Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 33 Bílstjór- arnir vígbúast! + ÞESSI mynd var á forsíðu eins Kaupmannahafnarblaðanna fyrir skömmu. Hér er hópur leigubilstjóra í Kaupmannahöfn, en þar hafa mjög margir þeirra gripið til þess ráðs að „vígbúast" til þess að verja hendur sínar. Þar í borg hafa leigubílstjórar orðið hastarlega fyir barðinu á ofbeldismönnum. Talsmaður leigubil- stjóranna sagði við blaðið, að bílstjórarnir ættu ekki annarra kosta völ en að hafa í bílum sinum hlaðnar skammbyssur, táragasbrúsa og hnífa, til þess að eiga í fullu tré við ofbeldismenn. Hann skýrði frá þvi að á árinu 1978 urðu 232 bilstjórar fyrir meiriháttar líkamsárásum og meiðslum og 666 biistjórum var ógnað. Um svik á ökugjaldi voru tæplega 900 tilfelii. Bílstjórarnir hafa látið i ljós mikla óánægju með meðferð slíkra árásarmála af hálfu lögreglu og dómstóla. félk í fréttum Skussaverðlaun + ÞETTA er lögreglustjórinn í danska bænum Nyborg, akandi í kassabíl. Þeir geta oft verið gamansamir Danir. Umferðar- nefndin í bænum samþykkti að færa lögreglustjóranum, Ib Pet- ersen, kassabílinn í viðurkenn- ingarskyni fyrir slælegan akst- ur, nokkurskonar skussaverð- laun. Nefndin hafði fengið tilk. um að lögreglustjórinn hefði nýlega lent í umferðaróhappi á bílnum sínum. Var það í fjórða skiptið á hálfu ári, sem Petersen lögreglustjóri lenti í klandri á bílnum. Nefndin var sammála um að óhætt væri að sleppa honum á kassabílnum. Lögreglu- stjórinn tók auðvitað sjálfur við kassabílnum með sigurbrosi á vör. Áhrifamestar vestan hafs + HEIMSALMANAKID er komið út fyrir nokkru í Bandaríkjunum fyrir árið 1980. Almanakið er mikil bók. Pappírskiljan fyrir árið 1978 var hart nær 1000 síður. Árlega velur það úr hópi kvenna í Bandaríkjunum 25 konur, sem mest áhrif hafa þar. í efstu þremur sætunum nú eru Katharin Graham (vinstri), eigandi stórblaðsins Washington Post, í öðru sæti er kvikmyndaleikkonan Jane Fonda og í þriðja sæti Rosalynn Carter forsetafrú Bandaríkjanna. Sælkera- kvöld Sælustund jyrir unnendur sannrar matargerðarlistar Þriðja sælkerakvöld vetrarins verður í okkar vinsæla Blómasal í kvöld. fimmtudagskvöld 6. desember. Nú erþað hinn þjóðkunni flugkappi AgnarKofoed Hansen flugmálastjóri. sem ræðurmat- seðlinum. Agnar er þekktur áhugamaður um matargerð og framreiðir einfalda rétti á foman og forvitnilegan hátt þar sem áhersla er lögð á gæði hráefnis og bragð. Matseðill: Perlur hafsins Sjávarréttasúpa sælkerans Logandi karfi að hætti A. K. H. Ábætir kvöldsins Kaffi. Agnar stjómar sjálfur matargerðinni í samvinnu við matreiðslu- meistara hússins. fylgist með framreiðslu og spjallar við gesti um matinn og heima og geima. Sigurður Guðmundsson leikur á orgelið. Matur framreiddur frá kl. 19. borðpantanir í símum 22321 og 22322. Pantið tímanlega. Uppselt varfyrri kvöld. Njótið ánægjunnar. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Allt í jólabaksturinn 2 kg. sykur ......kr. 570 1 kg. kókosmjöl ..kr. 1370 1 kg. rúsínur ..........kr. 1690 1 kg. egg ..............kr. 1300 1 kg. kókó .............kr. 3480 ----------------------— syrop, súkkulaði, möndlur, hnetur, púðursykur, flórsykur, dropar, marsipan og krydd í miklu úrvali. V.__________________;____y Opid föstudag kl. kl. 8 laugardag kl. 9—6 Þverbrekku 8, Kópavogi Sími 42040 og 44140 -................. ......................J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.