Morgunblaðið - 05.12.1979, Qupperneq 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
vtw
\A0MGÚU
kafp/nu
Það sem við verðum að gera strax er að senda
ferðaskrifstofunni alvarlegt skammarbréf!
aí minnimáttarkennd!
BRIDGE
COSPER
Er til einhver
íslensk heimspeki?
Í Morgunblaðinu 28. ágúst 1979
birtist samtal við Guðmund Heið-
ar Frímannsson sem nýlega hefur
lokið prófi í heimspeki.
Segir þar frá námi heimspek-
ingsins og hvaða heimspekirit og
höfunda hann hefur einkum kynnt
sér.
Að lokum spyr blaðamaður: „Er
til einhver íslensk heimspeki?"
Og svarið er, að lítið fari fyrir
henni. Nefnir hann þó fáeina
íslenska heimspekinga og telur
fremsta í þeim flokki standa þá
Ágúst H. Bjarnason og Guðmund
Finnbogason, en einnig nefnir
hann Símon Jóh. Ágústsson og
Brynjólf Bjarnason. Aðra íslend-
inga nefnir hann ekki.
Ekki vil ég draga úr gildi þess,
sem þessir menn hafa haft fram
að færa í heimspekilegum efnum.
En allundarlegt finnst mér að
geta að engu þess mannsins, sem
brautryðjandi uppgötvanir hefur
gert á þessum sviðum, og í raun-
inni opnað mannlegum huga ný
svið til mjög aukins skilnings á
heimi og lífi. Þessi maður var dr.
Helgi Pjeturs, brautryðjandi nýs
skilnings í heimspeki og gerði
framúrskarandi uppgötvanir í
þeim fræðum. Má þar fyrst nefna
uppgötvun hans á eðli drauma.
Hann skildi fyrstur manna, að
draumar eru sambandseðlis, að
draumur verður ávalt vegna sam-
bands sofandans við vakandi
mann, sem stundum er íbúi ann-
ars hnattar.
Skilningurinn á eðli draumanna
varð síðar undirstaðan að frekari
ályktunum hans og uppgötvum á
sambandseðli lífsins í alheimi.
Allar síðari rannsóknir erlendra
vísindamanna á þessum sviðum
benda eindregið til þess, að hann
hafi hér haft á réttu að standa.
Ég ætla ekki að rekja hér
kenningar dr. Helga Pjeturs held-
ur aðeins að vekja athygli á því
atriði í Morgunblaðsviðtalinu við
nýútskrifaðan heimspeking, að
þar er gengið fram hjá nafni dr.
Helga Pjeturs og hinar stórmerku
kenningar hans í heimspeki og
heimsfræði þar með hunzaðar,
eins og væru þær ekki til. En þetta
er reyndar ekki í fyrsta sinn, sém
svo er gert af háskólamenntuðum
mönnum.
Ef öðruvísi væri farið að, gætu
Umsjón: Páll Bergsson
Skemmtileg spil, sem fyrir
koma i fjölskyldu eða vinahópi
gleymast venjulega fljótt. En á
alþjóðamótum fylgjast frétta-
menn vel með og sjá um, að ailt,
sem áhugavert er birtist í blöðum
og tímaritum um allan heim. Og
þá er ekki eingöngu skrifað um
glæsileg tilþrif spilaranna.
Spilið í dag er frá leik Svía og
Beigíumanna á Evrópumeistara-
mótinu í Palermo 1959. Vestur gaf
allir utan hættu.
Norður
S. Á7
H. ÁG9
T. ÁDG94
L. ÁD5
Vestur
S. D65
H. K6
T. 8
L. G876432
Suður
S. KG942
H. 43
T. K62
L. K109
Eins og sjá má eru 6 tíglar
nokkuð góður samningur á spil
norðurs og suðurs. Én í leik
þessum varð lokasamningurinn
sex spaðar, spilaðir í suður, á
báðum borðum.
Svíinn var svo heppinn, að
vestur spilaði út tíugláttu. Eftir
það hefði spilið átt að vinnast með
því að svína ekki spaða. Enda er
það rétt að farið með lit sem
þennan. Þá vinnst spilið skiptist
spaðarnir 3—3 og þegar aðeins
eitt smáspil er mað drottningu eða
tíu. Svíinn tók jú á spaðaásinn en
þegar hann spilaði aftur spaða lét
austur tíuna og freystingin varð of
mikil. Vestur tók gosann, skipti í
lauf, austur trompaði og síðan
trompaði vestur tígul. Tveir niður.
En þrátt fyrir þetta töpuðu
Svíarnir ekki á spilinu. Á hinu
borðinu doblaði austur lokasögn-
ina og norður redoblaði, lét sig
bara hafa það. Eðlilega spilaði
vestur þá út laufi, sem austur
trompaði og skipti í hjarta, kóng-
ur og ás. Eftir þetta var eðlilegt að
svína spaðanum og þá spilaði
vestur hjarta. Og þegar austur
spilaði þriðja hjartanu bætti
sagnhafi gráu ofan á svart og
trompaði með lágu. Vestur fékk
því fjórða slag varnarinnar á
trompsexið og í allt fengu Svíarnir
900 fyrir spilið.
Austur
S. 1083
H. D108752
T. 10753
L. -
i-—-———————--
-w- • "■ T > > Kftir Evelyn Anthor
Lausnargjald 1 Persiu
131
— Hann hefur ekki drepizt,
sagði hún. — Bjálfinn þinn —
þú hefðir átt að ganga úr
skugga um það.
— Þau geta ekki verið kom-
in langt, sagði Resnais. —
Ahmed er ekki einu sinni orð-
inn kaldur. Og þau geta ekki
hafa tekið bílinn — þú hlytir að
hafa heyrt það. Ef þau eru á
strandveginum náum við þeim.
Komdu i hvelli.
Peters var nú kominn til
sjálfs síns. Þegar hann heyrði
rödd Resnais þá hafði hvötin til
að gefast upp horfið. Hann
hvíslaði að Eileen að vera kyrr,
meira að segja þegar Madeleine
og Resnais voru farin upp
aftur.
— Það er alit í lagi með mig
núna, hvíslaði hann.
— Guð minn góður. sagði
Peters. — Þau sjá að hliðið er
læst og þá álykta þau að við
séum einhvers staðar á lóðinni.
Þegar þau finna okkur ekki þar
koma þau aftur og leita í
húsinu. 7
— Hvað eigum við að gera?
sagði Eileen.
— Við verðum að skjóta okk-
ur héðan, sagbði Peters. — Það
er engin önnur leið. Kannt þú
að fara með skotvopn?
— Nei, sagði hún. — Nei, ég
hef aldrei snert á byssu á
ævinni.
— Við útvegum okkur vopn,
sagði hann. — Ef þessar
sprengingar i höfðinu á mér
gætu hætt. Við verðum að fara
upp og vera snör í snúningum.
Þú verður að hjálpa mér.
Þau fóru upp þrepin, hann
hrasaði og féll við. Sársaukinn í
höfðinu var svo hræðilegur að
hann hafði aldrei getað gert sér
í hugariund að hægt væri að
afbera slíka þjáningu. Þegar
þau komu að eldhúsinu benti
hann henni að ýta á hnappinn
inn í vopnageymsluna. Peters
fór inn og rétti henni litla
byssu. Sjálfur gat hann ekki
lyft stóru Browning-38 vopninu
og skotfærin svo að hann tók
það. Hann setti handsprengju í
vasa sinn.
— Ýttu aftur á hnappinn
sagði hann og leynidyrnar lok-
uðust. Hann hallaði sér aftur
upp að veggnum, úttaugaður af
áreynslunni, sem hver hreyfing
var.
— Hvers vegna í íjáranum
fórstu ekki?
— Vegna þess ég fer ekki frá
þér, sagði Eileen. — Svo að þér
er eins gott að hætta að tala um
það.
— Þessi írska þrjózka, sagði
Peters. — Þú sérð að við getum
aldrei komist undan gangandi.
Svo að við verðum að sitja fyrir
þeim. Ég krefst þess að þú gerir
nákvæmlega eins og ég segi þér.
Ekkert þras. Við verðum að
fara niður í bílskúrinn. Við
skulum reyna að komast þang-
að meðan þau eru að leita í
kringum húsið.
Það tók óratíma, tvívegis
urðu þau að stoppa meðan hann
reyndi að harka af sér og
forðast að líða i yfirlið. Hún
horfði á hann í ólýsanlegri
angist og bað til guðs að hann
héldi meðvitund. Inni í
bilskúrnum var hvíti Rolls
Royce billinn. Resnais hafði
ekki skeytt um að setja Jaguar-
inn inn í skúrinn. Peters hallað-
ist upp að bilnum og tók
handsprengjuna úr vasa sinum.
Hann lét Eileen haía hring með
tveimur lyklum á.
— Stóri lykillinn er að aðal-
hliðinu, sagði hann. — Ég vil að
þú hlaupir þangað og Ijúkir því
upp þegar ég segi þér að gera
það. Okey?
— Meðan þú ert hér kyrr?
Og hvað ef þú líður út af, sagði
hún.
— Ég geri J)að ekki, sagði
Peters. — Mér líður skár. Eg
ætla mér að hafa þetta af. Þau
koma að bilskúrnum þegar þau
ganga aftur að húsinu. Þá ætla
ég að ráðast til atlögu. Vertu
afar gætin. Gefðu mér merki
þegar þú sérð til þeirra.
Eileen haliaði sér upp að
dyrunum. Hún hlustaði og i
fyrstu heyrði hún ekkert. Svo