Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
Athugið
að simanúmeri voru hefur nú veriö breytt og er
25200.
Samband frá eigin skiptiborði kl. 8.30—17.
Eftir kl. 17:
Hraöfrystlhús og Netaverkstæðl
Hraöfrystlhús, verkstjórl
Flskverkunarstööln
Togaraafgrelösla og vélaumsjón
Hraöfrystihús, vélstjórar
Skrifstofan
Skrlfstofustjóri
Gísll Konráösson, framkv.stj.
Vllhelm Þorsteinsson, framkv.stj.
25200
25201
25202
25203
25205
25206
25207
25208
25209
Útgerðarfélag Akureyringa h/f.
Hjálmtýr Heiðdal:
Er útvarpsráð hlynnt her-
námi Vietnama í Kampútseu?
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
ARMULI 4 SIMI82275
Skrif íslenskra fjölmiðla um
málefni Kampútseu bæði fyrir og
eftir innrás og hernám Víetnama
hafa verið lágkúruleg og villandi.
Enginn af stærri fjölmiðlum
landsins hefur að eigin hvötum
birt efni sem gæti lífgað upp á
hina einhliða og villandi mynd af
atburðum í þessu hrjáða landi.
Lítið var sagt um landið fyrr en
Bandaríkjaleppurinn Lon Nol
kollvarpaði stjórn Sihanouks árið
1970. Af og til fengum við fréttir
af gangi stríðsins — en það var
ekki fyrr en eftir frelsun landsins
undan Bandaríkjaher að „press-
an“ fór að fjalla um landið að ráði.
Sú skriða sem þá fór af stað hefur
öll runnið í sama farvegi, og
hugmyndir fólks um atburði í
samræmi við umfjöllum fjölmiðl-
anna. I stuttu máli er lýsingin
svona: Rauðu khmerarnir svo köll-
uðu, undir stjórn Pol Pots, eru
einhverjir ægilegustu fjöldamorð-
ingjar og pyntingameistarar sem
veröldin hefur augum litið. Ekki
nóg með að þeir útrýmdu þjóðinni
skipulega — heldur létu þeir þá,
sem ekki var búið að slá af, vinna
myrkranna á milli, glorhungraða
og undir vopnuðu eftirliti. Lýsing-
in var svo krydduð með ýmsu
smávægilegu. T.d. var það sagt, að
allar konur væru orðnar ófrjóar af
erfiðinu, engir skólar væru til,
engin heilbrigðisþjónusta, ofl.
Að sögn okkar „óháðu", „óhlut-
drægu", „frjálslyndu" og „þjóð-
frelsissinnuðu“ fjölmiðla (allt titl-
ar sem viðkomandi fjölmiðlar
hafa valið sér sjálfir) var skipu-
lega stefnt að útrýmingu allra
landsmanna að undanskilinni
einni og hálfri milljón útvalinna
sem átti að lifa og erfa landið.
Aldrei fengum við skýringu á því
hvort þess skyldi síðan gætt að sú
tala ætti að haldast — eða hvort
þjóðinni skyldi fjölga aftur — eða
hvort áfram ætti að halda við
fækkunina niður í núll? Fjölmiðl-
um okkar er reyndar vorkunn í
þessu tilfelli þar sem sannað er að
upplýsingarnar um að þessa einu
og hálfu milljón voru falsaðar. Að
sögn þeirra sem þessar „upplýs-
ingar" lögðu fram í upphafi (í
ítölsku blaði) var þetta haft eftir
U kt. gull hálsfestar verÖfrá kr. 1000-
Kjartan Ásmundsson, gullsmíðaverkstæöi, Aðalstræti 8
Hjálmtýr Heiðdal.
Khieu Samphan, einum af æðstu
mönnum Pol Pot-stjórnarinnar.
Ýmsir hafa orðið til þess að
sýna fram á að þessi „orð“ Khieu
Samphan voru aldrei sögð. Hið
eina varðandi fólksfjölda sem ör-
ugglega er haft eftir Pol Pot-
stjórninni er hið opinbera mann-
tal 1976 (7.7 millj.) og að æskilegt
væri að þjóðinni fjölgaði í 20
milljónir á næstu árum (ræða Pol
Pots 27. sept. 1977).
Fjöldamorð skal það vera
Nú er það svo, að frásagnir
fjölmiðlanna um fjöldamorðin
hafa aldrei fengist staðfestar svo
að óyggjandi sé — þvert á móti
hafa lýsingar þeirra yfirleitt verið
hraktar eða verið sýnt fram á
vafasama meðhöndlun á möguleg-
um staðreyndum. Og hér er það
sem allt fer út um læri og maga
hjá „pressu hins siðmenntaða —
vestræna — frjálsa — heims".
Leiðréttingarnar, frásagnirnar
um vafasamar heimildir, sögur
flóttamanna sem voru þveröfugar
við þær sem blöðin birtu, og síðast
en ekki síst vitnisburður þeirra,
sem fóru um landið á árunum sem
Pol Potstjórnin ríkti í öllu land-
inu, fengust ekki birtar — eða
vöktu ekki áhuga. (Það væri t.d.
verðugt verkefni fyrir íslenska
fjölmiðla að kanna frásagnir
bandarísku blaðakonunnar Elisa-
beth Becker sem var í landinu
stuttu fyrir innrás Víetnama. Nú
hefur henni verið synjað um leyfi
til að koma til landsins af víet-
nömskum yfirvöldum — hún veit
of mikið um ástandið.
Einn fjölmiðill hérlendis hefur
þó skorið sig úr í því að gefa
einhliða mynd af atburðunum —
nefnilega sjónvarpið. Útvarpsráð
hefur, í samráði við þá starfsmenn
sem velja efni í sjónvarpið, vægast
sagt tekið einkennilgea afstöðu —
sem marka má af eftirfarandi
upptalningu:
1) Sýndur var þáttur (Umheimur-
inn) þar sem mikill hafsjór af
vafasömum fullyrðingum var bor-
inn fram sem staðreyndir.
2) Sýnd var mynd sem víetnam-
sinnaður Svíi gerði undir verdar-
væng víetnamska hernámsliðsins.
Svíi þessi, Erik Erikson, hefur lýst
víetnamska herliðinu sem frelsur-
um.
3) Sýnd er nú mynd frá breskum
fréttamönnum. Sú mynd er full af
vitleysum og beinum lygum sem
auðvelt er að sýna fram á. Þessir
menn ferðast einnig á hernumda
svæðinu og ganga svo langt að
flytja athugasemdalaust pólitísk-
ar útlistanir Víetnama og Sovét-
manna á heimsástandinu. Og í
myndinni er því lýst yfir að
víetnamska hernámsliðið séu
frelsarar Kampútseu! Mikið bull
er þar framborið um vestrænar
hjálparstofnanir, sagt er að þær
neiti Heng Samrinstjórninni um
hjálp en púkki undir „gæðinga Pol
Pots“. Hungrið er kennt Pol Pot.
Breska blaðið Guardian skrifar
þ. 2. nóv. 1979:
„Hjálparstofnanir áætla að
meir en ein milljón manns hafi
verið drepin eða soltið til bana í
Kampútseu eftir að Víetnamar —
studdir árásarsveitum — settu
upp Moskvusinnaða stjórn í
Phonm Penh.“ Þessi skoðun er
gjörlólík þeirri, sem sjónvarps-
maðurinn John Pilger (einn af
aðstandendum myndarinnar) set-
ur fram í myndinni — enda hefur
hann verið nefndur „víetnamsinn-
aður agent“ af ýmsum löndum
sínum.
4) Mynd Svíans Jan Myrdal —
sem er einn állra erlendra manna
um að hafa farið til Kampútseu á
valdatíma Sihanouks, á valdatíma
Pol Pots og loks nú nýlega eftir
víetnömsku innrásina — mynd
hans fæst ekki birt!
I mynd Myrdals kom m.a. fram,
að nóg var um smábörn, nægur
matur var á borðum, fyrrverandi
embættismenn á tíma Sihanouks
undu sumir hverjir vel hag sínum
við landbúnaðarstörf ofl. ofl. sem
gekk þvert á allar hryllingslýs-
ingarnar sem sjónvarpið vill að
við sjáum.
Fróðlegt væri að fá skýringu á
breytni útvarpsráðs. Þrír þættir
eru birtir um eina hlið málsins —
en ekki einn einasti um hina, þó
var filman með mynd Jan Myrdals
komin í hendur sjónvarpinu þegar
henni var hafnað skýringalaust!
Sjónvarpið starfar samkvæmt
sérstökum reglum um
óhlutdrægni en breytir hér þver-
öfugt við þær.
Morgunblaðið, sem ekki hlítir
þessum sérstöku reglum, hefur þó
birt bæði frásagnir Elínar Pálma-
dóttur um meinta ógnarstjórn
„Rauðu khmeranna" og frásögn
Thiounn Prasith sendiherra Pol
Potstjórnarinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum.
En einhverjir af þeim sem ráða
um dagskrá sjónvarpsins eru
ákveðnir í því að óvinir Pol
Potstjórnarinnar, hvort sem það
eru víetnamskir hernámsliðar eða
vestrænir fréttamenn skuli einir
fá að segja sina sögu í sjónvarp-
inu!
Mörgum kann að þykja að hér
sé ekki stórmál á ferðinni — og
tæplega tímabært í kosningahríð-
inni.
En málið snertir ýmsa fleti sem
mikilvægir eru fyrir hverja sjálf-
stæða þjóð og gæti gefið upplýs-
ingar um heldur brogaða umfjöll-
un fjölmiðla um ákveðið mál.
Undirritaður hefur staðið í því á
síðum nokkurra dagblaða að reyna
að draga fram veilur í frásögnum
fjölmiðlanna og krafist svara um
heimildir ofl. Uppskeran hefur
verið heldur rýr. Dálkahöfundar
og frettamenn blaða og útvarps
virðast gleypa hrátt og hafa síðan
litlar áhyggjur af framhaldinu.
í tvígang hef ég beint spurning-
um til Alþýðubandalagsins um
þetta mál — þögnin var látin duga
í bæði skiptin.
Uppruni og tilgangur
Þegar litið er á uppruna — og
jafnframt tilgang — hryllingslýs-
inganna frá stjórnartímabili Pol
Pots, hlýtur það að vekja bak-
þanka, án þess þó að það feli í sér
skýringar á öllu því sem sagt
hefur verið um landið.
I byrjun voru heimildirnar
komnar frá Bandaríkjastjórn
(skýrsla utanríkisráðuneytisins)
og áhangendum Bandaríkjalepps-
ins Lon Nol. Nú streyma sögurnar
frá víetnömsku árásaraðilunum
og leppum þeirra í Phnom Penh.
Og vert er að gefa gaum að því,
að tvisvar á þessum áratug hefur
hungur fellt tugþúsundir Kamp-
útseumanna. í fyrra skiptið var
það á valdatíma Lon Nols (band-
arískar skýrslur upplýsa að í
marsmánuði 1975 hafi 8000 manns
dáið úr hungri í Phnom Penh) og