Morgunblaðið - 08.01.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
31
Minning:
Arndís Þorsteins-
dóttir fv. Ijósmóðir
Hinn 23. nóvember s.l. andaðist
Arndís Þorsteinsdóttir fyrrv.
ljósmóðir og húsmóðir á Syðri-
Hömrum í Ásahreppi níræð að
aldri. Hún var fædd á Berustöðum
í Holtum 21. júlí 1889. Foreldrar
hennar voru hjónin Þorsteinn
Þorsteinsson bóndi á Berustöðum
og Ingigerður Runólfsdóttir. Af 13
börnum þeirra komust 10 til
fullorðinsára, urðu þau öll farsælt
fólk og langlíft í landinu. Er nú
aðeins eitt þessara merku syst-
kina á lífi, en það er frú Helga
ekkja Odds bónda Oddssonar að
Heiði á Rangárvöllum, komin fast
að níræðu. Verður ekki á henni
séður hinn hái aldur.
Arndís ólst upp á Berustöðum í
hópi sinna myndarlegu systkina
og var sjálf glæsileg stúlka, glaðs-
inna og vel að sér til munns og
handa. Öllum heimildum ber sam-
an um það, að á Berustöðum hafi
verið glaðvært heimili þar sem hin
mörgu efnilegu systkini ólust upp
og störfuðu saman. Gott samband
var milli foreldra og barna, hollir
heimilishættir í heiðri hafðir og
áhersla lögð á það við uppeldi
barnanna, að þau vendust við
iðjusemi og lærðu að meta vinn-
una sem gildan þátt í því að skapa
lífshamingju. Þar var líka guðs
orð innrætt og góðir siðir, fróð-
leikur allur mikils metinn og
þekkingar aflað eftir þeim leiðum
sem færastar voru, en þafar
skólaganga fáu alþýðufólki mögu-
leg.
Þannig mun sá heimilisbragur
hafa verið sem mest mótaði
Arndísi í æsku. En þegar hún var
tvítug að aldri brá hún á það ráð,
að afla sér aukinnar þekkingar til
viðbótar hinni góðu heimilismenn-
ingu, sem hún hafði fengið í
veganesti, og sem hún bjó að alla
ævi. Sú námsbraut sem Arndís
valdi sér var ljósmóðurfræði. Var
það vel valið og í, samræmi við
líknarhug og þjónustulund hennar
alla ævi til þeirra sem þjáðust og
þurftu hjálpar við.
Vesturinn 1911—1912 lærði hún
svo ásamt nokkrum öðrum
námsmeyjum ljósmóðurfræði hjá
Guðmundi Björnssyni landlækni,
og að því loknu tók hún við
ljósmóðurstörfum í Kálfholts-
sóknar — ljósmóðurumdæmi í
sveit sinni. Varð hún strax vel
látin í starfi og hvarvetna hinn
þráði gestur þar sem von var á
nýjum Islendingi í heiminn og
hennar var vitjað.
Þessu starfi gegndi Arndís í
hálfa öld og bætti við sig öðru
ljósmóðurumdæmi í Djúpárhreppi
þegar hún var komin yfir fimm-
tugt. Oft var hennar einnig vitjað
út fyrir umdæmi sín ef nágranna-
ljósmæður forfölluðust. Aldrei
munu henni hafa orðið mistök á í
starfi þennan langa tima. Hún var
kjarkmikil og skjót til úrræða,
glöð og hress í viðmóti og vakti
traust þegar við fyrstu kynni.
Mjög var hún fljót til heimanbún-
aðar þegar hennar var vitjað, og á
meðan ferðast var á hestum reið
hún oft hart og fór mikinn, enda
vön hestum og ferðalögum frá
barnæsku.
Hinn 24, maí 1917 giftist Arndís
Ástgeiri Gíslasyni frá Bitru i
Hraungerðishreppi, en hann hafði
árið áður hafið búskap á Syðri-
Hömrum (vesturbæ) í Ásahreppi
og keypt þá jörð. Ástgeir var
mikill vexti og karlmannlegur,
greindur vel, stilltur og prúður í
fasi, og hinn besti búhöldur. Varð
aldrei skortur i búi þeirra hjóna
þó ekki safnaðist auður. Gestrisni
var þar og heimilið myndarlegt.
Þeim hjónum fæddust 7 börn, sem
öll eru enn á lífi, 6 dætur og 1
sonur. Arndís átti 70 afkomendur
því barnabörnin eru 33 og
barnabarnabörnin 30.
Lét hún sér mjög annt um allan
þennan hóp og fylgdist með líðan
hvers og eins.
Ástgeir á Syðri-Hömrum and-
aðist snögglega 75 ára gamall
haustið 1948, en Arndís hélt enn
áfram búskap um nokkur ár, þar
til Gísli sonur hennar tók við jörð
og búi. Hún átti þó alltaf heimili
sitt á Syðri-Hömrum, en oft
dvaldi hún um lengri og skemmri
tíma hjá dætrum sínum og öðru
hverju brá hún sér í heimsóknir til
vina og kunningja, en hún var
trölltrygg og vinföst, og allsstaðar
var henni vel fagnað, það var líka
eins og ljós og líf glæddist hvar
sem hún kom, því hún gaf alltaf
eitthvað gott af sjálfri sér með
sínu glaða viðmóti, hjálpsemi og
úrræðum ef vanda bar að höndum,
einkum ef lasleiki eða veikindi
voru á ferð.
Allt fram á síðustu ár naut hún
góðrar heilsiy hafði fulla sjón en
heyrn var tekin að dofna. Gaman
þótti mér jafnan, að tala við
Arndísi og hlusta á frásagnir af
ýmsu sem við hafði borið á langri
lífsleið.
Síðustu vikurnar sem Arndís
lifði dvaldi hún hjá Steinunni
dóttur sinni og Gesti Jónssyni
tengdasyni sínum á Selfossi. Þrot-
in var hún þá að kröftum, en naut
nákvæmrar aðhlynningar og
hlýrrar nærgætni dóttur sinnar og
annarra á heimilinu uns yfir lauk.
Aldrei hafði hún á sinni löngu ævi
legið á spítala, enda varla fengið
kvef hvað þá meira.
Nokkrum dögum áður en hún dó
kom sá er þetta ritar til Arndísar
og skiptumst við á nokkrum orð-
um. Hún settist upp í rúmi sínu og
ræddi við mig og konu mína, sem
er dóttir hennar. Hún kvaðst nú
brátt fara heim og átti þá við það,
að fara austur að Syðri-Hömrum,
— en þangað leitaði jafnan hugur-
inn þegar hún var fjarverandi. Eg
sagði eitthvað á þá leið, að ekkert
lægi á því ferðalagi, en hún
svaraði: „Heldurðu að ég vilji vera
lengur á svona flakki. Eg vil sem
fyrst komast heim að mínu heim-
ili.“ Mér mun verða minnisstætt
brosið og birtan, sem lýsti af
andliti hinnar göfugu konu þegar
hún mælti þessi orð. Augu hennar
ljómuðu og spegluðu fegurð sálar-
innar. Nokkrum dögum síðar var
hún kaldur nár. En heim að
Syðri-Hömrum var líkami hennar
fluttur og frá þeim stað, staðnum
þar sem hún svo lengi hafði lifað
og starfað, elskað og vonað, glaðst
og hryggst þaðan var hún jörðuð
og kvödd á heimili sínu með
fögrum söng, bæn og yfirlestri.
Arndís var jörðuð í Kálfholti að
sóknarkirkju sinni. Það var henn-
ar kirkja alla ævi, og nú hvílir hún
þar við hlið mannsins, sem hún
hafði elskað heitt og tregað sárt í
leynum hjartans.
Með þessum fátæklegu orðum er
vottað þakklæti okkar hjónanna
og barna okkar til hinnar góðu,
tryggu og umburðarlyndu konu,
sem var meðal hinna fremstu og
bestu kvenna, er ég hefi kynnst.
Blessuð sé alltaf minning hennar.
Ágúst borvaldsson.
Kristrún Skúladóttir
— Síðbúin kveðja
Fædd 19. júlí 1902.
Dáin 5. ágúst 1979.
í þessari daglegu hringiðu
lífsins verðum við þess áskynja að
samferðamennirnir hverfa af
sjónarsviðinu, og mig langar að
minnast eins þeirra, Kristrúnar
Skúladóttur, Kiddu, eins og hún
var ætíð kölluð. Hún var fædd að
Syðra-Mallandi á Skaga 19. júlí
1902, dóttir hjónanna Skúla
Sveinssonar bónda þar og Jónínu
Rafnsdóttur. Aðeins 9 ára missti
Kidda móður sína og var það mikil
sorg í hjarta hennar og yngri
systra hennar, sem voru Svein-
björg, 8 ára, og Sigurlaug, 7 ára.
Föðuramma þeirra bjó þá hjá
Skúla syni sínum og tók við litlu
systrunum. Kidda sagði mér líka
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.
oft frá henni og vitnaði hún
stundum til hennar er við ræddum
saman.
Ömmu sína missti Kidda er hún
var 17 ára og varð þá að taka við
húsmóðurstarfinu ásamt systrum
sínum.
Kidda var mikið fyrir skepnur,
aðallega kindur, og vann mikið við
útiverk með föður sínum sem átti
allmargt fé og duglegt, þá var fénu
beitt eins og mögulegt var og
staðið yfir því. Mörg hlaupin átti
hún í kringum féð og oft var kalt
og stundum var hún líka blaut í
fæturna, en þrautseig var Kidda,
og hún stóð yfir til þess tíma er
faðir hennar sagði henni að hún
ætti að koma heim með kindurnar.
Svona var lífið þá.
Systur hennar fluttust burt er
þær uxu úr grasi en Kidda bjó
eftir það ein með föður sínum, sem
var orðinn nær blindur, til 1935.
Þá fluttist Skúli til Sigurlaugar,
sem bjó á Siglufirði, og andaðist
þar 77 ára að aldri. Kidda fór þá í
vinnumennsku og vann mest við
hirðingu á fé, eins við vefnað, en
hann lærði hún af föðurömmu
sinni og kenndi mörgum og fór á
bæi til að vefa. Hún giftist aldrei
en átti eina dóttur, Erlu Eyland,
sem hún varð að láta frá sér í
fóstur því það var ekki vel séð í þá
daga að eignast barn ógift. Til
mömmu minnar, Sigurlaugar
Andrésdóttur, og pabba míns,
Ágústs Guðmundssonar járnsmiðs
Kveðja:
Sólveig Bjarnadótt-
ir frá Vatnshorni
Fædd 10. ágúst 1905.
Dáin 21. júlí 1979.
Á síðastliðnu sumri lést á
Landspítalanum í Reykjavík, Sól-
veig Bjarnadóttir, fædd og uppalin
að Vatnshorni í Skorradal. For-
eldrar hennar voru þau Sigríður
Jónsdóttir frá Brennu í Lundar-
reykjadal og Bjarni Björnsson,
Eyvindssonar bónda í Vatnshorni.
Sólveig var einkabarn, en fóst-
ursystir átti hún er Steinunn
heitir. Ung fór Sólveig á Alþýðu-
skólann. að Laugum í Þingeyjar-
sýslu og fyrir norðan kynntist hún
eiginmanni sínum Höskuldi Ein-
arssyni. Höskuldur lifir nú konu
sína eftir hálfrar aldar sambúð.
Sólveig og Höskuldur hófu
búskap í Þinge.vjarsýslu og hugð-
ust búa af rausn os sprengja af sér
þau höft sem lifið hafði lagt á
kotbóndann um aldir. Sá draumur
varð kreppunni að bráð og suður í
Vatnshorn fluttist Sólveig með
manni sínum og tveimur elstu
börnunum Sveini Skorra fæddum
1930 og Sigríði fæddri 1933. Sig-
ríður var þá þriggja mánaða
gömul. í vitund minni eru þau þá
flóttafólk síns tíma. Þá fluttust
þau í gamla torfbaðstofu frá tíð
afa Sólveigar og nú væri kallað
hreysi. í því gamla húsi fæddist
1936 þriðja barn þeirra, Kristjana.
Árið 1937 var byggt í Vatnshorni
steinhús er stendur enn. í því húsi
fæddist Einar 1939 og Bjarni 1943.
Þessi fjölskylda Sólveigar voru
næstu nágrannar mínir og fjöl-
skyldu minnar á barns- og ungl-
ingaárum mínum. Að heiman fór
ég í fyrsta sinn til Sólveigar og
Höskuldar og þá til barnaskóla-
náms. Frá þeim langaði mig ekki
heim. Félagsskapurinn við þessa
nágranna mína varð mitt annað
líf og systurnar urðu mínar fyrstu
vinkonur. Sólveig gaf okkur
krökkunum sætt kakó á morgnana
í kuldanum og Höskuldur glettist
við okkur og við eltum hann allt
sem við gátum, í fjósið, fjárhúsin
og heyhlöðurnar. Barnaskóla-
kennarinn með allt sitt púss var
aukaatriði fyrir mér. Inntak
lífsins var nægjusemi og friður.
Þessir köldu vetrardagar urðu í
vitundinni bjartir og hlýir þvi
gleðin ríkti í sálinni og góður
í Kálfárdal í Gönguskörðum, kom
Kidda árið 1946, ári seinna fæðist
ég og ólst ég því upp samhliða
henni. Hún tók strax miklu ást-
fóstri við mig og entist sú vinátta
alla tíð. hún gaf mér fyrstu
kindina mína, og þar með fékk ég
kindabakteríuna sem ég er með
enn.
Tvo hesta, gráan og jarpan,
hafði Kidda með sér er hún kom í
Kálfárdal og kindum kom hún sér
upp og ég man vel eftir haust-
kvöldunum er ég beið og hlustaði
eftir að heyra Kiddu raula í
kvöldkyrrðinni er hún var á leið
heim á hestunum sínum úr rétt-
um. Hún var söngvin og spilaði
mjög vel á munnhörpu, þótti
okkur systkinunum gaman að.
Kidda fór stundum á aðra bæi á
veturna til fjárhirðingar en kom
alltaf heim á vorin og um jólin,
hún var eins og ein úr fjölskyld-
unni. Svo fluttist Kidda til Sauð-
árkróks með kindurnar sínar,
keypti sér tún og byggði kofa yfir
þær og var til húsa hjá góðum
hjónum (Pálmey og Sveini).
Mamma brá búi, þá búin að vera
ekkja í mörg ár, og fluttist líka á
Krókinn með okkur systkinin sex,
félagsskapur er mannsins yndi.
Nú finnst mér að við aldar gamla
lífshætti og endalaust strit hafi
Sólveig verið í hópi þeirra sem
verið hafa útverðir í íslenskri
byggð, menningu og tungu. Kona
sem hljóðlát og stillt gætti síns
heima án kröfu um nokkuð annað
en að börn hennar yrðu menn.
Hún kenndi börnum sínum að
tala, lesa, hugsa og vinna. Hennar
helgidómur var þeirra líf og ham-
ingja.
í húsi því er hún bjó lengst,
kynnti eld og matreiddi, fékk ég
seinna sumardvalarstað með börn
mín ung. Fjalirnar fyrir framan
eldavélina eru slitnar eftir fætur
hennar og eldurinn er hennar
talandi til mín sínu máli, túlkandi
til mín hennar líf og reynslu. Oft,
oft síðastliðið sumar sótti hugur
minn heim hennar barátta við slit
og ólæknandi sjúkdóm. Ég sakna
þess sárt að geta ekki einu sinni
enn tekið símann og heyrt hennar
rólegu rödd. Með söknuði tók ég
því blað og blýant til að friða
minn eigin hug og senda henni í
þeirri tjáningu kveðju, kveðju með
þökk fyrir þá gleði og þann þroska
sem hún veitti mér. Og ég hugsa
eins og Stefán G. Stefánsson er
hann hugsaði til síns vinar og orti
„Að jafn góð og göfug sál og þín
getur aldrei, aldrei týnst né glat-
ast.“
Þuríður Jónsdóttir.
og eftir að ég fór að búa sjálf
hugsaði ég alltaf til Kiddu og
re.vndi að hjálpa henni við búskap-
inn og ýmislegt fleira. Sjónin fór
að minnka hjá Kiddu og var hún
alveg að verða blind er ég fór með
hana suður í flugvél í fyrsta skipti
á ævi hennar. Úlfar augnlæknir
gerði aðgerð á augum hennar og
fékk hún sjónina aftur. Síðustu
árin bjó Kidda hjá dóttur sinni,
Erlu, sem gift er á Sauðárkróki, en
Kidda var mikið hjá mér eða
heimagangur eins og hún sagði
sjálf. Síðastliðinn vetur hrakaði
heilsu hennar mikið og fæturnir
orðnir hnýttir og gigtin sótti í þá.
Eftir hvítasunnuna í vor, 4. júní,
fór ég með hana á Sjúkrahús
Sauðárkróks en þar andaðist hún
5. ágúst 1979, þá 77 ára. Ég kveð
hana með þökk fyrir samfylgdina,
kærar þakkir fyrir allt frá okkur
öllum, og ég kem á framfæri ósk
hennar, sem hana langaði alltaf
að birt yrði í Morgunblaðinu:
þakklæti til alls fólksins sem hún
var hjá og sérstaklega til Sigur-
laugar frá Kálfárdal.
Nú er lífið hafið í nýjum heimi,
blessun guðs vaki yfir henni.
Þorbjörg Ágústsdóttir frá Kaif-
árdal.
t
Þökkum oss sýnt vinarþel við andlát og útför
ÁGUSTU ÞÓRÐARDÓTTUR
Einar H. Ásgrímsson, Ásdís Helgadóttir,
Vera M. Ásgrímsdóttir, Guðmundur Guðmundsson
Magnea Þórðardóttir, barnabörn