Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 17.10.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 23 Jens í Kaldalóni: Fé bjargað úr björgum Úthafstogarar Breta í röðum við bryjíKju i Hull. Bretar óttast frek- ari takmarkanir á þorskveiðum sínum Bæjum, 30. sept. Vébjarnarnúpur heitir þver- hnípt bjarg á milli Grunnavíkur í Jökulfjörðum og Snæfjallastrand- ar, en í daglegu tali kallaður Bjarnarnúpur. Við rætur núpsins svarrar hafaldan í öllum sínum mikilleik. Fjallhá brotnar hún við bergið í norðan hafróti rétt eins og við Svörtuloftin þótt þar sé hún á stundum öllu hryggjarmeiri. Kveður þar sitt rammalag með drunum og dynkjum en núpurinn brosir að hamaganginum og hagg- ast hvergi, en uppí syllum hans og skútum ríkir óendanleg og líflaus kyrrð og friður. Skjólsælt er þar í norðannæðingnum og töðugras- toppar laða til sín með sterkri angan lítt reyndar ungkindur, sem freista vilja gæfunnar í ævintýra- leit um ókunn lönd. Þá er refaveiðimenn áttu leið fram með Bjarnarnúp á s.l. vori, komu þeir auga á 3 kindur hátt í núpinum, en það var áður en nokkru fé var sleppt af húsi, svo líkur bentu til að þarna hefði verið um útigöngufé að ræða. Sáust þessar kindur af og til þarna í sumar, og vitust hagaspakar á syllunni sinni, enda engar malbik- aðar götur um að senna, sem og gróðurinn skaut fljótar upp angan sinni þarna í skjólinu an almennt gerðist, og sem útsýnið er þarna dásamlega fagurt og heillandi, kvöldkyrrðin rómantísk og eld- rautt sólsetrið við hafsbrún dugði til að halda þessum ungu ævin- týraskepnum kyrrum á sínum æskustöðvum, lausum frá öllu stressi og skarkala umheimsins. Það var svo s.l. föstudag að óvænt og aldeilis undrandi komu þessar 3 tvævetlur auga á menn tvo, sem þær töldu þó engan veginn jafnvíga sér í hættusömum stjórbjörgum, og vissu ekki hvað- an á sig stóð veðrið, því slíkar mannskepnur höfðu þær ekki séð í Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra í Póllandi Páll Ásgeir Tryggvason sendi- herra afhenti Henryk Joblonski forseta Póllands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Póllandi þann 4. október s.l. hálft annað ár, og löngu búnar að gleyma að slíkar verur væru til, en þarna var á ferð gljúframaðurinn og fyglingurinn Kjartan Sig- mundsson, frá Drangavík á Ströndum, og með honum einn háskólaborgari þessa lands Hinrik nokkur Guðmundsson, hæstarétt- arlögmaður á ísafirði, og var ekki að furða, þótt aumingja gimbrun- um yrði nokkuð hverft við að sjá slíka lögfræðidáta allt í einu rísa upp þarna í fjallakyrrðinni augliti til auglitis við saklausa sauðkind- ina, en svo sem í algeru klaustri að þær þarna lifað höfðu í hálft annað ár, og engum dátum dottið í hug að skreiðast með þeim í þessa hættulegu ævintýraför, stóðu þær þarna berskjaldaðar einar og af- urðalausar, nema hvað reifin voru sem margfaldur pels um allan skrokkinn, svo ekki var að sjá að illa hefðu þær fram gengið. En í Bjarnarnúp eru fleiri syllur og góðgæti af grasi en á syllunni þeirri arna, því svo tíndu þeir saman félagarnir sem áður getur, að níu kindur voru þeir komnir með í safn þegar úr núpinum kom. og er það mál manna að aðra vetursetu hefðu þær mátt heyja þarna í björgunum þeim arna, hefði ekki notið við atorku þessara klettafæru manna, en svo lét Kjartan Sigmundsson eitt sinn orð falla, er hann fór í álíka reisu í Bjarnarnúp, að það væri ekki meira en að labba á stofugólfinu heima hjá sér. Allavega mun þó Núpurinn vera 3—400 metra hár, og svo sem áður segir þverhníptur í sjó fram með gjám og skriðum frá brún og þvert niður. Það kom svo í ljós, þá handsam- aðar voru kindur þessar, að eig- andi þeirra var Engilbert Ingvars- son, bóndi á Tyrðilmýri, og þá er úr björgum þær komu, tóku við þeim til heimrekstrar Jónas Helgason og bræður hans í Æðey, sem á allan leiðangurinn horfði ásamt með mjólkurbústjóranum okkar á ísafirði, Pétri Sigurðss- yni, er allir héldu til í bát fram af núpnum og vísuðu leiðina gegnum talstöð. Gaman hefði verið að kvik- mynda leiðangur sem þennan. Jens i Kaldalóni. FISKIFR.EÐINGAR víðs vegar að úr heiminum hafa lagt til að ýsu- veiðar í NA-Atlantshafi verði bann- aðar á næsta ári og verulegs niður- skurðar er að va'nta á (iðrum fisktegundum. ICES hefur lagt til að ýsuaflinn á þessu sva“ði fari ekki yfir 50 þúsund lestir ef mögulegt er að koma slíku banni á. A síðasta ári var lagt til að hámarksafli ýsu á hafsvæðinu færi ekki yfir 000 þús- und lestir. Hvað þorskveiðar snertir þá hefur verið lagt til að hámarksaflinn fari ekki yfir 390 þúsund tonn á næsta ári í NA-Atlantshafi en á þessu ári var hámarkið miðað við tíOO þúsund lestir. Brezkir sjómenn, útgerðar- menn og fulltrúar vinnslustöðva hafa mótmælt þessum tillögum harðlega og segja að þetta svæði hafi fram til þessa verið það eina, sem hafi verið þeim opið. Aðgerðir sem þessar takmarkanir bindi endanlega enda á útgerð frystitogara þeirra. llvyldld kaup 8-900.000.-Kr TOYOTA Hardtop Vandaður fjöiskyídubíll sem hlotlð hefur fjölda viðukenninga víöa um heim. Stór bíll með mjög lágan rekstrarkostnað. Eyðir aðeins 9—101 á 100 km. Toyota Corolla Liftback Vinsælasti og mest seldi bíll á heimsmarkaðinum. Nú þegar er búið að framleiða fyrir 9 milljón eintök. Eyðir aðeins ca. 81 á 100 km. TOYOTA GÆÐI: Stofnfundur JC í Árbæ UNDANFARNA daga hefur staðið yfir í Árbæjarhverfi í Reykjavík kynning á starfscmi Junior Cham- ber hreyfingarinnar og er það JC-Reykjavík sem stendur að þcirri kynningu. Haldin verða sérstök kynningar- kvöld í félagsheimili Fylkis í Árbæj- arhverfi miðvikudag 17. október og fimmtudag 18. október kl. 20.30 og stendur fólki á aldrinum 18—40 ára til boða að kynna sér þar JC, uppbyggingu og tilgang hreyfingar- innar. Síðan er áætlaður stofnfund- ur JC í Árbæ hinn 23. október ef næg þátttaka fæst. Verður heimsforseti JC Kumar P. Gera staddur hérlendis og við stofnun hins nýja félags. Við könnun hjá bandarísku og bresku neytendasamtökunum, ásamt Félagi danskra og Félagi sænskra bifreiðaeigenda, hlaut Toyota viðurkenningu fyrir að vera sá bíllinn sem minnsta bilanatíðni hefur. m) TOYOTA UMBOÐIÐ i NÝBÝLAVEGI 8 KÖPAVOGI SÍMI 4414. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.