Morgunblaðið - 08.01.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
13
Bðkmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
ÞAÐ hefur verið haft fyrir satt, að
einungis sárafá af hinum mörgu
tugum íslenzkra ljóðskálda eigi
því láni að fagna, að bækur þeirra
seljist svo vel, að ekki verði
tilfinnanlegt tap á útgáfunni. Al-
menna bókafélagið gaf til skamms
tíma út margt bóka eftir ung
ljóðskáld, en bækurnar seldust
yfirleitt svo hörmulega lítið, að
félagið gafst upp á þeirri virð-
EKKIER
YFIRLÆTIÐ
Gylfi Gröndal: Ljóð. Bókaútgáfa Fjölva. Rvík 1979
ingarverðu útgáfu. Flestir hinna
mörgu íslenzku bókaútgefenda
hafa og forðazt það sem heitan
eldinn að gefa út ljóð sín fjölrituð,
en ekki mun það hafa gefið góða
raun, enda hefur mér heyrzt, að
fólk almennt teldi fjölritaðar bæk-
ur sönnun þess, að höfundarnir
hefðu gengið bónleiðir til búðar, af
því að ljóð þeirra væru ekki þess
virði, að þau væru gefin út á
prenti ...
En nú hefur það gerzt, að
bókaútgáfa Fjölva hefur gefið út
ekki eina eða tvær, heldur sjö
ljóðabækur eftir skáld, sem eru
tiltölulega lítt kunn, og gert bæk-
urnar þannig úr garði með
myndskreytingum, að skáldin og
væntanlegir lesendur mega vel við
una, og er vonandi, að Fjölvi þurfi
ekki að hætta þessari útgáfu-
starfsemi.
Ein af hinum sjö, sem Fjölvi
hefur kostað útgáfu á, er eftir
Gylfa Gröndal, sem hefur áður
sent frá sér tvær ljóðabækur,
Náttfiðrildi 1975 og Draumljóð
um vetur 1978. Nýja bókin, sem
heitir Döggslóð, er aðeins sextíu
og tvær blaðsíður, en hefur þó að
geyma þrjátíu og þrjú órímuð ljóð.
Nokkur þeirra eru í þannig tengsl-
um við íslenzkar fornsögur, að þau
njóta sín varla nema lesandinn sé
minnugur þess, sem þau skírskota
til í sögunum. Annars er það
einkenni á þessum ljóðum skálds-
ins, hve tamt honum er látleysi og
hljóðlát íhugun, og raunar enn-
fremur, hve mjög þau vitna um þá
unun, sem hann hefur af fegurð
tóna, lita og gróanda. En eftir-
minnilegast hefur mér orðið ljóð,
sem má heita sérstætt í bókinni.
Það heitir Andlát, og þar eð það er
stutt og ég hygg, að fleirum en
mér muni þykja það haglega
formað og að nokkru nýstárlegt,
birti ég það hér sem heild:
NýlcKa lózt
að hrimili sinu
hcluKrár iildunKur
öndvcKÍsmaður
á alla lund
kla'ddur í kjólfiit
kominn mrA pípuhatt
aA fara á fund.
l>á hrinKdi síminn
svolítiA iinuKur
sukAí hann ok dustaAi
rvkkorn af löfunum:
,.Ja. hvcr cr þaA?"
..DauAinn." var svariA.
_Ék cr laxAur af staA."
Af öðrum ljóðum bókarinnar
þykja mér þessi bezt gerð: Sól-
blóm, Gróðurhús, Þrá, Kormákur
og Steingerður, Klukka, Arnarfell
og I minningu föður.
Annars held ég, að Gylfi Grön-
dal ætti oftar að snerta þann
streng á hörpu sinni, sem ómar í
ljóðinu, sem birt er í þessu
greinarkorni.
Ögmundur Kristinsson
sigraði í Grohe-mótinu
HINU árlega Grohe-
skákmóti lauk fyrir
nokkru hjá Taflfélagi
Seltjarnarness. Tefldar
voru 9 umferðir sam-
kvæmt Monrad-kerfi og
var þetta sterkasta skák-
mót, sem TS hefur haldið.
Keppendur höfðu eina
klukkustund til þess að
Ijúka skákinni.
Röð efstu manna varð
þessi:
1. Ögmundur Kristinsson
TS Vh v.
2. Magnús Sólmundarson
Mjölni 7
3. Jónas Þorvaldsson TR6Ú2
4. Harvey Georgsson TS 6
5. Hilmar Karlsson TS 5 lh
Ögmundur Kristinsson
sigraði einnig örugglega í
Grohe-hraðskákmótinu
með 17 vinninga af 18
mögulegum. Annar varð
Harvey Georgsson með
15 V2 vinning og þriðji Sól-
mundur Kristjánsson með
11 vinninga.
Vilhjálmur Þór Kjartansson
Hitastig Helga
Hálfdanarsonar
Ætli Helgi Hálfdanarson sé að
gera at í okkur með greinarkorni
sínu (Mbl. 4. jan. 1980) um
tímatalið? Nógu illa erum við
flest að okkur í stærðfræðilegri
framsetningu, ekki síst þeir sem
mest rita í dagblöð, þótt Helgi
bæti þar ekki um betur með því
að segja hvítt svart. Það þykir
mér grár leikur. Helgi tekur
dæmi úr daglegu lífi okkar til
framdráttar tímatalsreglunni
sem hann aðhyllist. Af tómum
prakkaraskap líklega, eru þessi
dæmi í ágætri mótsögn við þá
reglu og í enn betra samræmi við
regluna sem hann úthrópar.
Til þess að stráksskapur
Helga verði ekki óhörðnuðum
grunnskólanemum og blaða-
mönnum myllusteinn um háls,
ætla ég aðeins að leggja orð í
belg. I hitastigsrununni ... -2
°C, -1°C, 0°C, 1°C, 2°C ... er
viðtekin venja að tölurnar tákni
ákveðin hitastig en ekki bilin á
milli þeirra. Hitastigið 0°C er
jafn rétthátt sérhverju hinna.
Sérstaða þess felst einungis í
því, að einmitt við það hitastig
tekur áfar algengt efnasamband,
blávatn, fasaskiptum. Annað al-
gengt efni hérlendis, smjör eins
og nafni minn bar heim á
höfðinu, gerir slíkt hið sama við
hitastigið 30°C (Almanak hins
íslenska þjóðvinafélags, 1968).
Mér er þó ekki kunnugt um að
þetta hitastig hafi verið sett út
af sakramenti fyrir athæfi
smjörsins og aðeins talið mót
hitastiganna 29°c og 31 °C.
Líkt er þessu farið með tilvitn-
un Helga í mælingar á
vegalengdum. Vissulega er til-
vitnunin þó ein sér rétt sam-
kvæmt orðanna hljóðan, en hins
vegar er það háttur manna og
tækja nú á tímum að nefna ekki
né sýna lOkm fyrr en sú vega-
lengd er að baki.
Deilan um áratugaskiptin er í
sjálfu sér ekki áhugaverð. Þeir
sem vilja stytta sér stundir með
henni í skammdeginu hafa
margir haldið henni farsællega
til streitu með því að skilgreina
ekki talnakerfið sem þeir byggja
rökræðuna á, og allra best vegn-
ar þeim ef þeir nota mismunandi
talnakerfi í sömu setningunni.
Þeir sem iðka þessa skemmtan á
opinberum vettvangi verða þó að
gæta þess að fara ekki svo fínt í
gamanið, að jafnvel slælega ein-
faldar sálir haldi að verið sé að
ræða vísindi.
Nema Helga hafi verið alvara?
Ef til vi.ll er þá lausnin sú að
bæta núllta jólsveininum við þá
einn og átta sem fyrir eru?
Alltént væri þá tugurinn fylltur.
Bibliuljóð í þágu hins lif anda lífs
Jakob Jónsson frá Hrauni: Vökunætur.
Ljóð — Fjölvaútgáfa — Reykjavík 1979
Ég hef þekkt Jakob Jónsson frá
Hrauni í hvorki meira né minna
en rúma hálfa öld. Þegar ég
kynntist honum fyrst, var hann
ekki orðinn prestur, hvað þá
doktor í guðfræði. Síðar hafði ég
kynni af honum sem sóknarpresti
við Hallgrímskirkju og tryggða-
vini, sem leysti af hendi mikilvæg
prestverk fyrir mig og suma mér
nákomna. Ég fylgdist nokkuð með
samskiptum hans við skáldgyðj-
una og þóttist sjá, að hann væri
gæddur skáldgáfu,. sem fengi ekki
notið sín fyllilega vegna mikilla og
margvíslegra embættisanna. Svo
sá ég það á kápu hinna mynd-
skreyttu Vökunótta, að dr. Jakob
hefði verið sjúkur og sjúkdómur-
inn af því tæi, að hann hefði
haldið vöku fyrir klerknum, en
hins vegar leyft skáldinu að at-
hafna sig svo rækilega, að hann
hefði ort á andvökunóttum þann
ljóðaflokk, sem bókin Vökunætur
hafa að geyma. Ég taldi svo
nokkurn veginn víst, að ljóðin
væru vel rímuð og í þeim margt
viturlegt, en varla gætu þau verið
veigamikill skáldskapur, enda
skáldið aðeins sex árum yngri en
ég, sem fólk er hissa á að geti
nokkuð af viti látið frá mér fara.
Ekki efaðist ég um það, að allt í
bókinni væri ort í góðri meiningu,
en sjálfur Hallgrímur Pétursson
segir „góð meining enga gerir
stoð.“
Hver varð svo reyndin?
Fyrsta ljóðið í bókinni heitir Til
Þóru á 75 ára afmæli hennar. Það
er sem sé óður ástar og þakkar til
eiginkonunnar, sem með skáldinu
hefur lifað súrt og sætt í hálfa öld,
og vissulega hófust brúnir mínar,
þegar ég las ljóðið, því að það er
allt í senn: látlaust, innilegt og
fagurt. Það hefst þannig:
FoKur cr lindin.
som Ijómar í doKKVotum mosa.
on ÍOKurst or fljótió.
som írjóvKaói hyKKÓir svoitir
ok voitti landinu Hf.
Mildur or morKunroóinn
vió upprisu w'dar
ok onn man ók.
hvo stoinninn lifói
ok Ijómaói jdróin.
or daKur rann —
daKur þinn
ok minn.
Og þessi eru lok ljóðsins:
Nú cr mcr nrA.s vant
í olli minni.
In> finn ók oitt. som
í sór folur
allt. or soKja þarf
á þossum doKÍ:
I»óra mín. —
I»ÖKK.
Bðkmenntir
eítir GUÐMUND
G. HAGALÍN
Svo sný ég blaðinu við og les eitt
ljóðið af öðru, tuttugu og fimm eru
þau, og ég les þau öll í annað,
þriðja og fjórða sinn, þessi ljóð
sem ort eru út af textanum úr
Heilagri ritningu. Og að mér
svífur sú ómannúðlega hugsun, að
dr. Jakob Jónsson, sóknarprestur,
hefði oftar átt að liggja sjúkur,
Jakob Jónsson frá Hrauni samt
svo hress að starfað hefðu saman
að ljóðagerð heili og hjarta, yfir-
skyggð af anda spámanna og
meistarans, sem var Jóhannesi
skírara þeim mun meiri, að hann
var negldur á kross. Því að eins
dettur mér þetta miskunnarleysi í
hug gagnvart dr. Jakobi, að öllum
í þessum ljóðum hefur hann eitt-
hvað það að segja, sem er í þágu
hins lifanda lífs, þessa heims og
annars. Eitt af ljóðunum virðist
mér túlka á svo djúptækan hátt
okkar um margt válegu tíma, að
ég leyfi mér að birta það hér í
heild. Það er ort út af þessum
orðum í Markúsar guðspjalli: „Og
þeir fara út með hann og kross-
festa hann.“ Ljóðið heitir Trúar-
játning óttans:
Hví krossfostu þoir hann?
La‘risvoinarnir hruKóust
ok hilaói kjarkur postulanna.
on a*óstu prostarnir trúóu
á orósins mátt
af munni hans.
Ok krossinn varó tákn
um trúarjátninKU óttans.
som hjó í brjóstum þoirra.
— tortíminK þoss.
som þoir trúóu á.
on óttuóust.
Ljárinn þokkir líí
hinna Króandi Krasa.
myrkrió Krunar mátt
hinna lýsandi Ijósa.
þóKnin finnur kraít
hins frjálsa orós.
Haróstjórar allra alda
óttast hinn frjálsa anda.
þoir þokkja þaó moKÍn.
som moð honum býr.
Ok trúarjátninK óttans
or krossinn.
spronKjan.
fjotrarnir.
hyssan
froÍKátan.
Ok þó or krossinn hið talandi tákn
þoss orðs. som þo^nin fa*r aldroi oytt.
þoss lífs. som Ijárinn doyóir okki.
þoss Ijáss. som myrkrió slokkur okki.
þoss sannloika. som lyKÍn si^rar okki.
Ég vildi helzt birta meira /ír
þessum andvökúljóðum, en ef til
vill segja ýmsir af lesendum
mínum:
Þetta er marklaust bull tveggja
kalkaðra öldunga, annar rúmlega
hálfáttræður, hinn kominn á
níræðisaldurinn.
Amen, — það hefur það.
Hafóu samband
Skipaferðir til Isafjaröar og
Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP
*
HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR
SIMI 27100
VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA OG A-SKÁLA, DYR 2, TIL KL.1500 FÖSTUDAGA J