Morgunblaðið - 05.12.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 05.12.1979, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 LJósm. Mbl. Kristján. John Weeks útskýrði fyrir fundarmönnum staðsetningu nýju byggingarinnar og breytingar á þróunaráætl- uninni. Landspítali: Allt undir f járveitingum og byggingariðnaði komið „AÖ hægt verði að byggja húsið og taka það i notkun eítir u.þ.b. sjö ár byggist aðallega á tvennu. í fyrsta lagi á því, hvort islenzkur byggingariðnaður er það vel í stakk búinn að geta unnið verkið á þessum tíma og í öðru lagi, og það er kannski erfiðari þátturinn, er það fjár- veitingahliðin, þ.e. hvort nægt peningastreymi verður til fram- kvæmdanna,“ sagði Bretinn John Weeks, er hann lýsti fyrirhugaðri byggingarfram- kvæmd á Landspitalalóð á fundi með starfsmönnum spítal- ans í gær. Byggingu þessari er ætlað að leysa húsnaeðisvanda- mál hinna ýmsu deilda spital- ans. John Weeks hefur á undan- förnum árum unnið í samráði við íslenzk heilbrigðisyfirvöld, húsameistara ríkisins og yfir- stjórn mannvirkjagerðar Land- spítala að þróunaráætlun fyrir mannvirkjagerð á Landspítala- lóð. Eins og komið hefur fram í viðtölum við yfirmenn heilbrigð- ismála og Landspítalans í Morg- unblaðinu að undanförnu undir heitinu „Landspitali — fram- tíðarhugmyndir" eru margar deildir spítalans illa settar — sagði John Weeks um fyrirhugaða nýbyggingu á Land- spítalalóð vegna lélegs húsnæðis og þrengsla. Fyrirhuguð bygging verður á norðanverðri lóðinni og mun tengjast aðalbyggingunni. Byggingin verður rúmir 6.000 fermetrar að stærð á þremur hæðum og verður tekin í notkun í áföngum. Gert er ráð fyrir, að í byggingunni verði skurðstofur, gjörgæzludeild og neyðarmót- taka, rannsóknarstofur í mein- efnafræði og blóðmeinafræði, miðstöð fyrir krabbameinslækn- ingar, þar með geislalækningar og endurhæfingardeild. Jafn- framt mynduðust skilyrði með tilkomu byggingarinnar fyrir aukningu annarra starfsemi spítalans eftir því sem rými losnar í eldri byggingum. Á fundinum í Landspítalanum í gær gerði John Weeks ná- kvæma grein fyrir hönnun bygg- ingarinnar. Hann sagði þróunar- áætlunina nokkuð breytta með tilkomu þessarar byggingar, en það væri ekki annað en búast mætti við í hröðum tæknifram- förum og breyttum þörfum í framhaldi af þeim. Hann sagði bygginguna hugsaða á þann veg að hægt væri að hefja fram- kvæmdir við nana með sem styztum fyirivara svo hægt væri að taka hana í notkun hið fyrsta. John Weeks var að því spurð- ur, hvenær hann reiknaði með að hægt yrði að hefjast handa, þ.e. hvenær teiknivinnu og annarri undirbúningsframkvæmd yrði lokið. Hann svaraði því til að það yrði líklega eftir u.þ.b. 12 mán- uði. Hann var einnig að því spurður, hversu háar upphæðir hann teldi að verja þyrfti til framkvæmdanna til að sá þáttur tefði ekki framkvæmdirnar. Weeks sagði, að hann teldi að svipaðri upphæð og hingað til hefði verið varið til annarra framkvæmda, þ.e. um 500 millj. á s.l. ári. Ef sú upphæð héldist óskert með tilliti til verðbólg- unnar, þá ætti að vera hægt að halda tímaáætlun. Formaður Yfirstjórnar mann- virkjagerðar á Landspítalalóð, Jónas Haralz, var einnig spurður þessarar spurningar, og hvort hann teldi líkur á að sú upphæð fengist, sem Jonh Weeks nefndi. Hann sagði, að 500 millj. kr. ættu að vera um 700 millj. kr. skv. verðgildi nú. Hann sagði það vera undir stjórnmála- mönnum komið, hvort sú upp- hæð fengist og þá einnig því að forráðamönnum Landspítalans tækist að kynna málefnið og nauðsyn byggingarinnar á full- nægjandi hátt. Það væri t.d. mikilvægt, með tilliti til heil- brigðisþjónustu á landsbyggð- inni, að það kæmi skýrt fram, að sú þjónusta, sem yrði í nýbygg- ingunni, væri sérhæfð þjónusta fyrir allt landið, sem ekki væri hægt að veita annars staðar. Nánari lýsing á þessum fyrir- huguðu framkvæmdum kemur fram í viðtali við Jónas Harals í Morgunblaðinu í næstu viku í viðtalsþættinum „Landspítali — framtíðahugmyndir". Fjölmenni var á fundinum. Hér sést hluti fundarmanna. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Baldur óskarsson: STEINARÍKI. Ljóðhús 1979. Baldur Óskarsson virðist eftir Steinaríki að dæma stefna að æ óræðara ljóðmáli þar sem orð og setningar eru líkt og véfréttir, að komast að merkingu þeirra er fáum hent. Orðið verður takmark í sjálfu sér, á sitt líf, sinn hljóm og ilm. I þessu sambandi freistumst við til að tala um innhverfan skáldskap líkt og Steinn Steinarr iðkaði í Tímanum og vatninu. Líka má nefna ljóð Stefáns Harðar Grímssonar í Hliðin á sléttunni. Hér er ekki verið að rekja áhrif, heldur skipa ljóðum Baldurs Ósk- arssonar í bókmenntalegt sam- hengi. Svif er eitt þeirra ljóða Baldurs sem minnir á skynjun milli draums og veruleika: Blunda. Grunnsævið býður skin datfs og nætur. Ég vildi kyssa langhærða stjðrnu. Ljóðið verður mynd að skoða og njóta. Sama er að segja um ljóð eins og Nótt á jörðu þar sem ort er um liðinn dag og mynd sem ekki er kölluð fram. I þessu ljóði er enn meira áberandi leikur að orðum, hljómur og hrynjandi verða allt. „Sjávardunur. — Svalgrænn him- inn. — Skugginn / blánar". Hér er jafnvel ljóðlína sem minnir á gamlan kenndakveðskap: „af dökkum barmi býður hún þér að drekka". Baldur notar stuðla víða í Steinaríki og fer það ekki ljóðum hans illa. „Þetta gerðist alltí gamla daga“ Kari Vinje: Kamilla og þjófurinn Þýðandi: Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Káputeikning og myndir: Per Illum Bókaútgáfan Salt hf. Reykjavík 1979. Kamilla og Sebastían eru vinir. Hún er átta ára stelpuhnokki sem býr með systur sinni, Soffíu, í litlu rauðu húsi, Sólarstofu, sem er í skóginum utan við Suðurbæ. For- eldrar þeirra eru dánir og Soffía vinnur fyrir þeim systrum í Suð- urbæ. Sebastían er tuttugu ára piltur „... grannvaxinn, rauð- hærður og með blá augu...“ Sebastían er eftirlýstur þjófur, en það veit Kamilla ekki fyrr en þau eru orðnir vinir. Hann er búinn að kenna henni ýmsar listir, búa til leikföng handa henni og gefa henni góðgæti, þegar hún kemst að því að hann er í rauninni hörkuþjófur, sem hefur sloppið úr fangelsi og lögreglan hefur heitið hverjum þeim verðlaunum er geti framselt hann. Höfundur tekur fram að sagan gerist í „gamla daga“. Þau sitja á „spýtnakössum", Kamilla og Seb- astían, og borða flatköku, þegar hann segir hanni, að hann sé hættur að stela. Hann vill fara í fangelsið og afplána sekt sína. Nóttina áður hafði hann lesið í myndabiblíu Kamillu og þá varð hann skyndilega Guðsbarn. Seb- astían treysti samt ekki sjálfum sér meira en svo, að hann biður Kamillu að fara til sýslumannsins og skýra honum frá þessu. Kam- illa fer og læsir Sebastían inni á meðan. Sýslumaðurinn og menn hans sækja síðan Sebastían. Kam- illa hlýtur verðlaunin, sem eru fimm þúsund krónur, og verður auk þess „hetja“ dagsins. Dagblað- ið birtir langt samtal við hana og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.