Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 8

Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 40 Sunnudaginn 7. október sl. hélt Austur-Þýskaland (Þýska al- þýðulýðveldið) hátíðlegt 30 ára afmæli sitt. Ráðamenn þar héidu því fram að lífsafkoma þar væri betri en í mörgum vestrænum löndum. Áður en ný lög gengu í gildi sem bönnuðu samskipti við útlendinga nema með sérstöku leyfi, ferðaðist fréttaritari breska blaðsins TIIE OBSERV- ER í sex vikur um landið og ræddi við hinn almenna borgara. Ég var að lesa austur-þýska skáldsögu meðan ég beið eftir kvöldmatnum á veitingahúsi. Eft- ir að hafa lent í rifrildi við konuna sína ákveður söguhetjan að heim- sækja föður sinn sem býr í öðrum bæjarhluta. Þar sem rigning er úti verður hann að gera upp við sig hvort hann fari með sporvagnin- um eða í bílnum sínum. Fari hann í bílnum verður hann að hjóla í 15 mínútur til bílskúrsins. Ég er ennþá að velta fyrir mér þessum furðulegu vandræðum hans þegar maturinn er framreiddur og ég lendi í samræðum við austur-þýsk hjón sem sitja við borðið hjá mér. Þau eru rúmlega tvítug. Hann er framkvæmdastjóri í vélaverk- smiðju, en hún er einkaritari. Þau eru í helgarfríi á „lúksús" hóteli í borg Schillers og Goethes. „Nei, það var ekki skemmtilegt. Samlandar okkar köstuðu í okkur grjóti á landamærunum." Það var þögn. Þá sagði konan: „Okkur líkar í rauninni ekki við „vina-“ríkin. Okkur er ekki leyft að kaupa nema lítið af gjaldmiðli þeirra og jafnvel þótt við förum með mat með okkur höfum við ekki efni á að fara út á kvöldin né veita okkur neitt. „Vinirnir" vilja frekar Vestur- Þjóðverja." Hún talaði eins og hún væri að segja frá staðreyndum, — án beiskju. Ég veitti því athygli að orðið „Þýskaland" var aldrei notað í fjölmiðlum þeirra, aðeins upp- hafsstafirnir DDR (austur) og BRD (vestur). Fannst þeim þeir ennþá vera þýskir? „Auðvitað. Þú veist þó að þjóð- söngurinn okkar er aldrei sunginn hérna, bara leikinn? Það er sagt að það sé verið að skrifa nýjan texta vegna afmælisins. í gamla textanum er ein lína um „Þýska- land, sameinaða föðurlandið“.“ Þau spurðu mig hvernig mér litist á borgirnar sem ég hefði séð. Ég sagðist ekki vita það. Ég hafði séð Weimar sem var snyrti- leg og endurreist eins og allir aðrir þýskir bæir nema hvað Raddir „Það er allt og sumt sem maður getur gert við peningana," segir hann, „þegar maður hefur loksins eignast bíl og keypt húsgögn í íbúðina." „En bíllinn," segi ég, „hvers vegna skilur maður hann eftir svo að maður verður að fara 15 mínútna leið á hjóli heiman að frá sér til þess að ná í hann?“ „Það er ekki langt. Ef þú hefur beðið í 12 ár eftir að eignast bíl skilur þú hann ekki eftir úti. Allir eru að leita að bílskúrum. Náung- inn í sögunni var heppinn." Það getur kostað tíu þúsund krónur á mánuði að hafa bílskúr, þúsund krónum meira en þau borga í húsaleigu fyrir íbúðina. Ríkið greiðir húsaleiguna niður. Ég hafði verið viku í Austur- Þýskalaiidi. Fólk vildi fá að vita hvernig mér líkaði landið. Ég sagði — sem satt var — að ég væri dálítið ruglaður; stundum virtist fólkið ánægt, en stundum virtist slóðaskapurinn óbærilegur. Slóðaskapurinn barst í tal eitt kvöldið þegar ég talaði við önnur hjón sem dvöldu ásamt tveimur börnum sínum á sama hóteli og ég. „Hvers vegna fæst svona lítið í verslununum?" spurði ég. Ég gerði ráð fyrir að þau skelltu skuldinni á „skipuleggjendurna", en þau gerðu það ekki. „Vegna viðurkenningar og sam- heldni," sagði maðurinn. Viður- kenning þýddi að hljóta viður- kenningu á alþjóðavettvangi, sam- heldni að aðstoða bandamenn — Mozambique, Eþíópíu, Vietnam. Þýska alþýðulýðveldið hafði efni á hvorugu og var að ganga útflutn- ingsversluninni til húðar með við- leitni sinni í þessa átt. „Vissir þú að við eigum úthafs- fiskveiðiflota? Hann er á miðun- um árið um kring. Cuxhaven (í Vestur-Þýskalandi) er í rauninni heimahöfn hans. Þangað fer afl- inn. Sama er að segja um timbur og sement. Okkur skortir hvoru- tveggja en samt seljum við Svíum þessar vörur." Ég spurði þau hvort þau heim- sæktu önnur sósíalistaríki. „Auðvitað. Hvert annað ættum við að fara?“ „Líka til Tékkóslóvakíu? Er fólk þar ekki ennþá reitt út í ykkur vegna þátttöku ykkar ’68?“ „Það var fyrir löngu. Ég var þar reyndar. í herþjónustu.“ „Það getur ekki hafa verið skemmtilegt." leikbrúðu- landi snerti verslanirnar og ljósin. En svo voru það borgir eins og Quendlinburg þar sem ómetan- legar miðaldabyggingar voru bókstaflega að hruni komnar. „Þeir verða að bíða eftir afmæl- um,“ sagði hann. „Þegar eitthvert afmæli er endurbætum við dálítið fyrir kvikmyndatökuvélarnar, — nokkurs konar leikbrúðusýning." Þegar börnin höfðu boðið mér kurteislega góða nótt og farið í háttinn, spúrði ég þau hvort þau töluðu alltaf af svona mikilli gagnrýni þegar börnin væru við- stödd. Voru þau ekki hrædd? Hvernig var brugðist við innræt- ingu í skólum? „Þess þarf ekki,“ sagði konan. „Börnin gera það sjálf. Þau horfa á vestrænar sjónvarpsauglýs- ingar." Var þá ástæðulaus hin rótgróna hræðsla Vesturlandabúa við að í austri yrðu framleiddar margar kynslóðir af sannfærðum, ungum Marxistum? „Hafðu ekki áhyggjur. Krakk- arnir hafa bara áhuga á diskótek- um og vélhjólum." Áður en við skildum töluðum við um starf hans, sífellt strit við að verða sér úti um varahluti og efni. Hvernig fyndist honum að skipta á starfi sínu við starfsbróð- ur sinn í Vestur-Þýskalandi? Hann þagði. „Ég get unnið hans starf," sagði hann. „En gæti hann unnið mitt starf?“ í Karl-Marx-borg talaði ég við annan framkvæmdastjóra í iðn- aði, verkfræðing á þrítugs aldri, sem gat ekki hækkað í stöðu vegna þess að hann var ekki í flokknum. Hin fræga þýska vinnusemi væri dauð, sagði hann. Hin nýja skipan gerði ráð fyrir löngum matartímum og helgum sem byrj- uðu á fimmtudögum. Tilgangs- laust væri að vera að vinna þar sem þú gætir ekki eytt kaupinu þínu í neitt — nema bíla. Þess vegna þurfti að bíða í 12 ár eftir Wartburg-bíl. Iðnaðurinn væri að fara í hund- ana, bætti hann við. Varahlutir fengjust ekki og verksmiðjurnar væru gamaldags og fólkið of verkalýðssinnað. „Samt gekk ágætlega hjá okkur þar til skipunin kom. Fyrir nokkr- um árum voru við fremstir í COMECON-bandalaginu. Ban- vænt! Þeir fundu upp „efnahags- legan samruna." Deila framleiðsl- unni með öðrum, útskýrði hann. Austur-Þýskaland varð að sjá af nokkrum arðvænlegustu og þróuð- ustu iðnþáttum sínum. „Fyrirtæki mitt notaði tæki til þess að flytja jarðveg. Núna verða þau að vera pólsk — keypt fyrir beinharðan gjaldeyri auðvitað. Við smíðum ekki lengur spor- vagna. Þeir koma frá Tékkóslóv- akíu. Tékkneskir sporvagnar eru þyngri svo að við urðum að setja upp nýja teina og raflínur. Þú hefur séð litlu Barka-bílana okkar? Fyrsta flokks Combi, dálít- ið líkur Volkswagen. Þeir eyða litlu bensíni og eru mjög sterk- byggðir. 011 verksmiðjan var flutt til Rúmeníu. Þar til fyrir nokkrum árum fluttum við út lyftara til Búlgaríu. Núna verðum við að flytja þá inn, og þeir eru alltaf að bila.“ Ég hitti Manfred, 28 ára gamlan stúdent, á orgeltónleikum í dóm- kirkjunni í Freiburg. Ég spurði hann hvers vegna orðið „Þýska- land“ væri ekki í opinberu orða- bókinni. Var það til þess að láta fólk gleyma þjóðerni sínu? „Auðvitað," sagði hann. „Meðan Bonn heldur því fram að við séum í rauninni öll borgarar Vestur- Þýskalands verður því ekki breytt." Eg hélt því fram að Vestur- Þýskaland væri formlega að ætla Austur-Þjóðverjum þau örlög sem þeir byggju við létu þeir af þessari grundvallarskoðun (sem tryggir ríkisborgararétt til handa öllum Austur-Þjóðverjum sem flýja vestur yfir). „Ö'lög okkar eru staðreynd," sagði hann. „Við höfum haft 50 ár til þess að venjast þeim.“ Við töluðum um NATO. Ef Vestur-Þýskaland hefði verið hlutlaust áfram, sagði hann, gæti verið að Rússar hefðu fallist á sameiningu Þýskalands. Þeir hefðu aldrei reiknað með því að fá þýskt hérað, þá hefðu þeir aldrei látið svona stórt þýskt landssvæði af hendi við Pólland. „Hvers vegna byggðu þeir Berlínarmúrinn?" Frá Leipzig. „Til þess að stöðva flótta vinnu- aflsins," sagði hann. Ef múrnum var ætlað að stöðva flótta vinnuaflsins, hvers vegna kvörtuðu þá allir ennþá, 20 árum síðar, undan því að vinnuafl væri of lítið? „Gáfnaljósin okkar eru að reyna að komast til botns í því,“ sagði hann hlæjandi. „Þetta er víta- hringur. Vinnuafl er vandfundið, þannig að þú safnar því. Einhvern daginn gæti efnið til að vinna úr komið á réttum tíma og þá þarftu allt það vinnuafl sem þú hefur við höndina." Manfred var sannfærður um að Austur-Þjóðverjar mundu sjálfir bjarga sér og hann var ekki svartsýnn á framtíðina. Ástandið mundi lagast, sagði hann. „Sam- heldnin" mundi dreifa gáfunum og auðæfunum og „efnahagslegur samruni" mundi ekki alltaf orsaka flótta. Austur-Þýskaland mundi þróa nýjar iðngreinar sem byggð- ust á öreindatækni og þeim yrði leyft að halda... Seinna kom ég í bókabúð í Austur-Berlín. Það var óþolandi heitt. Ég bað unga afgreiðslu- stúlku að opna glugga, en þeir sátu allir fastir. Hún sagðist þegar vera komin með höfuðverk og væri orðin uppgefin áður en dagurinn byrjaði. „Það er alltof mikill hraði á öllu,“ sagði hún. Alltof mikili hraði? Eftir að hafa séð hægaganginn á öllu í Austur-Þýskalandi í 6 vikur varð ég agndofa. „Hvernig þá?“ spurði ég. „Sjáðu til?“ sagði hún. „Það byrjar með troðningnum við strætisvagninn á morgnana. Allir keppast við að komast í strætis- vagninn þangað til hann er að springa. Og svo eru það biðraðirn- ar í hverri einustu búð.“ „Það er þá greinilegt að það eru ekki nógu margar búðir," sagði ég. „Jafnvel þótt svo væri mundi ekki vera til nógu margt af- greiðslufólk. Það er ekki til nógu margt fólk.“ Ég spurði hana hvað hún og maðurinn hennar gerðu á kvöldin. „Þegar við erum heima, erum við bara heima hjá okkur. Við hittum engan. Þegar lífið byrjar aftur í öðrum borgum hefur það stöðvast hjá okkur. Ég skil hvers vegna þér finnst ekki vera hraði á hlutunum. Ég held að við sköpum þessa hraðatilfinningu sjálf. Við erum að leita að einhverju, — en hverju? Hvers vegna öll þessi læti? Verkalýðurinn er ennþá lægst settur." „Ferðastu?" spurði ég. „Ekki eftir að við eignuðumst börnin. Annað er í skóla, hitt á dagheimili. ímyndaðu þér bara, við erum að bíða eftir því að þessi börn stækki og hjálpi okkur. Skortur á vinnuafli verður fyrir hendi þangað til þessi börn byrja að vinna — eftir 5—10 ár. Þangað til verðum við öll sem vinnum að vinna á við tvo. Það fæðast nógu mörg börn, en við höfum ekki þao sem við þörfnumst til þess að ala börnin upp. Eldra barnið mitt er í 38 manna bekk. Þau læra ekkert. Og þótt þau gerðu það? Sérðu táningana á götunum? Þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þeir hafa hent öllu frá sér. Þetta er framtíðin." Þetta var að kvöldi þrítugasta afmælisins og hún var 25 ára, dóttir tveggja kommúnista sem voru stofnendur nýja Ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.