golden-Retriverhundur-
inn Sunnudals-Baldur, eigandi
Áslaug Þórhallsdóttir og Gold-
en-Retrivertíkin Sunnudals-
Sara, eigandi Eygló Magnúsdótt-
ir og Jón Gunnarsson. Varatitil
hlutu: íslenzka tíkin Polly, eig-
andi Svala Hauksdóttir, íslenzki
hundurinn Kátur, eigandi Guð-
jón Stefánsson, Labradortíkin
Bella, eigandi Stefán Gunnars-
son og Golden-Retrivertíkin
Björtperla, eigandi Einar
Sindrason.
Sigurvegarar í hverri tegund
voru: íslenzki fjárhundurinn:
Breki, eigandi Kári Sigurbergs-
son; Labrador: Perla, eigandi
Hallgrímur Jónasson;
Golden-Retriver: Sunnudals-
Baldur, eigandi Áslaug Þórhalls-
dóttir; írskur setter: Snúra, eig-
andi Karl Friðrik Kristjánsson;
Poodle: Bossi, eigandi Vil-
helmína Vilhelmsdóttir; Collie:
Gladers Urban Eddie, eigandi
Steinunn Paulsdóttir; Yorkshire
Terrier: Gússý, eigandi Emilía
Sigursteinsdóttir; Papillion: Sil-
verlasse, eigandi Sigurjón Jóns-
son; Maltese: Mjöll, eigandi Guð-
Bezti hundurinn — Breki, með hreyknum umsjónarmanni sinum á
sýningunni, Kristjáni Kárasyni, sem er sonur eiganda Breka, Kára
Sigurbergssonar.
„Er ég ekki fín,“ gæti Maltese-
tikin Mjöll verið að segja og
áreiðanlega eru allir sammála
þvi.
rún Lárusdóttir; Pekingese:
Trína, eigandi Halldóra Guð-
mundsdóttir og Jónas Guðvarð-
arson.
Flokkar íslenzku hundanna og
labradoranna voru langstærstir
á sýningunni, en alls mættu til
keppni á annað hundrað hundar.
Fjölmenni áhorfenda var á sýn-
ingunni. íslenzka tíkin Tína
sýndi listir sínar milli dómatriða
undir stjórn eiganda síns Sigur-
björns Bárðarsonar og Labra-
dorhundurinn Vífils Neró sýndi
stökkæfingar og sótti ímyndaða
veiðibráð fyrir eiganda sinn,
Ásgeir Einarsson.
Dómari á sýningunni var
brezkur veiðihundasérfræðing-
ur, Ernest Froggatt. í viðtali við
blm. Mbl. sagði hann að þetta
væri í fyrsta sinn sem hann
kæmist í kynni við íslenzka
hundinn. „Þetta eru mjög góðir
hundar að mínu mati og sér-
staklega fallegir. Sigurvegari
sýningarinnar, Breki, er til að
mynda úrvalshundur og með
þeim fallegri sem ég hef séð.
Þetta er hundategund, sem ykk-
ur ber að varðveita." Froggatt
sagði einnig, að miðað við hversu
Hundaræktarfélagið væri ungt
að árum væri árangurinn ekki
slæmur. Hann lýsti furðu sinni á
afstöðu íslenzkra yfirvalda til
hundahalds og sagði: „Mér skilst
að ykkur sé heimilt að eiga
mótorhjól í höfuðborginni en
ekki hunda. Ég er viss um, að
hávaðamengun og óþrif eru ekki
minni af þeim farartækjum en
hundum. Það er eitthvað bogið
við þetta. Auðvitað eiga að vera
strangar reglur um hundahald,
en allt eftirlit hlýtur að vera
erfitt með hundum, sem ekki
hafa heimild til að vera til og
þessar öfugsnúnu reglur bjóða
að mínu áliti heim þeim hættum,
sem mér skilst að verið sé að
reyna að koma í veg fyrir.
Froggatt sagði einnig, að hér-
lendis væri að finna marga góða
hunda og sagði það sína sögu, að
hann hefði dæmt fimm hunda
meistaratitli á sýningunni og
fjóra varameistaratitli, en til að
hljóta slíkan titil þarf að hans
sögn mikið til.
Hundaræktarfélag íslands er
10 ára um þessar mundir. Að
sögn forráðamanna þess er
fyrirhugað að slíkar sýningar
verði haldnar reglulega í fram-
tíðinni.
Irar eru svín
Chicago. 16. okt. Reuter.
DÁLKAHÖFUNDUR bandaríska
stórblaðsins Sun-Times í Chicago
skrifaði í dag að í ferð Margrétar
Bretaprinsessu til Bandaríkjanna
hefði hún kallað íra svín. Prins-
essan sat til borðs með Jane
Byrne, borgarstýru Chicago, í
mikilli veizlu þegar talið barst að
morði Mountbattens jarls. Þá á
Margrét prinsessa að hafa sagt:
„írar. Þeir eru svín.“ Og síðan,
þegar hún áttaði sig: „Ó, ó — þú
ert írsk.“ Sagan segir að borgar-
stýran hafi yfirgefið samkvæmið
við fyrsta tækifæri.
Carter
hreinsaður
Washington. 16. október. Reuter. AP.
JIMMY Carter, forseti Banda-
ríkjanna. og bróðir hans, Billy
Carter, voru í dag heinsaðir af
áburði um fjármálamisferli við
hnetufyrirtæki sitt í Georgíu.
Eftir sjö mánaða samstarf rann-
sóknarnefndar þótti ekki ástæða
til málssóknar. Forsetinn bar
vitni fyrir nefndinni. Vitnisburð-
ur hans var trúnaðarmál.
275 slösuðust
í járnbrautar-
slysi
Filadolfíu. 1G. október. — AP. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 275 manns
siösuðust í járnbrautarslysi í Fíla-
delfíu í dag. Þrjár lestir voru í
slysinu. Fjarstýrð lest lenti á
kyrrstæðri lest og ruddi henni
áfram á þriðju lestina. Orsakir
slyssins voru ekki ljósar. Fjórir
bílar urðu fyrir lestarvögnum.
Rækjustríð
Breta og
Frakka
París. 16. ágúst. Reuter.
BREZKT varðskip tók í dag
franskan togara að veiðum innan
brezkrar landhelgi. Franski sam-
göngumálaráðherrann kallaði
brezka sendiherrann í París á
sinn fund og mótmælti töku
togarans. Þjóðirnar eiga í deilu
um rétt Breta til að loka rækju-
miðum í Norðursjó þar eð þau
eru bæði meðlimir EBE. Frakkar
hafa mótmælt sektum. sem
franskir togarar hafa verið látn-
ir greiða. en jafnframt skuld-
bundið sig til að tryggja útgerð-
ina fyrir fjársektum. Deila Breta
og Frakka gengur undir nafninu
..rækjustríðið". en miðin sem
Bretar lokuðu eru hefðbundin
rækjumið franskra togara.
Leiðtogar
framvarða-
ríkjanna þinga
Dar Es Salaam. 16. október.
Reuter. AP.
LEIÐTOGAR framvarðaríkjanna
svonefndu halda á morgun fund til
að ræða stöðuna í stjórnlagavið-
ræðunum í Lundúnum. Julius
Nyerere, forseti Tanzaníu, sagði
að sú snurða sem nú væri hlaupin
á þráðinn, stafaði af misskilningi
á bótum til hvítra landeigenda í
Zimbabwe-Ródesíu. Þeir Joshua
Nkomo og Robert Mugabe, leiðtog-
ar skæruliða, ákváðu í dag að taka
áfram þátt í stjórnlagaviðræðun-
um. Skæruliðar hafa sett sig á
móti því að greiða hvítum landeig-
endum bætur fyrir eignarnám á
landi. Carrington, lávarður, bauð
aðstoð Breta við að greiða landeig-
endum bætur en þeir höfnuðu því.
Litið er á fund leiðtoga
framvarðaríkjanna sem tilraun
þeirra til að fá skæruliða til að
fallast á tillögur Breta.
■ ■■ 1
ERLENT
HAFSKIP H.F.
HOLLAND
Enn ný þjónusta Hafskip h/f viö innflytjendur
og útflytjendur.
Höfum nú hafiö reglulegar siglingar meö
„bretta — gáma — ro/ro“ skipi til
Rotterdam
Lestum annan hvern fimmtudag, næstu
lestunardagar eru:
„Borre“ 18. október
„Borre“ 1. nóvember
„Borre“ 15. nóvember
„Borre“ 29. nóvember
Umboösmaöur er:
Pakship BV,
van Weerdenpoelmanweg 25—31
Telephone: 302911/ Telex: 28564.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hafskips h/f.
Sími: 21160
Telex: 2034