Morgunblaðið - 08.01.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 08.01.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1980 15 Hvað segja þeir um þjóðstjórn? „VIÐ Framsóknarmenn höfum i sjálfu sér tekið vel málaleitan Geirs um athugun á þjóðstjórn. Við teljum það vænlegra að menn þjappi sér satnan, en að aukið verði á sundrunguna," sagði Tómas Árnason, ritari Framsóknarflokksins í samtali við Mbi. í gærkvöldi. „Auðvitað verður ekkert endanlega ákvarðandi um samstarf annað en málefnin og ég geri ráð fyrir þvi, að við höldum fast i þau, eins og við erum vanir.“ Tómas sagði að efnahagsmála- nefnd Framsóknarflokksins hefði komið saman í gær.„Við vorum svona að ræða þær tillögur sem sjálfstæðismenn hafa sent okkur, en í raun liggja þær ekki svo skýrt fyrir ennþá, að hægt sé að segja af eða á um þær, til dæmis er ekki nægilega ljóst, hvernig þeir hugsa sér að afla fjár til ríkissjóðs til að bæta það upp, sem hann kæmi til með að bæta.Ég er satt að segja dálítið hissa á því, hvað það er mikil tregða hjá öðrum en okkur fram- sóknarmönnum að setja fram tillögur sem hlutlausir aðilar geta metið til árangurs, til dæmis gagnvart kaupmætti og verð- bólgustigi. Mér finnst of mikið um það að stjórnmálaflokkarnir séu hræddir við að láta almenn- ing sjá, hvað þeir nákvæmlega vilja. Það er ekkert skyndiverk að lagfæra efnahagsástandið og að mínu mati ekki skynsamlegt, að þjóta i einhverja ríkisstjórn upp á einhvern skamman tíma. Við þurfum sterka ríkisstjórn, en umfram allt þurfum við ríkis- stjórn, sem er ekki hrædd við að gera það, sem gera þarf“. „Geir vill fá að ræða við formenn allra flokkanna og ég mun mæta í fyrramálið og hlusta, svona heyra og sjá, hvernig málin standa," sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. — Luðvík kvaðst ekki á þessu stigi vilja tjá sig neitt um þjóðstjórn- armöguleika. „Ég reikna með að það sé mat Geirs eftir hans persónulegu könnun, að þetta sé líklegasti möguleikinn við ríkjandi aðstæður, en fyrst vil ég heyra meira og sjá áður en ég segi álit mitt á honum. Ég hef hins vegar ekki orðið þess var, að menn hafi svo mjög skipt um skoðanir á síðustu dögum. Hitt get ég endurtekið, að ég tel að við þurfum að fá öfluga stjórn, sem getur ráðið við landsstjórn- ina. Þá á ég ekki við með einhverjum þrðngum efnahags- ráðstöfunum, eins og alltaf er verið að tala um, heldur með víðtækum aðgerðum á efnahags- sviðinu, þar sem meðal annars atvinnumálin yrðu tekin vand- lega inn í“. „Ég hef engin plögg séð, né kannast við einhverjar sérstakar tillögur í efnahagsmálum“, sagði Lúðvík, er Mbl. spurði hann um árangur af viðræðum stjórnmála- manna að undanförnu. „Ég var nú á þingflokksfundi í dag og þar hafði enginn neinar efnahagstill- ögur sjálfstæðismanna eða út- færslu á þeim. Ég geri hins vegar frekar ráð fyrir því, að Geir leggi eitthvað slíkt fram á fundinum í fyrramálið. Mbl. spurði Lúðvík þá, hvort hann teldi að undanfarnar við- ræður Geirs við forystumenn í Alþýðubandalaginu hefðu opnað möguleika á samstarfi Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. „Ég get ekkert um það sagt“, sagði Lúðvík. “Það hefur greini- lega komið fram í skrifum, að menn telja pólitíkina nú í það mikilli sjálfheldu, að það megi ekki láta neinn möguleika óskoð- aðan. Hvað út úr því kemur, get ég engu spáð um nú.“ „Geir hefur boðað til fyrsta sameiginlega fundar formanna flokkanna fjögurra og út af fyrir sig erum við Alþýðuflokksmenn ekkert á móti slíkum fundi", sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það getur verið þannig ástand í þjóðmálunum, að það sé ekkert réttlætanlegt annað en leggja pólitíkina til hliðar, en það getur náttúrlega aldrei staðið í langan tíma. Stjórnmálamenn eru meðal annars tregir til slíks, þar sem þá yrði engin stjórnar- andstaða og slíkt kunna menn illa við í lýðræðisríki, þótt senni- legast myndi nú einhver stjórnar- andstaða skapast af hálfu ein- stakra manna í öllum flokkum". Mbl. spurði Benedikt, hvort samtöl sjálfstæðismanna og al- þýðuflokksmanna að undanförnu hefðu opnað möguleika á sam- starfi þessara flokka. Hann sagði: „Það var nú ekki fyrr en á föstudag, að við fengum svona fyrstu hugmyndir að málefna- leg'ri beinagrind að þjóðstjórn. Okkur fannst strax mikið skorta þar á og við höfum um helgina og í dag verið að ræða málin nánar við Geir og hans ráðunauta. Þannig hefur smám saman komið meiri mynd á þetta, en í raun og veru eru málin sáralítið rædd enn. Ég býst við að á þessum fyrsta sameiginlega fundi verði málin rædd nánar og að þá kunni línurnar að skýrast það mikið, að menn geti að einhverju leyti áttað sig á þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru“. Harðnandi átök á götum úti í Iran Teheran, 7. janúar. AP. ÆÐSTI fulltrúi Khomeinis í Kúrdistan hefur sagt af sér embætti og gengið í lið með Kúrdum sem krefjast þess að stjórnin í Teheran kalli heri sína frá Sanandaj, höfuðborg Kúrdistan, að því er blaðið Teheran Times skýrði frá í dag. Sagði að fulltrúinn, Hossein Shahvessi, hefði sagt af sér þar sem stjórnin hefði ekki orðið við bón hans á þá leið að byltingarverðir yrðu dregnir frá borg- mni. Síðustu dægur hafa götubardag- ar átt sér stað milli stuðnings- manna trúarleiðtoganna Khom- einis og Shariat Madaris víða um íran og í þessum átökum fórust a.m.k. 43 um helgina. Ekkert lát var á þessum illdeilum í dag og lögðu tugþúsundir stuðnings- manna Madrids eld í höfuðstöðvar byltingarsveitanna í Tabriz. Einnig hafa 35 íranir fallið í átökum við „innrásaraðila" frá írak á landamærum landanna, að því er blað Islamslýðveldisins skýrði frá í dag. Blaðið sagði að 50 innrásarmannanna hefðu særst og verið teknir fastir. Carter Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fara þess á leit við Öryggisráð SÞ að ráðið gripi þegar til efnahagslegra refsiað- gerða gegn Iran þar sem gíslarnir í sendiráðinu hafa ekki verið látnir lausir þrátt fyrir að runn- inn er út frestur sem ráðið gaf yfirvöldum í Teheran til að láta gíslana lausa. Carter átti í dag fund með Waldheim framkvæmdastjóra SÞ., en hann er nýkominn úr ferð til írans, og lýsti Waldheim þar þeirri skoðun sinni að hann efað- „AÐ mínu persónulega áliti kemur það ekki til greina að við yfirgefum ráðherrastól- ana, fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð4*, sagði Benedikt Gröndal forsætis- ráðherra, er Mbl. spurði hann í gær álits á þeim röddum, sem fram hafa komið um að ráðherrar Alþýðuflokksins tilkynntu upp úr miðjum mánuði að þeir væru hættir störfum, þótt ekki hefði þá verið mynduð ný ríkisstjórn. „Menn sem bjóða sig fram til þjónustu og landsstjórnar geta ekki gert slíkt“. Mbl. spurði Benedikt, hvort mikil skoðanaskipti hefðu átt ist um að refsiaðgerðir yrðu frek- ar til þess að gíslarnir yrðu látnir lausir. Á fundi Öryggisráðsins síðdegis skýrði Waldheim einnig frá því að embættismenn í íran vöruðu ráðið harkalega við því að grípa til efnahagslegra refsiað- gerða, þar sem það mundi einung- is gera mál gíslanna í sendiráðinu enn erfiðari. Eins og í flestum ríkjum múhammeðstrúarmanna ríkir mikill uggur vegna innrásar Sovétrikjanna i Afghanistan, og nú er það Leónid Brésneff, sem hefur tekið við hlutverki Carters Bandarikjaforseta sem skotspónn heilagrar reiði almennings í Teheran. Benedikt Gröndal forsætisráöherra: Kemur ekki til greina að starfs- stjórn hlaupi frá UMBOÐSMENN SÍBS^^m sér stað innan Alþýðuflokks- ins um þetta mál. „Ekki mér vitanlega,,, sagði hann. „Ég hygg að það séu einn eða tveir einstaklingar, sem hafa sett þetta af stað. Sjálfsagt hefur þetta borið á góma innan þingflokksins, en ég var bara viðstaddur á öðrum fundi hans í síðustu viku. Ég vil benda á, að ríkis- stjórn okkar sagði af sér 4. desember sl. og situr nú sem starfsstjórn að beiðni forseta íslands, eins og venjan er. Það er dæmalaust með öllu að ríkisstjórn sem beðin er að sitja, þar til ný tekur við, hlaupist brott frá þeim starfa." IREYKJA OG NÁGRENNI Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbegi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, simi 50045. HAPPDRÆTTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.