Morgunblaðið - 08.01.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
plior0]iwMa«3>íi^i
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjaid 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Island og
Afghanistan
Stundum er talað um að því fylgi miklir erfiðleikar fyrir litla
og vopnlausa þjóð eins og okkur íslendinga að eiga aðild að
hernaðar- og varnarsamtökum, eins og Atlantshafsbandalaginu,
og tryggja þannig öryggi landsins, því að enginn sé svo vitlaus að
fara með her á hendur öðrum löndum á þessum „friðsemdartím-
um“. Aðrir hafa risið öndverðir gegn dvöl varnarliðs frá
NATO-ríki. íslendingar hefðu að sjálfsögðu kosið að ástandið í
heiminum væri skaplegra en raun ber vitni, svo að okkur væri
óhætt að vera án varna. En mikill meirihluti þjóðarinnar heldur
fast við stefnu okkar í öryggismálum. Þeir sem hafa deilt á hana
sitja alltaf uppi rökþrota þegar staðreyndirnar blasa við. Þannig
var það í uppreisninni í Ungverjalandi og innrás Rússa og
Varsjárbandalagsins inn í Tékkóslóvakíu, svo að ófyrnd dæmi séu
nefnd. Og nú erum við enn minnt á þetta með innrás Rússa í
Afghanistan, frjálst land og óháð: eitt af þeim ríkjum, sem hafa
svo fjálglega verið nefnd hlutlaus. Morgunblaðið leyfir sér að
fullyrða að Rússum hefði aldrei dottið í hug að ráðast inn í
Afghanistan ef landið hefði verið í Atlantshafsbandalaginu, eins
og nágrannaríkið Tyrkland. Það hefði haft í för með sér
hildarleik, sem varla er unnt að nefna. En Afghanar eru ekki í
NATO. Þar er ekkert varnarlið frjálsra ríkja eins og hér á landi.
Af þeim sökum telja Rússar sér heimilt að gleypa landið og gera
það að leppríki sínu, eða jafnvel innlima það í Sovétríkin, a.m.k.
eru rúblur orðnar gjaldmiðill landsins. Þurfum við frekar vitna
við?
Af tveimur kostum munum við að sjálfsögðu fremur styrkja
öryggi okkar en veikja. Jafnvel áhrifamiklir marxistar í
Vestur-Evrópu eru þeirrar skoðunar. Þeir horfa með skelfingu
upp á útþenslustefnu heimskommúnismans. Óvarið land býður
hættunni heim. Sovézkir valdaræningjar fylla öll tómarúm í
heiminum, eins og við blasir. Það er skylda okkar að koma í veg
fyrir að slíkt tómarúm myndist á Norður-Atlantshafi, hvort sem
mönnum líkar betur eða verr. Óþægindi af dvöl erlends varnarliðs
á Islandi eru smámál miðað við þau ósköp að standa kannski einn
góðan veðurdag í sporum Afghana — og geta sjálfum sér, trúgirni
sinni, barnaskap og dómgreindarleysi um kennt. Heimsvalda-
stefna kommúnismans tekur ekki tillit til neins nema styrks og
ófyrirsjáanlegar áhættu, sem innrás fylgdi. Slík áhætta í
Afghanistan er ekki umtalsverð, að mati rússneskra kommúnista
— vegna þess að landið er hlutlaust. Rússar meta einskis
brosandi fleðulæti.
Af gefnu tilefni hefur enn einu sinni verið minnt á
höfuðástæðurnar fyrir tryggum vörnum á íslandi. Ekkert
NATO-ríki hefur orðið fórnardýr Rauða hersins og bjarnar-
hrammsins í Kreml. Allt sem menn eins og Solzhenitsyn og
Búkovskí hafa sagt um útþenslustefnu sovézkra stjórnvalda, er
rétt. Staðreyndir og söguleg rök sýna þetta svart á hvítu, æ ofan í
æ. Svokallaðir herstöðvaandstæðingar ættu því að fara að skilja
málflutning og lífsnauðsynlega öryggisstefnu íslenzkra landvarn-
armanna. Og í raun og veru ættu þeir að vera þakklátir þeim, sem
hafa hugrekki og þrek á hverju sem gengur til að tryggja
sjálfstæði lands okkar með öryggissamstarfi við önnur lýðræð-
isríki. Nema því aðeins að þeir vilji taka sömu áhættu og
Afghanar og aðrar hlutlausar þjóðir. Þó er það víst að hlutlaus
ríki eins og Júgóslavía eiga ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir. Innrás Rússa í landið væri tiltölulega áhættulaus nema
til kæmi aðstoð við júgóslavnesku þjóðina. Slík aðstoð kæmi ekki
frá öðrum en lýðræðisríkjum.
Þeir eru áreiðanlega margir hlutleysingjarnir víða um heim,
sem kysu að búa við meira öryggi en raun ber vitni og öfunda um
þessar mundir vopnlausa smáþjóð eins og íslendinga fyrir þann
grundvöll, sem á sínum tíma var lagður að þeirri öryggisstefnu,
sem við búum við. Hún er áreitnislaus fyrir aðrar þjóðir, en segir
svart á hvítu með hverjum hætti og í hvaða samfélagi við viljum
tryggja dýrkeypt sjálfstæði landsins.
Þegar slíkir atburðir gerast eins og innrás Sovétríkjanna í
Afghanistan er óhætt að fullyrða að mikill meirihluti íslenzku
þjóðarinnar er fús að taka á sig svo lengi sem nauðsyn krefur
erfiðleika af dvöl erlends varnarliðs í landinu. Stefna okkar kallar
ekki á árás, enda mundu engir nema villimenn gera árás á ísland
— heldur kemur hún í veg fyrir að nokkrum detti í hug að gera
slíka árás — ekki einu sinni villimönnum, þótt innrás í
Afghanistan þyki varla umtalsverð. Árás á ísland hefði í för með
sér heimsátök.
Á MÁLÞINGI hinna Sameinuðu þjóöa í New York hefur hver ræöumaðurinn á fætur öörum kvatt séi
í Afghanistan. Ályktunartillaga liggur fyrir samkundunni þar sem hernaðarleg íhlutun í Afghanistan
þess er krafizt aö allt erlent herliö hverfi á brott úr landinu. Enn eiga fulltrúar allmargra ríkjs
atkvæöagreiösla um hana fer fram. Stjórnir fjölmargra ríkja hafa lýst andúö sinni á háttalagi Sovétri
afstööu fáeinna ríkja.
Viöbrögö viö innrás Sovétríkjanna í Afghanistan:
„í nafni verkalýðs og I
aðrar stéttabaráttu se
Sovéskir bryndrekar og flutningabilar — Sovétmenn hafa náð á sitt vald
öllum helstu samgönguleiðum i Afghanistan.
Frakkland
Franski utanríkisráðherrann,
Francois-Poncet, segir að Frakkar
muni greiða atkvæði ályktun þar
sem krafizt verði tafarlauss
brottflutnings Sovét-hersins frá
Afghanistan. Hins vegar muni
Frakkar ekki beita Sovétríkin
efnahagsþvingunum, þar sem
slíkar ráðstafanir kunni að verða
til þess að eyðileggja „Détente"-
stefnuna og magna fjandskap
milli austurs og vesturs.
Bretland
Bretar háfa, eins og allflestar
aðildarþjóðir NATO, fordæmt
innrás Sovétríkjanna í Afganistan
mjög eindregið, og hefur brezka
stjórnin látið þau boð berast til
stjórnarinnar í Kreml að óskað sé
eftir því að fyrirhugaðri heimsókn
Gromykos utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna til Bretlands verði af-
lýst. Bretar hafa lýst velþóknun
sinni á ráðstöfunum Bandaríkja-
stjórnar vegna innrásarinnar og
segja að því miður geti þeir ekki
gripið til jafnæskilegra ráðstaf-
ana þar sem viðskipti þeirra við
Sovétríkin geti ekki minni verið.
Hafa Bretar hvatt þau NATO-ríki,
sem verzla við Sovét, til að fara að
dæmi Bandaríkjanna.
Egyptaland
Sadat Egyptalandsforseti hefur
lýst því yfir að hann ætli að reka
langflesta af 40 sovézkum dipló-
mötum og tækniráðgjöfum, sem
dveljast í landinu. Hann útilokar
ekki þann möguleika að vegna
innrásarinnar í Afganistan finni
Egyptar sig knúna til að rjúfa öll
tengsl sín við Sovétríkin. Þá hefur
Sadat ákveðið að boða til leiðtoga-
fundar Arabaríkjanna, hugsan-
lega í Kaíró, í þeim tilgangi að
samræma andstöðuna gegn Sov-
étríkjunum. Á fundi forystu-
manna flokks síns í Aswan um
helgina kvaðst Sadat reiðubúinn
að bjóða fram aðstoð við þjálfun
og hervæðingu afganskra upp-
reisnarsveita, auk þess sem hann
kvaðst vilja rjúfa öll tengsl við
Suður-Yemen og Sýrland, þar sem
stjórnir þessara ríkja væru ekki
annað en handbendi Sovétríkj-
anna.
Kína
Kínverjar og Bandaríkjamenn
hafa byrjað viðræður um leiðir til
ÞÓTT ákvörðun Bandaríkjanna
um að hætta við þátttöku í
Olympíuleikunum í Moskvu, sem
fram fara í sumar, sé enn á
umræðustigi hefur málið þegar
orsakað miklar deilur í Bandaríkj-
unum og víðar. Skiptar skoðanir
eru um gagnsemi slíkrar ráðstöf-
unar, og hafa margir íþróttamenn
látið í ljós ákafa andúð á því að
pólitík og milliríkjasamskipti
að vernda sameiginlega öryggis-
hagsmuni sína með tilliti til at-
burðanna í Afghanistan. Viðræð-
urnar fara fram í Peking, og er
haft eftir bandarískum þátttak-
endum, að kínverskir ráðamenn
leggi til að Bandaríkin geri það
sem í þeirra valdi standi til að
tryggja öryggi Pakistans. Brown,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, sem hefur orð fyrir sendi-
nefndinni í Peking, sagði í ræðu á
sunnudaginn að samvinna Kína og
Bandaríkjanna ætti að „minna
önnur ríki á það að Kínverjar og
Bandaríkjamenn gætu ekki síður
beitt sér sameiginlega í varnar-
málum en með diplómatískum
ráðstöfunum". Hefur einn fylgd-
armanna Browns sagt að Banda-
ríkjastjórn muni gera Peking-
stjórninni ljóst hvaða efnahags-
og hernaðaraðstoð standi Pakist-
önum til boða, en um leið sé
ætlunin að komast að því til hvaða
ráða Kínverjar séu reiðubúnir að
grípa vegna ófremdarástandsins í
Afghanistan og hættuástandsins í
þessum heimshluta.
Kínverjar hafa fordæmt Sov-
étríkin harðlega vegna innrásar-
innar í Afghanistan og telja hana
enn eina sönnun þess að valda-
græðgi og útþenslustefna stjórni
öllum athöfnum stjórnarinnar í
Moskvu. Kínverjar hafa um langa
hríð haft miklar áhyggjur af
árásargirni Sovétríkjanna, sem
eru með fjölmennt herlið við
landamæri ríkjanna í norðri, auk
heraflans í Víetnam, en eins og
málum er nú komið þurfa Kínverj-
verði látin hafa áhrif á það hvort
leikarnir fari fram eða ekki.
Enn sem komið er hefur ekkert
ríki tilkynnt að hætt verði við
þáttöku en Luns framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
hefur upplýst, að ýmis ríki innan
þess hafi nú til alvarlegrar athug-
unar að aflýsa þátttöku sinni í
ieikunum.
ar að huga að Rauða hernum í
suðri, vestri og norðri.
Sovétríkin
Tass-fréttastofan hefur látið
boð út ganga um það að Sovétríkin
séu mikið og máttugt stórveldi og
tilraunir til að beita þau þrýstingi
hafi aldrei orðið neinum til heilla.
Nú hafi Carter Bandaríkjaforseti
hins vegar kosið að kalla atburð-
ina í Afghanistan „árásaraðgerð-
ir“ til að geta notað málið sem
átyllu til að afsaka einhliða að-
gerðir af hálfu Bandaríkjanna til
að hindra viðskipti og koma í veg
fyrir efnahagsleg, vísindaleg og
menningarleg samskipti ríkjanna.
Þessar ráðstafanir Carters segir
Tass, sem eins og endranær túlkar
sjónarmið Sovétstjórnarinnar,
hafa verið grafnar upp úr vopna-
búrinu frá því í kalda stríðinu, en
þær eru alvarleg svik Bandaríkja-
stjórnar viðgerða samninga við
Sovétríkin. Þessi svik sanna, að
Bandaríkin hafa engan áhuga á
bættum samskiptum við Sovétrík-
in, segir Tass.
Þá segir í frásögn Tass, að
heiftarleg viðbrögð stjórnarinnar
í Washington vegna „Atburðanna"
í Afghanistan séu afleiðing af
misheppnuðum tilraunum Banda-
ríkjaforseta til að egna þetta land
upp á móti Sovétríkjunum, en
jafnframt sé Bandaríkjastjórn
hugleikið að snúa athygli um-
heimsins frá þróun mála í íran og
þeirri staðreynd að Carter hafi *
ekki getað leyst deilu sína við
stjórnina þar. Sé reyndar furða
hví forsetinn hafi ekki leyst það
mál á „einfaldasta, fljótlegasta og
heiðarlegasta hátt“ — með því að
framselja „böðulinn" Mohammad
Reza Pahlevi fyrrum keisara.
jr
Irak
Saddam Hussein forseti íraks
hefur harðlega fordæmt innrásina
í Afganistan og segir að þessi
óhæfa af hálfu Sovétríkjanna eigi
sér engin fordæmi. Hussein lýsti
því yfir á sunnudaginn, að Banda-
ríkin reyndu að hagnýta sér
ástandið í Afganistan til að
styrkja stöðu sína í ríkjunum við
wmmmmmmmMwmfflmœmmmm
Hætt við þátttöku í
Olympíuleikunum?