Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
Frá jarðskjálftasvæðinu — múrsteinar úr byggingu hafa hrunið yfir bíla. simamynd ap.
Öflugasti skjálfti í
Kaliforníu í 40 ár
Einn beið bana og 100 slösuðust
E1 Centro, Kaliforníu, 16. október — AP,
Reuter
Romero
steypt í E1
Salvador
San Salvador, 16. október — AP, Reuter.
HIN nýja stjórn í E1 Salvador,
sem i gær komst til valda með
byltingu, sem þó var án blóðsút-
hellinga, og steypti af stóli Carl-
os Humberto Romero, forseta
iandsins, nam í dag stjórnarskrá
landsins úr giidi og bannaði
mótmælafundi. Komið hefur ver-
ið á byltingarráði, fimm manna. í
tiikynningu hersins i dag sagði,
að almennir borgarar yrðu i
meirihluta i byltingarráðinu til
að „tryggja lýðréttindi i land-
inu,“ eins og það var orðað.
Friðsamt var í dag í San
Salvador, höfuðborg landsins. Tal-
ið er að forsprakkar byltingarinn-
ar séu hófsamari en Romero.
Róstur hafa verið í landinu síðan í
maí þegar vinstrisinnaðir skæru-
liðar tóku dómkirkjuna í San
Salvador og tvö ráðuneyti. For-
sprakkar byltingarinnar, Jaime
Gutierrez og Adolfo Najono, hafa
hvatt til stillingar í landinu og
heitið að koma á lýðveldi.
Veður
Akureyri 3 alskýjaó
Amtterdam 12 skýjað
Aþena 29 skýjaö
Barcefona 16 alskýjað
Berlín 14 skýjað
BrUssel 15 akýjað
Chícago 18 skýjað
Frankfurt 17 skýjað
Genf 15 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Jerúsalem 26 lóttskýjaö
Jóh.borg 26 léttskýjað
Kaupm.höfn 13 skýjað
Lissabon 18 rigning
London 16 léttskýjað
Los Angeles 23 skýjað
Madríd 13 rigning
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 20 alskýjað
Miami 27 rigning
Moskva 17 léttskýjað
New York 17 léttskýjað
Ósló 11 rigning
París 16 skýjað
Reykjavík 3 slydda
Rio de Janeiro 30 skýjað
Rómaborg 25 heiðskírt
Stokkhótmur 12 rígning
Tel Aviv 28 léttskýjað
Tókýó 24 léttskýjað
Vartcouver 15 skýjað
Vínarborg 20 skýjað
UM fimm þúsund manns höfðust
við úti i nótt í borginni E1 Centro
i Kaliforniu af ótta við annan
jarðskjálfta á svæðinu. Einn beið
bana og um 100 slösuðust i
jarðskjálftanum i gær við landa-
mæri Bandaríkjanna og Mexikó.
Flestir þeirra sem slösuðust voru
útskrifaðir af sjúkrahúsi i dag,
beggja vegna landamæranna.
Jarðskjálftinn mældist 6.5 stig á
Ricter, nógu sterkur til að valda
miklum skaða i borg. Jarðskjálft-
inn er hinn öflugasti i 40 ár. í
maí 1940 fórust niu manns á
sama svæði, sem er yfir San
Andreassprungunni.
Smáir skjálftar fundust í allan
dag. Skýjakljúfar í Los Angeles,
um 350 kílómetra norðvestur af
upptökunum, hristust í skjálftan-
um. Við upptökin skemnidust
híbýli fjölmargra, vegir skemmd-
ust, gas- og vatnsleiðslur fóru í
sundur, rafmagnslínur slitnuðu og
gluggarúður brotnuðu.
Tölur um tjón lágu ekki endan-
lega fyrir en talið er að tjónið
skipti milljónum dollara. Neyðar-
Stokkhólmi, 16. október — AP, Reuter
SÆNSKA akademían úthlutaði í
dag Nóbelsverðlaunum í hag-
fræði. Þau féllu í ár í skaut
tveggja prófessora við banda-
ríska háskóla, Sir Arthur Lewis,
64 ára gamals prófessors við
Princetonháskóla, og Theodore
Schultz, 77 ára gamals prófessors
við háskólann í Chicago. í grein-
argerð akademiunnar segir, að
þeir fái Nóbelsverðlaunin i hag-
fræði vegna rannsókna sinna á
efnahagsvanda þróunarland-
anna. „Báðir skilja vel þarfir
þróunarlanda og hafa einbeitt
sér að því að finna iausn á
efnahagsvanda þeirra,“ segir
ástandi hefur verið lýst yfir á
svæðinu við upptök skjálftans.
Slökkviliðsmenn unnu í dag við
að ná um 340 þúsund lítrum af
flugvélabenzíni úr tönkum sem
skemmdust.
m.a. í greinargerð akademíunn-
ar.
„Þeir hafa komið fram með
dirfskufullar kenningar um
breytta efnahagsstefnu þróunar-
landa," segir m.a. í greinargerð-
inni. Sir Arthur Lewis fæddist á
eynni Sankti Lucia í V-Indíum.
Hann var fyrsti bankastjóri
þróunarbanka ríkja í Karabíska
hafinu. Sir Arthur kom fyrir 20
árum fram með tvö þekkt fræðileg
líkön að vandamálum þróunar.
Síðustu ár hefur hann einkum
unnið að rannsóknum á sambandi
ríkra og fátækra þjóða frá 1870 til
1965.
Tveir deildu Nóbels-
verðlaunum í hagfræði
Þetta gerðist
1978 - Jóhannes Páll páfi II
tekur við völdum.
1977 — Vestur-Þjóðverjar taka
flugvél Lufthansa með áhlaupi
og bjarga 86 gíslum.
1976 — Ekkja Maos sökuð um að
hafa flýtt fyrír dauða hans.
1975 — Hassan konungur II og
Marokkómenn sækja inn í
Spænsku Sahara.
1%8 — Tilkynnt að ekkja
Kennedys giftist Onassis.
1945 — Peron hrifsar völdin í
Argentínu og verður einvaldur.
1937 — Óeirðir í Súdetahéruð-
unum.
1933 — Albert Einstein kemur
til Bandaríkjanna og fær hæli.
1931 — A1 Capone fær 11 ára
dóm fyrir skattsvik.
1927 — Fyrsta stjórn norska
Verkamannaflokksins mynduð.
1913 — Serbar ráðast inn í
Albaníu.
1912 — Tyrkir segja Búlgörum
og Serbum stríð ^hendur.
1899 — Búár sigraðir við Glen-
coe.
1855 — Henry Bessemer fær
einkaleyfi á framleiðslu á stáli.
1854 — Bretar og Frakkar hefja
umsátrið um Sevastopol á Krím.
1813 — Rínarsamband Napo-
leons Bonapartes leyst upp.
1797 — Friður Frakka og Aust-
urríkismanna í Campio Formio
— Napoleon skipaður yfirmaður
liðs til innrásar í England.
1777 — Brezki hershöfðinginn
John Burgoyne gefst upp fyrir
Bandaríkjamönnum í Saratoga.
1748 — Frkkar aflétta umsátri
um Englendinga í Pondicherry,
Indlandi.
1662 — Karl II selur Frökkum
Dunkirk.
Afmæli. John Wilkes, enskur
stjórnmálaleiðtogi (1729—1797)
— Athur Miller, bandarískur
leikritahöfundur (1915— ) —
Rita Hayworth, bandarísk leik-
kona (1918— ).
Andlát. Sir Phiiip Sidney, her-
maður & rithöfundur, 1586 —
Frederic Chopin, tónskáld, 1849.
Innient. Kötlugos 1755 — Elds-
umbrot í Dyngjufjöllum 1922 —
Gígurinn Hrekkur gýs í öskju
1961 — Sjö Petsamofarar kyrr-
settir í Reykjavík 1940 — d.
Steinvör Sighvatsdóttir á Keld-
um 1270 — Björn Bénediktsson í
Hítardal 1828.
Orð dagsins: Peningaskortur er
undirrót alls ills — Geórge
Bernard Shaw, írskur leikrita-
höfundur (1856—1950).
Theodore Schultz er einkum
þekktur fyrir rannsóknir sínar á
þætti landbúnaðar í efnahagskerf-
inu. Þeir hafa ekki starfað saman
en í umsögn akademíunnar segir,
að störf þeirra styðji kenningar
hvors annars.
HM í bridge:
ítalir taka
forystuna
Rió de Janeró 16. okt.
ÍTALIR tóku forystuna í heims-
meistaramótinu í bridge í 11. um-
ferðinni þegar þeir unnu Banda-
rikjamenn 19—1 og er það i fyrsta
sinn sem Italir taka forystu i
keppninni.
Bandaríkjamenn féllu í þriðja sæti
í keppninni. ítalir hafa örugga for-
ystu, eru með 142,5 stig. Astralíu-
menn eru með 129 stig og Bandaríkja-
menn eru með 126 stig. Aðrar þjóðir
koma vart til greina í aðalkeppnina
sem er einvígi-milli tveggja efstu
þjóða. Mið-Ameríka hefir 98 stig,
Taiwan hefir 77,5 stig og fyrrum
heimsmeistarar eru nú komnir í
neðsta sætið með 70 stig.
Kommún-
istartapa
enn fylgi
áítalíu
Róm, 16. október AP, Reuter
KOMMÚNISTAR á ítaiiu
misstu fylgi í sveitarstjórn-
arkosningum, sem fram fóru
á Ítalíu um helgina. Kosið
var í 41 bæ á ítaliu. Komm-
únistar fengu 25,5% at-
kvæða í bæjarstjórnarkosn-
ingunum um hclgina, sem er
2,9% fylgistap frá þingkosn-
ingunum i sumar en þá
tapaði flokkurinn fylgi í
fyrsta sinn frá stríðslokum.
Kristilegir demókratar
misstu einnig fylgi á Ítalíu
um helgina, en aðeins 0,5%.
Kristilegir demókratar fengu
39% greiddra atkvæða en
atkvæðamagn þeirra frá
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum í sömu bæjum jókst
um 0,5%
Sósíalistar juku enn fylgi
sitt. Þeir fengu 16% atkvæða
eða 5% aukningu frá þing-
kosningunum í sumar. At-
kvæðisbærir voru 345 þúsund
manns, eða innan við 1%
atkvæðisbærra manna í land-
inu. Engu að síður þykja
þessi úrslit vera vísbending
um frekara fylgistap komm-
únista til sósíalista og ann-
arra smærri flokka.
Skrílslœti
íkjölfar
tilræðis
viðMintoff
Valetta, 16. október AP, Reuter
Stuðningsmenn Dom
Mintoffs, forsætisráðherra
Möltu, gengu berserksgang
eftir tilræði við hann i gær.
Þeir réðust á skrifstofur
þriggja andstöðuflokka
Mintoffs og báru eld að
þeim. Þá réðust þeir að
ritstjórnarskrifstofum
blaðsins The Times, sem er
gefið út á ensku og hét áður
„The Times of Malta“, og
kveiktu einnig þar i. Ekki
létu þeir staðar numið við
það. Múgurinn réðst að
heimili formanns Þjóðar-
flokksins, dr. Edward Fen-
ech Adamis. Hann var ekki
heima er múgurinn réðst að
heimili hans. Þess i stað
misþyrmdu þeir konu hans,
að því er talsmaður Þjóðar-
flokksins skýrði frá. '
Tilræðið við Dom Mintoff
átti sér stað aðeins nokkrum
klukkustundum áður en hefj-
ast átti fundur í tilefni af 30
ára valdatíð Verkamanna-
flokksins á Möltu. Dom Mint-
off birtist stutta stund á
fundinum og fagnaðu múgur-
inn honum ákaft og veifaði
stórri mynd af honum. Síðan
var haldið af stað og spell-
virkin unnin með fyrrgreind-
um afleiðingum. Enginn slas-
aðist í óeirðunum en mikið
eignatjón varð.
■ ■■ '
ERLENT