Morgunblaðið - 17.10.1979, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
t þÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Ekru
Efstasundi 43,
Rsykjavík
andaöist 15. þessa mánaöar. Systkinin.
Faöir minn t ÁSGEIR MARINÓ EINARSSON
Hátúni 12
er látinn. Logi Ásgeirsson
t
HULDAR SMÁRI ASMUNDSSON.
aálfrœðingur,
Mávahlíö 23
er lézt 9. október verður jarösunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 18. október kl. 3.
Fyrir hönd systkina og vandamanna.
Ásmundur Bjarnason
Björg Siguröardóttir
Sigvarður Ari Huldarsson
Hróöný María Huldarsdóttir
Eöna Hallfriður Huldarsdóttir.
+
Bróðir okkar, mágur og frændi,
FINNBOGI JONSSON
Njaröargötu 27,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. október
kl. 10.30 f.h.
Fyrir hönd aðstandenda.
Elísabet Jónsdóttir
Leifur Jónsson
Guórún Jónsdóttir
Þórarinn Jónsson
Sigurjón Jónsson
Ingiberg F. Gunnlaugsson.
t
Otför föður míns, tengdafööur, bróður og afa,
ÓLAFS ÓLAFSSONAR,
fyrrverandi yfirlæknis,
frá Stykkishólmi
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. þessa mánaöar kl.
13.30.
Katla Ólafsdóttir Kristján Jensson
Þórunn Ólafsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir
Ólöf Ragnarsdóttir Ólafur Helgi Helgason.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma
KRISTJANA þORSTEINSDÓTTIR
Melum
Kópaskeri
veröur jarðsungin frá Snartastaöakirkju laugardaginn 20. október
kl. 2.
Þorsteinn Jónsson
Ástfríóur Jónsdóttir
Sveininna Jónsdóttir
Árni Jónsson
Skúli Þór Jónsson
Hólmfríóur Jónsdóttir
Hafliöi Jónsson
og barnabörnin.
Lára Gunnarsdóttir
Högni Gunnlaugsson
Sigurgeir ísaksson
Jóna S. Óladóttír
Heiðrún Hallgrímsdóttir
Jón H. Guðmundsson
Guórún E. Magnúsdóttir
t
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa
JÓNSJÓNSSONAR
klæðskera,
fré isafirði
Margrét Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Þórarinn Jónsson
Siguröur Albert Jónsson
og barnabörn.
Skafti Jósefsson
Sigmundur Guómundsson
Hanna Bjarnadóttir
Sigrún Óskarsdóttir
t
Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jaröarför
BJÖRGVINS V. MAGNÚSSONAR
Frumskógum 13,
Hverageröi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deild 4C, Landspítalan-
um.
Vandamenn.
Séra Þorsteinn Lúther
Jónsson -Minnmgarorð
Árin, sem við áttum samleið
voru ekki mörg. Sumarið 1975 kom
ég til Vestmannaeyja, nývígður,
til að þjóna Ofanleitissókn með
séra Þorsteini L. Jónssyni, sem
þar hafði starfað mörg ár. Sam-
skipti okkar höfðu engin verið
áður en strax tókust með okkur
góð kynni og ég fann að í Þorsteini
eignaðist ég góðan vin og kennara.
Það var ekki stórt hjartað í
ungum manni, sem kom til Eyja
bjartan júlídag 1975 til þess að
takast á við erfitt og krefjandi
starf. En áhyggjurnar og kvíðinn
hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar
presturinn ungi fann hvarvetna
velvild og hlýju. Sérstaklega var
það uppörvandi að finna áhuga og
góðvild allra þeirra, sem störfuðu
fyrir kirkjuna. Kirkjukór og org-
anista þakka ég umburðarlyndi og
þolinmæði við ungan prest, fá-
kunnandi í litúrgískum fræðum,
og sóknarnefnd fyrir góðan stuðn-
ing og hvatningu. En sá maður,
sem fyrst og fremst hjálpaði mér
upp úr startholunum og á skrið,
var séra Þorsteinn L. Jónsson.
Námið í guðfræðideild Háskóla
Islands var bæði ánægjulegt og
gagnlegt. Veganestið talsvert þeg-
ar lagt var á stað á starfsvett-
vanginn. En „lífið er ekki í bókum
ekki einu sinni í góðum bókum“. í
preststarfinu eins og alls staðar er
reynslan besti kennarinn. Fyrir
nývígðan mann var það ómæld
blessun að fá að nema hjá góðum
kennara, sem hafði langa og
margþætta reynslu.
I skóla hjá séra Þorsteini var
gott að vera. Hann var ólatur að
miðla af þekkingu sinni og
reynslu. Alltaf reiðubúinn að gefa
hollráð og leiðbeina. í smiðju hans
var gott að koma og fá efnivið til
starfsins.
Þorsteinn Lúther JÓnsson var
fæddur 19. júlí 1906 í Reykjavík,
sonur hjónanna Jóns söðlasmiðs
Þorsteinssonar og Maríu Guð-
laugsdóttur. Þorsteinn lauk há-
skólaprófi í guðfræði á vordögum
1934 og það sama ár var hann
vígður til Miklaholtsprestakalls.
Þar var hann þjónandi prestur til
12. júní 1961 þegar hann var
skipaður sóknarprestur í Vest-
mannaeyjum. í Vestmannaeyjum
þjónaði hann til áramóta 1976—
77, þegar hann lét af störfum fyrir
aldurssakir.
Starfsdagur séra Þorsteins í
þágu kirkjunnar var langur. Hann
var þjónandi prestur í rúma fjóra
áratugi. Hann var fastur fyrir í
umræðu um kirkju og kristni og
bar í brjósti mikinn metnað fyrir
hönd kirkjunnar og vildi veg
hennar sem mestan og bestan. Sr.
Þorsteinn var trúmaður einlægur
á mildan og hógværan hátt. Hann
var ekki málsvari neinnar ákveð-
innar stefnu í guðfræði en fylgdi
samvisku sinni og trúnaði við orð
Heilagrar Ritningar.
Sr. Þorsteinn var fræðimaður
ágætur og víðlesinn. Horfði gagn-
rýnum augum á samtíð sína og
samtímamenn en settist aldrei í
t
Við þökkum af alhug auösýnda samúð og vinarhug, við andlát og
jarðarför eiginkonu, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR JOHANNSDOTTUR
Leifsgötu 32
Péll Hallbjörnsson
Jóhann Pólsson
Guömundur Pálsson
Guðríður Pálsdóttir
Siguröur Eðvarð Pálsson
Páll Ólatur Pálsson
Guðrún Pálsdóttir
Hreinn Pálsson
Salbjörg Matthíasdóttir
Sjöfn Oskarsdóttir
Samúel Ó. Steinbjörnsson
Guðrún Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og
útför systur okkar,
GUDLAUGAR THORLACIUS.
Anna Thorlacius Þóra Thorlacius.
t
Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns
þÓRIS JÓNSSONAR
Eskihlíð 16,
Reykjavík.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarn-
abarns.
Helga L. Júníusdóttir.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og virðingu við fráfall og útför föður
okkar, afa og bróður,
HREIÐARS ÓLAFSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við Lúörasveitinni Svani, forstjóra og
starfsmönnum Timburverzlunar Árna Jónssonar.
Ragnhildur Hreiðarsdóttir
Hreiðar Bergur Hreiöarsson
Rósa Björg og Sandra Dögg Guölaugsdætur
Guðjón Ólafsson
Ásta Ólafsdóttir
Guöleif Ólafsdóttir.
dómarasæti. Hann vildi vekja
menn til umhugsunar en reyndi
ekki að svara öllum spurningum.
Sr. Þorsteinn var listhneigður
og orðhagur bæði á laust mál og
bundið. Prédikunarstarfið veitti
honum mikla ánægju eins og
raunar preststarfið allt. Þrátt
fyrir langan starfsdag og mikið
starf varð það aldrei vanabundið.
Mörg börnin hafði hann skírt um
ævina en hann leit svo á að hver
skírn væri einstök hátíð sem hann
var þakklátur Guði að fá að taka
þátt í. Sömu augum leit hann á
aðra þætti starfsins. En um starf-
ið ræði ég ekki nánar. Þeir vita,
sem til þekktu, að hann lagði sig
fram í starfi og þá mest þegar
mest á reyndi. Þeir eru margir,
sem kunna honum heila þökk fyrir
styrk og uppörvun sem hann veitti
á erfiðleikastundu.
Þeir eru margir sem blessa
minningu góðs drengs þegar sr.
Þorsteinn L. Jónsson er kvaddur
hinstu kveðju.
Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson
var góður vinur. Þrátt fyrir ald-
ursmun bæði í starfi og lífi lét
hann mig aldrei finna til þess en
kom ávallt fram við mig sem
jafningja.
Nú þegar hann er allur minnist
ég margra góðra stunda þegar við
sátum að spjalli. Var þá víða áð á
víðlendum akri heimspeki, trú-
mála og lista. Ég er þakídátur
fyrir að hafa fengið að kynnast sr.
Þorsteini og eiga hann að vini.
Ég og fjölskylda mín biðjum
honum blessunar Guðs og sendum
Júlíu eiginkonu hans og ástvinum
öðrum innilegar samúðarkveðjur.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu linubili.
Unglinga-
saga frá
Rússlandi
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur gef-
ið út unglingabókina í föðurleit
eftir Jan Terlouw.
Saga þessi gerist í Rússlandi. Hún
segir frá því þegar Pétur, fjórtán ára
drengur, fer af stað til að leita föður
síns sem færður hafði verið fangi til
Síberíu. Lendir hann í ýmsum
ævintýrum og miklum háska á þeirri
löngu leið.
Jan Terlouw er Hollendingur, eðl-
isfræðingur að mennt. Hann hefur
hlotið viðurkenningu fyrir barna-
bækur sínar. Kunnasta saga hans er
Stríðsvetur sem út hefur komið á
íslensku. í föðurleit er prýdd mynd-
um eftir Dick van der Maat. Árni
Blandon Einarsson og Guðbjörg Þór-
isdóttir þýddu bókina. Hún er 154
bls. Oddi prentaði.