Morgunblaðið - 08.01.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
19
F
Fylkir náði að
sigra Þór Ve
Þ6rVeon.09
Fylkir £\VmCC
FYLKIR gerði um helgina góða
ferð til Eyja. Er liðið lék þar tvo
leiki við heimaliðin í 2. deildinni í
handknattleik. Fylkismenn flugu
til baka með þrjú stig. Og hafa
tryggt enn_ betur stöðu sína í
deildinni. Á laugardag sigraði
Fylkir Þór 22—20. Og á sunnu-
dag gerðu Fylkir og Týr jafntefli
18—18 í æsispennandi leik.
Þórarar mættu á laugardag með
tvo nýja leikmen innanborðs, þá
Gústaf Björnsson og Karl Jónsson
áður í Val. Og allt annar og betri
bragur var nú á leik liðsins en
áður. Þórarar komu mjög ákveðn-
ir til leiks enda hafði liðið ekki
hlotið stig í mótinu til þessa. Og
því eins gott að taka sig verulega
á.
Þórarar börðust grimmilega í
vörninni og greinilegt að ákveðni
þeirra kom leikmönnum Fylkis
nokkuð á óvart. Og náðu Fylkis-
menn sér lengi vel ekki á strik í
leiknum. Þór tók forystuna strax í
upphafi og hafði yfir lengst af 3 til
4 mörk fram í miðjan seinni
hálfleik. Staðan í hálfleik var
11—8 Þór í vil. Þór hélt áfram
sama leiknum í byrjun seinni
hálfleiks og lék ágætan hand-
knattleik. En um miðjan hálfleik-
inn hrundi leikur liðsins og þá
komust Fylkismenn fyrst verulega
í gang. Skoruðu þeir hvorki meira
né minna en átta mörk í röð, án
þess að Þór svaraði fyrir sig með
einu einasta marki og þegar rétt
mínúta var til leiksloka var staðan
orðin 22—18 fyrir Fylki.
Þór skoraði svo síðustu tvö
mörk leiksins en þá var allt um
seinan og 22—20 sigur Fylkis var í
höfn.
Greinilegt var á leik Þórs-liðs-
ins að liðið er að rétta við eftir
mjög slaka frammistöðu fyrr í
vetur og liðið á trúlega eftir að
bíta frá sér í næstu leikjum þegar
nýju mennirnir hafa samlagast
leikkerfum liðsins.
Þórs-liðið var frekar jafnt í
þessum leik, nema hvað Ragnar
Hilmarsson bar af öðrum og átti
stórleik, skoraði meira en helming
marka Þórs. Sigmar Þröstur í
markinu átti góðan dag.
Lið Fylkis byggist upp á mjög
jöfnum einstaklingum engin stór-
stjarna skín þar í heiði. En allir
leikmenn berjast eins og ljón, og
gefast ekki upp þó að um tíma
blási á móti.
Mörk Fylkis: Ásmundur Krist-
insson 4 (2v), Gunnar Baldursson
3, Ragnar Hermannsson 3, Einar
Ágústsson 3, Kristinn Sigurðsson
4, Sigurður Símonarson 2, Óskar
Ásgeirsson 2, Hafliði Kristinsson
1.
Mörk Þórs: Ragnar Hilmarsson
11 (5v), Herbert Þorleifsson 2,
Gústaf Björnsson 2, Ásmundur
Friðriksson 2, Karl Jónsson 1, Þór
Valtýsson 1, Álbert Ágústsson 1.
HKJ
Isnnflsmðað 2. deHfl
V. ..'■...... ......■ —«JI
Á þessari mynd sjáum við sigurvegarann í hlaupinu Ágúst
Þorsteinsson no. 6. Gunnar Páll Jóakimsson er varð annar í hlaupinu
er no. 14.
Ágúst fyrstur
NYLEGA fór fram í Ilafnarfirði
eitt af Stjörnuhlaupum FII, en
svo nefnist röð víðavangshlaupa
sem FH-ingar standa fyrir á
hverjum vetri. Borgfirðingurinn
Ágúst Þorsteinsson sigraði i
hlaupinu. sem var um fimm
kílómetrar að lengd, en alls tóku
þátt í því 16 karlar og tvær
konur. Urslitin urðu annars sem
hér segir:
mín
1. Akúní Þorstcinss. UMSH 18:58
2. Gunnar I*. Jóakimsson ÍR 19:27
3. Mikko Ilamc ÍR 19:1G
I. Gunnar Snorrason l)HK 20:01
5. Lúftvik HjórKvinsson IJHK 20:05
fi. Jóhann Svcinsstin IJHK 20:08
7. óskar (luðmundsson FII 20:15
8. Jóhann Hciðar Jóhannsson ÍR 20:20
9. —10. Áxúst Gunnarsson IJHK 20:25
9. —10. Gunnar Kristjánsson Á 20.25
11. Lciknir Jónsson A 21:01
12. Guómundur Gislason Á 21:20
13. Sixurjón Andrcsson ÍR 21:31
11. Árni Kristjánsson Á 21:50
15. Magnús Haraldsson FII 22:20
10. Jóhann I*. Garóarsson Á 25:50
Konur:
1. Thclma Hjórnsdóttir UHK 0:17
2. Linda Bjtirk Loftsdóttir FII 7:30
Þjálfari Þórs Arnar Guðlaugsson fyrrum Framari reynir skot í ieiknum á móti Ármann. Til hægri á
myndinni sést Pálmi Pálmason á línunni. en hann iék nú í fyrsta skipti með Þór og styrkti liðið verulega.
Ljósm. Sor.
Þór nýtti vítin
en Ármann ekki
ÞEGAR 15 sekúndur voru eftir
af leik Þórs og Ármanns i 2. deild
á föstudaginn og staðan 24:23
Þór í vil fengu Ármenningar
vítakast. Þeir höfðu þá þegar
misnotað 5 vítaköst í lciknum og
markverðir Þórs þeir Davíð og
Ragnar höfðu þar af varið 3.
Davíð Þorsteinsson stóð nú í
markinu og gerði sér lítið fyrir
og varði vítakastið. við geysi-
legan fögnuð Þórsara. Ilrökk
knötturinn af honum aftur fyrir
endamörk og náði Davíð í hann
að venju. Kom Páimi Pálmason.
sem lék sinn fyrsta leik í 2.
dcildinni með Þór. þá labbandi
inn í teiginn og tók boltann af
Davíð, fagnandi. hélt greinilega
að leiknum væri lokið. Þá kom í
ljós að tíminn hafði verið stopp-
aður og voru 7 sekúndur eftir af
leiknum. Fór Pálmi með boltann
út úr teignum og henti honum
síðan inn í teiginn aftur til
Davíðs.
Ármenningarnir höfðu greini-
lega ekki áttað sig á því að
tíminn hefði verið stoppaður því
þeir vildu láta dæma línu á
Pálma og síðan heyrðist að þeir
vildu fá vítakast dæmt á Pálma
fyrir að senda boltann til Davíðs
inn í teiginn. En dómararnir
sögðu eftir leikinn að ekki hefði
verið búið að flauta leikinn á
aftur. og markvörðurinn yrði að
hefja leikinn aftur með því að
senda knöttinn út fyrir teiginn.
Mitt í öllum látunum á þessum
síðustu sekúndum gaf Davíð bolt-
ann til Pálma aftur sem sendi
hann þvert yfir völlinn, yfir
markvörðinn, sem hafði hætt sér
of framarléga, og í markið. I sömu
andránni rann tíminn út og þar
með voru 2 fyrstu stigin í deildinni
í höfn hjá Þórsurum, en Ármenn-
ingar sátu eftir með sárt ennið.
Þór Ak-AC,
ÁrmannLlli
Eins og áður sagði lék Pálmi
Pálmason sinn fyrsta leik í deild-
inni með Þór og hefur tilkoma
hans gerbreytt leik liðsins til hins
betra. Útlitið var orðið heldur
dökkt fyrir leikinn, 4 leikir og
ekkert stig, en nú er liðið greini-
lega að rétta úr kútnum.
líprðHlrl
Lítum nú á gang leiksins. Bene-
dikt Guðmundsson skoraði fyrsta
markið fyrir Þór en Jón Viðar
jafnaði fyrir Ármann. Jafnt var
aftur 2:2, en síðan sigu Þórsarar
fram úr, og komust í 5:2 og hélst
sá munur upp í 8:5. Þá tóku
Ármenningar heldur betur við sér
og skoruðu næstu 5 mörk. Breyttu
þeir stöðunni þá í 10:8 sér í hag.
Síðan komust þeir í 12:9 en Arnar
og Pálmi minnkuðu muninn niður
í 1 mark. Á síðustu sekúndu fyrri
hálfleiksins fékk Pálmi svo mögu-
leika á að jafna metin er hann tók
vítakast, en Ragnar í Ármanns-
markinu sá við honum að þessu
sinni og varði. Var það eina
vítaskotið sem Pálmi misnotaði í
leiknum.
í upphafi síðari hátfleiks náðu
Ármenningar aftur 3 marka for-
ystu 14:11 og 15:12 en Þórsarar
náðu að jafna 15:15 eftir 14
mínútur. Pálmi kom þeim síðan
yfir að nýju með 2 mörkum í röð
en Friðrik og Björn jöfnuðu fyrir
Ármann. Varð síðan jafnt á öllum
tölum upp í 22:22. Þá skoruðu
Þórsarar 2 mörk í röð. Smári
Jósafatsson minnkaði muninn
niður í 1 mark er rúm mínúta var
til leiksloka. Þórsarar hófu nú
sókn en misstu knöttinn er u.þ.b.
45 sek. voru eftir. Ármenningar
tóku lífinu með ró, spiluðu skyn-
samlega í Vt mínútu og fengu
vítakast eins og áður sagöi er 15
sek. voru eftir. Þeir klúðruðu því
og Pálmi gulltryggði sigurinn með
markinu þvert yfir völlinn.
Eins og áður sagði hefur koma
Pálma til liðsins gerbreytt leik
þess og er nú allt annað að sjá til
liðsins en í undanförnum leikjum.
Boltinn er látinn ganga mun betur
en áður og þá er farið að sjást
línuspil, nokkuð sem var afar
sjaldgæft áður. Þórsarar ættu að
geta lyft sér af botninum ef þeir
leika áfram eins og þeir gerðu í
þessum leik, og litið björtum
augum til vetrarins.
Lið Ármanns lék þennan leik
einnig mjög vel. Friðrik Jóhanns-
son átti mjög góðan leik og
skoraði falleg mörk með þrumu-
skotum sínum. Þá áttu þeir Björn
Jóhannsson og Þráinn Ásmunds-
son einnig góðan leik. Sá síðar-
nefndi er geysilega lunkinn í
horninu og skoraði 3 mörk og
fiskaði einnig víti. Eitt var þó sem
brást illa hjá Ármenningunum í
leiknum, vítaköstin. Þeir misnot-
uðu 6 vítaskot, og var það raun-
verulega eini munurinn á liðunum
og það sem reið baggamuninn.
Þórsarar skoruðu úr 5 vítum,
misnotuðu 1, en Ármenningar
skoruðu úr 3, misnotuðu 6. Dómar-
arnir, Guðmundur Lárusson og
Stefán Arnaldsson, komust nokk-
uð vel frá leiknum. Mörkin skipt-
ust þannig: Þór, Pálmi Pálmason
11 (5v) Valur Knútsson 4, Bene-
dikt Guðmundsson 3, Arnar Guð-
laugsson 3, Sigtryggur Guðlaugs-
son 2, Árni Stefánsson 1 og
Gunnar Gunnarsson 1. Ármann,
Björn Jóhannsson 7 (3v) Friðrik
Jóhannsson 7, Þráinn Ásmunds-
son 3, Smári Jósafatsson 3, Jón
Viðar 2, Kristinn Ingólfsson 1.
Sor
Knattspyrnufélag
í Færeyjum
óskar eftir leikmanni á næsta keppnistímabili.
Uppl. í síma 76629.