Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
AYATOLLAH Khomeini, trúarleiðtogi írana, greiðir atkvæði um hina nýju
stjórnarskrá landsins — samkvæmt henni er honum veitt alræðisvald til líístíðar.
Hann lýsti því yíir, að það væri heilög skylda múhameðstrúarmanna að greiða
hinni nýju stjórnarskrá atkvæði. Þó að 99,6% haíi sagt já var kjörsókn dræm og
þykir það benda til andstöðu við hina nýju stjórnarskrá.
Skærur Indver ja
og Bangladesh
Dakka, 5. desember. AP. Reuter.
BANGLADESH hefur lagt
til við Indverja að komið
verði á fundum háttsettra
manna ríkjanna tveggja
til að koma í veg fyrir átök
á landamærum ríkjanna.
Síðustu sex vikur hafa orðið þar
smáskærur. Stjórnin í Dakka hef-
ur ásakað Indverja um að hafa
með valdi ræktað korn á landi
Bangladesh. Fréttir frá Dakka
sögðu að Indverjar hefðu komið
upp virkjum en horfið yfir landa-
mærin til Indlands þegar þeir
mættu andstöðu.
Dagblað stjórnarinnar í Bangla-
desh, Dainik Bangla, sagði í dag,
að Indverjar hefðu flutt hermenn,
studda stórskotaliði til Belonia-
héraðs í Bangladesh.
Leyniskjöl
á glámbekk
Lundúnum, 5. desember. Reuter.
BREZKA varnarmálaráðu-
neytið vinnur nú ötullega að
að upplýsa hvernig leyni-
skjöl, sem fundust í gær inni i
limgerði í garði í Ipswich,
hafi komist þangað. John
nokkur Hayward keypti sér
nýlega hús í Ipswich og þegar
hann var að taka til hendinni
fann hann leyniskjölin úti í
garði.
Þessi fundur hans olli miklu
fjaðrafoki og í einu dagblaðanna í
gær var sagt að í leyniskjölunum
hefðu verið upplýsingar um alla
starfsmenn leyniþjónustunnar,
kjarnorkuleyndarmál og upplýs-
ingar um kynferðismál ýmissa
einstaklinga. Ráðuneytið hefur
vísað þessu á bug sem algjöru
bulli og sagt að innihald skjalanna
hafi enga hernaðarþýðingu.
Sjúkrahúsdvöl
keisarans dýr
Washington. New York,
5. desember. AP. Reuter.
Sjúkrahúsreikningur
Reza Pahlevi , fyrrum
íranskeisara, hljóðaði
upp á rétt tæpar 40 millj-
ónir króna að því er
dagblað í New York
skýrði frá í dag. Keisar-
inn dvaldist tæpan hálf-
an mánuð á Cornell
sjúkrahúsinu. David
Rockefeller, forseti
Chase Manhattanbank-
ans skrifaði undir reikn-
inginn og ábyrgðist
greiðslu en blaðið hafði
eftir starfsmönnum
sjúkrahússins að aðeins
helmingur upphæðarinn-
ar hefði verið greiddur.
Bandaríkin leita nú að landi,
sem vildi taka við Reza Pahlevi,
fyrrum íranskeisara, til bráða-
birgða, að því er haft var eftir
bandarískum embættismönnum
í Washington. Mexíkó hefur
meinað keisaranum að snúa aft-
ur til landsins, þar sem það væri
ekki í samræmi við hagsmuni
landsins, eins og forseti Mexíkó
orðaði það fyrir skömmu. Keis-
arinn fyrrverandi dvelst nú á
sjúkrahúsi í San Antonio í Tex-
as. Þar hafa Ku Klux Klan
samtökin farið fram á að fá að
fara í kröfugöngu ef írönskum
stúdentum verður heimilað slíkt.
Beiðni samtakanna hefur valdið
Borgarsíjóranum
sleppt í Israel
Jerúsalem, 5. desember. AP.
ÍSRAELSK stjórnvöld slepptu í
dag úr fangelsi arabíska borgar-
stjóranum Bassam Al-Shaka.
Honum var heimilað að snúa til
starfa á ný. Þessari ákvörðun var
fagnað víða í ísrael en Al-Shaka
var handtekinn eftir að hafa lýst
yfir stuðningi við PLO. Hann var
ásakaður að styðja morð Palest-
Hundrað
hermenn
kvaddir
Wittenberg, Austur-Þýzkalandi,
5. desember. AP. Reuter.
MÁLAMYNDALIÐ 100 rússneskra
hermanna og 20 skriðdreka fór
heimleiðis frá setuliðsbænum Witt-
enberg í Austur-Þýzkalandi í dag í
samræmi við tilkynningu Leonid
Brezhnevs forseta um brottflutning
sovézkra hermanna frá Austur-
Þýzkalandi.
Mikið var um dýrðir í bænum
þegar þessi fyrsti liður áætlunarinn-
ar hófst og þúsundir verkamanna og
skólanemenda mætti til að kveðja
hermennina.
Brezhnev tilkynnti 7. október í
Austur-Berlín að Rússar mundu
kalla heim um 20.000 hermenn og
1.000 skriðdreka frá Austur-Þýzka-
landi á næstu mánuðum. Austur-
Þjóðverjar vilja ekki segja hvenær
hinn hluti liðsins fer.
I Brússel sagði framkvæmdastjóri
NATO, Joseph Luns, að Rússar hefðu
tekið í notkun stöðvar eða hafið smíð
á stöðvum handa rúmlega 200 meðal-
drægum flaugum af gerðinni SS-20,
sem hver um sig bæri þrjá kjarna-
odda.
Hann fagnaði því að Rússar hefðu
hafið brottflutning 20.000 hermanna
og 1.000 skriðdreka frá Austur-
Þýzkalandi en sagði að þegar honum
lyki hefði aðeins lítið brot af gífur-
legum herafla Rússa verið flutt í
burtu.
ínuaraba í Israel. Stjórnvöld ætl-
uðu að vísa Al-Shaka úr landi en
mikil mótmælaalda refs meðal
íbúa á vesturbakka Jórdanár.
Veður
víða um heim
Akureyri -10 skýjað
Amsterdam 12 rigning
Aþena 19 heióskírt
Barcelona 15 mistur
Berlín 13 skýjaó
BrUssel 14 skýjaó
Chicago 6 skýjaó
Feneyjar 11 lóttskýjað
Frankfurt 12 heióskírt
Genf 8 heiöskírt
Helsinki 6 skýjaó
Jerúsalem 15 lóttskýjað
Jóhannesarborg 25 heidskírt
Kaupmannahöfn 8 rigning
Lae Palmas 23 léttskýjaó
Lissabon 16 heióskírt
London 13 skýjaó
Los Angeles 33 lóttskýjaó
Madríd 18 heióskírt
Malaga 15 mistur
Mallorca 16 léttskýjaó
Miami 23 skýjaó
Moskva 6 skýjaó
New York 9 heióskírt
Ósló 5 heióskírt
Paríe 14 skýjaó
Reykjavík +4 snjóél
Rio de Janeiro 35 skýjaö
Rómaborg 18 heiöskfrt
Stokkhólmur 8 skýjað
Tel Aviv 20 léttskýjaó
Tókýó 19 skýjaó
Vancouver 6 skýjað
Vínarborg 16 téttskýjaó
Um 130 féllu í um-
sátrinu um moskuna
Mohammed Reza Pahlevi fyrrverandi Iranskeisari ræðir við
bandarisku sjónvarpskonuna Barbara Walters í sjúkrahúsher-
bergi sínu í New York. Talsmaður keisarans tók myndina með
ljósmyndavél Walters en hún hafði viðtal við hann.
embættismönnum í borginni við að borgaryfirvöld banni allar
áhyggjum um að til blóðugra fjöldagöngur á meðan keisarinn
átaka kunni að koma. Búist er dvelst á sjúkrahúsinu.
Jeddah. 5. desember. AP. Reuter.
YFIRVÖLD í Saudi-Arabíu tilkynntu í dag formlega að
blóðbaðinu í moskunni helgu í Mekka væri lokið og að
um 70 uppreisnarmanna, sem tóku moskuna, hefðu
fallið og 60 hermenn. Leiðtogi uppreisnarmanna var
meðal fallinna. Hann hét Mohammed Bin Adbulla
Qahtani og var 27 ára gamall. Lík hans fannst í kjallara
moskunnar. Qahtani var lýst sem ofstækisfullum
ofsatrúarmanni. Hann hafði lýst því, að hann væri
„Mahdi“, sá sem kemur Islam til bjargar.
Hermenn stjórnarinnar í að baki uppreisnar-
Riyadh tóku um 170 gísla
og um 200 stjórnarher-
menn særðust. Yfirvöld í
Saudi-Arabíu sögðu í dag
að ekkert ríki hefði staðið
mönnum, þó meðal þeirra
hefðu verið Egyptar, Yem-
enar, Pakistanar og Ku-
waitar. Yfirvöld sögðu að
ætlun uppreisnarmanna
hefði verið að taka mosk-
una og halda síðan til
Medina, þar sem gröf
spámannsins Múhammeðs
er og taka borgina. Sagt
var að hreyfingin hefði
einungis verið trúarleg —
stjórnmálaleg barátta
hefði ekki verið meðal
markmiða þeirra.
Þeir sem voru teknir
höndum eiga yfir höfði sér
réttarhöld og búist er við
að þeir verði látnir gjalda
verka sinna með lífi sínu.
Umsátrið um moskuna
helgu í Mekka stóð í 15
daga.