Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 270. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sendiráði í Líbýu lokað Washington, 5. desember. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hætti í dag starfrækslu bandaríska sendiráðsins i Tripoli og varaði við því að frekari ráðstafanir kynnu að verða gerðar ef stjórn Líbýu tæki ekki á sig fulla ábyrgð á árás múgs á byggingu sendiráðsins á sunnudag. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að starfsmönnum sendiráðsins yrði fækkað úr tólf í tvo sem mundu gæta hagsmuna Bandarikja- manna í Líbýu. Bandarískir embættismenn segja að þar sem 2.500 Banda- ríkjamenn séu í Líbýu og að Bandaríkjamenn kaupi 10% olíu- innflutnings síns frá Líbýu sé lítill stuðningur innan Bandaríkja- stjórnar við alger sambandsslit. En menn voru eindregið á því að einhverjar ráðstafanir aðrar yrði að gera til þess að aðvara Líbýu- stjórn. Leiðtogi íra segir af sér JACK LYNCH, forsætisráðherra írska lýðveldisins. tilkynnti í dag að hann ætlaði að segja af sér og kemur þar með af stað harðri baráttu í stjórnarflokknum Fianna Fail. Lynch hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir efnahagserfiðleika íra og afstöðu sina gagnvart vandamálum Norður-írlands og hyggst láta af störfum svo að Fianna Fail geti leyst vandamál sín timanlega fyrir næstu þingkosningar sem eiga að fara fram 1981 eða 1982. Þingflokkur Fianna Fail kemur saman á föstudag til að kjósa nýjan leiðtoga og búizt er við harðri baráttu milli stuðnings- manna Lynchs og Charles Haug- hey heilbrigðisráðherra. Fianna Fail vann mesta kosn- ingasigur í sögu lýðveldisins 1977, en erfiðleikarnir í efnahagsmálun- um og á Norður-írlandi hafa grafið undan áhrifum Lynch og í síðasta mánuði beið Fianna Fail ósigur í tvennum aukakosningum í Cork, þar sem hann á heima. Methiti í Evrópu London. 5. dcsember. Reuter. SUMARBLÍÐA hefur ver- ið í Evrópu í þessari viku og methiti í nokkrum lönd- um. í Sviss og Austurríki var mildasta veður sem hefur mælzt í desember í rúma öld og sumarblóm voru í blóma í hlutum Svíþjóðar. Hitinn í St. Bernharðsskarði milli Sviss og ítaliu komst í níu stig. Varað var við hættu á skóg- areldum í suðurhlíðum svissn- esku Alpanna vegna hita- bylgju. I Vín var 17,5 stiga hiti, mesti hiti sem mælzt hefur síðan 1885. A degi heilags Nikulásar í Hollandi, þegar foreldrar og börn skiptast á gjöfum, var 12 stiga hiti, en í fyrra var sex stiga frost á þessum degi. I London var 15,6 stiga hiti og í Briissel 11,7 stiga hiti. Vopnahlé samið í Rhódesíustríðinu Nokkrir þeirra sem síðast gáfust upp í stórmosk- unni í Mekka, skömmu eftir handtöku þeirra. Myndin er frá saudi-arabísku fréttastofunni. London. 5. desember. Reuter. BRETAR tilkynntu í dag að samkomulag hefði náðst í Rhódesíuvið- ræðunum sem hafa staðið í þrjá mánuði og aðeins væri eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Brezki utanríkisráðherrann. Carrington lávarður. sagði frétta- mönnum: „Þetta er sá árangur sem við höfum allir unnið að." Viðræðurnar hafa verið í hættulegri sjálfheldu í eina viku vegna kröfu skæruliðaleiðtoganna Joshua Nkomo og Robert Mugabe um verulegar breytingar á vopnahlésáætlun Breta. Síðasti þröskuldurinn var yfir- stiginn á fundi Carringtons lá- varðar og skæruliðaforingjanna. Seinna settust skæruliðarnir að samningaborði með andstæðing- um sínum, fulltrúum Salisbury- stjórnarinnar og opinber tals- maður sagði að í fyrsta sinni síðan viðræðurnar hófust 10. september hefðu Salisbury-fulltrúarnir ávarpað skæruliðana sem „bræð- ur“. Með samkomulaginu lýkur sjö ára stríði sem hefur kostað rúm Andstæðar fylkingar í átökum í borginni Qom Teheran. 5. desember. Reuter. AP. BYLTINGARVERÐIR sögðu í dag að hópar stuðningsmanna tveggja helztu trúarleiðtoga írans, Ayatollah Khomeinis og Ayatollah Kazem Shariat-Madari, hefðu átt í átökum í hinni helgu borg Qom í dag. Þeir sögðu að verðir hefðu reynt að dreifa andófsmönnum með því að skjóta út í loftið. Aðstoðarmaður Shariat-Madari sagði að skothríð hefði heyrzt eftir að stuðningsmenn Khomeinis hrópuðu „Dauði yfir Shariat-Madari" nálægt mesta helgidómi borgarinnar. Hann kvaðst hafa heyrt að vörður við heimili Shariat-Madari hefði verið skotinn til bana, en stuðningsmenn Khomeinis neituðu þvi. Stúdentarnir sem halda 50 Bandaríkjamönnum í gíslingu í bandaríska sendiráðinu höfnuðu áskorun Öryggisráðsins um að sleppa gíslunum og hótuðu aftur að leiða þá fyrir rétt ef fyrrver- andi Iranskeisari yrði ekki fram- seldur. Sáttfúsari tónn kom þó fram í Teheran-útvarpinu sem kvað samningaleiðina enn opna eftir samþykkt Öryggisráðsins. Lynch sagði á blaðamanna- fundi: „Það er augljóst að kominn er tími til að einhver með ný sjónarmið og ferska hugsun taki við forystunni í landinu." Þeir sem helzt koma til greina sem arftakar Lynch eru Haughey og George Colley, fjármálaráð- herra og varaforsætisráðherra. Einnig koma til greina Michael 0‘Kennedy utanríkisráðherra og Des 0‘Malley orkumálaráðherra. Kunnugir segja að Haughey fái 38 atkvæði í þingflokknum, og Colley 36 en átta væru óráðnir. Bandaríkjastjórn svaraði yfir- lýsingu stúdentanna með endur- tekinni viðvörun um að Írans- stjórn yrði að taka afleiðingunum ef gíslarnir yrðu leiddir fyrir rétt og sakaði írönsk yfirvöld um að láta fanga sína sæta ómannúð- legri meðferð. Walter Mondale varaforseti sakaði írani um að draga alþjóða- lög niður í svaðið með því að láta gíslana sæta ómannúðlegri með- ferð sem þekktist ekki í nokkrum siðuðum löndum til að sanna pólitískan áróður. Þessar yfirlýsingar Bandaríkja- manna marka nýja áróðursher- ferð samtímis því að spáð er að umsátrið geti staðið í nokkrar vikur enn. Þjóðaröryggisráðið ákvað í gær að fást við málið með diplómatískum ráðstöfunum dag frá degi í samræmi við samþykkt Öryggisráðsins og áskorun þess um friðsamlegar aðgerðir sam- kvæmt opinberum heimildum. Opinber talsmaður lagði hins vegar áherzlu á að Bandaríkin hefðu aldrei útilokað að beita hervaldi ef friðsamleg ráð dygðu ekki. Nítján bandarísk herskip eru nú í nánd við íran að sögn Pentagon. Bandaríska utanríkisráðuneytið brást harkalega við þeim ummæl- um í sovézka flokksmálgagninu Pravda í dag að Bandaríkin beittu „grófum hernaðarlegum og pól- itískum“ þrýstingi gegn íran. Hann kvað þau hörmuleg og sagði að Cyrus Vance utanríkisráðherra hefði tilkynnt þetta sovézka sendi- herranum Anatoly Dobrynin per- sónulega. Edward Kennedy öldungadeild- armaður hvatti í dag til ítarlegrar opinberrar umræðu í Bandaríkj- unum áður en ákveðið yrði að veita fyrrum íranskeisara varan- legt hæli, en neitaði að taka afstöðu í málinu. Þar með er kominn í ljós nýr ágreiningur hans og Carters. 20.000 mannslíf og lausn fæst á 14 ára deilu sem hófst þegar stjórn hvíta minnihlutans lýsti einhliða yfir sjálfstæði. Samkomulag hafði þegar náðst um nýja stjórnarskrá sem sviptir hvíta minnihlutann völdum og gerir ráð fyrir kosning- um sem leiða til löglegs sjálfstæð- is. Brezkur landstjóri verður lík- lega skipaður innan sólarhrings til að stjórna landinu fram að kosningum, sem líklega fara ekki fram fyrr en eftir fjóra mánuði. Landstjórinn fær til umráða 1.200 manna friðargæzlulið frá sam- veldislöndum til að aðskilja 16.000 manna her Föðurlandsfylkingar- innar og 45.000 manna liö Salis- bury-stjórnarinnar. Fastlega er gert ráð fyrir að landstjóri verði skipaður Soames lávarður, tengdasonur Sir Wins- ton Churchills heitins og gamal- reyndur stjórnmálamaður og diplómat úr Ihaldsflokknum. Árangurinn í dag náðist þegar Mugabe sagði að hann væri ánægður með fullvissanir Breta um vopnahlé. Samþykkt var að fresta umræðum um þá kröfu skæruliða að tilkynnt verði fyrir- fram um staðsetningu beggja herja eftir vopnahléð. Þetta atriði og nokkur önnur verður samið um á nokkrum dögum ög að því loknu fer fram formleg undirritun í Lancaster House þar sem ráð- stefnan fór fram. Annað sem leiddi til samkomu- lags var afdráttarlaus yfirlýsing Breta um að Suður-Afríkumenn mundu ekki geta haft herlið í Zimbabwe Rhódesíu eftir komu brezks landstjóra. Carrington lá- varður sagði að Bretar hefðu gert Suður-Afríkustjórn ljóst að engin afskipti af hennar hálfu yrðu leyfð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.