Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 14

Morgunblaðið - 17.10.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 Jón G. Sólnes, alþm. í ræðu á Alþingi: Á inni fé vegna nota á einkabifreið og ríkisreikningar bera með sér að ráðgert var að þeir yrðu greiddir JÓN G. Sólnes alþingismaður kvaddi sér hljóðs á fundi Sameinaðs Alþingis í gær. og kvaðst vilja svara því er Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra hafði sagt við útvarpsumræður frá Alþingi fyrr um daginn. Dómsmálaráðherra hafði sagt, að hann vildi segja þingheimi það, að þær umræður er orðið hefðu um fjárreiður Kröflunefndar i fjölmiðlum síðustu daga væru alvarlegs eðlis, og tengdust Alþingi. Þær ætti að rannsaka, og þær yrðu rannsakaðar. Jón Sólnes sagði að hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði látið sig hafa það að ráðast á sig á hinu háa Alþingi, rétt eftir að hann hefði tekið við embætti. „Ég vil skýra frá því hér,“ sagði Jón, „að mér hafði fyrir nokkru verið skýrt frá því, að . alvarlegar athugasemdir væru á ferðinni af hendi yfirskoðunar- manna ríkisreikninga vegna samskipta minna við Kröflu- nefnd. En þar sem aðstæður mínar voru þannig að ég þurfti að fara til útlanda hinn 9. þessa mánaðar á ráðstefnu er ég gat illa hætt við, þá bað ég um tækifæri til að ræða þessi mál við yfirskoðunarmennina, þann- ig að ég gæti fengið að skýra mál mitt í sambandi við þessar athugasemdir. Er ég fór af landi brott þann 10. þessa mánaðar taldi ég mig hafa loforð um viðtal við þá eftir heimkomu mína, eða nánar tiltekið þriðju- dag eða miðvikudag nú í þessari viku. Ég vil taka það fram að það var ég sem varð að biðja um þetta viðtal, sem sakborningi eða aðila að. væntanlegum at- hugasemdum, og var mér enginn kostur gefinn á að túlka mál mitt að fyrra bragði fyrir þess- um háttvirtu yfirskoðunar- mönnum. Ég vildi hafa þennan hátt á vegna þess að ég vildi hafa tækifæri til að ræða við þessa aðila, svo ég gæti sjálfur gefið út yfirlýsingu um málið. Ég var því grandalaus þegar ég fór þessa ferð, en þegar ég kom heim á heimili mitt síðdegis síðastliðinn laugardag, þá bíður mín bréf frá yfirskoðunar- mönnum, dagsett 12. október, ritað sama dag og í prentun fer í fjölmiðlum innihald þeirra at- hugasemda sem þarna voru gerðar, í veigamiklum atriðum." Síðan kvaðst þingmaðurinn vilja lesa bréfið upp, þar sem mál þetta hefði mikið verið í umtali manna á meðal. Bréfið hljóðaði svo: „Hr. Jón G. Sólnes alþingismaður, Alþingi. Við höfum í dag sent forseta Sameinaðs Alþingis bréf um viðskipti yðar við Alþingi og Kröflunefnd. Yður er hér með sent ljósrit af því. Reykjavík, 12. október 1979. Y firskoðunar menn rikisreiknings, virðingarfyllst, Bjarni P. Magnússon, Halldór Blöndal, Baldur Óskarsson.“ Síðan las Jón G. Sólnes ljósrit af bréfi því er sent hafði verið forseta Sameinaðs Alþingis: „Reykjavík, 12. október 1979. Hr. forseti Sameinaðs Alþing- is. Við endurskoðun ríkisreikn- inga fyrir árið 1978 hefur eftir- farandi komið í ljós varðandi Jón G. Sólnes alþingismann: Kröflunefnd (Kröfluvirkjun) hefur greitt einkasíma hans, 96-11255 (96-24255), frá júlí 1978 (að nær fullu síðan á árinu 1976) sem hér segir: Kröflunefnd — Kröfluvirkjun, greiðslur símreiknings af heimasíma Jóns G. Sólness 96-11255 (96-24255) frá júlí 1978. 1976 samtals 139.330 krónur (ég les ekki sund- urliðunina). 1977 samtals 522.241 króna. 1978 samtals 412.161 króna. Ekki lá fyrir heimild frá iðnaðarráðuneytinu til greiðslu á einkasíma Jóns G. Sólness. Athugasemdum ríkisendur- skoðenda 25. ágúst 1978 svaraði Jón G. Sólnes svo hinn 3. nóv- ember 1978: „Viðvíkjandi sima- kostnaði, þá er það rétt að ég hef látið Kröflunefnd greiða mestan hluta kostnaðarins hér á Akur- eyri, en þó ekki allan. Hefur mér verið tjáð, að slíkt sé ekki óalgengt um þá forstöðu- menn ríkisstofnana sem vel á að gera við. Mér skildist, þegar ég tók að mér þetta starf, sem átti þó að vera til miklu skemmri tíma en orðið er af minni hálfu, að ég ætti að skoða mig í hópi slíkra. Kannski hefur það verið misskilningur." Hinn 29. september 1979 end- urgreiddi Jón G. Sólnes síma- reikninga vegna 1978, og 8. október 1979 vegna 1976 og 1976. Vextir voru ekki greiddir. Við samanburð reikninga Al- þingis hefur komið í Ijós, að Jón G. Sólnes krafðist greiðslu á símareikningum vegna 96-11255 (96-24255) hjá Alþingi með því að leggja fram ljósrit af síma- reikningum sem hér segir: Vegna 1978 voru allir reikn- ingarnir innheimtir hjá Alþingi að frádregnu afnotagjaldi. Vegna 1977 hafa tveir reikn- ingar verið innheimtir hjá Al- þingi, að upphæð 103.339 kr., og 75.729 kr., að frádregnu afnota- gjaldi, kr. 97.997 og krónum 71.279. 1976 hefur þessi háttur verið hafður á varðandi fjóra reikn- inga, kr. 76.201 að frádregnu afnotagjaldi kr. 72.891, kr. 11.310, kr. 4.106 og kr. 9.268. Fullnaðarsamanburði varð- andi árin 1977 og 1976 er enn ekki lokið. Símakostnaður vegna einka- síma Jóns G. Sólness í Reykjavík 18512 hefur verið greiddur af Alþingi. Jón G. Sólnes alþingismaður hefur óskað eftir viðtali við yfirskoðunarmenn vegna máls þessa, og hefur veríð orðið við því á þriðjudag eða miðvikudag næstkomandi, en hann hefur ekki haft svigrúm til að hitta okkur fyrr. Við höfum í dag falið ríkisend- urskoðanda að gefa okkur skýrslu um mál þetta og tilkynnt það skrifstofustjóra Alþingis. Yfirskoðunarmenn telja að mál þetta sé þess eðlis að hún hljóti að gera yður grein fyrir því þegar í stað, þótt aðrar athuga- semdir af okkar hálfu bíði fram- lagningar ríkisreikninga fyrir árið 1978. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga. Ljósrit sent fjármálaráðherra og rikisendurskoðun.“ Eftir að þingmaðurinn hafði lesið bréfin sagði hann: „I sam- bandi við þetta hefur mér líka verið skýrt frá, að svo alvarlega hafi verið litið á þetta af hálfu ríkisskoðunarmanna, að uppi hafi verið óskir um það að skrifa saksóknara ríkisins vegna máls- ins. Ég vil benda á að þetta mun vera einsdæmi í meðferð athuga- semda af þessu tagi. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um slík atriði, og þá er það venja að sendar hafa verið fyrirspurnir og gerðar athugasemdir og menn hafa fengið tækifæri til að skýra sín sjónarmið. Mér var aldrei gefið neitt tækifæri til slíks, og ég verð því að segja að ég skil ekki almenni- lega þetta orðalag í bréfi hátt- virtra skoðunarmanna, þar sem segir: „En hann hefur ekki haft svigrúm til að hitta okkur." ar tilraunir til að fá þessa reikninga greidda hafði mér ekki tekist það. En hins vegar báru athugasemdir rikisendurskoðun- ar það með sér, að gert var ráð fyrir því að til uppgjörs á þessari kröfu kæmi. Því var það að ég taldi eftir atvikum, að þarna væri örugglega séð fyrir því, að þarna hallaðist ekki á fjármála- lega þannig að Kröflunefnd sem slík yrði fyrir fjárskaða vegna þessara ráðstafana. Með þessum sjónarmiðum, sem ég hef nú verið að lýsa, skal ég fúslega viðurkenna, að ég hef dottað á verðinum gagnvart þeim aðilum sem allt vilja leggja út á versta veg. í því efni hef ég ekki við neinn að sakast nema mig sjálfan. Eg vil í sambandi við þær Jón Sólnes alþingis- ínaður. Vilmundur Gyifason dómsmálaráðherra. m Albert Guðmundsson alþingismaður. Einhvern veginn er mín réttlæt- istilfinning þannig vaxin, að í svo alvarlegu máli eins og þessu hefði ekki verið úr vegi að gefa manni sem sæta á slíkum að- finnslum, tækifæri til að skýra sína hlið málsins. í sambandi við þessi mál vil ég nú skýra frá því, að ég taldi rétt að Alþingi greiddi þann síma- kostnað sem Alþingi bæri að greiða mér sem þingmanni. Því notaði ég nauðsynleg fylgiskjöl til þeirra hluta. Þau voru sum ljósrituð. Ég taldi þetta ekki óeðlilegan máta. Hins vegar, eins og kemur fram í þessu bréfi, þar sem ég læt í ljósi óskir um það að ráðuneytið sjái sér fært að greiða einkasímareikninga mína, og samþykki hefði fengist fyrir slíku, þá myndi ég að sjálfsögðu hafa endurgreitt slíkar upphæðir til Alþingis. En eins og komið hefur á daginn, að úrskurður hefur ekki fengist enn fyrir heimild til þessara greiðslna, þá vil ég benda á, hvort það hefðu ekki þótt ein- kennilegar aðfarir, að eftir að manni hafði verið synjað um þennan úrskurð, að maður hefði þá komið með þriggja, fjögurra ára reikninga á skrifstofu Al- þingis. Engum er ljósara en mér, að við þessa meðferð málsins og við þessar tillögur myndaðist að sjálfsögðu skuld hjá undirrituð- um og mér hefur alltaf verið ljós sú staða. En í því sambandi þykir mér hlýða að geta þess, sem reyndar hefur komið fram, að ég hafði með bréfi dagsettu 18. marz 1978 sent iðnaðarráðu- neytinu reikninga vegna notkun- ar á einkabifreið, sundurliðaða reikninga, fyrir árin 1975 til ársloka 1977, að upphæð 886.057 krónur. Þrátt fyrir margítrekað- margítrekuðu árásir, sem verið hafa gerðar á mig öll þau ár sem ég hef haft með framkvæmda- stjórn og fjármál og fjárreiður vegna Kröfluvirkjunar að gera, biðja menn að athuga það, ég hef orð mjög mikilhæfra manna fyrir því, að miðað við umfang framkvæmdanna hefur skrif- stofukostnaður og framkvæmda- stjórakostnaður verið með af- brigðum lágur. Þannig að slíks séu fá dæmi. Það vil ég að komi fram. Ég skýrði frá því í upphafi máls míns, að það brást því miður að mér gæfist það tæki- færi er ég taldi mig hafa til að gera grein fyrir þessu máli er ég fór af landi brott í góðri trú þann 10. október. Ég vil láta menn vita það, að ef ég hefði haft minnsta grun um að ég mætti ekki treysta þessu hefði ég hvergi farið. En í staðinn fæ ég og fjölskylda mín þetta. Eiginkona mín alein í íbúð sinni hér í Reykjavík átti sér einskis ills von. Ég hafði skýrt henni frá þessu, og að hún gæti verið róleg. Eg vil aðeins benda mönnum á hvernig aðstandend- um manna getur liðið undir vissum kringumstæðum, til dæmis í svona tilfellum. Það eru víða til mannlegar kenndir og tilfinningar. Afleiðingarnar af þessari ein- stöku tilhögun hafa heldur ekki látið á sér standa gagnvart mér eftir að ég kom heim. Ég hef nánast verið útskúfaður úr flokki mínum af nokkrum hluta hans. Sem betur fer hafa þó ekki mjög margir gert það. Þessi atvik hafa beinlínis haft það í för með sér, að sú skoðun hefur komið fram, að það væri nánast óhæft að hafa slíka persónu eins og Jón Sólnes í röðum framá- manna flokksins. Og þá gefur að skilja að í fjölmiðli eins og útvarpi muni hásætisræða hæstvirts nýskipaðs dómsmála- ráðherra ekki hafa hlotið virð- ingu mína á þessum þýðingar- miklu tímamótum fyrir mig sem einstakling. Herra forseti. Ég skal fara að ljúka máli mínu. En mér þótti rétt, eðli máls þessa samkvæmt, að gera grein fyrir þessu máli. Hér er um að ræða fundarlok hins háa Alþingis, og kannski er þetta í síðasta skipti sem mér gefst tækifæri til að flytja mál mitt úr þessum stól. Núverandi hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur mikið talað um það, að hann teldi það höfuðhlutverk sitt að gera dómsmálakerfi þjóð- arinnar opnara og umfram allt réttlátara í allri framkvæmd heldur en honum hefur fundist það hafa verið. Ég legg það fúslega undir dóm háttvirtra alþingismanna og annarra sem kynna munu sér málið, hvort ofstækisfullar ásakanir þessa hæstvirta dómsmálaráðherra í garð minn og fjölskyldu minnar frá fyrstu tíð hafa við rök að styðjast. Hann hóf blaðaskrif um mig á þann veg að ég hafi veitt útlán úr þeirri bankastofn- un er ég veitti forstöðu, að upphæð á annan milljarð, til að ná öruggu þingsæti. Og ummæli þess háttvirta ráðherra nú er hann tekur við embætti sem æðsti réttargæslumaður þjóðar- innar. Ég spyr hvort þetta sé merki þess að hinn eini og sanni Messías réttlætisins komist til valda á íslandi." Eftir ræðu Jóns kvaddi Vil- mundur Gylfason dómsmála- ráðherra sér hljóðs og sagði: „Herra forseti, aðeins örfá orð. Háttvirtur þingmaður Jón G. Sólnes hefur fjallað um mála- vöxtu í máli sem nefnt var hér í dag. Ég tel að það sé beinlínis framkvæmdavaldsins að sjá til þess að fyrir liggi allar upplýs- ingar um mál af þessu tagi í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður hefur hér lýst. Og að slík úttekt verði kynnt Alþingi eða verði send réttum aðilum.“ Þá kvaddi Albert Guðmunds- son sér hljóðs og sagði að hann kæmi í ræðustól hryggur í huga og særður eftir ræðu flokksbróð- ur síns og félaga Jóns Sólness, er hann hefði séð sig tilneyddan til að flytja. Sagði Albert að dómsmálaráðherra ætti mikla sök á því hvernig mál af þessu tagi þróuðust. Nú væri það hugarfar ekki lengur ríkjandi, að opinberir embættismenn þegðu yfir þeim leyndarmálum er þeir kynnu að komast að sem opin- berir starfsmenn þangað til rétt- ir aðilar, í þessu tilfelli dóms- kerfi landsins, hafi kynnt sér málin til hlítar. „Það sem hér hefur verið gert að umræðuefni," sagði Albert, „var ég búinn að heyra áður en þau mál bárust hæstvirtum forseta Sameinaðs Alþingis, áður en umslagið sem geymdi leyndardóminn var opn- að. Það eru ríkisendurskoðend- urnir í þessu tilfelli sem ber að rannsaka fyrst. Skora ég á ráð- herra að láta skoða þetta mál til hlítar og standa þannig við orð sín.“ Fleiri tóku ekki til máls um mál þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.