Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1980 35 Sími50249 Audrey Rose Mjög spennandi hrollvekja. Anthony Hopkins Marsha Ason Sýnd kl. 9. Síðasta sinn ffÆJARBíP ^ Simi50184 Ql*n i)NlVef»Al Ötv ST00ÍO8. WC AU «K>HTs (HÉSCRVeO Ný. braöfjörug og skemmtileg „Space“-mynd frá Universal. Sýnd kl. 9. LEIKFÉLAG <9i<9 REYKIAVlKUR KIRSUBERJA GARÐURINN 5. sýn. í kvöld kl. 20.30. Gul kort gilda. 6. sýn. föstudag kl. 20.30. Græn kort gilda. OFVITINN miövikudag uppselt fimmtudag uppselt sunnudag uppselt ER ÞETTA EKKI MITT LÍF laugardag kl. 20.30. Miðasala í Iðnó kl. 14—20.30. Sími 16620. Upplýsingasímsvari um sýningar allan sólarhringinn. VELA-TENGI Wellenkupplung Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex ^ÖcuHTfláwuigjtyiiP Vesturgötu 16, sími 13280. MYNDAMÓT HF. PRINTMYNDAOERO AÐALSTRATI • - SÍMAR: 17152-17355 Vandaðir danskir fótlagakulda- skór frá Lena Úr leðri. loðfóðraðir og með stömum sól- um. Teg. 915. Vinsælír leo- urskór frá Lena. Bólstr- aöur kantur og slitsterkir stamir sólar. Nr. 35—41. Litur: Natur. Verö 20.250 kr. Domus Medica s. 18519. Póstsendum samdæg- urs. SIMI I MIMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Verið velkomin til HQLLyW00B I kvöld er að sjálfsögðu opið eins og venjulega frá kl. 9—1. Það mætirfólk úröllum stéttum þjóðfélagsins í Hollguxtod— enda erþar fjörið mest og menn sér skemmta Brjánsson bezt verða gestir okkar í kvöld og flytja okkur ný skemmti og töfraatriði. Baldur og Júlíus hafa sýnt og sannað að þeir eru í fremstu röö skemmtikrafta hérlendis. HQLUVUOOD Bræðurnir Vilhj.ílmur G. Skúlason skritar um lyf Smitsjúkdómalyf Linkómycín ojí klindamycín Linkómycín er fúkal.vf, sem líkist mjof{ erytrómycíni að því er varðar verkun á j<ram-já- kvæða sýkla þar með talda klasasýkla, keðjusýkla oj; lungnabólgusýkla (lungnabólgu- hnetla). Þetta fúkalyf var upp- götvað árið 1962 í vinnustofum Upjohn lyfjaverksmiðjanna í Michigan í Bandaríkjunum. Lyf- ið dregur nafn sitt af því, að það var unnið úr áður óþekktum jarðvegssveppi, sem var einang- raður í jarðvegssýni frá Lincoln í Nebraska og þess vegna var sveppinum gefjið latneska heitið Streptomyces lincolnensis. Þetta fúkalyf hefur sérstaka hæfileika til þess að smjúga inn í beinvef og þess vegna varð það mjög gagnlegt við lyfjameðferð á bráðri beinhimnubólgu, sem stafar af klasasýklum. En árið 1967 var uppgötvað hálfsam- tengt afbrigði af linkómycíni, sem er þekkt undir nafninu klindamycín og hefur það að mestu leyti komið í stað linkómycíns vegna þess, að það hefur sama verkunarsvið, en hefur mörgum sinnum öflugri verkun á sýkla en upphaflega lyfið. Verkunarsvið. hjáverkanir og lyíjaíorm Linkómycín er virkt gegn mörgum sýklum, einkum klasa- sýklum, sem hafa reynzt mót- stöðugir gegn öðrum fúkalyfjum. Það er einkum notað gegn bein- inergsbólgu, en einnig gegn blóð- eitrun, smituðum sárum, graft- arkýlum og smitun í öndunar- vegi. Lyfið er sett á markað sem hylki, saft og stungulyf. Það breytist (brotnar um) í lifur og skilur einkum út úr líkamanum með galli, en að minna leyti með þvagi. Ekki má nota lyfið handa sjúklingum, sem hafa ofnæmi gegn linkómycíni. Aðgát skal höfð við gjöf lyfsins, þegar lifrar- og nýrnastarfsemi er skert og við notkun þess handa börnum, sem eru yngri en 1 mánaðar. Að öðru leyti þolist linkó- mycín vel. Stundum verður þó vart við mjúkar hægðir eða niðurgang við notkun þess. I sumum tilvikum getur orðið vart við blóð og slím í hægðum og bráða ristilbólgu. Sjaldan verður vart við velgju, uppsölu, verki í maga, ofsakláða, kláða í enda- þarmi, skeiðarbólgu og ofnæmis- viðbrigði. Linkómycín og erytrómycín verka hvort gegn öðru, ef þau eru gefin samtímis. Klindamycín hefur sömu verk- un og hjáverkanir og linkó- mycín, en er miklu virkara gegn loftfælnum sýklum. Það er eink- um notað gegn alvarlegum bólg- um, sem loftfælnir sýklar eru valdir að og vissum klasasýkla- smitunum hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi gegn penicillíni. Linkó- og klinda mycín lyí, scm cru á markaði hcr á landi Linkómycín (lincocinu) hylki, saft og stungulyf; klindamycín (dalacin CR) hylki, dreifuduft (í mixtúru) og stungulyf. Fúcidínsýra Púcidínsýra er fúkalyf, sem er unnið úr gerjunarvökva svepps- ins Fusidium coccincum. Þetta fúkalyf er fyrst og fremst notað gegn alvarlegum klasasýkla- smitunum. Lyfið er dýrt og sýklar mynda gjarnan mótstöðu gegn því og þess vegna er fúcidínsýra gjarnan notuð ásamt penicillíni. Fúcidínsýra verkar upphaf- lega sýklahemjandi en síðar sýkladrepandi á þann hátt að stöðva samtengingu próteínefna í sýklinum, er leiðir til þess, að frumuveggur hans getur ekki gegnt hlutverki sínu. Hún frá- sogast vel frá meltingargöngum smýgur í gegnum fylgju og skilur út með móðurmjólk og getur þar af leiðandi haft áhrif á fóstur og kornabarn. Fúci- dínsýra brotnar um í lifur og skilur að langmestu leyti út með galli, en aðeins í litlum mæli með þvagi. Þetta lyf er á mark- aði sem töflur, mixtúra, sáralín (til staðbundinnar verkunar) og smyrsli, ýmist í formi sýrunnar eða natríumsalts hennar. Mikill kostur við fúcidínsýru er, að hún hefur mjög litla eiturverkun. Eftir 15 ára reynslu af notkun hennar hafa engar alvarlegar hjáverkanir komið í ljós. Helztu hjáverkanir eru frá meltingargöngum og lýsa sér sem meltingartruflanir, hægða- tregða eða niðurgangur. Þessi óþægindi er hægt að sniðganga að mestu leyti með því að gefa lyfið með mat. Ofnæmisviðbrigði eru sjaldgæf. í stórum skömmt- um er hugsanlegt, að fúcidínsýra hafi áhrif á lifrarstarfsemi, einkum ef hún er tekin samtímis öðrum lyfjum eins og til dæmis rifamvcíni. Ilclztu fúcidínsýrulyí. scm cru á markaði hcr á landi Fúcidínsýra (fueidinl{) mixt- úra; fúcidínnatríum (fucidinu) sáralín, smyrsli, sýruhjúptöflur. Amínósalyl (para-amínósali- cylsýra, PAS). Inngangur. Árið 1946 ráðlagði Svíinn Jörgen Lehmann að nota amínósalyl gegn berklum. Rann- sóknir Lehmanns, sem leiddu til þessarar niðurstöðu, hófust þannig, að hann tók þátt í rannsóknum á gerhvata, sem oxaði rafsýru í líkamanum, þeg- ar hann var aðstoðarmaður við lífeðlisfræðistofnunina í Lundi á árunum eftir 1920. Þessi ger- hvati fékk nafnið succinodeh.v- drogenase af latneska heiti sýr- unnar sem er acidum succinic- um. Það var þekkingin á þessu fyrirbrigði frá fyrri árum, sem var hinn fræðilegi grundvöllur fyrir rannsóknum Lehmanns með amínósalyl. Amínósalyl er tiltölulega ein- föld sameind, sem er náskyld salicylsýru og aspiríni, en þau lyf hafa verið notuð lengi sem gigtarlyf. Ástæðan til þess, að amínósalyl varðíyrir valinu var sú, að Lehmann hafði lesið um það, að salicylsýra hefði áhrif á efnaskipti berklasýkils. Það kom síðar í ljós, að þessi áhrif voru einhæf fyrir hann. Lehmann leitaði eftir samvinnu við l.vfja- verksmiðjuna Ferrosan um framleiðslu lyfsins svo að hann gat hafið tilraunir með lyfið í desember árið 1943.1 fyrstu viku marz árið 1944 hófust svo til- raunir á mönnum. Að þeim loknum var ítarleg skýrsla flutt á þingi skandínavískra berkla- lækna í Gautaborg árið 1946. Sverrir Runólfsson: Um forsetaembættið Síðan ég fluttist heim tel ég mig hafa kynnt mér íslenzk þjóðmál allítarlega. Þar á meðal vilja almennings í sambandi við forsetaembættið. Það er sannfær- ing mín að mikill meirihluti þjóð- arinnar vill að valdamaður hennar MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAOIRD Af>ALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 sé þjóðkjörinn. Það er eins og að forsætisráðherrann væri þjóð- kjörinn. Þjóðin vill að valdamaður hennar sé ábyrgur gagnvart þjóð- inni allri, en ekki aðeins flokki sínum. Hvort hann er nefndur forseti ellegar forsætisráðherra skiptir ekki máli. Aðhald er vita- skuld nauðsynlegt þegar mönnum er gefið vald. Æskilegt er því að þannig löggjöf verði sett, að hægt sé að víkja mönnum frá embætti. Ekki aðeins að enduðu kjörtíma- bili, heldur hvenær sem er, því tímar breytast og menn með. Það var mín einlæg ósk, að forseti vor, hr. Kristján Eldjárn, hefði séð sér fært að hafa áhrif á að breytingar á stjórnarskrá landsins kæmust í verk áður en hann færi frá embætti. Þá sérstaklega breyt- ingar í sambandi við bætt lýðræði og kosningalögin. Undanfarin ár hef ég haft þá ánægju að ræða ýmis mál við forsetann og þess vegna get ég kinnroðalaust látið þessa ósk mína í ljós. Ekkert félag verður farsælt án sterkra félags- laga. Það er mitt álit, að með lítilli fyrirhöfn væri hægt að gera ísland að fjárhagslega sterkasta samfélagi í heimi og þar með krónuna okkar að eftirsóttasta gjaldmiðli í heimi. Til þess að svo megi verða, verða almennir kjós- endur að hafa meiri áhrif á afgreiðslu mála. Framtíðin verður björt, ef vel verður byrjað að stjórna með ábyrgu stjórnarfyr- irkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.