Morgunblaðið - 07.12.1979, Page 11

Morgunblaðið - 07.12.1979, Page 11
Á ALDARÁRTÍÐ JÓNS MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979 Dr. Kristján Eldjárn Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands: Mörg lönd eiga sína þjóöhetju, eins og þær eiga sér þjóðsöng og þjóðfána, menn sem öðrum fremur hafa barist fyrir frelsi lands síns, oftar en hitt með sverð í hendi. Þjóöhetjan er eitt af táknum þjóðar- innar, oft hafin upp í goösögulegt veldi. Jón Sigurösson er þjóð- hetja íslendinga. Hann varði sínu mikla þreki, lífi sínu, í baráttu fyrir rétti og frelsi íslensku þjóðarinnar, ekki með herskildi, heldxar mannviti, staöfestu, þekkingu og þrotlausu starfi. Og það er óþarfi að sveipa hann hjúpi goðsögunnar. Hins vegar leikur um hann ljómi heiðríkju, sem stafar frá stórhreinlegum persónuleika hans sjálfs og ævistarfi hans í mikilleik sínum. Þá hefur hamingjan verið hollust þessu landi, þegar hún kallaði annan eins afburðamann fram á sviðið til forustu, einmitt á þeim tíma þegar hvað mest nauðsyn var á traustum foringja. Jón Sigurðsson var réttur maður á réttum stað og tíma. Hann hafði ekki alltaf eintóman meðbyr hjá löndum sínum, einhverjir hlutu að una sér misjafnlega í skugga hans. En það yljar manni um hjartað að hugsa til þess hvernig allur þorri manna setti von sína og taust á hann. Eflaust hafði hann þá eigin- leika til að bera sem endast mættu manni til forustu með hvaða stór- þjóð sem var. En hann helgaði allar þær guðsgjafir fátæku og umkomulausu föðurlandi sínu úti í hafinu. Ef nokkur er þjóðhetja vor, þá er það hann. Vér minnumst hans ár hvert á fæðingardegi hans, þjóð- hátíðardeginum. Og vér minnumst hans nú á ártíð hans, þegar öld er liðin frá andláti hans. Það er sálxabót hverjum íslendingi að leiða sér í hug líf og starf JÓns Sigurössonar forseta. HUGSAÐ TIL JÓNS SIGURÐS- SONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.