Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 25 Ný bók um hæstarétt andaríkj- anna vekur athygli og umræður Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Morgunblaðsins i Washington. INNAN tíðar kemur á markaðinn í Bandaríkjunum bókin „The Brethren“, eða „Bræðurnir“, eftir Bob Woodward og Scott Arm- strong, sem fjallar um starfsemi hæstaréttar Bandarikjanna á ár- unum 1969—1976. Bókin er byggð á viðtölum við tæplega 200 ónafngreinda starfsmenn dóm- stólsins og þúsundum skýrslna og minnisgreina, sem ekki hafa verið birtar fyrr. Hún greinir frá af- stöðu dómaranna til þeirra mála. sem hæstiréttur tók fyrir á þess- um sjö árum, og áliti þeirra hvers á öðrum, en þó sérstaklega for- seta réttarins, Warren E. Burger, sem Nixon Bandarikjaforseti skipaði hæstaréttardómara árið 1969. í „The Brethren" er vitnað til ræðu, sem Warren E. Burger flutti áður en hann var skipaður forseti hæstaréttar. Hann sagði: „Dóm- stóll, sem kveður upp endanlegan og óafturkallanlegan dóm, þarf meira aðhald en nckkur annar.. .í landi sem voru er engin stofnun ríkisins, eða nokkur starfsmaður hennar, hafinn yfir almenna um- ræðu.“ Telja má víst, að eftir útkomu þessarar bókar verði aðhald að og umræða um hæstarétt meira en nokkru sinni fyrr. Þar er því lýst hvaða áhrif einstaklingar og atvik hafa á dóm dómaranna, hvaða áhrif elli þeirra og sjúkdómar hafa á mótun afstöðu þeirra og vitnað til orða, sem dómarar hæstaréttar hafa látið falla um Burger, forseta réttarins, sem lýsa fullkominni vanvirðingu á honum og stjórn- leysi hæstaréttar. Fréttir af gíslunum í Iran hurfu í skuggann á forsíðu Washington Post á sunnudag og mánudag fyrir útdrætti úr „The Brethren", sem höfundar sjálfir völdu. Önnur dagblöð og vikublaðið Newsweek hafa keypt birtingarrétt og í sjón- varpsþættinum „60 minutes" á sunnudag var samtal við höfunda hennar. Bókin vekur þessa athygli vegna þess að áður hefur lítið verið skrifað um störf hæstaréttar og samskipti dómaranna níu, sem skipaðir eru af forseta fyrir lífstíð. Flutningur mála, sem yfirleitt tekur skamma stund, er eina starfsemi dómstólsins, sem fram fer fyrir opnum tjöldum. Almenn- ingur fær því yfirleitt litlar fréttir af þankagangi dómaranna eða hvernig þeir komast að niðurstöðu. „The Brethren" hefur þegar vak- ið ugg í lögfræðingastétt. Ottazt er að traust dómara á samstarfs- mönnum sínum sé rofið og að umræður um dómsmál þeirra í milli geti ekki orðið mjög opinská- ar í framtíðinni. „The Brethren" er byggð á sögusögnum og skjölum, sem aldrei voru ætluð til birtingar, og er bókin umdeild sem slík. Höfundar bókarinnar, Wood- ward og Armstrong, starfa við dagblaðið Washington Post. Bob Woodward var annar þeirra, sem komu upp um innbrotið í Water- gate þátt Hvíta hússins í því. Hann er nú einn aðstoðarritstjóra blaðsins. Armstrong er rannsókn- arblaðamaður, en hann aðstoðaði Woodward og Carl Berstein við smíði bókarinnar „The Final Days“, sem fjallaði um síðustu daga Nixons sem forseta. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 sími 25810 Tónlistar- unnendur ALTEC hatalarar draimuir um tiillkomleika Um langt árabil hefur ALTEC LANSING verið eitt skærasta Ijós í framleiðslu úrvals hátalara. Langflest leikhús, stór fjöldi studioa og ótölulegur fjöldi hljómsveita nota ein- göngu ALTEC hátalara. Nú getum við boðið yður beint frá ALTEC U.S.A. þessa úrvals hátalara í mörgum gerðum. Verið velkomin að kynnast ALTEC LANSING hátölurunum, sem þér hafið alltaf leitað að. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAOASTRÆTI 10A-SÍMI 16995 Bændur! / vetur munum við getað útvegað ELTEX, merki í lömb. ELTEX-merkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bogn- um járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX-merkin fás+ áletruð (2X4 stafir) samkvœmt pöntun, með tölu- stöfum og/eða bókstöfum. (sjá mynd) Einnig munum við eiga merkjaraðir á lager — 1—200, 1—■300, 1—400 og 1—500. Bœndur! Vinsamlega pantið merkin sem fyrst og ekki seinna en 15. janúar j980, á varahlutalager okkar.______ /S Véladeild JjO Sambandsins Ármúla3 Reykjavík Simi 38900 Romanze — dyrindisstell frá Rosenthal. Fágaö form. Því næst sem gegnsætt postulín. Romanze er árangur margra ára þróunar í efnisblöndun og framleiðsluaðferðum. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna sannkallað meistaraverk: Romanze — dýrindisstell frá Rosenthal. A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.