Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 5
Stjórnmál og glæpir í útvarpi: Morðinginn í sykurreyrnum í dag klukkan 14.55 verður fluttur í útvarpi þriðji þátturinn úr flokknum „Stjórnmál og glæpir“ og nefnist hann „Trujillo, morðinginn í sykurreyrnum.“ Höfundur er Hans Magnus Enzens- berger, en Viggo Clausen hefur búið þáttinn til út- varpsflutnings. Þýðing- una gerði Torfey Steins- dóttir, en Gísli Alfreðsson er stjórnandi. Flytjendur eru: Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason, Bene- dikt Árnason, Jónas Jón- asson, Hjörtur Pálsson og Gísli Alfreðsson. Flutn- ingstími er 70 mínútur. Fyrir tæpum 20 árum fannst lík í farangurs- geymslu bíls skammt frá höfuðborg Dóminikanska lýðveldisins á Karíbahafi. Þetta hefði samt ekki þótt í frásögur færandi, ef ekki hefði verið þarna kominn sjálfur Trujillo, einræð- isherrann sem hafði arð- rænt og kúgað þjóð sína í 30 ár. Hann kallaði sig ýms- um fögrum nöfnum, svo sem „velgerðarmann föð- urlandsins", en þjóðin valdi honum annað nafn og óglæsilegra: „morðing- inn í sykurreyrnum“. Sjónvarp annað kvöld kl 21.40: Þáttur um frjáls- hyggjumanninn Milton Friedman Milton Friedman þarf varla að kynna fyrir Islendingum, svo mjög hefur verið á hann minnzt í íslenzkum fjölmiðlum síðustu árin. Hann fæddist 1912, lauk doktorsprófi í hag- fræði og varð prófessor í Chicago. Hann er foringi hins svonefnda Chicago- hóps hagfræðinga, sem hefur fært rök gegn kenn- ingu Keynes um nauðsyn ríkisafskipta. Friedman kennir, að verðbólga sé vegna þess, að peninga- magn í umferð eða seðla- veltan aukist úr hófi, hann borðar svonefnda peningamagnskenningu. Hann er mjög eindreg- inn frjálshyggjumaður og hefur skrifað fræga bók um stjórnmálaskoðun sína, Capitalism and Milton Friedman Freedom, sem kom út 1962. Friedman er virtur hag- fræðingur og fékk Nóbels- verðlaunin í hagfræði 1976. Myndin um hann var gerð af sænska sjón- varpinu; sagt er frá kenn- ingum hans og rætt við hann. Utvarp í kvöld klukkan 23: Tónlist eftir Richard Wagner í kvöld klukkan 23 er Haraldur G. Blöndal bankastarfsmaður með þátt í útvarpinu, er nefn- ist Nýjar plötur og gaml- ar. í þáttum þessum hefur Haraldur kynnt klassíska tónlist og spjallað um höfunda hennar, og í kvöld verður tónskáldið Richard Wagner fyrir val- inu, að því er Haraldur sagði í samtali við Morg- unblaðið fyrir helgi. Sagðist hann myndu leika tónverkið Wesen- donkljóð eftir Wagner, við ljóð Matthildar Wesen- donks. Hefur Haraldur sjálfur þýtt ljóðin, og les þau á undan tónlistinni. Wagner samdi þetta tónverk sitt er hann bjó um tíma í Sviss, og kynnt- ist þar Matthildi. Um þetta leyti var Wagner að fást við Tristan og ísold, og fléttast verkin að ein- hverju leyti saman. Renault 5 í rallkeppni sem haldin var helgina 20.-21. okt. sl. á vegum BÍKR og Bandag, sigraði Renault 5 Alpine. Keppnin var mjög erfið, og sýndi Renault 5 hversufrábærlegatrausturogöruggur hann er. í könnun hins virta þýska bílarits Auto Motor und Sport, reyndust þrírsparneytnustu bensínbílar heims vera: 1. Renault 4 GTL. 2. Citroen 2 CV. 3. Renault 5 GTL. Það er engin furða, að hinn aflmikli, mjúki og eyðslugranni Renault 5 sé mest selda gerð franskra bíla, því margur er knár, þó hann sé smár. Renault skrefi á undan. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Húsgagna- Teppadeild deild Viö seljum teppabúta af öllum stæröum og geröum meö miklum afslætti. Einnig nokkrar gerðir af teppum á góöum afsláttarkjör- um. Viö fluttum upp á 5. hæöina fjölda stakra og/eða litiö gallaöra hluta, sem viö seljum á ótrúlega góðu veröi. Einnig seljum við á 5. hæö- inni sófasett á gömlu og góðu verði. V Gríptu tækifærið og gerðu virkilega góð kaup til mánaðamóta Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600 16 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.