Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
Morgunblaðið
óskar eftir
blaðburðarfólki
Miðbær:
Austurbær:
Hverfisgata 63—125.
Vesturbær: Úthverfi:
Hávallagata Njörvasund
Uppl. í síma 35408
fMtogttufiIfifeife
Sundlaug Grensásdeildar:
Útboð verði heim-
ilað þegar í stað
Borgarstjóm skorar á ríkisstjómina
Síðasta málið á dagskrá borg-
arstjórnarfundarins var tillaga
frá borgarfulltrúum Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Adda Bára
Sigfúsdóttir (Abl) fylgdi tillög-
unni úr hlaði. Adda sagði að nú
hefði ríkisstjórnin tilkynnt
niðurskurð á fjárveitingu til
framkvæmda við sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar. Því væri
brýnt að borgarstjórn léti frá sér
heyra og kæmi í veg fyrir að
niðurskurður þessi bitnaði á
Grensássundlauginni. Hún sagði
það höfuðatriði að verkið yrði
hafið strax enda beindist tillagan
að því að útboð yrði heimilað
þegar í stað.
Frumkvæðið
Sjálfstæðisflokksins
Þá tók til máls Albert Guð-
mundsson (S). Hann sagði að hann
teldi að allir væru sammála um
það að samþykkja þessa tillögu og
að hér væri hið brýnasta mál á
ferð. Hann taldi nauðsynlegt að sú
samstaða sem þyrfti til að hrinda
verkinu í framkvæmd yrði sköpuð
í borgarstjórn. Þá hvatti hann til
þess að borgarfulltrúar sameinuð-
ust um að reka á eftir þessu máli.
Þá gat Albert þess að hönnun
sundlaugarinnar hefði dregist allt
of lengi, en fagnaði því að hún
virtist nú loks komin á lokastig.
Að lokum minnti Albert á þá
L*J melka
Hinir sívinsælu AKKJA kuldajakkar
frá Melka eru komnir aftur. Jakkarnir eru
vatteraðir og með hettu í kraganum.
Margir litir.
Nú er Melkavetur í Herrahúsinu.
BANKASTRÆTI 7
AÐALSTRÆTI4
Adda Bára
Albert
Björgvin G.
staðreynd að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði átt frumkvæði að þessu
máli.
Frumkvæðið
á Alþingi
Þá tók til máls Björgvin Guð-
mundsson (A). Hann tók undir orð
Öddu um nauðsyn þessarar til-
lögu. Þá vék hann orðum sínum að
Albert og sagði það ekki rétt að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt
frumkvæði að þessu máli. Frum-
Frá
borgar-
stjórn
kvæðið hefði komið á Alþingi, en
þar hefðu þeir Eggert G. Þor-
steinsson, Magnús Kjartansso'n,
Jóhann Hafstein og Einar Ág-
ústsson flutt þingsályktunartil-
lögu um þetta efni.
Skoðun
Alberts staðfest
Þá tók Albert aftur til máls og
sagði að svo vel vildi til að hann
væri með umrædda þingsályktun-
artillögu. Las hann síðan úr grein-
argerðinni með tillögunni fyrir
Björgvin en í greinargerð þessari
kom fram að þingsályktunartil-
lagan byggði einmitt á samþykkt
sem gerð hafði verið í borgar-
stjórn að frumkvæði Sjálfstæðis-
flokksins.
Fleiri tóku ekki til máls um
þetta efni og var því tillagan borin
undir atkvæði. Tillagan var sam-
þykkt með 15 samhljóða atkvæð-
um.
Tillagan hljóðar svo:
Borgarstjórn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til ríkisstjórnar-
innar að þegar í stað verði heimil-
að útboð á byrjunarframkvæmd-
um við sundlaug við Grensásdeild
Borgarspítalans.
Útiseríur
Vandaöar útiseríur og litaöar perur. Hagstætt verö.
Rafver h/f.
Skeifunni 3 e. sími 82415.
TÍskusýning
Föstudag kl. 12.30—13.30
Sýningín, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum
Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiönaðar og Hótels Loftleiöa.
Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu geröir fatnaðar, sem
unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum.
Módelsamtökin sýna.
Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum.
Verið velkomin.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Sími 22322