Morgunblaðið - 05.12.1979, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
Ólafur M. Jóhannesson:
Hu gleiðing vesrna tun una á iins aí
»gc o O iðugæju num“ á K ’jarva ils stöð lum
í ágætri grein í Helgarpóstin-
um á föstudaginn var, eftir
Halldór Björn Runólfsson, er
hann nefnir „Góðir gæjar“, er að
finna viðtal við fimm myndgerð-
armenn er þar sýna nú. Einn
þessara „góðu gæja“, Kristinn
Harðarson, segir sem svo í
viðtalinu að hann hafi .. alltaf
teiknað mikið —“. Síðan segir
Kristinn: „Ég teikna samt með
öðru hugarfari en áður. Það er
ekki atriði hvort myndin sé vel
teiknuð, heldur hitt hvort hún
sýni hvað sé að gerast í mynd-
inni. Ég hendi ekki teikningu
þótt hún sé illa gerð. Sýni hún
það sem ég vil að komi fram er
takmarkinu náð. Það sama gildir
um ljósmyndir mínar. Hand-
bragðið skiptir mig ekki máli.“
Þessi ummæli Kristins eru at-
hyglisverð. Hann hafnar fágun
handverksins í þágu birtingar
hugmyndarinnar. Samkvæmt
skilningi Kristins skiptir ferill-
inn að baki myndlistarverki ekki
máli. Standi þessi ummæli fyrir
nýja listastefnu, þá sker sú á
þróunarferil evrópskrar mynd-
listar. Þar hefur til skamms
tíma bilið milli iðnaðarmannsins
og myndlistarmannsins verið
heldur óljóst. Rétt eins og iðnað-
armaðurinn þurfi vissa lagni og
þekkingu til að smíða góðan stól,
var myndgerðarmanninum ætl-
að að búa yfir álíka kostum til að
geta staðið fyrir sköpun mynd-
listarverks.
Lítum á þetta í víðara sam-
hengi. Myndverk líkt og smíðis-
gripur er einn þáttur hlutveru-
leikans. Það getur einnig í ríkum
mæli verið táknmynd hins
óhlutbundna, og þar með íbúi
þess óáþreifanlega heims sem
umlykur okkur. En myndverk er
ekki aðeins einn þáttur hins
tvíeina veruleika. Það er og
virkt, mótandi afl innan hans.
Það er vegna þess að ýmislegt
„gerist" í myndverki. Þar er
sjálfstætt líf, sem krefst at-
kvæðisréttar.
Það sem „gerist" í myndverki
er árangur þess sköpunarstarfs
sem myndgerðarmaðurinn legg-
ur fram að viðbættu sköpunar-
starfi neytanda myndverksins.
Þarna kemur handbragðið inn í,
það er hluti sköpunarstarfs
myndgerðarmannsins og þar
með óaðskiljanlegt því „hvað
gerist" í myndverkinu. Sé hand-
bragð á myndverki lélegt þá
kemur það beint fram í því sem
„gerist" í myndverkinu og þar
með í huga neytanda þess. Sé
einn þáttur þess sem þarna
„gerist" gerður óábyrgur, þá er
myndgerðarmaðurinn sviptur
árbyrgð. Hann er gerður ábyrg-
ur fyrir því lífi sem hann hefir
kveikt, ekki hvernig hann hefir
kveikt það að eigin mati. í
rauninni er hann ábyrgur fyrir
hvorutveggja því það er óaðskilj-
anlegt. Sé iðnaðarmaður á sama
hátt gerður óábyrgur fyrir hand-
verki sínu þá gæti það til dæmis
þýtt, að smíðaði hann stól þá
skipti það eitt máli að þar væri
hægt að fá sér sæti. Sé þetta ný
stefna, sem hinn ágæti teiknari
Kristinn Harðarson boðar í
Helgarpóstinum á föstudaginn
var, þá ætti hún að hafa ýmsar
hliðarverkanir. Listaskólar eða
sjálfsnám yrðu óþarfir hlutir
þeim sem hygðust leggja stund á
myndgerð. Nær væri að berja
skipulega í haus slíkra manna á
kostnað ríkisins svo þeir fengju
heilahristing reglulega, eða
moka í þá fríu LSD og sleppa
þeim síðan á styrk út í þjóðfélag-
ið svo þeir næðu að koma
einhverju sköpulagi á það sem
„gerðist" í höfði þeirra. Það væri
síðan þeirra sjálfra að dæma um
hvort það sem „gerðist" í heila-
búinu kæmi fram, og flokkaðist
þar með undir list, eða eitthvað
álíka.
Heilinn er ákaflega fullkomið
tæki, á hendurnar má líta sem
framlengingu hans. Þær koma
sköpulagi á þær hugmyndir sem
í heilanum verða til. Hve vel
tekst til um samstarf hugar og
handa ræður hve nálgun hug-
myndarinnar verður mikil.
Draumur nýlistamannsins hlýt-
ur að vera að flytja hugmyndir
beint milli heila án nokkurra
hjálpartækja. Meðan slíkur
beinn flutningur er ekki mögu-
legur þá eru hendurnar að
nokkru ábyrgar fyrir hvernig
slíkt tekst. Það er annars undar-
legt, að mér kom í hug er ég
hugleiddi þessa nýju listastefnu,
sem mér virðist þarna verið að
boða, eldgömul kínversk sögn,
hún er svona.
„Einu sinni var kroppinbakur
sem hét Su. Kjálkabörð hans
voru svo sigin að þau námu
við nafla. Axlir hans lágu
hærra en höfuðið. Hárskúf-
urinn á hnakka hans vísaði
til himins. Rassinn var þar
sem rifin áttu að vera. Hann
komst bærilega af með því að
fást við saumadútl.
Þegar þegnarnir voru kall-
aðir til þegnskylduvinnu var
Su ekki valinn vegna van-
sköpunar.
Hins vegar þegar kom að
útdeilingu korns fékk hann
þrefaldan skammt."
Já, það „gerist“ margt
skrýtið í henni veröld.
SINDRA
rm
i
STALHE
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAJÁRN
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
SÍVALT JÁRN
FLATJARN
VINKILJARN
L.
FERKANTAÐ JÁRN
□
Borgartuni31 sími27222
Hestabók Iceland Review
á þýzku og sænsku
NÚ ER bókin um íslenzka hestinn,
sem Iceland Review gaf út í fyrra,
komin út á samtals fimm tungu-
málum — með dreifingu í sjö
löndum. í vikunni komu sænsk og
þýzk útgáfa á markaðinn hérlend-
is, fyrir voru ensk og dönsk auk
hinnar íslenzku. í þýzku útgáfunni
heitir bókin einfaldlega Islands-
pferde, en á sænsku: Islandshást-
en — Gudarnas hest.
„Óhætt mun að fullyrða að
engin bók um íslenzka hestinn
hafi verið gefin út á jafnmörgum
tungumálum samtímis og fengið
jafnmikla útbreiðslu. Hefur hún
hvarvetna hlotið mjög góða
dóma,“ segir í fréttatilkynningu
frá Iceland Review.
Bókin, sem á íslenzku heitir:
FÁKAR — íslenzki hesturinn í
blíðu og striðu, er skrifuð af
Sigurði A. Magnússyni og prýðir
hana mikill fjöldi litmynda, sem
teknar eru af hestinum á öllum
árstíðum.