Morgunblaðið - 08.01.1980, Qupperneq 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞRÓTTABLAÐI
5. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Innrásin í Afghanistan:
Barist með hnúum og hnefum
gegn sovéskum skriðdrekum
Kabúl, Kolsang, 7. janúar. AP.
FLÓTTAMENN frá Herat í vest-
urhluta Afghanistan hafa
streymt yfir landamærin til
írans. Þeir hafa sagt frá al-
mennri uppreisn borgarbúa Her-
at gegn sovéskum skriðdrekum.
Fólk, konur og karlar, réðst til
atlögu gegn skriðdrekunum með
hnúum og hnefum á götum borg-
arinnar. Margir Afghanar féllu
að sögn sjónarvotta. „Ilundruð
manna réðust að skriðdrekunum,
þrátt fyrir mikla skothríð. Ég
horfði á fólk klifra upp á skrið-
dreka í Chukhulahagötu í mið-
borg Herat. Og skriðdrekarnir
krömdu þá undir. sem féllu fyrir
framan þá." sagði einn flótta-
manna, bóndi að nafni Abdullah
Jan. Þúsundir flóttamanna hafa
streymt yfir landamærin til borg-
arinnar Kolsang, skammt frá
landamærunum. Afghanskir upp-
reisnarmenn hafa sagst ætla að
setja þar upp stöðvar til að herja
á sovéska hermenn.
Leiðtogar uppreisnarmanna
halda því fram, að uppreisnarmenn
hafi fellt 10 þúsund sovéska her-
menn, að því er Teheranútvarpið
skýrði frá. Diplómatar í Kabúl
halda því fram að sovéskir hermenn
í landinu séu nú um 100 þúsund og
fari fjölgandi. Flóttamenn sem hafa
komið til írans hafa sagt, að um 800
sovéskir hermenn hafi verið felldir
af múhameðskum uppreisnar-
mönnum, í Mahiparhéraði að því er
íranska fréttastofan PARS skýrði
frá og bar fyrir sig áreiðanlegar
heimildir. „Fréttir herma um heil-
aga reiði afghönsku þjóðarinnar,
sem berst með h»'úum og hnefurn,"
sagði fréttastofan.
Heilögu stríði var lýst yfir gegn
sovéska innrásarliðinu. Fréttir frá
Kabúl, sem hafa reynst áreiðan-
legar skýra frá því, að hver afghani
sem falli fyrir sovéska innrásarlið-
inu verði „heilagur píslarvottur"
Sovéskir hermenn falli víða og þá
með hnífum. í frétt sagði að tvær
sovéskar konur hefðu verið stungar
með hníf og legið í götunni í 40
mínútur áður en þær voru færðar á
sjúkrahús. Þá var skýrt frá árás
skæruliða á sex sovéska borgara í
Kabúl, fyrir utan sovéska sendiráð-
ið. Þeir voru allir stungnir til bana.
Sovéskar hersveitir mæta enn
andstöðu í að minnsta kosti fimm
héruðum í landinu, að því er
diplómatískar heimildir í Kabúl
sögðu. Heimildir sögðu að fallhlífa-
mönnum hefði verið varpað niður í
Badakhshan, í norð-austurhluta
landsins, við landamæri Pakistans
ög Kina. Uppreisnarmenn náðu á
sitt vald bænum Surkhrud, um 6
kílómetra fyrir sunnan Jalalabad en
Sovétmenn náðu bænum aftur á sitt
vald. íbúar í Jalalabad skýrðu frá
loftárásum á bæinn og stórskota-
liðsárásum. Uppreisnarmenn létu
undan síga.
SOVÉTMENN beittu í gærkvöldi
neitunarvaldi sínu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna gegn tiilögu
fimm hlutlausra rikja, um að allur
erlendur her verði á brott frá
Afghanistan. Atkvæði féllu að 13
voru með, 2 á móti. Ásamt Sovét-
mönnum greiddu A-Þjóðverjar at-
kvæði gegn tillögunni.
Yfirmenn um borð i varðskipinu Týr stóðu heiðursvörð á meðan skipsfélagar báru lík starfsbræðra sinna frá
borði um kl. 18. í gær. Ljósm mw Emiiía
Indira eftir stórfelldan kosningasigur:
„Indverjar hafa vakn-
að af vondunt draumi44
Nýju-Delhí, 7. janúar. AP.
INDIRA Gandhí vann ntikinn kosningasigur í indversku kosningun-
um. Þegar talið hafði verið í 319 kjördæmum í nótt hafði
Kongressflokkur hennar hlotið 264 þingmenn, en i neðri deild
þingsins eru 524 þingsæti. Liðlega helmingur þeirra 362 milljóna sem
voru atkvæðisbærir neyttu kosningaréttar síns. „Það er ekki
endalaust hægt að blekkja indversku þjóðina", sagði Indira Gandhí
við fréttamenn þar sem hún hélt upp á hinn mikla kosningasigur sinn
á heimili sínu i Nýju-Delhí.
Indira ræoir við irettamenn eftir
að ljóst var að Kongressflokkur
hennar vann gifurlegan kosn-
ingasigur. , Símamynd AP.
Indira, sem nú er 62 ára gömul,
var sjálf kosin á þing í Medak í
S-Indlandi. Þar hlaut hún meira
en 200 þúsund fleiri atkvæði en
keppinautur hennar. Hún var
einnig kjörin fyrir Rae Bereli í
N-Indlandi en samkvæmt kosn-
ingalögum má bjóða sig fram í 2
kjördæmum. Hún vann þar yfir-
burðasigur.
„Indverska þjóðin hefur vaknað
af vondum draumi“, sagði Indira
ennfremur og átti við stjórnartíð
Janatabandalagsins. Hún vildi
ekki skýra frá til hvaða ráða hún
hygðist grípa gegn vaxandi efna-
hagsvanda landsins. Ýmsir þeir
helstu, sem unnu með henni þegar
hún setti herlög á í landinu árið
1977, unnu og mikla sigra. Þeirra
á meðal er Sanjay, hinn umdeildi
sonur hennar. Hann hlaut kosn-
ingu í kjördæmi sínu með yfir 100
þúsund atkvæða mun.
Næst flest þingsæti hefur klofn-
ingsarmur úr Janatabandalaginu
undir forustu Charan Singh fengið
eða 16. Janatabandalagið undir
forustu Jagjivan Ram hafði hlotið
13 þingsæti sem er algjört fylgis-
hrun, en í kosningunum 1977 hlaut
Janatabandalagið 278 þingsæti.
Talningu lýkur á morgun en víðast
hafði Kongressflokkur Indiru
meirihluta þeirra atkvæða sem
talin höfðu verið.
Sjá fréttaskýringu „Endurkoma
Indiru..á bls. 14.
Afghanistan
Sjá „Amin vildi ekki þýðast
Sovétstjórnina... “ og „Við-
brögð við innrás Sovétríkj-
anna... “ í opnu. Sjá einnig
frétt „Yfir 100 þúsund sov-
éskir hermenn nú i Afghan-
istan " á bls 39.