Morgunblaðið - 05.12.1979, Side 3

Morgunblaðið - 05.12.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 35 Mikil haming ja og harmar þungir Játvarður J. Júlíusson: Umleikinn ölduföldum. Ágrip ættarsagna Hergilseyinga. Útgefandi: Skuggsjá, Hafnarfirði 1979. Breiðafjarðareyjar hafa um ald- ir verið slíkt nægtabúr lífsbjarg- ar, að annað eins hefur ekki fyrr fundizt á okkar harðbýla landi. Þar var og áður fyrrum svo mikið þéttbýli, að furðu gegnir, og því var það ærið misjafnt, hve mikið jarðnæði og þar með hlunnindi komu i hlut hverrar fjölskyldu. En bæði var það, að sjórinn var gjöfull og mannúð þróaðist sam- fara afbrigða sjómennsku og ein- stæðri atorku, svo að þá er harðindi af völdum elds eða ísa þjökuðu fólkið vítt um land, voru eyjabúar og búendur þeirra býla á meginlandinu við Breiðafjörð, sem hlunnindi af sel og fugli lágu undir, færir um að hlynna að uppflosnuðu fólki úr öðrum byggð- arlögum. Frá Svefneyjum á Breiðafirði kom svo hinn ötuli og bjartsýni rithöfundur, skáld og vísindamaður, sem einna fyrstur vakti trú á gæði landsins og bjartari og betri framtíð þjóðar- innar, og sú varð síðan raunin, að við Breiðafjörð þróaðist fyrr og um miðja síðustu öld slík menn- ingarviðleitni, að slíks voru engin dæmi í þann tíma í öðrum héruð- um, enda komu úr einni sveit við norðanverðan Breiðafjörð á rúm- um þremur áratugum þrjú af merkustu skáldum þjóðarinnar. í þessari bók, sem ég hef fyrir framan mig, er Eggert Olafsson úr Svefneyjum aðeins tvisvar nefnd- Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN ur, enda var hann í heimahögum sínum kallaður Eggert verri. Það er svo um ættir og tengdafólk Eggerts landnámsmanns í Her- gilsey, sem þessi bók fjallar, og þá einkum um líf og starf hans sjálfs, enda var það hann, sem var kallaður Eggert betri. Sá Eggert var af snauðu foreldri kominn, en varð af eigin atorku, manndáð og frábærri umhyggju fyrir lítil- magnanum, vissulega fágætt mik- Þrátt fyrir allt reyndist Yesturbæriim meira Bjarmaland Hendrik Ottósson. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON irnar bárust frá Berlín um að Rósa Luxemburg og Karl Liebkn- echt hefðu verið drepin fylltist Hendrik óhug. Hann flýtti sér heim til Borgbjergs, en ritstjóri Socialdemokraten lét sér fátt um finnast og sagði að gott hefði verið að losna við ófriðarsegginn Liebknecht. Hendrik skrifar: „Þennan dag skildu leiðir mínar við sósíaldemókrata. Þær geta aldrei legið saman aftur. Feril þeirra, ataðan í blóði Karls Liebknecht og Rosu Luxemburg, Kiroffs hins rússneska og hundruð þúsunda óþekktra verkamanna, mun ég aldrei troða“. Bjarmalandsför Hendriks Ott- óssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á annað þing Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu var hin sögulegasta eins og fram kemur í bókinni. Hendrik er fullur af barnslegri hrifningu á sovéskum kommúnisma og ýmsum leiðtog- um eins og til að mynda Lenín sem hann sá og heyrði. Ekki spillti það að þegar Lenín deildi á krata sindraði úr björtum og fjörlegum augum hans. Annars var hann ekkert glæsimenni: „Hann var í lægra meðallagi, herðabreiður og virtist við fyrstu sýn hafa herða- kistil. Höfuðið var stórt, hárið hafði verið ljósjarpt, en var nú að mestu horfið. Skegghýjung hafði hann á efri vör og höku“. Engu að síður var hann „áhrifamesti og skarpskyggnasti foringi, sem verkalýðurinn hafði eignast". Þegar Hendrik Ottósson fer að segja frá Hvíta stríðinu er komið að þungamiðju þessarar bókar. Þetta er frásögn af Ólafi Frið- rikssyni og rússneska drengnum sem margir kannast við. Þetta er ekki ítarleg lýsing, en engu að síður þrungin slíkri spennu að lesandinn hrífst með. í nóvember 1921 gerðust þeir atburðir í Reykjavík sem hefðu getað leitt til byltingar, enda trúðu forystu- menn þjóðarinnar og lögreglan því að svo gæti farið. Þeir brugðust því að dæmafáu ofstæki við því að Ólafur Friðriksson héldi hlífi- skildi yfir rússneskum dreng sem var augnveikur. Engu var líkara en þeir héldu að ný Spænsk veiki myndi breiða úr sér meðal lands- manna. Það verður að segja að Ólafur Friðriksson kemur nokkuð heilsteyptur út úr lýsingu Hend- riks. Hann átti þess kost að láta alvarlega reyna á hvort grundvöll- ur væri fyrir vopnaðri valdatöku róttækra manna, en sýndi still- ingu. Þetta er að sjálfsögðu allt séð með augum Hendriks Ottós- sonar sem ekki lá á liði sínu í þessum átökum. Bókinni lýkur á klofningi í félagi jafnaðarmanna og er hann sosum skiljanlegur þegar það sem á undan er gengið er haft í huga. Ungir menn vildu afdráttarlausari stefnu en gömlu kratarnir. En það var kaldhæðni örlaganna að þrátt fyrir allt höfðu menn eins og Jón Baldvinsson rétt fyrir sér. Þeir áttuðu sig á skeik- ulleik hinnar rússnesku forystu furðu snemma. Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um það atriði er til dæmis ævisaga Guðmundar Gíslasonar Hagalíns: Þeir vita það fyrir vestan, ómetanlega heimild. ilmenni en þó breyzk-mannlegur, svo sem eðli allra stendur að einhverju leyti til. Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit var í þann tíma, sem ég fékkst nokkuð við stjórnmál á Vestfjörðum, kunnur að góðri greind og allmik- illi bókvísi og auk þess því, að hann hefði fest trú á, að hið víðlenda og fjölmenna gerzka ríki • stefndi að betri og réttlátari lífskjörum lítilmagnans vítt um veröld. Hann hefur svo nú, þegar elli hefur leikið hann ærið grátt líkamlega, fest á blöð og síðan vélritað handrit að þessari bók á svo furðulegan hátt, að það vitnar um ótrúlega hagkvæmni, sannan stálvilja og einstæða þrautseiglu sem allt sver sig í ættina til þeirra, er erjuðu þannig jarðveg- inn í eyríkinu breiðfirzka, að þar varð grundvöllur menningar, sem reyndist allri þjóðinni til nytja. Nú er öldin önnur í því ríki. Þar sem áður var jafnvel þröngbýlt, eru nú aðeins sárfáar eyjar í byggð og hin miklu og arðvænlegu hlunnindi ýmist ekki nýtt eða aðeins að nokkru leyti af fólki, sem þar er ekki lengur búsett. Er svo t.d. öld snúið, að selurinn, sem áður mettaði fjölmargt fólk, hvernig sem áraði, er að sögn að verða eitt af meindýrum landsins. Hefur því Játvarður talið seinustu forvöð að kynna frekar en orðið var þann mann, sem var einstæð- ur að manndómi og líknarlund og varð ættfaðir fjölmargra merkra karla og kvenna, sem kunn hafa orðið af margvíslegri ávöxtun breiðfirzkra erfða, þó að Játvarð- ur láti lesandanum undantekn- ingarlítið um að finna nöfn þeirra. I fyrstu leizt mér þannig á bókina, að þar væri svo mikið af víxlgengum ættartölum, að hún gæti vart orðið nema mjög ætt- forvitnum mönnum áhugaríkt les- efni. En ekki hafði ég þó lengi lesið, unz þar kom, að höfundurinn Játvarður Jökull Júlíusson skyti inn merkum lýsingum á aldarfari, fáorðum, en furðu skýr- um mannlýsingum og eftirminni- legum atburðum, en allt kemur þetta meira og minna saman í einum brennidepli, gerð og at- höfnum þess Eggerts, sem hjá samtíð sinni og raunar fleiri kynslóðum við Breiðafjörð skyggði á harmaðan ástmög að minnsta kosti flestra þeirra karla og kvenna, sem ég hafði kynni af í bernsku minni og æsku. Árið 1783 hafði Eggert Ólafsson betri byggt sér bæ í Hergilsey og flutt þangað, en þá hafði eyjan verið óbyggð i margar aldir. Egg- ert kvaddi þangað börn sín og tengdabörn, og brátt voru risnir í eyjunni fjórir bæir, og síðar urðu þeir fimm, og árið 1789 voru hvorki fleiri né færri en 47 manns búsettir í hinni löngum óbyggðu eyju. Hún var þá orðin víðkunn af þeim athöfnum landnámsmanns- ins nýja, sem hann réðst í á öðru ári búskapar sins. Þá höfðu Móðu- harðindin herjað vítt um byggðir landsins og hópar af örbjarga fólki leitaði vestur í sveitirnar við Breiðafjörð. Úrræða Eggerts hef- ur áður verið getið á prenti, en hvergi eins skýrt og í bók Ját- varðs, og leyfi ég mér að birta eftirfarandi frásögn orði til orðs, svo einstæð sem hún er og þess verð að sem flestir festi sér hana í minni: „Víða var fátækt svo mikil uppi á landi, að þar var lítil geta til að sjá fyrir örbjarga fólki. Það er altalað sannmæli frá þessum tíma, að þá hafi Eggert í Hergils- ey farið einar tvær ferðir upp á land, sagnirnar geta bæði um Reykjanes og um Skarðströnd, á áttæringi sínum, sem Hringur hét, og sótt í bæði skiptin bjargarþrota fólk, sem hafði safnazt þar saman. alls sextíu eða sjötíu manns. Fólkið flutti hann út í Odd- bjarnarsker. Þar tók hann traustataki þær verbúðir, sem stóðu auðar. Þegar þær hrukku ekki til, þá hvolfdi hann Hring til að þeir, sem afstands urðu, fengju þar skjól. Öllum sögnum ber saman um, að hann nærði þetta fólk allt eigin hendi, skammtaði því sjálfur. Hann flutti þrjár mjólkurkýr útí Oddbjarnarsker, nærði fólkið á mjólk, eggjum og fugli, auk sjávarfangs. Með hverri máltíð gaf hann hverjum stóran smjörskammt, sem hann mældi með skeið. Allir réttu við, náðu heilsu og kröftum. Jafnóðum og fólkið fékk vinnuþrek á ný, lét hann það róa til fiskjar. Þegar fram á sumarið leið, flutti hann fólkið til lands á ný og lét hvern og einn hafa með sér aflahlut sinn óskertan. Hver og einn fékk sjálf- ur að ráða hvaða hlutskipti hann kaus, hvort fólk leitaði átthag- anna á ný eða leitaði sér vista vestra." I bókinni er sagt frá ýmsu fleira, sem lýsir vel hvoru tveggja, frábærum manndómi Eggerts og svo til einstæðri líknarlund, og þó að Jón hreppstjóri, sonur hans væri ekki hans jafni, var hann föður sínum líkur að drengskap og líknsemi við lítilmagna. Var Egg- ert vissulega maður mikillar ham- ingju, en örlögin reyndust honum þó einnig ærið harðhent. Sam- gönguleiðir eyjabúa lágu um hinn „bláa Breiðafjörð", gjöfulan með afbrigðum, en um leið viðsjálan og gjarnan á að sæta færis til að taka þungbær gjöld fyrir gjafir sínar. Og þegar Eggert var að verða sjötugur, ollu sjóslys honum svo þungum hörmum, að fá dæmi eru slík í viðskiptum manna við það ægivald, sem sakir snilli hans sem sjómanns, fékk ekki náð að svipta hann sjálfan lífi. Hann lézt úr ellikröm 89 ára á þriðja dag jóla 1819. Það skal svo að lokum tekið fram, að bókin er rituð á góðu máli, sem ber blæ sérstæðrar gerðar höfundarins. Engin sambærileg verk áöur á íslenzku: Bækur allrar ff jölskyldunnar Úr horfnum heimi koma goö, jötnar og hrímþursar Ijóslifandi fram á sjónarsviöiö. Goö og garpar úr norrœnum aögnum: Hugmynd- ir hinna heiönu forfeöra okkar um sköpun heimsins, uppruna goöa og manna — og framvinduna. Meginkjarni norrænnar goöafræöi í fjörlegri frásögn og hugvitssamlega myndskreytt- ur. Soö, menn og meinvættir úr grískum sögnum: Gömlu goösagnirnar, um aldtr snar þáttur í menningarsögu Vesturlanda, færöar í aögengileg- an búning, sem höföar til nútíma lesanda. Fjölskrúöugt safn klassískra sagna, fagurlega myndskreytt. í líflegri og þróttmikilli endursögn Sigurðar A. Magnússonar. /erö kr. 8.970 WL sagaFORLAGI° Hverfisgötu 54, sími 27622, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.