Morgunblaðið - 05.12.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
43
í framboðshita
VOPNASKIPTI
OG VINARKYNNI
194 bls. Andrés Kristjánsson
skráði. örn og örlygur hf. 1979.
»... Hannes Pálsson frá Undir-
felli. Það nafn þekkja margir, og
þó var hann aldrei alþingismaður
eða ráðherra, aldrei stóriðjuhöld-
ur eða bankastjóri, né heldur
frægur í listum og vísindum.«
Þetta segir Andrés Kristjánsson
í formála þessarar bókar sem ber
undirtitilinn Ævifrásögn Hannes
ar Pálssonar frá Undirfelli.
Formálinn er eins og hver önnur
hátíðarræða — meinlaust glamur.
Sem betur fer lifnar yfir textanum
þegar innganginum sleppir (að því
undanskildu að höfundurinn skýt-
ur víða inn í hann óþörfum
spurningum). »... við settumst að
spjalli með segulband á milli
okkar,« segir Andrés. Og þá hefst
spjallið. Hannes var minnisstæður
persónuleiki. Og ekki ófyrirsynju
að Andrés telur upp það sem hann
ekki varð. Því Hannes var raunar
efni í það allt. Hann var einn
fjölmargra afkomenda Björns
Eysteinssonar sem lét eftir sig
eina kjarnyrtustu ævisögu aldar-
innar. Bróðir hans er Björn á
Löngumýri sem skemmti þjóðinni
í aldarfjórðung meðan hann sat á
Alþingi. Þeir, sem stóðu í bygging-
um fyrir tuttugu árum, vissu hver
Hannes Pálsson var. Hannes út-
hlutaði lánum og hafði viðtals-
tíma á kvöldin sem jafnan stóð til
morguns. Að ganga á fund hans
var eins og að fyrirhitta hrepp-
stjóra í gamla daga. Hannes
Pálsson bar nefnilega með sér
þess konar landaðalsbrag sem alla
jafna tálgast af fólki með einni
kynslóð í borg. Hann var velvilj-
aður og vildi hvers manns vanda
leysa. Einskis sýndist á vanta að
hann hefði getað orðið þingmaður
austur-húnvetninga. Nema hvað
Jón Pálmason var í fyrirstöðu með
vinsældir sínar og persónutöfra.
Þar til Björn á Löngumýri kom á
vettvang — með virkum stuðningi
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Hannesar. Frásögnin af því er heil
lexía í framboðsfræðum.
«Björn er einhver kænasti maður
sem ég þekki segir Hannes.
« Björn gaf sér jafnvel tíma til að
fara á kendirí með strákum, þegar
færi bauðst, og það mun hafa
borgað sig.« Pólitíkin er ekki
alltaf spennandi. En hún er
skemmtileg í þessari bók, meðal
annars fyrir þá sök að sögumaður
er enn í eldmóði baráttunnar
þegar hann segir söguna. Sá eld-
móður eltist aldrei af honum. Eða
svo virðist mér að minnsta kosti
mega álykta af þessum frásögnum
hans. Samvinnustefnan er leið-
arljósið, Framsóknarflokkurinn
góður, Sjálfstæðisflokkurinn
vondur. Aðrir flokkar skipta ekki
teljandi máli þar eð austur-hún-
vetningar skiptust að langmestu
leyti á milli þessara tveggja.
Kannski var einhver angi af hags-
munabaráttu með í dæminu. Hitt
leynir sér ekki að keppnissjón-
armiðið mátti sín mikils, ef til vill
mest. Þingsæti — frá sjónarhóli
bónda fyrir norðan — var æðsta
takmark sem hægt var að hugsa
sér. Og Hannes Pálsson var nú
einu sinni þannig gerður að hann
undi sér mætavel í félagsmálum,
ræðumaður góður og yfirhöfuð
frambærilegur hvar sem var.
Eins og í minnum er haft var
pólitíkin í einmenningskjördæm-
unum fyrrum oft persónulegri og
illvígari en nú gerist. Menn grófu
upp gamlar ávirðingar andstæð-
inga sinna og slettu þeim framan í
þá á fundum. Bar það hvorki vott
um verra innræti en gengur “óg
FYRIR nokkrum árum
hóf Bókaútgáfan Örn og
Örlygur útgáfu bóka-
flokks um frömuði sög-
unnar. Við allar þessar
bækur er sömu aðferð
beitt: ákveðnir þættir og
ákveðið tímabil sögunnar
kynnt út frá einhverjum
einstaklingi sem öðrum
fremur hefur breytt gangi
hennar.
„Nú er komið út sjötta
bindi þessa bókaflokks og
fjallar það um NELSON,
foltaforingjann mikla,“
segir í fréttatilkynningu
gerist né heldur þurfti það alltaf
að lýsa heift og óvináttu — þetta
var lenska. Þegar ævikvöldið nálg-
aðist gerðist það svo oft að
andstæðingarnir tókust í hendur
og sættust heilum sáttum. Þannig
var það með Hannes og Pál V. G.
Kolka sem tíðum höfðu tekist á í
kjördæminu og vegið hart hvor að
öðrum, þeir enduðu á að jafna það
með sér eins og góðum grönnum
sæmdi. (Sá er þetta ritar var
vottur að því atviki og getur því
vitnað um að rétt er með farið).
En hér ber að vísu fleira á góma
en pólitík. Vitanlega byrjar Hann-
es að lýsa uppruna sínum og fylgir
að því leyti hefðbundinni tímaröð
ævisagna. Faðir hans var for-
standsbóndi á vildisjörð. Hannes
vildiiíka verða bóndi — og varð
það — náði í heimasætuna' á
Undirfelli og jörðina með. Þegar
hann var trúlofaður þurfti hann
oft að heimsækja kærustuna eins
og ungra manna er háttur. Eitt
sinn hvarf hann frá verki þeirra
frá útgefanda. „Höfundur
þess er Roy Hattersley,
sem kunnastur er hér á
landi fyrir afskipti sín af
síðasta þorskastríði. Hér
kynnumst við nýrri hlið á
Roy Hattersley, rithöfund-
inum og sagnfræðingnum,
en hann hefur lagt stund á
stjórnmálafræði og sögu,
og virðast tök hans á þeim
efnum betri en afskipti
hanf landhelgisdeilum."
Þýðandi bókarinnar er
Jón Á. Gissurarson, en um-
sjón með íslensku útgáf-
unni hefur Örnólfur Thor-
lacius.
erinda og mun bróður hans Birni,
hafa þótt það lýsa nokkru bráð-
læti. » Þegar ég kem út albúinn til
ferðar, kemur hundgreyið hlaup-
andi og ætlar ekki að missa af
mér. En þá gefst mér á að líta.
Björn hafði þá gripið tækifærið,
meðan ég var inni, og brugðið
sauðaklippunum á hundinn, spé-
klippt hann allan, svo að ekki var
sjón að sjá hann.« Þannig var
bræðralag þeirra: glens og gaman
í bland við ötula lífsbaráttu.
Kannski hefur þessi saga forsagn-
argildi varðandi það hvernig
Björn átti síðar eftir að beita
sínum pólitísku sauðaklippum.
Um búskap Hannesar er það hins
vegar að segja að hann varð
endasleppari en til var stofnað.
Að lokum þetta: Vopnaskipti og
vinakynni er skemmtileg bók, full
af skaphita og baráttugleði auk
þeirrar húnvetnsku seiglu sem
þróast hefur með kynslóðunum í
aldanna rás í víðernum hinna
norðlensku byggða.
Frömuðir sögunnar:
Bók um Nelson flotaforingja
Gisela er um stund hrifin úr dap-
urlegu og hamingjusnauðu um-
hverfi og hvirflast inn i geislandi,
rómantískan og framandi heim,
þar sem hin fagra keisarynja
Elisabet af Austurríki ræður ríkj-
um. En hún kemst fljótt að þvi að
þessi skrautlega veröld er full af
ógnandi hættum og undirferli.
Hún kynnist einnig ástinni, Ijúf-
sárri og heitri, en jafnframt því,
að ást þarf ekki aðeins að tákna
hamingju, heldur getur hún engu
að síður borið með sér sársauka
og örvæntingu. Flótti frá ástinni
er tilgangslaus, enginn fær flúið
örlög sín, ástin sigrar ævinlega
að lokum.
/'“Tjjarbara i i
VJ’artland
Tvífari
drottningarinnar
Yasmin er dóttir þorpskennarans,
Ijóshærð og hefur fullkomna and-
litsdrætti. Hún er tónlistarkenn-
ari og á í nokkrum vanda vegna
dulrænna hæfileika. Margot er
yngri systir hennar og andstæða,
brúnhærð, ákveðin og fjörmikil.
Dallas er eftirsóttasti piparsveinn
þorpsins, Ijóshærður og íturvax-
inn, tortrygginn, þegar heiður fjöl-
skyldunnar og óöalsins er í veði.
Edward, eldri bróöir hans, er með
kolsvört augu, skapmikill og til-
litslaus.
Þetta eru söguhetjur þessararæsi-
lega spennandi sögu. Og þótt Ed-
ward væri hugprúður og snjall,
reyndist Yasmin honum snjailari.
lieyniþræöir
ásiarinnar
Rauðu ástarsögumar
Metfgít &SckrhohD
EKKJAN UNGA
Enn sem fyrr
er Karlotta
Anckarberg
fögur og hrif-
andi og eftir-
sótt af karl-
mönnum. En
hamingja
hennar er
RAUOU ÁS7ARS0GURNAR SKUGCSJÁ
unum tveim, greifanum unga og ástar-
barninu Jakob Wilhelm, sem hún eign-
aðist með fiskimanninum unga, er vakti
lifslöngun hennar og ástarþrá. Hún
stjórnar Furulundi af festu og dugnaði
og berst jafnframt fyrir að ná eignar-
haldi á Hellubæ, til að tryggja framtíð
yngri sonarins. Þetta tekst henni, en í
kjölfariö fylgir bæði sorg og gleði.
ELSE-MARIE NOHR
HAMINOJAN
HANDAN HAfllNS
Terry Smith
er ung og
fögur hjúkr-
unarkona og
nýlega laus
úr miklum
vanda. Kviö-
dómur hafði
dæmt i máli hennar, en hvorki/dæmt
hana seka né hreinsað mannorð hennar.
Og þess vegna varhún nú á leið til Ástral-
iu, — í raun var för hennar flótti, — á
skilrikjum látinnar vinkonu. En Terry veit
ekki að vinkonan var gift kona, og að
eiginmaður hennar er einmitt búsettur í
Ástralíu! Atburðir taka því fljótt aðra
stefnu en Terry Smith hafði ætlað.
Elsa var ung
og yfir sig
ástfangin af
Manfreö. En
nú var hún
óhamingju-
sömust allra,
ráðþrota,
ringluð og auðmýkt. Hvernig gat faðir
hennar verið svona harðbrjósta og farið
með hana eins og óþekkan krakka, —
hana, sem varð bráðum sautján ára og
nú þegar þroskuð og reynd kona? Og
hann hafði kallaö Manfreð monthana!
Og svo þessi ósvifni og ruddalegi skóg-
arvörður, sem hafði hætt hana og sært
svo gróf lega með óhef luöum orðum!