Morgunblaðið - 17.10.1979, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
Það getur ekki verið kalt, það
er búið að standa í kaffikönn-
unni síðan í gær.
orðinn algjör hindindismaður.
Ég hef ekki smakkað það um
lant skeið, — orðinn algjör
bindindismaður — eins — og —
þú — heimtaðir ...
Ef þú hreyfir þig, kalla ég
hann pabba minn.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Vonleysi getur aldrei verið
gott vegarnesti. Og í bridge er
örlítill möguleiki jafnvel betri en
enginn.
Vestur gaf, allir á hættu.
Norður
S. KD
H. 753
T. Á986
L. Á986
Vestur
S. G109742
H. Á6
T. G74
L. ÁD
Austur
S. Á63
H. G102
T. 52
L. 98654
Suður
S. 85
H. KD984
T. KD103
L. 103
COSPER
Nei, sjáðu blessaðan forstjórann okkar?
„Mannréttindi þrífast
aldrei meðal kommúnista“
Fyrir mörgum árum kom út bók
eftir idealistann og stórskáldið
George Orwell og hét hún „1984“.
Orwell var það sanntrúaður
sósíalisti að hann fór með vini
sína til að taka þátt í svokölluðu
frelsisstríði á Spáni og varð
reynslunni ríkari. Frelsishetjurn-
ar drápu alla félaga hans og
sjálfur slapp hann naumlega. Þá
sá Orwell hvaða frelsisfyrirbæri
sósíalisminn er og skrifaði um það
þrjár bækur, öðrum til viðvörun-
ar. Bókin „1984“ varð heimsfræg
og þýdd á allar menningartungur
nema tungu Egils, Snorra og Ara
fróða. Hér sveif þá svo sterkur
rauður stalínskur menningarandi
yfir vötnunum að enginn bókaút-
gefandi treysti sér til að gefa
bókina út. Eg fékk dönsku útgáf-
una og löngu seinna gáfu nokkrir
einstaklingar hérlendis út við-
komandi bók. Hún olli miklu
fjarðafoki og ekki stóð á Stalínist-
um að rífa hana niður. Einhverj-
um þessara Stalínista sem nú lifa
væri kannski hollt að vita það að
núna sagði norskur maður í
Austur-Þýskalandi að þar væru
kjör almennings í raun og veru
eins og lýst er í „1984“ hjá Orwell.
í Rússlandi í dag eru að gerast
sömu hlutir og fyrir flokksþingið í
Moskvu 1922 eða 4. (Þeir íslend-
ingar sem þar voru mættir muna
ábyggilega ártalið.) Þá rak lög
reglan 30 þúsund betlara svo langt
út fyrir borgina að þeir örfáu sem
það lifðu af komust ekki til
Moskvu aftur fyrr en þinginu var
lokið.
Núna, 1979, er byrjað að flytja
fólk, sem flokksforystan þorir ekki
að gestir Olympíuleikanna sjái,
burtu frá Moskvu. Þessi dæmi
sýna það að mannréttindi fá
aldrei að þrífast í sósíalísku
ríkjunum. Það var þess vegna ekki
von á því að postular sósíalismans
kæmu til þess að hlusta atBúkov-
ski, er hann var staddur hér í
Reykjavík. Sannleikann þora þeir
nefnilega ekki að heyra því þá eiga
þeir á hættu að gerast andsnúnir
sósíalismanum, eins og Orwell
forðum.
Mér fannst það því táknrænt
fyrir þá sem stofnuðu málfrels-
issjóðinn fræga, að þeir mættu
ekki til þess að hlusta á Búkovsky.
Þeim hefur líklega fundist sá
sjóður væri ekki stofnaður í anda
þess frelsis og mannréttinda sem
andófsmaðurinn berst fyrir.
Húsmóðir.
• Afnotagjöld
útvarps og
sjónvarps
Hinn 10. þ.m. er enn spurzt
fyrir um heimild Ríkisútvarpsins
til að innheimta afnotagjald út-
varps með hverju sjónvarpsgjaldi.
Ve»tur
1 spaói
pass
Norður
pass
4 hjörtu
Austur
pass
allir pass
Suður
2 hjortu
Heldur var nú stökksögn norð-
urs hryssingsleg afgreiðsla í við-
kvæmri stöðu og gegn þessari
djörfu lokasögn spilaði vestur út
spaðagosa. Austur tók slaginn og
spilaði aftur spaða. Sagnhafi spil-
aði þá hjarta frá blindum og lét
drottninguna þegar austur lét
tvistinn. Vestur tók slaginn og
eftir þetta var tapið óumflýjan-
legt. Vörnin fékk tvo slagi á hjarta
auk slaga á báða svörtu litina.
í upphafi kom í ljós, að austur
átti spaðaásinn og þá hefði átt að
vera ljóst, að vestur átti trompás-
inn. Annað gat ekki verið, maður-
inn hafði jú opnað. Og að missa
annaðhvort hjónanna undir ásinn
var vonleysið sjálft, úr því ekki
mátti gefa nema einn slag á
trompið.
Að þessu athuguðu er ekki erfitt
að svína hjartaáttunni. Austur
blátt áfram varð að eiga bæði gosa
og drottningu. Og þó að það hafi
út af fyrir sig verið lítill möguleiki
var hann betri en enginn.
^ # ^ Eftir Evelvn Anthonv
__Lausnargjald 1 Persiu ^sstssz
89
rúminu og hann náði taki á
honum áður en Frakkinn halði
náð að standa almennílega á
fætur. Resnais skall aftur á bak
og rakst á stói sem brotnaði og
hann hrökk f gólfið. Peters
greip í hálsmálið á honum og
gaf honum vei útilátið högg
tvívegis, svo að blóðið spýttist
út úr munninum á honum.
Síðan dröslaði hann honum til
dyra og kastaði honum fram í
ganginn. Hann öskraði á Made-
ieine. Hún kom þjótandi upp
stigann. Hann sá skelfinguna í
augum hennar og vissi að hún
hafði verið í vitorði með honum
um nauðgunina. Hún skalf frá
hvirfli til ilja þegar hann gekk
nær henni.
— Dragðu hann með þér nið-
ur áður en ég drep hann, sagði
Peters. Siðan skellti hann dyr-
unum brotnu aftur og gekk að
rúminu.
Eileen hafði aidrei orðið fyrir
því að vera beitt ofbeldi. Það
var óhugsandi að maður skyidi
hafa haldið henni niðri og vald-
ið henni kvöl. Hann hafði svipt
hana klæðum og beitt hana
likámlegum sársauka en hann
hafði ekki náð því að hefja
samræði við hana. En áfallið
var henni ofboðslegt. Hún sá
allt sem í þoku þegar Peters
hallaði sér yfir hana. Hún greip
um háls honum og þrýsti sér að
honum og grét eins og barn.
Hann lyfti henni upp úr rúminu
og gekk með hana um gólf eins
og barn og lagði hana síðan
niður og beið þess hún jafnaði
sig.
— Svona nú, sagði hann. —
Nú er allt um garð gengið.
— ó, guð minn góður, hvísl-
aði Eileen — ekki fara frá
mér... ekki fara frá mér...
— Ég skal ekki fara, sagði
Peters. Segðu mér hvað kom
fyrir.
— Ég var sofandi, sagði hún.
— Svo vaknaði ég og hann sat á
rúmstokknum. Hann tók hend-
inni fyrir munninn á mér. Hann
spurði hvort þú og ég hefðum
mök saman.
Hún lokaði augunum augna-
blik og opnaði þau siðan eins og
hún sæi Resnais fyrir sér.
— Ég gat ekki sagt já,
hvíslaði hún. — Hann vildi ég
gerði það. Hann meiddi mig.
Hann kreisti mig... á brjóstun-
um. Ég gat ekki æpt.
Peters dró af henni lakið.
Uún hafði lítil, falleg brjóst.
Mar virtist vera að koma fram
og brjóstin voru þakin sog- og
bitblettum. Hann þóttist vita að
kvalir hennar væru óbærilegar.
— Ég sagði það ekki, sagði
Eileen — Þvifskyldi ég Ijúga
slíku, ég gat það ekki jafnvel
þótt hann píndi mig. Svo sagði
hann, að hann myndi drepa mig
ef ég segði þér frá þessu. Hann
ætlaði að nauðga mér...
— Kom Madeleine með hon-
um, spurði Peters.
— Eða Ahmed?
Hún hristi höfuðið.
— Nei. Aðeins hann. Ég get
ekki hætt að titra.
— Nú líður þér betur. Þctta
lagast, sagði hann.
Hún var náföl i andliti. Hann
breiddi aftur yfir hana.
— Hvers vegna sagðirðu
ekki það sem hann vildi heyra?
— Ég sagði þér það. Ég gat
það ekki. Það er ekki satt.
— Nei, 8agði hann — það er
ekki satt. Ég ætla að ná í
koniak handa þér og setja
ísmola á brjóstin. Það dregur
úr verkjunum.
Hann fór að dyrunum og
kallaði hárri röddu á Ahmed.
Hún heyrði hann gefa honum
fyrirmæli á arabísku. Maðurinn
kom að vörmu spiri með koniak
i glasi og ismola i handklæði.
Peters tók aftur af henni
ábreiðuna. Hún reyndi ekki að
stöðva hann. Hún lá og horfði á
hann meðan hann vafði hand-
klæðinu um brjóst hennar.
Hann lyfti henni upp svo að hún
gæti drukkið koníakið. Hann
hafði haldið Andrew Barnes i
örmum sér i óþverranum í
Kentbúðunum mcðan múgur-
inn flúði eins og fætur toguðu