Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
Fjórum skipa Eimskips
breytt til svartolíu-
notkunar í framtíðinni
— Athugun fer fram varðandi fimm skip til viðbótar
HJÁ Eimskipafélagi íslands hef-
ur nú verið tekin ákvörðun um að
breyta um olíunotkun í fjórum
skipa félagsins, þ.e. að þau
brenni eftirleiðis svartolíu í stað
gasoliu.
LOCKHEED Electra-vél íscargo,
sem keypt hefur verið frá Banda-
ríkjunum er væntanleg í lok
næstu viku að sögn Kristins
Finnbogasonar framkvæmda-
Fella- og
Hólasókn
FELLA- og Hólasókn. Barna-
samkoma í Fellaskóla kl. 11 árdeg-
is. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Sr.
Hreinn Hjartarson.
r©
Þau skip sem um ræðir eru
fjórburarnir svokölluðu, Laxfoss,
sem er í breytingu, Háifoss, sem
fer um miðjan febrúar, Lagarfoss,
sem fer um miðjan marzmánuð og
Fjallfoss, sem fer um miðjan
stjóra Iscargo. Vélin hefur verið
máluð í litum félagsins, en vegna
mikils óveðurs sem var í sl. viku í
Bandaríkjunum var ekki hægt að
fljúga vélinni heim.
Kristinn sagði að vélin yrði
tilbúin til brottfarar nú um helg-
ina, en þar sem þjálfun þeirra
tveggja áhafna sem fljúga munu
vélinni lýkur í vikunni, verður hún
látin bíða eftir þeim fram í
vikulokin.
Þá sagði Kristinn að vélin færi
beint í flug með vörur þegar hún
kæmi. Stefnt væri að því að hún
færi eina ferð í viku til New York
og tvær ferðir til Evrópu, annars
vegar til London og hins vegar til
Rotterdam í Hollandi, auk þess
sem hún færi ferðir frá Rotterdam
niður til Miðjarðarhafslanda.
apríl. Breytingarnar fara fram
hjá Alpha-Diesel í Fredrikshavn í
Danmörku.
Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskips sagði í samtali við Mbl.
að ákvörðun hefði verið tekin um
þessar breytingar þar sem það
lægi fyrir að mun meiri sparnaður
væri af því að láta skipin brenna
svartolíu, þótt viðhalds- og vara-
hlutakostnaður væri eitthvað
meiri en þegar gasolíu væri
brennt.
Hann sagði að verið væri að
kanna hvort hægt væri að breyta
fimmburunum svokölluðu í kjöl-
farið, en það eru Álafoss, Grund-
arfoss, Tungufoss, Úðafoss og
Urriðafoss.
Fjögur skipa félagsins hafa ætíð
notað svartolíu, Dettifoss, Goða-
foss og Mánafoss, þríburarnir
svokölluðu og svo Bakkafoss.
Áætluð heildarolíunotkun Eim-
skips árið 1980 er um 38600 tonn
og er heildarverð þeirrar olíu,
miðað við núgildandi verð og
siglingar skipanna, um 11,2 millj-
ónir dollara, eða um 4,5 milljarðar
íslenzkra króna.
Olíuverð er talsvert breytilegt í
erlendum höfnum, það er yfirleitt
lægst í Bandaríkjunum, tiltölu-
lega lágt í Bretlandi og megin-
landi Evrópu, en hæst í Dan-
mörku.
Nýja íscargovélin til
íslands í vikulokin
Hafrún kom til Reykjavíkur í gær með 650 tonn af loðnu, en vegna
brælu á loðnumiðunum var engin veiði. Síðustu bátarnir er
tilkynntu loðnunefnd afla á föstudagskvöld voru Eldborg 750 tonn.
óli óskars 650 og Skarðsvík 450. Fyrsta loðnan barst til
Vestmannaeyja á föstudag og var í gær unnið að löndun úr tveimur
bátum.
Ljósm. 01. K.M.
amCONCORD
Amerískur lúxusbíll
meðöllu
6 cyl 258 cid vél. Sjálfskipting,
vökvastýri, aflhemlar, hiti í aftur-
rúöu, hallanleg sætabök, pluss-
áklæöi, viöarklætt mælaborö, vinyl-
toppur, teppalögö geymsla, hliöar-
listar, krómlistar á brettaköntum,
síls og kringum glugga, klukka D/L
hjólkoppar, D78x14 hjólbaröar meö
hvítum kanti, gúmmíræmur á
höggvörum og vönduö hljóöein-
angrun.
CONCORDINN er meðal sparneytnustu bíla, um og
undir 12 I. á 100 km.
Eigum einungis 3 bíla óselda af árgerð 1979.
Verð samkvæmt gengisskráningu 7. janúar.
Kr. 6.850.600.
Allt á sama staö
Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700
EGILL VILHJALMSSON HE
Árekstur og erfið-
leikar hjá togurum
SKIP og bátar úti af Vestf jörðum
áttu i nokkrum erfiðleikum i
fyrrakvöld þegar skyndilega
rauk þar upp norðaustan átt með
10—12 vindstigum síðdegis í
gær. Hafði um skeið verið spáð
brælu, en síðan nokkuð dregið úr
þeirri spá á föstudag og spáð
suðvestan golu. Tveir togarar
lentu í árekstri, nokkrir fengu á
sig brotsjó og skemmdust nokk-
uð, en ekki er vitað um nein slys
á mönnum og allir munu hafa
komist til hafnar klakklaust.
Togararnir Páll Pálsson frá
ísafirði og Erlingur frá Garði
Ægir náði Jóni
Sturlaugssyni
á flot í gær
JÓN Sturlaugsson ÁR 7, sem
strandaði við Þorlákshöfn siðdeg-
is á föstudag, náðist á flot kl. 5:36
á laugardagsmorgun og var hann
síðan dreginn inn á Faxaflóa þar
sem ráðgert var að taka hann í
slipp, en ekki hafði verið ákveðið
um hádegið í gær hvar það yrði.
Varðskipið Ægir kom Jóni
Sturlaugssyni til aðstoðar og
björgunarsveitin á Þorlákshöfn.
Ekki urðu nein slys á mönnum, en
skipið er talsvert dældað þótt ekki
hafi komið að því leki og stýrið
reyndist fast. Gert var ráð fyrir að
varðskipið yrði komið inn á Faxa-
flóa um kl. 15 í gær.
lentu í árekstri um kl. 15 á
föstudag úti fyrir Vestfjörðum.
Veður var skaplegt, en mikið
dimmviðri. Samkvæmt upplýsing-
um Þórarins Guðbergssonar í
Garði, útgerðarmanns Erlings,
var Erlingur að toga þegar Páll
Pálsson kemur á siglingu á hann
aftarlega stjórnborðsmegin. Gat
mun hafa komið á Pál Pálsson, en
ofan sjólínu og aftari gálginn á
Erlingi skemmdist töluvert. Skip-
in héldu til ísafjarðar og fóru þar
fram sjópróf vegna Páls Pálsson-
ar, en sjópróf vegna Erlings munu
fara fram í Keflavík eftir helgina.
Vestmannaeyjatogarinn Sindri
fékk á sig brotsjó í fyrrakvöld og
brotnuðu tveir gluggar í brúnni og
skemmdust tæki, en slys urðu ekki
á mönnum. Hákon fékk einnig á
sig hnút og urðu nokkrar skemmd-
ir á honum og Bjartur skemmdist
einnig er hann lagðist á hliðina
undan brotsjó og rak stjórnlaust
um tíma að landi, en komst síðan
til ísafjarðar. Togarar leituðu
vars þar í gær og biðu þess að
veður lægði.
Lukkudagar
LUKKUDAGAR:
Vinningsnúmer 18. janúar:
20853. Vinningur Kodak Ektra
myndavél.
Vinningsnúmer 19. janúar:
8140. Vinningur Skáldverk Krist-
manns Guðmundssonar, 7 bindi
frá AB.
AKAI