Morgunblaðið - 05.12.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
39
að framan, þá eru frelsishugtökin
mörg og margvísleg. Hafi lesandi
þessarar greinar gengið eftir
Austurstræti á sólbjörtum sumar-
degi, þá fer hann vart í grafgötur
með það hvað við er átt, því að á
leiðinni milli Lækjartorgs og Von-
arstrætis hefur hann eflaust feng-
ið upp í hendurnar fleiri en eina
og fleiri en tvær uppskriftir um
það, frá velviljuðum samborgur-
um sínum, hvernig „frelsið" verði
fengið.
Kannski er nú réttast að geta
þess, að orðið frelsi og merkingar
þess koma fleirum við en þeim
einum sem um stjórnmál fjalla.
Ein grundvallarspurning nýald-
arheimspekinnar, allt til okkar
daga, er sú, hvernig í ósköpunum
það megi vera að einstaklingar
hafi frjálsan vilja, í löggengum
heimi. Svo til öll trúar- og
lífsspeki, hvaða nafni sem hún
nefnist, telur það sér til ágætis, að
höndli menn spekina, þá höndli
þeir frelsið. Því má svo síðan bæta
við, að sálfræðingar og siðferðis-
postular hafa einnig sitt að segja
um frelsið, allt eftir innblæstri og
áróðursgildi. Af þessu má sjá, að
frelsið kemur víða við. Það er ekki
einungis notað í stjórnmálaum-
ræðum, heldur er það aðalsmerki
allflestra sértrúarsafnaða.
Frelsið og marxistar
Einn er sá söfnuður, sem öðrum
fremur er athyglisverður þegar
fjallað er um frelsishugtök. En
það eru marxistar. Ég man því
miður ekki eftir einu einasta
tilfelli í gegnum árin í umræðum
mínum við marxista, eða við
lestur á skrifum þeirra, að þeir
hafi haft áhuga á því að nota orðið
frelsi í einni og óbreyttri
merkingu. Né þá heldur, að þeir
geri sér far um að skýra slíka
merkingu. Né þá heldur að þeir
rökræði á skipulagðan hátt um
hugsanlegar skilgreiningar orðs-
ins. Tilfelli af þessu tagi yrðu mér
þó eftirminnileg. Taki þeir sér
orðið í munn er alveg undir
hælinn lagt, hvar þá ber niður.
Oftast fer það algjörlega eftir því
um hvað umræðan snýst. Sé verði
að ræða um neysluþjóðfélög á
Vesturlöndum, þá hafa þeir áhuga
á frelsi undan sefjunarmætti sjón-
varpsauglýsinga. Snúist umræðan
hins vegar um markaðskerfið, þá
tala þeir um frelsi auðvaldsins til
að kúga og arðræna öreigana. Á
framboðsfundi stúdenta nú fyrir
skömmu vegna kosninga til há-
tíðarnefndar fullveldisdagsins,
kom sú afstaða fram hjá hverjum
vinstri manninum á fætur öðrum,
að orðið „frelsi" mætti fyrir alla
muni ekki skilgreina, þessi afstaða
þótti mjög furðuleg, en furðulegri
voru þó „rökin“ sem fyrir henni
voru færð, orðið frelsi má ekki
skilgreina sögðu þeir, því með
skilgreiningu væru menn að
þrengja merkingu orðsins og þar
með að draga úr sjálfu frelsinu...
Nú vill svo til, að hér er einhver
misskilningur á ferðinni, því orð
eru ekki sama og sá veruleiki sem
þau reyna að túlka. En slíka
smámuni setja marxistar ekki
fyrir sig. Hitt er svo ekki síður
athyglisvert að hafi nú marxistar
rétt fyrir sér í því, að ekki megi
skilgreina orðið frelsi (sem þeir
hafa auðvitað ekki) — þá leiðir af
því, að ekki er hægt að ræða um
frelsið af neinu viti. Það var nú
samt það sem þeir ætluðu sér, og
um frelsið ræddu þeir í gærdag.
Samkvæmt þeirra eigin kenning-
um hefur það ekki verið viturleg
umræða.
Það er út af fyrir sig íhugunar-
efni hvers vegna marxistar forð-
ast það eins og heitan eldinn að
nota orðið frelsi á skýran hátt. Ég
held að hér komi einkum tvennt til
álita.
í fyrsta lagi er þess að geta að
marxisminn er kerfisbundin
heildarafstaða. Hann er altækt og
lokað kennikerfi, og sem slíkur er
hann kennivald sem hefur áhrif á
marxista í allt öðrum skilningi en
t.d. vísindakenning hefur áhrif á
vísindamenn.
Allir heimspekitextar eru í eðli
sínu tilmæli til lesandans um það,
hvaða skoðun hann eigi að aðhyll-
ast á eðli þeirra hluta sem textinn
fjallar um. En marxísk fræði
segja lesandanum ekki einungis til
um eðli hlutanna. Þau segja hon-
um til um það hvernig hann eigi
að hugsa. Af þessum sökum gerir
franski nýheimspekingurinn
Andre Gluckmann greinarmun á
venjulegum heimspekingum, sem
segja fólki til um það hvernig þeir
telji að hlutirnir séu, og herra-
hugsuðum eins og Karli Marx,
sem segja fólki til um það, hvernig
það eigi að hugsa. Ég held að
Gluckmann hafi rétt fyrir sér, og
að sú staðreynd sé ein ástæðan
fyrir því að marxistar ræði aldrei
af viti um frelsið því frelsið er
andstætt marxismanum.
Eins og fram hefur komið, halda
frjálshyggjumenn fram kenningu
um mikilvægi frelsisins. En þeir
halda líka fram kenningu um
forsendu frelsisins. Þeir telja
m.ö.o., að frjálst markaðskerfi sé
forsenda þess, að frelsinu verði
viðhaldið. Marxistar eru yfirleitt
aldrei til umræðu um þessar
grundvallarkenningar frjáls-
hyggjunnar, enda eiga þeir ekki til
svör við þeim. I nýútkomnu stúd-
entablaði „vinstrimanna" setjast
marxistar við fótskör meistarans
og spyrja Brynjólf Bjarnason
heimspeking eftirfarandi spurn-
ingar: „Oft er því haldið fram að
frelsisskerðing hljóti óhjákvæmi-
lega að fylgja í kjölfar sameignar
á framleiðslutækjunum. Hvert er
sterkasta svar sósíalista við
slíkum röksemdum gegn sósalism-
anum?“ Var von þeir spyrðu
blessaðir? Og hver ætti að geta
svarað þeim betur en Brynjólfur
Bjarnason, sem um áratuga skeið
hefur borið höfuð og herðar yfir
aðra marxíska fræðimenn á
íslandi? Það er hins vegar athygl-
isvert, að Brynjólfur svarar alls
ekki spurningunni. Þess í stað fer
hann að tala um það, „að í kjölfar
sósíalískrar umbyltingar sé viss
frelsisskerðing fámennra hópa
óhjákvæmileg, og alveg tilgangs-
laust að neita því“. Hann bætir
síðan við síðar í svarinu: „þessir
hópar verða fljótlega einskis
megnugir og hverfa úr sögunni".
Ekki er ólíklegt að menn verði
„fljótlega einskis megnugir og
hverfi úr sögunni", verði þeir
grafnir lifandi í vinnubúðum
valdhafana, eða sendir út á haf á
ónýtum smábátum. Þess má svo
líka geta, að í mörgum tilfellum, ,
þegar gerðar hafa verið sósíalísk-
ar byltingar, þá hefur meirihluti
þjóðarinnar alls ekki staðið með
byltingarmönnum. Það má vera
fámenn þjóð þar sem meirihluti
hennar er aðeins „fámennur hóp-
ur“.
En þetta er þó ekki kjarni
málsins, heldur hitt, að hvorki
Brynjólfi Bjarnasyni né öðrum
marxistum hefur tekist að hrekja
þá kenningu frjálshyggjumanna,
að frjálst markaðskerfi sé for-
senda frelsis. Það, sem meira er,
þeir hafa sárasjaldan gert heiðar-
lega tilraun til þess.
Marxistar tala um að „afhjúpa
frelsishugtak valdastéttanna".
Þeir geta sparað sér stóryrðin, því
við frjálshyggjumenn höfum
aldrei verið í feluleik með okkar
frelsishugtak. Það eru marxistar
sem eru í feluleiknum.
I síðari greininni verður fjallað
um frelsishugtak frjálshyggjunn-
ar og dæmi tekin um annars konar
merkingar orðsins. Marxistar eiga
þá tveggja kosta völ. Þeir geta
annars vegar reynt að hafna þeirri
merkingu með rökum, sem við
leggjum í orðið frelsi. Takist þeim
það, verða þeir að svara þeim
kenningum sem frjálshyggjumenn
aðhyllast um mikilvægi frelsisins
og forsendur þess. Takist þeim
hins vegar ekki að svara þeim
kenningum svo bragð sé að, sé ég
ekki betur en að marxísk stjórn-
speki sé í öllum meginatriðum
alröng. Það er kominn tími til að
marxistar stigi fram úr frumskógi
hugtakaruglingsins og mæti til
leiks í skynsamlegum rökræðum
um stjórnmál. Við frjálshyggju-
menn kvíðum ekki þeirri viður-
eign.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655
ita best, velja
Philco. Því Philco
samstæðan er ódýrari
en samha'rilegar vélar.
Þa>r eru sterkar og endi
góðar. btíia
Almenna bókafélagið
Austurstrœti 18,
sími19707
Skemmuvegur 36,
sími 73055
og
...jafnvel á Lækjartorgi
sem er
iiiiii
„Þeir vita það fyrir vestan“, fjallar um þau 23 ár sem umsvifamest
hafa orðið í »vi Guðmundar G. Hagalíns.
Fyrst dvaldist hann 3 ár í Noregi, lifði þar fjölbreytilegu lífi og ferðaðist
víðsvegar um landiö til fyrirlestrahalds. Síðan var hann blaöamaður við Alþýðublaðið
tæp 2 ár, unz hann fluttist til ísafjarðar 1929 og þar tók hann ríkulegan þátt í bæjarlífi og
stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima.
Meginhluti bókarinnar er um ísafjarðarárin. ísafjörður var þá sterkt vígi
Alþýöuflokksins og kallaður „rauði bærinn“. Hagalín var þar einn af framámönnum
flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl..
Á þessum árum skrifaði Hagalín auk þess ýmis af meiriháttar verkum sínum,
svo sem Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Virka daga og Sögu Eldeyjar-Hjalta.
Bókin einkennist ööru fremur af lífsfjöri og kímni, og hvergi skortir á
hreinskilni.