Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 3 Bókafrétt Steíngríms Saga og sex aörar nýjar bæktir Haffræðilegar aðstæður benda til að hafís gæti komið að landinu í vetur Metsölubókin: UPPREISN FRÁ MIÐJU Frá því að bók þessi kom út í Danmörku í febrúar 1978 hefur hún vakið óskipta athygli víða um heim og selst í metupplög- t- um. Höfundar hennar lýsa nýrri j? þjóðfélagsgerð og skilgreina þá I þróunarleið ýtarlega og undan- f bragðalaust. Ölafur Gíslason g þýddi DAGANA 26.—30. nóvember var ástand sjávar kannað djúpt úti af Langanesi, þ.e. á slóð hins kalda Austur-íslandsstraums. Tilgang- ur leiðangursins var meðal ann- ars að reyna að sjá fyrir hvort ís kemur upp að landinu í vetur eða vor. Leiðangursstjóri í þessum hluta leiðangurs hafrannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar var Svend-Aage Malmberg haf- fræðingur. Hann sagði í samtali við Mbl. i gær. að á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um hvort ís kæmi upp að landinu í vetur, en hins vegar bentu haf- fræðilegar forsendur til að svo gæti orðið. Þessar athuganir í lok nóvem- ber eru liður í kerfisbundnum mælingum í sjónum við landið á ýmsum árstímum. Sjórinn úti af Norður- og Norðausturlandi hefur á þessu ári verið óvenju kaldur og í samræmi við veðurfarið hér á landi síðastliðið vor og sumar. — Niðurstöðurnar nú í nóv- ember sýna þar ekki lát, sagði Svend-Aage í samtali við Mbl. — Hins vegar er of snemmt að reyna að „spá“ fyrir um hafís í vetur eða næsta vor, þó ætla megi að haffræðilegar forsendur fyrir ís séu fyrir hendi eins og er. Nánar STEINGRÍMS SAGA Sjálfsævisaga Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra Brýtur í blað í íslenskri ævisagnaritun Þegar Steingímur Steinþórsson féll frá lét hann eftir sig handrit að ævisögu sinni. Hann hélt lengst af dagbækur og byggði sögu sína á þeim. Ævisaga Steingríms er því skráð eftir heimildum sem ritaðar voru í hita baráttunnar frá degi til dags og í sögunnher ekkert undan dregið. Steingrímur er opinskár og einlægur og fjallar á þann hátt um menn og málefni að bók hans á fáar sér líkar. Hann hlífir engum og allra síst sjálfum sér. Roy Hattersley: NELSON flotaforinginn mikli Nelson er einn af mestu sæ- görpum allra tíma. Þrír miklir sigrar hans í orrustunum við Níl, Kaupmannahöfn og Trafalgar tryggðu honum frægð og þakk- læti föðurlandsins. Áhrif Nelsons á gang veraldarsög- unnar eru ótvíræð. verður fylgst með ástandinu eftir áramót og verður þá reynt að miðla ítarlegri upplýsingum um ástand og horfur en nú er hægt að gera. — Reynslan sýnir að þó haf- fræðilegar forsendur séu fyrir hendi þá þarf það ekki að þýða að ísinn komi. Við getum stundum sagt, að hann muni ekki koma ef forsendurnar eru ekki til staðar, en stundum eru þær fyrir hendi, en ísinn kemur samt ekki, þannig að varlega verður að fara í alla spádóma í þessu sambandi, sagði Svend-Aage. Þessi bók hefur á sér öll ein- kenni þeirra ritverka um hesta sem minna á bókmenntir um konur, en jafnframt talár höf- undurinn tæpitungulaust um ýmislegt sem hann telur að mætti betur fara hjá hesta- mönnum og forsvarsmönnum þeirra. STEiNGRIMS SAGA ER ÍSLENSK STÓRSAGA Hannes Pálsson frá Undirfelli VOPNASKIPTI OG VINAKYNNI Andrés Kristjánsson skráði Hannes rekur misvirðasama og margþætta lífssögu sína af mik- illi ósérhlífni, opinskáu hrein- lyndi, glöggskyggni og heiðar- leik — og án feluleiks eða tæpi- tungu um menn og málefni — einnig um sjálfan sig. Per Sundböl: ÍSLANDSPÖLITÍK DANA 1913-18 Þessi bók varpar nýju Ijósi á sjálfstæðisbaráttu (slendinga og kallar marga stjórnmálamenn fram á sjónarsviðið. Þetta er þörf bók sem á erindi við alla sem unna íslenskri sögu. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, þýddi. Jón Bjarnason frá Garðsvík: BÆNDABLÓÐ Það er þjóðlegur fróðleikur, kraftur og kitlandi kimni í bók þessa norðlenska bónda. Hann segir forkostulegar sögur af fólki og fénaði og varpar skemmtilegi Ijósi á það líf sem lifað var í landinu til skamms tíma. Örn og Örlygur Vestungötu42 s-25722 Sigurgeir Magnússon: ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM Fjörhestar- og menn Rotterdam: Olíuverð fer hækkandi OLÍUVERÐ hefur farið hækkandi á Rotterdam- markaðnum að undanförnu en það er enn talsvert lægra en í júní s.l. þegar verðið var hæst. Samkvæmt upplýsingum Arnars Guðmundssonar hjá Olís var skráð bensínverð 394.50 dollarar hvert tonn 30. nóvember, gasolíuverð var 360.50 dollarar hvert tonn og svartolíuverð var 185 dollar- ar hvert tonn. í júní fór bensínverð hæst í 412.50 dollara, gasolíuverð í 395 dollara og svartolíuverðið hæst í 142 dollara og er það því mun hærra núna. Alþýðubrauð- gerðarhúsin rifin BYGGINGARNEFND Reykja- vikur hefur samþykkt að hluta beiðni frá Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík um leyfi til að rífa byggingar á lóðunum númer 61 — 63 við Laugaveg og byggingu við Vitastíg 8, en umsögn umhverf- ismálaráðs fylgdi beiðninni. Samþykkt var að leyfa niðurrif á húsinu við Vitastíg og steinvið- byggingu við Laugaveg, en fresta skuli niðurrifi timburhússins. Á svæðinu ætlar Alþýðubrauð- gerðin að byggja nýtt hús fyrir starfsemina. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.